Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 46
KIRKJUSTARF 46 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ hús hjá Nýrri dögun, sam- tökum um sorg og sorgarviðbrögð, verður í kvöld 7. febrúar. Á opna húsinu mun sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur kynna nýútkomna bók sína, Sorg – í ljósi lífs og dauða. Umræður verða í hópum og stutt slökunarstund í lokin. Opna húsið er haldið í Safnaðar- heimili Háteigskirkju, 2. hæð, kl. 20–22 og er öllum opið. Aðgangur er ókeypis. Þorrahátíð í Grensáskirkju ÞORRAHÁTÍÐ eldri borgara verð- ur í Grensáskirkju miðvikudaginn 13. febrúar. Dagskráin hefst með helgistund í kirkjunni kl. 12:10. Þaðan er gengið yfir í safnaðarheimilið þar sem bíð- ur hlaðið borð af hefðbundnum, ís- lenskum þorramat. Í tilefni dagsins verður rifjaður upp fróðleikur um öskudag og dagana á undan. Sam- verustundinni lýkur upp úr kl. 14. Skráningu á þorrahátíðina er í síma 553 2950 og lýkur á bolludag. Verð 1.500 kr. á mann. Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju Á HVERJUM fimmtudegi er kyrrð- arstund í hádeginu frá 12–12.30. Í dag munu Guðrún Sigríður Birg- isdóttir flautuleikari og Hörður Ás- kelsson organisti leika saman á hljóðfæri sín nokkur ljúf lög. Þá verður hugvekja í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Eftir stundina í kirkjunni er léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarsalnum. Foreldramorgnar í Háteigskirkju Í DAG, fimmtudag, snýst fræðslan á foreldramorgni í Háteigskirkju um mataræði barna. Anna Björg Eyj- ólfsdóttir hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis sér um fræðsluna. Í Háteigskirkju er lögð mikil áhersla á að hlúa vel að foreldra- morgnunum. Með foreldramorgn- unum vill kirkjan leggja sitt af mörkum til þess að styrkja og efla mikilvægi foreldrahlutverksins. Hér gefst foreldrum tækifæri til þess að kynnast öðrum foreldrum úr hverfinu. Lítil helgistund í kirkjunni fyrir framan altarið, sungið saman og farið með bæn. Foreldramorgnar eru í Setrinu, á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigs- kirkju, alla fimmtudaga frá 10 til 12. Góð aðstaða er fyrir barnavagna fyrir utan Setrið. Allir velkomnir. Samkomuherferð hjá Hjálpræðishernum SAMKOMUHERFERÐ verður 9.– 17. febrúar á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Yfir- skrift þessara daga er guð á okkar tímum. Hinn góði kunni sænski pré- dikari Roger Larson mun tala á samkomunum. Opið hús hjá Nýrri dögun Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópakl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp- ur undir stjórn organista. Fræðslukvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Fjallað um bók Esekíels spámanns og upphaf gyð- ingdóms. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Opið hús, söngstund með Jóni organista. Endurminningarfundur kvenna og karla (blandaður hópur) er í Guðbrandsstofu í anddyri kirkjunnar kl. 14–15.30. Alltaf er pláss fyrir nýja með- limi. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgeltónlist í kirkjunni kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er málsverður í safnað- arheimili. Alfanámskeið kl. 19–22. Kenn- arar Ragnar Snær Karlsson, Nína Dóra Pétursdóttir og sr. Bjarni Karlsson. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Sveinn og Þorvaldur. Félagstarf aldraðra laugardaginn 9. febrúar kl. 14:00. Óvissuferð. Eftir ferðina verður borinn fram léttur málsverðu. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynnna þátt- töku sína í síma 511 1560. Allir velkomn- ir. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17– 18. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22. Námskeið á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis og leikmannaskóla þjóðkirkjunn- ar. Á námskeiðinu verður leitast við að draga fram nokkra áhersluþætti í sið- fræðiboðskap Jesú sem þessar hug- myndir höfða bæði réttilega til og annað sem er rangtúlkað. Farið verður í valda texta úr Nt og m.a. tekin fyrir stef úr fjall- ræðunni og dæmisögum Jesú. Fyrirlesari er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðs- prestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Á eftir fyrirlestrinum er boðið upp á umræður yfir kaffibolla. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttur hádegisverður eftir stundina. Alfanámskeið kl. 19. Kvöld- verður, fræðsla, umræðuhópur. Fundar- efni: Hvernig og hvers vegna að lesa Biblíuna? Kennari sr. Magnús B. Björns- son. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Alfanámskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM-fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnað- arheimilinu eftir stundina. Biblíulestrarn- ir sem verið hafa kl. 20 falla niður en bent er á Alfanámskeiðið á miðvikudög- um. Prestarnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10 mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Anna Lilja verður með frásögn. Kristján sér um kaffið. Kl. 14.20 æfingar hjá Litlum lærisveinum, 1. hópi. Kl. 17.10 æfing hjá Litlum læri- sveinum, 2. hópi. Kl. 18.10 æfing hjá Litlum lærisveinum, 3. hópi. