Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helga ÞuríðurÞorgeirsdóttir
fæddist í Keflavík 9.
júlí 1950. Hún lést 31.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorgeir Gísla-
son húsasmiður, f. á
Þóroddsstöðum í
Miðneshreppi 15.8.
1908, d. 15.12. 1993,
og Kristín Björns-
dóttir húsmóðir og
afgreiðslukona, f. á
Svínaskála við Eski-
fjörð 22.8. 1915, d.
22.8. 1975. Systkini
hennar sammæðra voru Ásbjörn,
f. 4.4. 1934, d. 1.1. 1994, Páll
Ágúst, f. 10.5. 1935, d. 1.1. 1954,
Gunnar Þór, f. 23.8. 1936, d. 3.6.
1973, Sigríður Kristín, f. 27.11.
1937, Halla Sigríður, f. 26.12.
1939, Hjálmar Steinar, f. 11.4.
1941, Arndís Kristín, f. 22.11.
1945, og Pálína Ólöf, f. 14.5. 1954.
Helga bjó í föðurhúsum í Keflavík
til tveggja ára aldurs en síðan ólst
hún upp hjá móður sinni og fóst-
urföður, Hauki Magnússyni, f.
25.7. 1912, d. 10.6. 1996, lengstum
á Seljaveginum í
Reykjavík. Helga
giftist 7.10. 1978
Birni H. Jóhannes-
syni forstjóra, f.
13.4. 1951. Hann er
sonur Kristínar
Björnsdóttur hús-
móður, f. 6.8. 1927,
og Jóhannesar Pét-
urssonar kennara, f.
3.8. 1922, d. 5.9.
2000. Börn Helgu og
Björns eru Bjarki, f.
22.3. 1979, Kristín, f.
23.2. 1982, og Anna,
f. 26.4. 1983.
Helga lauk kennaraprófi frá KÍ
1971 og stúdentsprófi frá sama
skóla 1972. Hún sótti sér viðbót-
armenntun á fjölda námskeiða
heima og erlendis. Að námi loknu
hóf Helga störf sem einkaritari á
lögfræðiskrifstofu auk starfs í
menntamálaráðuneytinu. Árið
1975 hóf hún kennslu við Hóla-
brekkuskóla og starfaði þar æ síð-
an.
Útför Helgu fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Á þessari stundu er erfitt að
sætta sig við ótímabæra kveðju-
stund. Yfir mig hellist tómleiki og
söknuður er ég kveð kæra systur
mína, Helgu Þuríði Þorgeirsdóttur.
Helga var mér meira en systir, hún
var einnig mín besta vinkona. Ætíð
var gott til hennar að leita enda hlý
og ráðagóð. Helga sýndi fjölskyldu
sinni mikla umhyggju, var börnum
sínum afbragðsgóð móðir og eig-
inmanni sínum, Birni Jóhannes-
syni, góð eiginkona. Í starfi sínu
sem kennari sýndi hún og sannaði
góða hæfileika og mannkosti og eru
þau eflaust mörg börnin sem eiga
henni mikið að þakka. Helga var
ætíð staðföst og traust.
Elsta minning mín um elskulega
systur er frá deginum er hún fædd-
ist heima á Tjarnargötu 14 í Kefla-
vík. Hún var myndarleg 20 marka
rauðhærð hnáta, sem mér þótti frá
þeirri stundu svo undur vænt um.
Allir fengu strax dálæti á fallegu
systur minni. Við ólumst upp sam-
an og æska mín er samtvinnuð
minningum um Helgu og samfylgd
okkar. Margt var brallað hjá okkur
systrum bæði þegar við áttum
heima í litla húsinu í Kópavoginum
og síðar þegar við bjuggum í Vog-
unum og við Seljaveginn. Sem barn
var Helga einstaklega ljúf og svo
nákvæm og vandvirk að um var tal-
að. Rithönd hennar var skýrt dæmi
um það og vinnubrögð almennt.
Sem unglingur og ung kona ferðað-
ist Helga víða.
Með stuðningi föður síns dvaldist
hún við nám erlendis öll sumur, í
Danmörku, Englandi og Frakk-
landi. Þar lærði hún tungumál og
kynntist menningu annarra landa.
Enda var Helga alla tíð dugleg við
að auka við og viðhalda færni sinni
og menntun.
