Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 30

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA óperan hefur fastráðið þrjá nýja söngvara. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari og Sesselja Kristjánsdóttir messósópr- ansöngkona taka til starfa 1. ágúst næstkomandi og Hulda Björk Garð- arsdóttir sópransöngkona 1. janúar 2003. Áður hafði Óperan gengið frá ráðningu Ólafs Kjartans Sigurðar- sonar barítonsöngvara, sem tók til starfa á liðnu ári, og Davíðs Ólafs- sonar bassasöngvara, sem hefur störf 1. ágúst. Samningar söngvar- anna eru til tveggja ára. Bjarni Daníelsson óperustjóri kveðst ákaflega ánægður með þenn- an áfanga. „Mér líst mjög vel á þennan hóp. Það verður mikið hægt að syngja í Íslensku óperunni á næstu misserum. Ég veit ekki á þessu stigi hvort þetta þýðir að hægt verði að fjölga stærri uppfærslum en alla vega geta þessir ungu söngvarar fengist við verkefni sem eru mik- ilvæg fyrir þá og Íslensku óperuna.“ Bjarni segir nýju söngvarana ganga inn í svipað hlutverk og Ólaf- ur Kjartan hefur verið að móta í vet- ur, syngja á tónleikum, kynna starf- semi óperunnar – koma tónlist á framfæri. „Það verður ramminn um þetta. Við förum af stað með hádeg- istónleika í næstu viku, þar sem þetta fólk og fleiri koma fram, við munum líka flytja minni óperur í konsertformi og prófa okkur þannig áfram. Við reiknum með að láta söngvarana að hluta til sjálfa velja sín verkefni, eina og líka fleiri sam- an. Þannig að þeirra starfskraftar nýtist sem best.“ Bjarni leggur áherslu á að hér sé um brautryðjendastarf að ræða og það reyni á hópinn að sjá út hvað sé hægt. Vildu ráða ungt fólk Í samningunum er söngvurunum skapað svigrúm til að takast á hend- ur verkefni erlendis, svo framarlega sem því verði við komið. Þetta segir Bjarni afar mikilvægt. „Við lítum á Íslensku óperuna sem part af þeirra starfsvelli og munum passa upp á að þau einangrist ekki. Geti haldið áfram að kynna sig erlendis.“ Að sögn Bjarna verða verkefni Óperunnar valin sérstaklega með fastráðnu söngvarana í huga. „Mið- að er við fjórar nýjar uppfærslur og kannski tvær eldri uppfærslur á tveggja ára ráðningartíma söngvar- anna og þá fái þeir að minnsta kosti þrjú eða fjögur bitastæð hlutverk.“ Söngvararnir fimm eru allir ungir að árum og Bjarni staðfestir að það hafi verið stefnan. „Við vildum ráða ungt fólk til að byrja með. Hjálpa því að koma undir sig fótunum. Þetta gæti líka átt eftir að koma okkur til góða síðar meir, því þegar þau verða farin annað eigum við þau vonandi að, þegar við þurfum á þeim að halda. Íslenska óperan á auðvitað að vera sjálfsagt bakland ís- lenskra söngvara, sama hvar þeir búa í heiminum. Þeir eiga alltaf að geta komið við í Íslensku óperunni.“ Og Bjarni segir að ekki verði beðið eftir þessum fimm söngvur- um sérstaklega, unnið verði að því að fá aðra íslenska söngvara reglulega heim. Nefnir hann þar menn á borð við Kristin Sigmunds- son, Gunnar Guð- björnsson og Bjarna Thor Kristinsson sem allir munu syngja í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini í Íslensku óperunni næsta haust. Stóra verkefni Óperunnar vorið 2003 verður væntanlega Makbeð eftir Verdi. Frábært tækifæri „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Jóhann Friðgeir Valdi- marsson. „Nú gefst mér svigrúm til að snúa mér að óperusöng. Mér hafa raunar boðist samningar við hús er- lendis en þetta var miklu meira spennandi á þessum tímapunkti, ekki síst vegna þess að ráð er fyrir því gert að ég geti líka tekið að mér verkefni erlendis á samningstíman- um.“ Jóhann segir sitthvað í bígerð hjá sér erlendis en hann hefur verið að koma sér á framfæri á Ítalíu að und- anförnu. „Það hefur gengið mjög vel. Á næstunni mun ég síðan fara til Þýskalands, Hollands, Englands og jafnvel Bandaríkjanna að „syngja fyrir“ og halda tónleika.“ Jóhann segir fastráðningu fimm söngvara frábært framtak hjá Ís- lensku óperunni. „Þetta eru þvílík tímamót í íslensku söng- og tónlist- arlífi! Leikarar, hljóðfæraleikarar og fleiri listamenn hafa lengi haft at- vinnu af sínu fagi, nú eru söngvarar komnir á blað. Mér þykir hins vegar leitt að heyra að engin aðstaða verð- ur fyrir söngvara í fyrirhuguðu tón- listarhúsi. Það eru mikil mistök.