Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 29

Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 29 San Vicente Verð frá 7.387.000 ísl. kr. White Lily Verð frá 12.195.795 ísl. kr. Glæsilegt 2ja íbúða raðhús 2-3 svefnh. Er annað hvort á jarðhæð með garði eða á efri hæð með svölum og þakverönd. Á sérstöku tilboði með húsgögnum. Stutt í alla þjónustu. Sameiginleg sundlaug. Nokkurra mínútna akstur í bæinn. Þetta glæsilega parhús er mjög vandað og staðsett í göngufæri frá stórkostlegri strönd og nálægt allri þjónustu, verslunum, veitingastöðum, börum og golfvöllum. Hverfið er með eigin sundlaug. Húsin samanstanda af tveim eða þrem svefnherb., setustofu, eldhúsi, wc, flísalögðu baðherb., stórum svölum ú af hjónaherbergi og þakverönd. Hvert hús er með bílastæði og garði. ATLAS INTERNATIONAL Hluti af Atlashópnum hefur verið staðsettur í Torrevieja í 20 ár. Höldum sýningu á fasteignum frá sólarströnd Costa Blanca. ÞITT HEIMILI Á COSTA BLANCA SPÁNI VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYNNINGARFUND UM HELGINA 9. OG 10. FEBRÚAR Á HÓTEL SÖGU, ÁRSÖLUM, 2. HÆÐ KL.12-17. Ókeypis aðgangur. Sími 896 2047, Laddi. Komið, sjáið og fáið fría bæklinga! MEÐ HÚ SGÖGNU M Listasafn Reykjavíkur Hafnar- húsinu Breski landslagsarkitektinn Jonathan Bell heldur fyrirlestur er hann nefnir Gresjan og fjallar þar um verk sín og verk unnin í sam- vinnu við aðra arkitekta og lista- menn. Jonathan er kennari við BCUC (Buckinghamshire Chilterns University College) í Bretlandi. Í DAG RITHÖFUNDARNIR Kari Aronpuro, Mikael Torfason, Eva Runefelt og Ole Korneliussen hitta ís- lenska bókmenntaunnend- ur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 en þau eru öll tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs. Þau munu spjalla um störf sín og lesa brot úr verkum sínum. Kynnir er Jórunn Sigurðardóttir. Í tilefni af 40 ára afmæli bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, og til að vekja athygli á 50 ára afmæli Norðurlanda- ráðs, eru þeir rithöfundar sem tilnefndir hafa verið í ár nú í hringferð um Norðurlöndin. Ferðin hófst 29. janúar í Hels- ingfors og mun ljúka í Nuuk 11. febrúar nk. Þann dag mun dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kveða upp úrskurð sinn á fundi sem hald- inn verður í Norræna húsinu í Reykjavík. Rithöfundar í Norræna húsinu Mikael Torfason AFHENT voru í gær verðlaun í Ráðhúsi Reykjavíkur í hugmynda- samkeppni sem efnt var til í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar sem hefst 27. febrúar undir yfirskriftinni Ljós í myrkri og stendur til 3 mars. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir af- henti verðlaunin og kynnti verð- launahugmyndirnar. Fyrstu verð- laun 50 þúsund krónur hlaut Ilmur María Stefánsdóttir fyrir verkið Stjörnuhrap en hugmyndin er að fleyta stórum plexiglerkúlum fyllt- um ljósleiðaraslöngum á Reykjavík- urtjörn í ákveðnu mynstri sem spegla mun stjörnumerki himinsins. Ingibjörg Sólrún kvaðst vonast til að hægt að yrði að hrinda þessari hug- mynd í framkvæmd svo hún yrði hluti af dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Önnur verðlaun, 35 þúsund krón- ur, hlaut Guðlaugur Valgarðsson fyrir verkið Via Dolorosa en þar er hugmyndin að taka kort af Jerúsal- em og leið Krists upp á Golgatahæð og leggja hana ofan á kort af miðbæ Reykjavíkur þar sem Hallgríms- kirkja yrði endastöðin. Á leiðinni yrðu settir upp sjö lýsandi krossar. Þetta verkefni hefur Þjóðkirkjan tekið upp á arma sína og verður það hluti af dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Þriðju verðlaun, 25 þúsund krónur, hlaut Jón Sæmundur Auðarson fyrir Fossinn en þar verður varpað kvik- mynd af íslenskum fossi í fullri stærð ásamt tilheyrandi áhrifshljóðum á framhlið hússins á Aðalstræti 6. Þessi hugmynd er þegar komin inn í dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Lilja