Sem ung kona kynntist Helga
eftirlifandi eiginmanni sínum, Birni
Jóhannessyni, sem ætíð reyndist
henni góður eiginmaður. Helga og
Björn voru eitt í huga okkar. Þau
voru ætíð samstiga og glæsileg
hjón. Þau eignuðust þrjú mann-
vænleg börn, sem nú sjá á eftir ást-
kærri móður sinni. Börnin, Bjarki,
Kristín og Anna, eru öll elskuleg og
efnileg enda fallega og vel hlúð að
þeim alla tíð. Helga reyndist börn-
um sínum ætíð hin besta móðir og
hefur búið þeim gott veganesti til
allrar framtíðar. Það vitum við sem
þekktum Helgu. Hún var ákaflega
elsk að börnum sínum og sýndi
þeim stuðning og virðingu svo að til
fyrirmyndar er. Helga var alltaf
ljúf og yndisleg, vel menntuð og
vitur kona. Hún var einnig glettin
og skemmtileg með gott skopskyn.
Í veikindum sínum sýndi Helga ein-
dæma styrk og æðruleysi og stóðu
eiginmaður hennar og börn þétt við
hlið hennar öll sem eitt. Væntum-
þykja og umhyggja þeirra allra fyr-
ir Helgu í veikindum hennar var
aðdáunarverð og æðruleysi hennar
sjálfrar, lét ekkert okkar ósnortið.
Helga kom ætíð fram við fjöl-
skyldu sína alla og samferðafólk af
virðingu, kærleika og ekki síður
hreinskilni og heiðarleika. Þannig
var Helga systir mín. Álit Helgu og
ráðleggingar almennt voru okkur
öllum sem að henni stóðum ætíð
mikils virði. Í lífi og starfi var
Helga vönduð og góð kona.
Heiðruð sé minning hennar.
Með þessum orðum kveð ég
hjartkæra systur mína og votta
Birni, Bjarka, Kristínu og Önnu og
öðrum aðstandendum mína innileg-
ustu samúð.
Helgu þakka ég fyrir samfylgd-
ina og væntumþykju hennar í minn
garð, eiginmanns míns og dætra.
Megir þú, kæra systir, hvíla í friði.
Þín systir,
Arndís.
Í dag kveðjum við Helgu Þ. Þor-
geirsdóttur sem lést 31. janúar síð-
astliðinn, langt fyrir aldur fram.
Helga kenndi við Hólabrekkuskóla
í fjölda ára og gat sér þar gott orð.
Samviskusemi, þolinmæði og ná-
kvæmni voru aðalsmerki hennar og
þessir eiginleikar komu sér sér-
staklega vel í kennslunni. Helga
var heil og sönn í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur og sinnti af alúð
þeim verkefnum sem hún tók að
sér. Hún gerði nokkurra ára hlé á
kennslu til að sinna eigin börnum
og þegar hún sneri síðan til kennslu
valdi hún að koma aftur í Hóla-
brekkuskóla og erum við þakklát
fyrir það. En skjótt skipast veður í
lofti. Í október síðastliðnum greind-
ist Helga með illvígan sjúkdóm og
þrátt fyrir bjartsýni og trú á bata
urðu örlögin ekki flúin.
Dagurinn líður –
Hægan himni frá
höfgi fellur angurvær
á dalablómin smá.
Og hvítir svanir svífa hægt til fjalla
með söng, er deyr í fjarska.
Dagurinn líður –
Hann deyr með brosi á vör,
því ganga hans í dauðann
er dýrleg brúðarför.
Svo eru sorgir vorsins síðla
er sól til viðar hnígur.
Og nóttin krýpur bláklædd
í bæn að fótskör hans,
og bjarma slær á strendur
hins myrka draumalands.
En þaðan stíga sumarkvöldsins söngvar
er sól til viðar hnígur.
(Tómas Guðmundsson.)
Við kveðjum Helgu með söknuði
en um leið þakklát fyrir að hafa
notið samvista við hana undangeng-
in ár og við vottum eiginmanni
hennar og börnum dýpstu samúð.
Megi minningin um góða eiginkonu
og móður verða huggun á sorgar-
stundu.
Starfsfólk Hólabrekkuskóla.
Vináttan er ein af dýrmætustu
gjöfum, sem forsjónin gefur okkur.
Gildi hennar verður seint til fulls
metið og oft og tíðum gætum við
þess ekki sem skyldi að rækta
hana, gefa henni tíma, halda henni
við og njóta meðan kostur er. Að
eiga góða og trausta vini, eiga með
þeim innihaldsríka og gefandi sam-
fundi, er ein dýrmætasta gjöf lífs-
ins og verður seint metin sem
skyldi.
