Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 33 móti 18% st VR stytt- ku á milli amkvæmt 44 klst. í kan hefur t. í tæpar æplega 2,5 ns nú má vinnuviku fgreiðslu- ina stytt- þess um Vinnuvika enda og úa styttist st um 1,5 illistjórn- sa ar starfs- arfsfólk á matvöru na eða 47 t. styttri nakönnun árið 2000. Þá kemur fram í könn- uninni að karla vinna að meðaltali 4 klst. lengur en konur á viku, eða 45 klst. á móti 41 klst. Þegar vinnuvikan hjá starfsfólki í fullu starfi er skoðuð eftir fyrir- komulagi á yfirvinnu sést að þeir sem eru með yfirvinnu innifalda í launum og þeir sem fá yfirvinnu greidda að hluta vinna lengstu vinnuvikuna að meðaltali, 43,6 klst. Hjá þeim sem vinna ekki yfirvinnu er vinnuvikan jafnan 38,8 klst. Hærri laun með meiri menntun Menntun skilar hærri launum skv. könnuninni. Starfsfólk með há- skólapróf er með hæstu heildar- launin eða 291 þúsund kr. á mánuði að meðaltali. Því næst kemur starfsfólk með próf úr sérskólum á háskólastigi en heildarlaun þess nema 255 þúsund kr. Starfsfólk með grunnskólapróf og starfsnám rekur lestina með lægstu heildar- launin, það fyrrnefnda með 211 þús- und kr. en það síðarnefnda 203 þús- und kr. í heildarlaun. Launaviðtöl skila árangri Háskólamenntuðum félagsmönn- um VR fjölgaði um 3,3% á milli ár- anna 2000 og 2001 skv. könnuninni og eru þeir nú 28% félagsmanna. Starfsfólki með starfsmenntun fækkaði um tæplega 2% og er það nú um 10%. Rúmlega 40% fé- lagsmanna eru með framhalds- skólapróf og 21% með grunnskóla- próf. Fjórir af hverjum tíu félagsmönn- um VR gefa upp í könnuninni að þeir hafi farið í launaviðtal á und- anförnu ári en í síðustu kjarasamn- ingum var samið um rétt starfs- manns til árlegs viðtals við yfirmann sinn um störf sín og hugs- anlega breytingu á starfskjörum. Mikill meirihluti þeirra sem fóru í launaviðtal fékk breytingu á kjörum sínum í kjölfar viðtalsins. 67% fengu launahækkun og 6,5% fengu launa- hækkun ásamt fríðindum, skv. nið- urstöðum könnunarinnar. Til fríð- inda teljast t.d. aukið frí, sveigjan- legri vinnutími o.fl. Skrifstofufólki gekk yfirleitt bet- ur í launaviðtölum en öðrum starfs- stéttum en 84% þess fengu launa- hækkun eða hækkun ásamt auknum fríðindum eftir viðtalið en hjá öðr- um starfsstéttum var þetta hlutfall 67–76%. Ekki er marktækur munur milli kynja, hvorki hvað varðar hlut- fall þeirra sem farið hafa í viðtal né á árangri viðtalsins. Stjórnendur og sérfræðingar ánægðastir með laun sín 58% þátttakenda í könnuninni sögðust vera sátt við laun sín, þar af 7% mjög sátt. Stjórnendur og sér- fræðingar eru ánægðastir með sín laun en 67% þeirra sögðust sátt eða mjög sátt. Sölu- og afgreiðslufólk er óánægðast með laun sín en 52% starfsmanna í þeirri starfsstétt eru ósátt eða mjög ósátt. Þessar niður- stöður endurspegla þau laun sem hóparnir hafa en stjórnendur eru hæst launaða starfsstéttin og af- greiðslufólk er í hópi þeirra lægst launuðu. Stærð fyrirtækis virðist einnig hafa áhrif á ánægju eða óánægju starfsmanna með laun sín. Þannig eru starfsmenn minni fyr- irtækja sáttari við launin en starfs- menn stærri fyrirtækja. 64% starfs- manna hjá minni fyrirtækjum sögðust sátt eða mjög sátt á móti 57% hjá þeim stærri. Þetta gengur hins vegar þvert á þær niðurstöður sem koma fram í launagreiningu könnunarinnar því starfsmenn minni fyrirtækjanna eru yfirleitt með lægri laun en þeir sem starfa hjá stærri fyrirtækjum. Þá kom fram að karlar meta störf sín að jafnaði til 15% hærri launa en konur gera skv. svörum þeirra í könnuninni. Stærri fyrirtæki borga betur Skv. könnuninni eru þeir sem hafa stystan starfsaldur, 5 ár eða færri, að meðaltali með lægri laun en þeir sem hafa lengri starfsaldur. Þá eru að jafnaði greidd hærri laun í fyrirtækjum með 10 eða fleiri starfsmenn en þar sem 10 eða færri starfsmenn starfa og munar þar að meðaltali 6% á dagvinnulaunum. Yf- ir 80% svarenda starfa hjá stærri fyrirtækjum. Verulegur árangur unnist Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði