Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 49

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 49 Y D D A / S ÍA Verð birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast. „Ertu ekki að grínast?“ Á AKUREYRI - Í MJÓDD - Á AKRANESI 460-3200 510-3400 431-5022 1299kr./settið Sængur verasett 199kr./parið Barna–, dömu– og herrasokkar Herra– og drengjanærbuxur 2 fyrir 1 299kr./stk. Dömu– og stú lknanærbuxur 199kr./stk. Ömmupizzur 12” 450g 250 kr./stk. ÚRVAL SÉRVARA 50% 6 bollur Þú kaupi r í pakka og færð ÓTRÚLEGA GOTT VERÐ! afslátt af 1/4 l af rjóma KVIKMYNDASKÓLI Íslands býð- ur ný í fyrsta skipti uppá fram- leiðslunámskeið. Hér gefst kvik- myndagerðarfólki tækifæri til að vinna í skapandi umhverfi, með að- gang að tökuvélum, ljósabúnaði og klippiaðstöðu. Hægt er að sækja um inngöngu í námið allt árið. Framleiðslunámskeiðið er verk- legt nám þar sem unnið er undir handleiðslu ráðgjafa við framleiðslu og/eða þróun kvikmynda af hvaða tagi sem er. Nemendur fá aðgang að tækjum til kvikmyndagerðar, að- stöðu til klippingar og öðrum þeim þáttum sem þarf til eftirvinnslu kvikmynda. Boðið er uppá einka- fundi með reyndum kvikmynda- gerðarmönnum þar sem verkefni nemenda og möguleikar eru rædd- ir. Einnig er nemendum boðið uppá aðstoð við sölu á hugmyndum sín- um. Námskeiðið er í heildina fjórir mánuðir og vinnuplan verkefnisins unnið í samstarfi umsækjanda og ráðgjafa skólans. Hvert námskeið er því sérsniðið að þörfum hvers nemanda/verkefnis. Að hámarki geta 3 verið um eitt verkefni sem fær inngöngu í námið,“ segir í fréttatilkynningu. Frekari upplýsingar um námið gefur Lárus Ýmir Óskarsson kennslustjóri Kvikmyndakóla Ís- lands.Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar á vefsíðu skólans: www.kvikmyndaskoli.is. Nám í framleiðslu kvikmynda BRYNDÍS Valsdóttir, MA í heim- speki, heldur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar Háskólans um spurninguna hvort réttlætanlegt sé að einrækta menn, í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 20 á Litla sviði Borgarleikhússins. Fyrirlesturinn byggir hún á meistaraprófsritgerð sinni um efn- ið sem hún lauk frá Háskóla Ís- lands sl. vor, en í henni fjallaði hún um tvenns konar hugsanlegan tilgang með einræktun, annars vegar læknisfræðilegan tilgang og hins vegar þann tilgangi að eign- ast börn. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Að fyrirlestrinum loknum mun Vilhjálmur Árnason prófessor bregðast við erindinu, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um einræktun SPARISJÓÐURINN og Top Shop standa að hönnunarkeppni á bol- um. Lokafrestur til að senda hug- myndir er 17. febrúar. Dómnefnd kemur saman 18. febrúar og velur 10 tillögur að bolum sem komast í úrslit. Þeir sem komast í úrslit fá að útfæra og framleiða sinn eigin bol undir leiðsögn fatahönnuðar. Allur kostnaður við gerð bolanna er keppendum að kostnaðarlausu. Úrslitakvöldið verður 8. mars í Top Shop, Lækjargötu. Vinningar eru fyrir fyrstu 3 sætin. Vinningsbolurinn verður til sölu í verslunum Top Shop og allur ágóði af sölu bolsins mun renna til Götusmiðjunnar. Nánari upplýs- ingar er að finna á www.nams- menn.is. Tillögur sendist á tölvutæku formi til markadssvid@spar.is eða með pósti (Samband íslenskra sparisjóða, Rauðarárstígur 27, 105 Reykjavík; „merkt Hönnunar- keppni“, segir í fréttatilkynningu. Hönnunar- keppni Spari- sjóðsins og Top Shop

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.