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10, 8. MK í Heiðarskóla, kl. 15.15–15.55, 8. SV í Heiðarskóla. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera fimmtudag kl. 19. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtu- dagsins milli kl. 10–12 í síma 421 5013. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Sunnu- dagaskóli sunnudag kl. 11. Kletturinn. Kl. 19 Alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð sem Kvenfélag kirkjunnar annast í safnaðarheimili. Samhygð kl. 20. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bakarí — afgreiðsla Okkur vantar duglegan og hressan starfskraft til afgreiðslustarfa nú þegar. Upplýsingar á staðnum milli kl. 9.00 og 13.00. Bakarinn á hjólinu, Álfheimum 6, sími 553 6280. Jarðfræðingur óskast Auglýst er eftir jarðfræðingi til starfa á jarð- fræðisviði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Reykjavík. Jarðfræðingurinn skal vinna m.a. við kortlagn- ingu á berggrunni landsins og við eldfjallafræði með áherslu á sögu eldgosa og áhættugrein- ingu. Umsækjandi skal hafa doktorspróf eða jafngildi þess í jarðfræði og geta hafið störf sem fyrst. Um laun fer skv. kjarasamningi við Félag íslenskra náttúrufræðinga. Vinna við jarðfræði- rannsóknir er oft fjarri byggð og þarf viðkom- andi að vera fær um að sinna störfum við misjafnar aðstæður. Umsóknum sem innihalda upplýsingar um menntun, rannsóknir og fyrri störf skilist til Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hlemmi 3, 125 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 2002. Nánari upplýsingar um starfið gefur Helgi Torfason, sviðsstjóri á jarðfræðisviði, Hlemmi 3, Reykjavík, sími 5900 500; netfang: heto@ni.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri: Búðarbraut 12b í Búðardal, þingl. eig. Stórtak ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Vátrygginga- félag Íslands hf., þriðjudaginn 12. febrúar 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Búðardal, 6. febrúar 2002. Anna Birna Þráinsdóttir. ÝMISLEGT Alþjóðlegt olíufélag óskar eftir söluaðila til þess að þjóna íslenska flotanum með sölu á smurolíu og til þess að annast þjónustu við íslenska fiskveiði- og verslunarflotann. Einnig að annast birgðageymslu og dreifingu á olíuvörum til eigin viðskiptavina auk við- skiptavina olíufélagsins, sem hafa viðkomu í íslenskri höfn. Ætlast er til að umsækjandi hafi staðgóða þekk- ingu á þörfum hins íslenska skipamarkaðar hvað olíuvörur varðar. Umsækjendur eru beðnir að senda skriflega umsókn á dönsku eða ensku til Danska sendi- ráðsins, pósthólf 1540, 121 Reykjavík, eða rekamb@um.dk fyrir 20. febrúar. Fulltrúar olíufélagsins verða til viðræðna hér- lendis síðustu viku febrúarmánaðar. Frímerki Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum með uppboð á frímerkj- um og mynt og heldur það tvö stór upp- boð á hverju ári auk minni uppboða. Dagana 8. og 9. febrúar nk. mun sérfróður maður um frímerki frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í lok apríl. Leitað er eftir frímerkj- um, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum. Hann verður til viðtals á Hótel Esju laug- ardaginn 9. febrúar kl. 11.00—13.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tím- um. Þetta er kjörið tækifæri til að fá sér- fræðilegt mat á frímerkjaefni þínu og til að koma slíku efni á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma 555 4991 eða 698 4991 eftir kl. 17.00 á daginn. Thomas Höiland Auktioner A/S, Frydendalsvej 27, DK-1809, Frederiksberg C. Tel: 45 33862424 - Fax: 45 33862425. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 6002020719 VII I.O.O.F. 11  1822077½  G.H. Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20.00. Þekktu landið þitt. Efni: Björn Þorvaldsson, tann- læknir. Upphafsorð: Hallbjörn Þórarins- son. Hugleiðing: Bjarni Gíslason, kennari. Allir karlar velkomnir. www.kfum.is . Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Eyrarbraut 29, Stokkseyri, fastanr. 219-9901, þingl. eig. Höfðaberg ehf., gerðarbeiðendur Hekla hf., Landsbanki Íslands hf., aðalbanki og Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 14. febrúar 2002 kl. 10.15. Eyravegur 16, Selfossi, efri hæð m.m., þingl. eig. Katrín Súsanna Björnsdóttir og Jón Ólafur Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður og Tölvu- og rafeindaþj. Suðurl. ehf., fimmtudaginn 14. febrúar 2002 kl. 9.45. Hraunbakki 1, iðnaðarhúsnæði, Þorlákshöfn, fastanr. 223-6579, þingl. eig. Leiti ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalbanki og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 14. febrúar 2002 kl. 11.00. Hraunbakki 1, iðnaðarhúsnæði, Þorlákshöfn, fastanr. 223 7139, þingl. eig. Leiti ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalbanki, fimmtudaginn 14. febrúar 2002 kl. 11.15. Sýslumaðurinn á Selfossi, 6. febrúar 2002. UPPBOÐ ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.