Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 32

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HEILDARLAUN félags-manna í Verzlun-armannafélagi Reykja-víkur og Verslunar- mannafélagi Akraness hækkuðu að meðaltali um 8% milli áranna 2000 og 2001, eða úr 221 þús. kr. á mán- uði í 239 þús. kr. Dagvinnulaun hækkuðu um 10% að meðaltali á sama tíma eða úr 192 þús. kr. í 211 þús. kr. Lægstu launin hækkuðu mest á síðasta ári og hækkuðu laun afgreiðslufólks á kassa um 18% og námu að meðaltali 161 þús. kr. í september sl. Þessi starfshópur er þó enn með lægstu launin saman- borið við aðra starfshópa í félögun- um og nema dagvinnulaun af- greiðslufólks á kassa 117 þús. kr. Launamunur milli kynja hefur minnkað nokkuð frá árinu 2000. Þessar niðurstöður koma fram í viðamikilli launakönnun meðal fé- laga í VR sem Félagsvísindastofn- un Háskóla Íslands vann fyrir fé- lagið. Er þetta fjórða launakönn- unin sem félagið lætur vinna og náði hún að þessu sinni einnig til fé- laga í Verslunarmannafélagi Akra- ness. Eru niðurstöðurnar byggðar á svörum félagsmanna um laun í september á síðasta ári. Forsvarsmenn VR sögðu á fréttamannafundi í gær að enginn vafi léki á því að fyrirtækjasamn- ingar sem VR gerði við stórmarkaði hafi skilað þessum árangri. Hæstu launin stóðu í stað Þegar litið er á niðurstöður könn- unarinnar varðandi laun einstakra starfsstétta kemur í ljós að hærri stjórnendur eru með hæstu launin, eða 341 þúsund krónur í heildar- laun á mánuði. Laun þeirra hafa hins vegar því sem næst staðið í stað á milli ára og heildarlaun þeirra lækka um 2% á milli ára, sem talið er að megi e.t.v. rekja til þess að vinnutími er að styttast, en dag- vinnulaun þessa hóps hækka um 1%. Fram kemur í könnuninni að hæstu launin er að finna í tölvu- og fjarskiptafyrirtækjum en lægstu launin í smásölu. Þannig eru starfs- menn í fyrirtækjum sem annast sérhæfða þjónustu með hæstu laun- in eða 263 þúsund krónur að með- altali á mánuði. Innan þeirrar at- vinnugreinar eru starfsmenn fyrirtækja í tölvu- og fjarskipta- þjónustu með hæstu launin eða 282 þúsund krónur í heildarlaun að meðaltali. Fyrirtæki í smásölu greiða lægstu launin eða 221 þúsund krón- ur í heildarlaun. Innan smásölu- geirans eru lægstu launin greidd í stórmörkuðum og matvöruverslun- um eða 198 þúsund krónur að með- altali í heildarlaun. 16% launamunur kynjanna Ragna B. Garðarsdóttir verkefn- isstjóri hjá Félagsvísindastofnun, bendir á að ef litið er á mismunandi menntun starfsmanna kemur í ljós að karlar fá hærri laun en konur á öllum menntunarstigum. Kristjana Blöndal, aðstoðarframkvæmda- stjóri Félagsvísindastofnunar, seg- ir að komið hafi í ljós að sáralítill munur er á hlutfalli karla og kvenna sem lokið hafa framhaldsnámi og háskólanámi en hærra hlutfall karla en kvenna hefur ein- göngu lokið grunnskóla- prófi. Þegar tekið hefur verið tillit til mismun- andi menntunar, vinnu- stunda, starfsaldurs og starfsstétta eru karlar að jafnaði með 16% hærri dagvinnu- og heild- arlaun en konur. Karlar í fullu starfi eru að með- altali með 24,5% hærri heildarlaun en konur í fullu starfi, eða 275 þús- und krónur á móti 221 þúsund krón- um. Árið 2000 nam þessi munur 25,6%. Þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa vinnutíma, starfsstéttar, starfsaldurs og aldurs er munurinn á milli kynjanna hins vegar 16% ár- ið 2001 eins og fyrr segir á m árið 2000. Vinnutími styttis Vinnutími félagsmanna V ist um rúma eina klst. á vik áranna 2000 og 2001, sa launakönnuninni eða úr 4 42,7 klst. á viku. Vinnuvik að meðaltali styst úr 45 kls 43 klst. á 2 árum eða um tæ klst. Styttingu vinnutíman einkum rekja til styttri v hjá sölu- og af fólki en í heildi ist vinnuvika 3,5 klst. V hærri stjórne þjónustufulltrú um 2,5 klst. en hún lengdis klst. að meðaltali hjá mi endum. Starfsfólk á kass vinnur lengst Þegar litið er á einstaka stéttir kemur í ljós að sta kassa og við afgreiðslu á vinnur lengstu vinnuvikun klst. en það er þó 3 kls vinnuvika en í síðustu laun Heildarlaun félaga í VR