Hilmarsdóttir, verkefnis- stjóri Vetrarhátíðarinnar, lýsti síðan þeim drögum sem þegar eru tilbúin að dagskrá hátíðarinnar og kennir þar fjölmargra grasa og sagði hún að enn væru að bætast við hugmyndir svo búast mætti við þéttri og fjöl- breyttri dagskrá við allra hæfi þegar þar að kemur. Meðal þess sem verður á dag- skránni er glæsileg setningarhátíð þar sem gengið verður frá Hlemmi niður Laugaveg með kyndla og síðan verður kveikt á stálmastri Lands- virkjunar á Arnarhóli. Þá verður boðið upp á fyrirlestra um ljós í ýmsum skilningi, hægt verður að taka þátt í Draugagöngu í Elliðaárdal undir leiðsögn Helga Sigurðssonar sagnfræðings. Kór Íslensku óperunnar flytur nokkrar þekktar óperuperlur og ís- lensk sönglög á tvennum tónleikum undir stjórn Garðars Cortes. Þá verður hægt að taka þátt í gönguferð um gamla kirkjugarðinn undir leiðsögn Gunnars Bollasonar og hlýða á Fræðslu- og skemmti- kvöld í Stjórnstöð Landsvirkjunar á vegum Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við sýninguna Saga raflýs- ingar. Kaffileikhúsið býður upp á Menningarkvöld í Hlaðvarpanum. Í Skautahöllinni í Laugardal verð- ur Fjölskylduhátíð og Kvöldvaka í Ráðhúsinu með þátttöku Kvæða- mannafélagsins, Þjóðdansafélagsins, Bjarni Harðarson segir draugasög- ur, Árni Björnsson fjallar um púka og forynjur og Vinabandið, hljóm- sveit eldri borgara, leikur. Í Sund- höll Reykjavíkur verða haldnir sér- stæðir „tónleikar í bólakafi.“ fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára. Kirkjurnar bjóða fjölbreytta tón- leika meðan á hátíðinni stendur og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður Vetrarhátíð með ljósadag- skrá. Þá verður sérstök hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna í Laugardals- laug að kvöldi síðasta dags hátíðar- innar. Að sögn Lilju Hilmarsdóttur taka nemendur Grunnskóla Reykjavíkur virkan þátt í hátíðinni með ýmsu móti og starf bæði skóla og leikskóla verður sniðið að dagskrá hátíðarinn- ar meðan á henni stendur. Aðalsam- starfsaðilar Reykjavíkurborgar um Vetrarhátíðina Ljós í myrkri eru Landsvirkjun og Orkuveita Reykja- víkur. Verðlaun í hugmyndasamkeppni Vetrarhátíðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafarnir þrír, Ilmur María Stefánsdóttir, Guðlaugur Val- garðsson og Jón Sæmundur Auðarson. Stjörnuhrap í Reykjavíkurtjörn EFLAUST muna margir leikhús- gestir eftir frábærri sýningu Þjóð- leikhússins á leikriti Erich-Emmanu- el Schmitt, Abel Snorko býr einn, sem sýnt var við miklar vinsældir veturinn 1998-9. Það var því mikið til- hlökkunarefni að fá að sjá annað verk þessa höfundar sem hefur slegið rækilega í gegn í heimalandi sínu, Frakklandi, og víðar þrátt fyrir til- tölulegan ungan aldur (hann er fædd- ur 1960). Margt er í raun líkt með þessum tveimur verkum; í þeim báð- um kemur ókunnur gestur í heim- sókn að kvöldlagi og heimsóknin á eftir að koma miklu róti á hugsanir og tilfinningalíf gestgjafans, sem í þessu tilviki er enginn annar en faðir sál- greiningarinnar, Sigmund Freud. Gesturinn gefur sig út fyrir að vera Guð í mannsmynd en gæti allt eins verið geðsjúklingur sem sloppið hef- ur af hæli eða þá aðeins hugarfóstur Freuds – gestur sem heimsótti hann í draumi eitt örlagaríkt kvöld þegar hann beið frétta af afdrifum dóttur sinnar, Önnu, sem tekin hafði verið til yfirheyrslu af Gestapó. Hver hann er í raun og veru er spurning sem hver og einn áhorfandi verður að gera upp við sjálfan sig, verkið lætur þeirri spurningu ósvarað. En hvert sem svarið kann að vera er ljóst að verkið snýst fyrst og fremst um trúna og hugmynd okkar um Guð. Það er því ágætlega til fundið hjá höfundi að láta gestgjafann vera Freud sem hafnaði trúnni einarðlega í verkum sínum þótt hann viðurkenndi að trúarþörfin væri manninum eðlislæg og að þjáning hans stafaði kannski ekki síst vegna skorts á trú. Þjáning- in steðjar að manninum frá líkama