“ Jóhann mun ekki taka þátt í upp- færslunni á Rakaranum í Sevilla en reiknar með að þreyta frumraun sína í Íslensku óperunni í Makbeð vorið 2003. Spennandi verkefni Hulda Björk Garðarsdóttir segir nýja starfið leggjast vel í sig. „Þetta er spennandi og ögrandi verkefni og það er sérstaklega gaman að vera í þessum brautryðjendahópi. Þetta starf er óskrifað blað og það verður gaman að taka þátt í að móta það.“ Þótt óperuuppfærslurnar séu ekki margar á hverju ári mun söngvar- ana ekki vanta verkefni. „Ólafur Kjartan hefur verið að móta þetta starf og það hefur gefist mjög vel. Það eru mörg verkefni sem við þurf- um að sinna, svo sem kynningar- starf, tónleikahald og ýmislegt fleira. Þetta verður örugglega mjög gaman.“ Hulda Björk fagnar því að hún fái að taka að sér verkefni erlendis á samningstímanum. „Það er stór þáttur í þessu. Það er ómetanlegt að hafa tækifæri til að taka að sér önn- ur verkefni líka.“ Ástæðan fyrir því að Hulda Björk tekur ekki til starfa fyrr en í janúar er sú að hún verður að syngja í óp- erunni Jenufa eftir Janácek í Norsku óperunni frá september og fram að áramótum. Sesselja Kristjánsdóttir segir ánægjulegt að fá tækifæri til að starfa við söng á Íslandi. „Það verð- ur gaman að taka þátt í að móta þetta nýja starf með þessum góða hópi sem ráðinn hefur verið. Festa þetta í sessi. Starfið verður örugg- lega fjölbreyttara en gerist og geng- ur í óperuhúsum. Ég hlakka til.“ Íslenska óperan fastræður þrjá nýja söngvara Morgunblaðið/Sverrir Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson á æfingu fyr- ir fyrstu hádegistónleikana sem haldnir verða næstkomandi þriðjudag. Jóhann Friðgeir Valdimarsson Sesselja Kristjánsdóttir „Það verður mikið hægt að syngja“ ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson, fyrsti fastráðni söngvari Íslensku óperunnar, fær til liðs við sig fjóra söngvara og jafnmarga píanóleik- ara á hádegistónleikum sem haldn- ir verða fjóra þriðjudaga í febrúar og mars í Íslensku óperunni. Meðal söngvaranna eru þrír af nýráðnu söngvurunum, Hulda Björk Garð- arsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Sesselja Kristjánsdóttir en Davíð Ólafsson kom fram á ný- árstónleikum hússins. Hverjir tónleikar hafa ákveðið þema og sækja tónlistarmennirnir bæði í evrópska óperuhefð og ís- lensk sönglög. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og taka einungis um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 600 kr. Fyrstu hádegistónleikarnir verða þriðjudaginn 12. febrúar. Yf- irskrift tónleikanna er „Brúðkaup á hálftíma“ en þá flytja þau Hulda Björk og Ólafur Kjartan atriði og aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir leikur á píanó. Hálfum mánuði síðar, eða þriðju- daginn 26. febrúar, syngja þau Sesselja og Ólafur Kjartan sönglög og dúetta eftir Brahms, undir yf- irskriftinni „Fyrir luktum dyrum“, og með þeim á píanó leikur Ólafur Vignir Albertsson. Þriðjudaginn 12. mars er röðin komin að tónleikunum „Heima hjá Atla“ en þá flytja þau Signý Sæ- mundsdóttir, Ólafur Kjartan og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikari sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, og verða nokkur lag- anna frumflutt á þessum tónleikum. Fjórðu og síðustu hádegistón- leikarnir að þessu sinni verða svo þriðjudaginn 26. mars og bera þeir yfirskriftina „Óvissuferð í Óp- eruna“. Þá munu þeir Ólafur Kjart- an og Jóhann Friðgeir Valdimars- son flytja íslensk sönglög ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara. Hádegistónleikar í Óperunni KVÖLDIÐ í kvöld verður stór áfangi í lífi Árna Björns Árnasonar, píanónema við Tónlistarskólann í Reykjavík, en þá mun hann leika þriðja píanókonsert Prokofieffs með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há- skólabíói. Á tónleikunum, sem haldnir eru á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík í samvinnu við Sin- fóníuhljómsveit