Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 41

Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 41 SIGURRÓS Þorgrímsdóttir hef- ur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi síðasta kjör- tímabil, forseti bæjarstjórnar 1999–2000 og í bæj- arráði 2000–2001. Hún hefur sýnt og sannað að hér fer vel menntuð kona með mikinn áhuga á málefnum bæj- arfélagsins, ekki síst menntamálum, málefnum fjöl- skyldunnar, atvinnumálum og íþrótta- og tómstundamálum. Sigurrós er formaður skóla- nefndar Menntaskólans í Kópavogi og hefur hún staðið þétt við bakið á MK við að efla skólastarfið en nú er fyrirhugað að byggja nýja bók- námsálmu við skólann. Sem for- maður leikskólanefndar hefur Sig- urrós beitt sér fyrir fjölgun leikskólarýma með frábærum ár- angri og lagt áherslu á innra starf leikskólanna. Í framsæknu bæjarfélagi er mikilvægt að bæjarfulltrúar séu næmir á umhverfi sitt og þarfir íbúanna. Það er von mín að við Kópavogsbúar fáum að njóta starfa Sigurrósar áfram í næstu bæjarstjórn – tryggjum henni 3. sæti listans. Sigurrós – öfluga konu til forystu Margrét Friðriksdóttir skólameistari skrifar: Margrét Friðriksdóttir ÉG gladdist óneitanlega þegar ég frétti að Jóhanna Thorsteinson leik- skólastjóri tæki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Jóhönnu hef ég þekkt alla mína ævi og í mínum augum stendur Jó- hanna fyrir áreið- anleika, góðar hug- myndir og það sem mestu skiptir, fram- kvæmdir. Jóhanna hefur verið leikskólastjóri í fjórum leikskólum þar sem hún hefur byggt upp öfluga og góða starfsemi og haldið mjög á lofti mikilvægi tón- listariðkunar. Nú nýlega tók hún við leikskólanum í Álfatúni þar sem hún mun án efa byggja upp góðan leik- skóla og skapa börnum þar ánægju- legan vettvang til vaxtar og þroska. Jóhanna hefur líka sérstakan áhuga á tengingu leikskóla og grunnskóla, en hún hefur nýlega lokið námi grunnskólakennara þar sem hún sérhæfði sig í kennslu yngri barna og tónmenntum. Auk þess lauk hún Dipl.Ed. námi í stjórnun. Jóhanna hefur sérstakan áhuga á skipulags- og umferðarmálum auk fræðslu- og menningarmála. Tryggjum Jó- hönnu öruggt sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Tryggjum Jóhönnu öruggt sæti Edda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og lyfjafulltrúi skrifar: Edda Sveinsdóttir Meira á mbl.is/aðsendar greinar HERDÍS Sigurjónsdóttir býður sig fram til forustu á lista sjálfstæð- ismanna fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Her- dís hefur setið í bæjarstjórn í Mos- fellsbæ síðan 1998 og starfað þar af miklum krafti. Ég þekki vel til Her- dísar bæði sem sam- starfsmanns á vinnu- stað og í félagsstarfi. Hún vinnur skipulega að þeim verk- efnum sem hún tekur að sér og fylgir þeim eftir. Hún á auðvelt með að vinna með ólíku fólki. Ég treysti Herdísi fullkomlega til að vera áfram í forustusveit sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ. Ég hvet fólk til að taka þátt í prófkjörinu hinn 9. febrúar næstkomandi og velja Her- dísi Sigurjónsdóttur í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Veljum Herdísi til forustu Kristján Sturluson framkvæmdastjóri skrifar: Kristján Sturluson Í ÞAU átta ár sem Sigurrós Þor- grímsdóttir hefur átt sæti í bæj- arstjórn Kópavogs hefur hún tekið ötulan þátt í örri og farsælli uppbygg- ingu bæjarins. Fjölg- un leikskólaplássa, stórfelld fækkun leikskólabarna á bið- lista, tilurð Smára- lindar sem eins öfl- ugasta kjarna verslunar og við- skipta höfuðborgarsvæðisins og landnám upplýsingatækninnar innan leikskóla og grunnskóla bæjarins eru aðeins örfá atriði af þeim fjölmörgu sem Sigurrós hefur unnið að. Ég vil því eindregið hvetja alla Kópavogsbúa til að greiða Sigurrós atkvæði sitt í opnu prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi 9. febrúar nk. Sigurrós hefur sannað það og sýnt að hún á verðskuldað erindi í framvarðarsveit okkar sjálfstæð- ismanna á vettvangi bæjarmálanna. Kjósum Sigurrós! Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur skrifar: Helga Guðrún Jónasdóttir Meira á mbl.is/aðsendar greinar MARGT gott fólk gefur kost á sér í framboð til prófkjörs sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ 9. febr- úar nk. Þar á meðal er Gylfi Guðjóns- son, sem hefur að baki langa búsetu í Mosfellsbæ. Hann er kraftmikill fram- kvæmdamaður með mikla reynslu af bæjarstjórnar- málum. M.a. var hann formaður skipulagsnefndar 1994-98 og beitti sér þá verulega fyrir lagfæringum á Vesturlands- vegi, sem um árabil hafði kostað mörg stórslys og óhöpp í umferð- inni um bæinn. Síðan þessi lagfær- ing fór fram hefur óhöppum og slysum stórfækkað á vegarkafl- anum. Gylfi sýndi alúð og skilning í vinnu sinni fyrir bæjarfélagið og naut vinsælda fyrir störf sín. Þegar Heilsugæsla Mosfells- umdæmis og starfsfólk hennar átti við vanda að stríða um tíma sýndi Gylfi Guðjónsson stuðning í orði og verki. Ég vil hvetja Mosfellinga til að styðja þennan drengilega at- hafnamann í prófkjörinu og skipa honum veglegan sess í bæjar- stjórn. Kraftmikinn mann í bæjarstjórn Ingvar Ingvarsson læknir skrifar: Ingvar Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.