í gær að hugmyndafræðin á bak við launakannanirnar væri sú að upplýsa hver væru raunveruleg markaðslaun í einstökum starfs- greinum og félagsmenn gætu þar með borið laun sín saman við laun sem greidd eru í hliðstæðum starfs- greinum. ,,Þessi launakönnun sýnir að verulegur árangur hefur unnist í þeim málum sem VR hefur lagt sér- staka áherslu á á síðustu misserum, t.d. að lægstu launin hafa hækkað mest á milli áranna. Launaviðtöl skila sýnilegum árangri í launaþró- uninni, vinnuvikan hefur styst og launamunur kynjanna hefur minnk- að,“ sagði Magnús um niðurstöð- urnar. á seinasta ári samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR g st unblaðið/Golli        ! " #$ #    86     2 5$         * 5  5$     #  5$ 3        9   ! %#"  " " # -  6 5' 5$  :  2 5' 3 5$   :  ;    29 4 <  33  =    > $ 5$   '     ?  : <:   " ""    -  6   <:  @   $    " "" & $"  $ 0 6  '   2    @  4  <    ' ("  $ " 29                    9  # ()  (" *  $  ' " @ 5<:    $ ;   $3 =   $:          6 4            : 4 4        : 4 4  7 7 7 &7 17 17 7 ,7 +7 7 17 (7 (7 (7 5 7 (7 7 7 .7 7 17 7 .7 7 7 (7 (7 +7 7 17 &7    "! "! " "$ "#$ "   " "  " !# " $"   $"   $ ! !  " !     !  !     "$ " " "!  "  " "  "  " "  $ " $  "  #"   " $  #!    # $        ! "  Í NÝRRI umferðaröryggis-áætlun 2002 til 2012, semkynnt var á blaðamannafundií gær, er að því stefnt að bana- slysum og öðrum alvarlegum slysum fækki um a.m.k. 40% fyrir lok ársins 2012. Það þýðir að ekki fleiri en 120 slasist alvarlega eða látist í umferð- arslysum á ári. Þar kemur einnig fram að langtímamarkmið til ársins 2025 er að ekki fleiri en einn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysi í viku hverri árið 2025 eða 52 á ári. Til þess að þessi markmið náist eru í áætluninni lagðar fram ýmsar aðgerðir í umferðaröryggismálum. Til að mynda er lagt til að stefnt verði að því að bæta enn frekar menntun nýliða í akstri og koma á markvissari endurmenntun fyrir þá sem þegar hafa öðlast ökuréttindi. Í áætluninni kemur fram að á síðustu fimm árum hafi 21 látist að meðaltali í umferðinni á ári og um 210 slasast alvarlega. „Auk hins mannlega harmleiks er þjóðhagslegur kostn- aður umferðarslysa, sem valda dauða eða alvarlegum meiðslum, tal- inn vera á bilinu 8–10.000 milljónir á ári, en áætlað er að umferðarslys með og án meiðsla kosti þjóðfélagið allt að 20 milljarða króna árlega.“ Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kynnti umferðarörygg- isáætlunina á blaðamannafundi í gærdag og greindi hún frá því að í nóvember sl. hefði hún skipað starfshóp sem falið var að ljúka gerð áætlunarinnar en áður hafði um- ferðaröryggisnefnd, sem lauk störf- um í árslok 2000, skilað drögum að áætluninni. Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, var skipaður formaður starfshópsins. „Þessi umferðaröryggisáætlun er stórt og mikið plagg og margar at- hyglisverðar tillögur koma þar fram,“ sagði ráðherra og bætti því við að á næstunni yrði lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga sem byggðist á áætluninni. Ráðherra sagði að þegar væri far- ið að vinna að ýmsum þeim tillögum sem fram kæmu í áætluninni, t.d. með undirbúningi að breytingu á lögum. „Það er þó mikilvægt að hafa í huga að stefna sem þessi á ávallt að vera til endurskoðunar, enda er lagt upp með það í skýrslunni að á hverju ári taki Alþingi til umfjöllunar ár- angur liðins árs og fjalli um aðgerð- aráætlun næsta árs. Tillögur starfs- hópsins mynda ákveðinn ramma utan um það sem framundan er, þótt einstakar tillögur séu ef til vill um- deilanlegar og þurfi frekari skoðun- ar við.