Íslands, þreytir Árni Björn einleikarapróf sitt frá skólanum og leikur um leið í fyrsta sinn með sinfóníuhljómsveit opin- berlega. Blaðamaður hitti Árna Björn að máli að lokinni annarri æf- ingu hans með sveitinni í gær og spurði hvernig væntanlegir tón- leikar legðust í hann. „Ég er auðvitað dálítið spenntur, en fyrst og fremst hefur það verið ótrúlega skemmtlegt að spila með svo stórri hljómsveit. Þetta er án efa það geggjaðasta sem ég hef gert í tónlistinni,“ segir Árni Björn og brosir breitt. „Það er í raun mjög sjaldgjæft tækifæri fyrir tónlistar- nema að fá að spila með Sinfóníu- hljómsveit á lokaprófi, enda er þetta samstarf sveitarinnar við Tón- listarskólann í Reykjavík einstakt ef maður lítur til annarra landa,“ bæt- ir hann við. Árni Björn fæddist árið 1982 og hóf píanónám átta ára gamall hjá Brynju Tryggvadóttur í Nýja tón- listarskólanum. Árið 1993 lærði hann hjá Þorsteini Gauta Sigurðs- syni við sama skóla og áfram hjá honum næsta vetur við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Síðan 1995 hef- ur hann haldið áfram píanónámi sínu þar hjá Halldóri Haraldssyni. Árni Björn hefur auk þess tekið þátt í „masterclass“-námskeiðum hérlendis og leikið kammertónlist við skólann. Árið 2000 tók Árni þátt í píanókeppni Evrópuráðs píanó- kennara (ETTA) og nýlega í píanó- keppni í Danmörku. Tónleikarnir í kvöld fela að sögn Árna Björns í sér stutta dagskrá án hlés, þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur í fyrstu verk Pauls Hindemiths, Sinfonische Metam- ophosen um stef eftir Carl Maria von Weber. Að því búnu flytur Árni Björn áðurnefndan Píanókonsert nr. 3 í C-dúr ópus 26, eftir Serge Prokofieff. Þegar Árni Björn er spurður hvers vegna Prokofieff hafi orðið fyrir valinu segist hann lengi hafa verið heillaður af þessum til- tekna píanókonsert. „Verkið er samið í kringum rússensku bylting- una og er því nokkurs konar bylt- ingarandi í því. Þetta er mjög kraft- mikið og dramatískt verk, en um leið ferskt og gaman að spila það.“ – Hvernig búa menn sig undir svo stóra tónleika? „Ég æfði fyrst kafla úr verkinu fyrir píanókeppni ETTA fyrir hálfu öðru ári og hélt síðan áfram með verkið nú í vetur fyrir einleikaraprófið. Ég byrjaði náttúrulega á því að æfa píanóhluta verksins og fékk síðan Víking Heið- ar Ólafsson vin minn til að spila hljómsveitarhlutann á píanó á móti mér og gat þannig undirbúið sam- spilið við hljómsveitina. Það var síð- an alveg mögnuð reynsla að æfa verkið fyrst með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Maður er náttúrulega bú- inn að hlusta á það milljón sinnum og var það því alveg sérstök upp- lifun að vera sjálfur kominn inn í það, vera hreinlega staddur inni í miðju verkinu,“ segir Árni Björn. „Eitt af því sem ég hef þurft að tak- ast sérstaklega á við er að spila í svo stórum sal þar sem hátt er til lofts og mikil dýpt í áheyrendasal,“ bætir hann við. „Tóninn deyr mjög fjótt frá manni út í salinn og heyri ég því kannski hvað minnst í píanó- inu sjálfur. Til að bregðast við þessu hef ég æft mig með eyrna- tappa í eyrunum síðustu daga og hefur það haft alveg fantagóð áhrif.“ Nóg að gera á næstunni Þegar Árni Björn er spurður hvað taki við að einleiksprófinu loknu segist hann stefna á fram- haldsnám næsta haust. „Það er ekki enn ráðið hvert ég fer, en þó horfi ég mikið til Evrópu. Fyrir jól sótti ég tíma hjá Anne Øland, píanóleik- ara í Kaupmannahöfn, og fór í nokkra daga yfir til Finnlands. Þar skoðaði ég m.a. Síbelíusarakadem- íuna í Helsinki og leist mjög vel á.“ Á næstu mánuðum býst Árni Björn því við að fara inntökupróf vegna umsókna í skóla, auk þess sem hann mun ljúka síðari hluta einleikaraprófsins síns með ein- leikstónleikum 29. apríl. „Eins og stendur get ég vel hugsað mér að gera tónlistina að ævistarfi mínu. Hins vegar veit maður aldrei hvað gerist, en þetta á vel við mig og tón- listin gefur mér mjög mikið,“ segir Árni Björn að lokum. „Hef æft mig með eyrna- tappa“ Morgunblaðið/Sverrir Árni Björn Árnason á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.