Eitthvað á þessa leið reikaði hug-
urinn við mjög svo ótímabært frá-
fall okkar elskulegu vinkonu, Helgu
Þ. Þorgeirsdóttur. Við erum í gegn-
um tíðina búin að eiga samleið á svo
marga og skemmtilega vegu með
þeim Helgu og Birni og síðar einnig
börnum þeirra, eftir að þau komu
til sögunnar. Atvikin höguðu því
svo, að gangur lífsins hjá þeim og
okkur var á svo margan hátt í svip-
uðum takti, áhugamálin lík, börnin
okkar á svipuðum aldri og tilefnin
til samfunda því ærið mörg. Við
minnumst ótal skemmtilegra
stunda við spilamennsku, ferðalög,
afmæli og ýmsa aðra tímamótaat-
burði hjá fjölskyldum okkar en
gagnkvæmur áhugi og ástundun
var einhvern veginn sjálfsagður
hlutur hjá báðum á slíkum stund-
um. Ekki þurfti alltaf tilefni til að
hittast, stundum var bara „kíkt
inn“ bara svona af engu tilefni og
ávallt var eins og við hefðum hist
síðast í gær, þótt í reynd væri e.t.v.
talsvert um liðið. Það var bara ein-
hvern veginn sjálfsagt að þetta
væri svona.
Hún Helga vinkona okkar var á
margan hátt alveg einstök. Hrein
og bein í samskiptum, elskuleg en
jafnframt ákveðin, jákvæð, glað-
sinna og hlátur hennar smitandi.
Röddin hlý og notaleg. Hún hafði
einstaklega góða nálægð. Helga var
nákvæm og sannur fagurkeri í
bestu meiningu þess orðs og tókst
ávallt að skapa sér og sínum fallegt
og notalegt umhverfi.
Á kveðjustund leitar hugurinn
yfir farinn veg eftir langa samleið,
sem aldrei bar skugga á en ávallt
veitti hlýju og gleði og er það hér
þakkað af heilum hug. Við höfum á
undanförnum mánuðum fylgst með
baráttu Helgu og fjölskyldu hennar
við vágestinn sem að sótti. Þar hef-
ur vakið aðdáun okkar sá mikli
styrkur og samheldni, sem ein-
kennt hefur fjölskylduna og hversu
sterk heild hún er, enda var vin-
kona okkar stolt af sínu fólki við
þessar erfiðu aðstæður.
Kæru vinir, Björn, Bjarki, Krist-
ín og Anna. Megi minningin um
einstaka eiginkonu og móður fylgja
ykkur inn í framtíðina og létta ykk-
ur byrðar morgundagsins.
Guð blessi minningu okkar kæru
vinkonu.
Anna og Guðmundur.
Elsku Helga. Það var mikil sorg í
bekknum þegar skólastjórinn sagði
okkur að þú værir farin á spítala og
værir mikið veik. Við sendum þér
myndir og kveðjur á spítalann og
vonuðum alltaf að þú gætir komið
aftur að kenna okkur. Svo fréttum
við að þú hefðir dáið 31. janúar og
þá fórum við að gráta. Þú varst svo
blíð og góð við okkur, fórst með
okkur í gönguferðir, út í snjókast
og leiki á skólalóðinni og svo feng-
um við alltaf að leika okkur á gang-
inum á föstudögum. Manstu þegar
Viktoría meiddi sig og þú tókst
hana á hestbak og hljópst með hana
um allt þangað til hún hætti að
gráta, svona varstu alltaf góð. Okk-
ur þykir svo vænt um þig og sökn-
um þín svo mikið því þú varst besti
kennari í heimi. En svona er lífið.
Við vonum að þér líði vel hjá guði
og að hann geymi þig í brjósti sér.
Bekkur 32
í Hólabrekkuskóla.
HELGA Þ.
ÞORGEIRSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Helgu Þ. Þorgeirsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
, :,
(/=*// 5F
8'/=&
%
*
$
() $
9
$
2
%
,:))
=8
8/ & % 7
)!*(78/
+/*' =8 #/ 8/ ,8'
A/#!/5 8/ 8'
8/
) )* ) ) ) $
"
"
;:
-+
$
&$7
2
% ,'))
"# /
(5 "
"#
/ 80 "# 8/ 8$
;
8
8 $
$
/
%"
:-
;, A
)31GG$
805 =8 % - &8/
=8 - &8/
80 H - &8/
=8 (785+/'
A " ) =8
)!* =8 >88//*5
)!* & /
B =8 ($
./ %8
+, $
"(
'+/'=&
)31IJ
80 !=&
$
.%/
2
% ,(()
A$% 7
65 /' 80 8/
! /' & ><
* /' % "#
/' &
'?/ ')* $
/ $
+-; %
9 -+
5
%'
(,
$
<
% ,(=))
& ! ,' =8 !
& ! & !
8 ! 7 !
7 $