og VA hækkuðu um 8% Lægstu laun hækkuðu mest o vinnutími styttis Heildarlaun félagsmanna í VR og Verslunarmannafélagi Akra- ness hækkuðu að meðaltali um 8% á seinasta ári og dagvinnu- laun um 10% skv. niðurstöðum nýrrar launakönnunar VR. Lægstu laun hækkuðu hlut- fallslega mest og hækkuðu heildarlaun afgreiðslufólks á kassa um 18% en vinnutími styttist á milli ára. Launamun- ur kynjanna hefur minnkað. Morgu Forystumenn VR og sér- fræðingar Félagsvís- indastofn- unar kynntu niðurstöður launakönn- unarinnar á fréttamanna- fundi í gær. „FEGURÐIN færir karlmönnum ekki hærri laun. Því virðist hins vegar öðruvísi farið með konur,“ segir í greinargerð með launa- könnun VR. Í könnuninni voru þátttakendur beðnir um að gefa sjálfum sér einkunn fyrir útlit á skalanum 1-10 og voru niður- stöðurnar svo bornar saman við laun félagsmanna. Í ljós kom að þær konur sem gáfu sjálfri sér háa einkunn voru að meðaltali með um 8% hærri laun en þær sem gáfu sér einkunn undir 5, eða 225 þúsund krónur í heild- arlaun á mánuði samanborið við 209 þúsund krónur. Þátttakendur í launakönnun VR voru líkt og í fyrri könnun spurðir ýmissa spurninga sem virðast, við fyrstu sýn, ek snerta launin ýkja mikið þeir m.a. beðnir um að m sjálfa sig hvað varðar útl dugnað og gefa upp hæð lit. Meginniðurstaðan leid að félagsmenn eru upp ti myndarlegir og góðir sta að eigin mati. Stjórnendu sig þó ívið myndarlegri o en almennir starfsmenn t vera. Konur telja sig hin almennt vera betri starfs karlar, en þær meta hins virði sitt á vinnumarkaði því karlar vilja hærri lau konur fyrir sambærileg s því er fram kemur í könn Í launakönnun VR fyri Færir fegurðin konum hærri laun? 58% segjast vera sátt við launin sín ATHUGASEMDIR VERZLUNARRÁÐS Almenningur á Íslandi hefur lengiverið þeirrar skoðunar, að olíu-félögin þrjú hafi haft náið sam- ráð sín í milli um verðlagningu og aðra þætti í rekstri félaganna. Þessi skoðun á sér rætur áratugi aftur í tímann. Fyrir nokkrum árum jókst samkeppni á milli olíufélaganna með sýnilegum hætti og vakti almenna ánægju. Síðustu árin hef- ur viðskiptavinum olíufélaganna fundizt að dregið hafi úr þeirri samkeppni. Þótt hér sé staðhæft að þetta hafi ver- ið ríkjandi skoðun hjá hinum almenna borgara áratugum saman hefur hún ekki byggzt á nákvæmri vitneskju eða staðreyndum heldur hefur upplifun fólks verið með þessum hætti. En eins og allir vita getur það sem fólki finnst vera, stundum verið jafnmikill veruleiki og það sem er. Þessi skynjun almennings hefur verið olíufélögunum þyrnir í augum og þeim hefur fundizt þessi afstaða ósanngjörn. Í desember gerði Samkeppnisstofnun húsleit hjá olíufélögunum á grundvelli dómsúrskurðar og flutti á brott mikið magn af gögnum, bæði úr skjalasöfnum og tölvum. Húsleitin er að mati stofn- unarinnar gerð á grundvelli rökstudds gruns um ólöglegt samráð um verð o.fl. Í fyrradag sendi Verzlunarráð Ís- lands bréf til viðskiptaráðherra, þar sem óskað er eftir því, að ráðherrann láti fara fram athugun á því hvernig staðið var að framkvæmd ofangreindra aðgerða á skrifstofum olíufélaganna þriggja. Með bréfi Verzlunarráðsins fylgdi ítarleg greinargerð, þar sem Samkeppnisstofnun er m.a. sökuð um brot á tilteknum greinum laga um með- ferð opinberra mála um hald á munum. Í greinargerð Verzlunarráðs er því haldið fram, að við húsleitina hafi m.a. verið lagt hald á gögn, sem komi þessu máli ekkert við. Í greinargerðinni segir m.a.: „Meðal þess mikla fjölda skjala, sem lagt var hald á og eru málinu óviðkom- andi, má nefna hluta af bókhaldi kirkju- safnaðar í Reykjavík, minnisblað um öryggismál í olíustöð, samninga við er- lenda banka, bókhaldslykla, persónu- legan tölvupóst og persónulega greiðsluseðla og greiðslukortareikn- inga starfsmanna. Ljóst er að ákvæði 1. mgr. 78. gr. voru þverbrotin í aðgerðum Samkeppnisstofnunar en þar er áskilið, að munir (skjöl) sem lagt er hald á verði að hafa sönnunargildi í viðkomandi máli.