Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÝLEGA var opnað nýtt vefsetur hjá Reykjavíkurborg sem er tileink- að umhverfismálum borgarinnar – svonefndur Um- hverfisvefur Reykjavíkur. Slóðin á vefinn er www.umhverfis- vefurinn.is. Vef- urinn er hugsað- ur sem samantekt upp- lýsinga um um- hverfismál í Reykjavík undir 14 málaflokkum. Þeir eru: útivist, sorpmál, loftgæði, líf í borg, hljóð- vist, samgöngur, Staðardagskrá 21, umhverfisfræðsla, umhverfiseftirlit, orka og auðlindir, þátttaka borgar- búa, vistvænar ábendingar og hver gerir hvað í umhverfismálum. Á vefnum eru upplýsingar og gögn fyr- ir borgarbúa um ofangreinda mála- flokka á aðgengilegu formi. Mikið magn almennra upplýsinga og hlekkja er á Umhverfisvef Reykja- víkur og verða efni og efnistök upp- færð þegar þurfa þykir þannig að upplýsingarnar verði sem réttastar á hverjum tíma. Fréttir og skoðanaskipti Á forsíðu Umhverfisvefjar Reyk- javíkur má einnig finna liðinn nýtt/ fréttir þar sem leitast verður við að koma á framfæri því sem nýjast er í umhverfismálum borgarinnar á hverjum tíma. Þá er rétt að vekja sérstaka athygli á umhverfisspjall- inu sem einnig má finna á Umhverf- isvef Reykjavíkur. Þar gefst kostur á því að koma með athugasemdir og ábendingar og ekki síður, spjalla um umhverfismál borgarinnar. Þetta er nýjung í umhverfisumræðu hér á landi og eru borgarbúar, sem og aðr- ir, hvattir til þess að notfæra sér þennan möguleika og rabba saman á vefnum um umhverfismálin. Þarna er kominn grundvöllur fyrir frjóa umræðu og skoðanaskipti í þessum mikilvæga málaflokki borgarinnar. Upplýsingagjöf og samráð Með tilkomu Umhverfisvefjar Reykjavíkur opnast greið leið að upplýsingum um allt sem viðkemur umhverfismálum í borginni. Ljóst er að með umhverfisvefnum er borgin að efla þjónustu sína við borgarbúa með meiri og markvissari upplýs- ingagjöf á sviði umhverfismála. Það er í góðu samræmi við stefnumótun og framkvæmdaáætlun Staðardag- skrár 21 fyrir Reykjavík. Ég hvet áhugasama til þess að notfæra sér þessa nýju þjónustu og ekki síður til að leggja orð í belg í umhverfis- spjallinu. Þannig getur umhverfis- vefurinn.is aukið þátttökulýðræði og samráð og rödd borgarbúa fær auk- ið vægi í stefnumótun borgarinnar í umhverfismálum. HRANNAR BJÖRN ARNARSSON, borgarfulltrúi Reykjavíkurlista. Umhverfisvefur Reykjavíkur Frá Hrannari Birni Arnarssyni: Hrannar Björn Arnarsson Í MORGUNBLAÐINU hinn 29. jan- úar sl. skrifar Kristbjörg Hjaltadótt- ir pistil vegna myndarinnar Hringa- dróttinssögu og gerir að umtalsefni að í auglýsingum um myndina hafi aldursmarks ekki verið getið. Kvik- myndin var skoðuð hinn 13. desem- ber sl. og hlaut 12 ára aldursmark. Þegar sýningar á myndinni hófust á 2. degi jóla var sem aldursmarkið hafi fallið út úr öllum auglýsingum dagblaðanna. Á fyrsta virka degi eft- ir hátíðirnar hafði undirritaður sam- band við íslenska dreifingaraðilann og benti honum á þessi mistök. Þau voru síðan leiðrétt. Þessi mistök voru afar bagaleg þar sem myndin tók inn mikinn fjölda áhorfenda yfir jól og áramót. Það er hins vegar al- veg skýrt í lögum að kvikmyndahús- um er skylt að geta aldursmarks í auglýsingum sínum sbr. 7. gr. laga um skoðun kvikmynda frá 1995 ... „sýnendur kvikmynda skulu láta nið- urstöður Kvikmyndaskoðunar fylgja öllum auglýsingum og kynningu á kvikmyndum...“. Í tilvikum sem þessum, þegar ald- ursmarkið fellur niður í auglýsingu, ætti starfsfólk kvikmyndahússins að geta upplýst bíógesti um hið rétta en því miður virðist sem starfsfólk kvik- myndahúsa sé ekki nógu vel upplýst sbr. bréf Kristbjargar þegar hún spurði miðasölustúlku hvort myndin væri ekki bönnuð var svarið að „fólk færi með börn allt niður í 4 ára aldur á myndina“. Í fyrrnefndum lögum um Kvikmyndaskoðun frá 1995 segir í 8. gr. „...ber forstöðumaður kvik- myndahússins ábyrgð á því að bann- inu sé framfylgt. Bannið gildir einnig þó að barn sé í fylgd þess sem heim- ild hefur til að sjá viðkomandi kvik- mynd.“ Lögin eru skýr en því miður virðist sem forstöðumenn kvik- myndahúsa virði þau ekki nógu vel. Það er ekki á valdsviði Kvikmynda- skoðunar að hafa eftirlit með að lög- unum sé framfylgt. Skv. 9. gr. ofan- greindra laga skulu barnaverndarnefndir og löggæslu- menn hafa reglubundið eftirlit með að úrskurðum Kvikmyndaskoðunar sé framfylgt. SIGURÐUR SNÆBERG JÓNSSON, forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar. Svar frá Kvik- myndaskoðun Frá Sigurði Snæberg Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.