“ Meðal þeirra tillagna sem starfshópurinn leggur til í áætlun- inni er að hraðamerkingar á þjóð- vegum verði auknar og að gerð verði sérstök úttekt á því hvort taki eigi upp þá stefnu að minnka leyfðan há- markshraða á hættulegum vegar- köflum, s.s. við einbreiðar brýr, blindhæðir og í kröppum beygjum. Viðurlög verði hert Starfshópurinn leggur einnig til að skipuð verði umferðaröryggis- nefnd á ný og að hún verði skipuð á svipaðan hátt og gert er hjá mörgum öðrum þjóðum. „Nauðsynlegt er að í hana séu valdir menn frá Alþingi, t.d. þingmenn úr allsherjar- og sam- göngunefnd, sem vinni að framgangi umferðaröryggisáætlunar, ásamt mönnum með sérfræðikunnáttu í umferðaröryggismálum. Tilgangur nefndarinnar verði að leggja fram tillögu að stefnu stjórnvalda í um- ferðaröryggismálum sem síðan yrði tekin fyrir á Alþingi og afgreidd þaðan. Gefin verði út reglugerð um hlutverk og tilgang nefndarinnar eins og gert hefur verið fyrir Rann- sóknarnefnd flugslysa,“ segir í áætl- uninni. Starfshópurinn leggur sömuleiðis til að að sektir sem innheimtast vegna aksturs gegn rauðu ljósi, hraðaksturs og ölvunaraksturs renni í sérstakan sjóð, svonefndan eftirlits- og þróunarsjóð lögreglunn- ar. „Sjóðurinn verði notaður til að kosta eftirlit með fyrrgreindum brotum, til rannsókna og tækja- kaupa og þróunar á sviði umferðar- öryggismála. Þegar ökumenn brjóta mikið af sér verða tekjur miklar en með fækkun brota kemur minna í sjóðinn og þörfin þá eðlilega minni,“ segir í áætluninni. Þá leggur starfshópurinn til að viðurlög við alvarlegum umferðar- lagabrotum verði hert enn frekar enda telur hann að dómar séu í mörgum tilvikum ekki í samræmi við alvarleika brota. „Er þar sér- staklega litið til ölvunaraksturs og hraðaksturs, en viðurlög við slíkum brotum eru hér mun vægari en á öðrum Norðurlöndum, hvort sem litið er til sektarfjárhæðar eða tíma- lengdar ökuleyfissviptingar,“ segir starfshópurinn í áætluninni. Hann leggur til að sektir verði hækkaðar vegna vanrækslu á notkun bílbelta. Loks er lagt til að metið verði hvort lækka eigi refsimörk vegna ölvunaraksturs úr 0,5 í 0,2 prómill, eins og þegar hafi verið gert m.a. í Noregi og Svíþjóð. Umferðaröryggisáætlun lögð fram Umferðarslys kosta þjóðfélag- ið um 20 millj- arða kr. árlega Tillaga starfshóps um umferðaröryggisáætl- un til ársins 2012 var kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Í tillögunni er meðal annars lagt til að refsimörk vegna ölvunaraksturs verði lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir og Óli H. Þórðarson kynna áætlunina. kki . Voru meta lit og ð og hára- di í ljós il hópa arfsmenn ur telja og betri telja sig s vegar smenn er s vegar i minna un en störf að nuninni. ir árið 2000 kom fram að hávaxnari starfsmenn fá að jafnaði hærri laun en lágvaxið starfsfólk. Þeg- ar kynin eru skoðuð sérstaklega í könnuninni nú kemur þessi mun- ur aftur fram hjá konum, en ekki er tölfræðilega marktækur mun- ur á launum karla eftir hæð. Munar alls 29 þúsund krónum á heildarlaunum lágvaxnari kvenna og þeirra sem hávaxnari eru. Friðrik H. Jónsson, for- stöðumaður Félagsvísindastofn- unar, segir það ekki út í hött að spyrja um mat starfsmanna á eigin útliti, um hæð þeirra o.s.frv. því rannsóknir hafa sýnt að ólíklegustu atriði hafi áhrif á samninga starfsmanna og stjórn- enda um launakjör. m ,  , )  ( B)) & B() 1 B&  B1  % % !%$ % %! %! %" % % %$  4    #$%    &   Tæp 40% hafa farið í launaviðtal og 84% þeirra fengu launahækkun.  Dagvinnulaun hækkuðu mest hjá starfsfólki í öryggisvörslu, hús- og símavörslu, ræstingum og hjá afgreiðslufólki á kassa.  Starfsfólk við afgreiðslu á kassa og á matvöru vinnur 47 klst á viku.  Karlar eru með hærri laun en konur á öllum menntunarstigum.  Hæst laun greidd í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í tölvuþjónustu og fjarskiptum.  Karlar fá að meðaltali 23.250 kr. á mánuð í bílastyrk en konur 17.580 kr.  Konur segjast vilja að meðaltali 240 þús. í dagvinnulaun en karlar 284 þús.  Konur sem gáfu sér háa einkunn fyrir útlit eru með 8% hærri laun en þær sem gáfu sér lága einkunn.  21–45 ára starfsfólk segist mest sátt með laun sín en minnst sátt er meðal fólks á aldrinum16–20 ára.  Stjórnendur telja sig betur útlít- andi en almennir starfsmenn telja sig vera. Punktar úr VR-könnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.