“ Rannsókn á því, hvort olíufélögin hafi haft samráð sín í milli um verð eða skiptingu viðskipta eða annað slíkt er sérstakt mál. Olíufélögin verða að sæta því eins og öll önnur fyrirtæki í landinu að efnt sé til slíkrar rannsóknar á við- skiptaháttum þeirra ef tilefni er talið til. En annað og sérstakt mál er, hvernig staðið er að slíkri húsleit. Í greinargerð Verzlunarráðsins eru færð afar sterk rök fyrir því, að þar hefði ýmislegt mátt betur fara. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar komu upp tvö mál, þar sem talið hefur verið, þegar horft er til baka, að lögregluyfirvöld hafi farið offari. Þar er átt við svonefnt Geirfinnsmál, þar sem saklaust fólk sat í fangelsi vikum og mánuðum saman og bíður þess auðvitað aldrei bætur, og Hafskipsmálið, þar sem aðgerðir lögregluyfirvalda voru í litlu samræmi við tilefnið, þegar betur var að gáð. Í umræðum um þessi mál- efni mörgum árum síðar hefur hvað eft- ir annað komið fram sú skoðun, að vinnubrögðum af því tagi mundi ekki beitt nú. Réttarkerfið hafi verið að fást við ný og erfið viðfangsefni og hafi ekki verið búið að finna sér réttan farveg. Með sama hætti má segja að Sam- keppnisstofnun sé að kanna ótroðnar slóðir og á það bæði við um rannsókn stofnunarinnar á grænmetismálinu svo- nefnda og í málefnum olíufélaganna nú. Ef starfsfólk fyrirtækja getur átt von á því, að Samkeppnisstofnun taki í sína vörzlu persónuleg skjöl, gögn varðandi einkamálefni, sem koma rekstri við- komandi fyrirtækis ekkert við, má gera ráð fyrir að margir taki upp breytt vinnubrögð. Auðvitað er ekki hægt að una við það að húsleit í fyrirtækjum sé framkvæmd á þann veg, að skjöl og gögn, sem kunna að varða viðkvæm einkamál, sem engum koma við nema starfsmanni og hans nánustu og hafa enga tengingu við rekstur viðkomandi fyrirtækis, séu hirt af borðum starfs- manna, úr skúffum á skrifborðum þeirra og úr tölvum þeirra og yfirfarin af starfsmönnum Samkeppnisstofnun- ar. Það er heldur ekki óeðlileg krafa fyr- irtækja, sem verða fyrir húsleit, að starfsmenn Samkeppnisstofnunar eða annarra stjórnvalda, sem standa fyrir húsleitinni, fari skipulega í gegnum gögn fyrirtækjanna, taki afrit af þeim gögnum, sem þeir þurfa á að halda rann- sóknarinnar vegna í stað þess að sópa öllu nánast skipulagslaust í kassa og flytja á brott. Með sama hætti og það er sjálfsagt og eðlilegt að Alþingi setji lög, sem geri stofnunum framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins kleift að gæta almanna- hagsmuna, er nauðsynlegt að samstaða verði um það, hvernig að slíkum rann- sóknum er staðið. Enda eiga þær stofn- anir, sem um er að ræða og geta verið fleiri en Samkeppnisstofnun, ekki að gefa þann höggstað á sér, að hægt sé að saka þær um óeðlileg vinnubrögð við húsleit. Í forystugrein Morgunblaðsins 20. desember sl. var fjallað um aðgerðir Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufé- lögunum og þar sagði m.a.: „Olíufélögin hafa á opinberum vett- vangi verið ásökuð um óeðlilega við- skiptahætti. Það er ákveðin hætta á, að almenningur túlki það svo, að fyrst harkalegum rannsóknaraðferðum af þessu tagi sé beitt, hljóti að vera maðk- ur í mysunni. Dómstólar verða að heim- ila leit af þessu tagi og þeim ber að meta hvort nægilega sterkur grunur leiki á lögbroti. Það er þó alltof snemmt að draga einhverjar ályktanir í því efni. Sama gildir um þau fyrirtæki, sem sam- keppnisyfirvöld taka til rannsóknar og um einstaklinga, sem sæta t.d. rann- sókn lögreglu, þau eru saklaus þar til sekt er sönnuð. Dæmin sanna, að harka- legar rannsóknaraðferðir, sem dómstól- ar hafa jafnvel samþykkt, gefa ekki endilega vísbendingu um sekt viðkom- andi.“ Verzlunarráðið hefur vakið máls á mikilsverðu máli, sem snýst bæði um al- menn samskipti í siðuðu samfélagi en líka og ekki síður um friðhelgi einkalífs fólks. Það er ástæðulaust af stjórnmála- mönnum að gera þetta frumkvæði Verzlunarráðsins tortryggilegt. Frekar er ástæða til að nýta þetta tilefni til að setja svo skýrar leikreglur um fram- kvæmd rannsókna af þessu tagi, að ekki þurfi að deila um þann þátt máls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.