hans, frá umheiminum og frá náung- anum, skrifaði Freud í verki sínu, Undir oki siðmenningarinnar, og þjáningin er kannski ekki síst lifandi og áþreifanleg vegna þess að engrar lausnar er að vænta frá almáttugum og yfirskilvitlegum Guði eða tilbún- um trúarkerfum. Höfundurinn hefur sagt frá því að hugmyndin að verkinu hafi kviknað út frá hugsuninni um það hvert Guð gæti leitað í leit að lækningu við þunglyndi sínu vegna breytni mann- anna. Auðvitað til meistarans í fag- inu, Sigmunds Freuds. Ef þetta er rétt hefur Schmitt ekki unnið mikið áfram með þá hugmynd því gesturinn virðist ekki mjög hjálparþurfi, hann virðist öllu fremur vera kominn til að sannfæra Freud um tilvist sína. Sem er í sjálfu sér athyglisvert viðfangs- efni vegna þess að ef honum tækist það ætlunarverk – að gera Freud trú- aðan – væri hann jafnframt að kippa grundvellinum undan fræðum hans eins og þau leggja sig. Þessi ógnvæn- lega staðreynd var ekki mjög áleitin í þeim samskiptum Freuds og gestsins sem verkið samanstendur af og hér er veikleiki verksins fólginn að mínu mati. Sá Freud sem stæði frammi fyrir slíkri klemmu, að láta sannfær- ast um tilvist Guðs og þar með ógilda allt sitt starf var ekki sá Freud sem skrifaður er inn í þetta verk. Eða að minnsta kosti ekki í túlkun Gunnars Eyjólfssonar því sá maður sem hann túlkaði á sviðinu var maður sem virt- ist öðrum þræði þrá það heitt að sannfærast um tilvist Guðs og virtist ekki búa yfir þeirri fjarlægð og íroníu sem vænta hefði mátt af sálgreinand- anum heimsfræga. Margt gott má segja um verkið sem og um leik og samleik þeirra Gunnars Eyjólfssonar og Ingvars E. Sigurðssonar í hlutverkum Freuds og gestsins. Gervi Ingvars/gestsins var skemmtilega tvírætt, búningur- inn allt að því demónískur og túlkun hans vó fagmannlega salt á milli hins guðlega og hins djöfullega, milli hins guðlega og hins mannlega. Þó get ég ekki annað en fundið að því að Ingvar virtist á stundum fara full vélrænt með textann sinn, sérstaklega þegar um langar einræður var að ræða. Hér hefði Þór Tulinius leikstjóri mátt vinna betur með leikaranum. Gunnar flutti sínar einræður af öryggi en, eins og áður sagði, þá voru þetta ein- ræður manns sem þráir trúna fremur en þess manns sem efast af einurð. Jóna Guðrún Jónsdóttir skilaði hlut- verki Önnu, dóttur Freuds, af mikl- um sóma og Kristján Franklín Magn- ús var afar sannfærandi í hlutverki Gestapó-lögreglumannsins, bæði þegar hann var í hlutverki kúgarans sem og þegar hann fór halloka fyrir aðdróttunum Freuds um hugsanlegt gyðingablóð hans. Verkið er vel upp byggt og textinn ólgar af málsnilld og samræðulist sem unun er á að hlýða og þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar var í flestu tilliti afar vönduð. Það kemur hins vegar óneitanlega á óvart hversu litlar tengingar eru í textanum við fræðitexta Freuds og maður spyr sig óhjákvæmilega af hverju höfundur valdi hann sem gestgjafa (burtséð frá þeirri skýringu sem hann sjálfur gef- ur og vitnað var til hér að ofan). Af hverju ekki Nietzsche? Sem samræða um tilvist Guðs, eðli hans og hlutverk í vondum heimi, er verkið hins vegar snilldarlega samið og gaman var að heyra í þeirri sam- ræðulist aftur ýmsar hugleiðingar og rökfærslur sem voru líkt og beint upp úr æskuverkum Laxness (ekki síst Vefaranum). En ef litið er á verkið sem leikrit um Freud eru á því marg- ar brotalamir sem erfitt er að sætta sig við. LEIKLIST Þíbylja Höfundur: Erich-Emmanuel Schmitt. Ís- lensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Þór Tulinius. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Stefanía Adólfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arn- grímsson. Litla svið Borgarleikhússins 6. febrúar. GESTURINN Að trúa eða ekki trúa … Morgunblaðið/Ásdís Gunnar Eyjólfsson og Ingvar E. Sigurðsson í Gestinum. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.