Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 52
DAGBÓK
52 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
VIÐ hjónin fórum í Hag-
kaup í Smáranum sl. laug-
ardag og keyptum meðal
annars grímubúning handa
barnabarni okkar. Við höfð-
um séð í bæklingi frá Hag-
kaupum að slíkir búningar
(Ninja) kostuðu 2.999.
Þegar við komum í versl-
unina völdum við búning en
á honum stóð 2.995. Gott og
vel, það skipti ekki megin-
máli.
Ýmislegt fleira keyptum
við og þegar við komum að
kassanum þótti mér upp-
hæðin sem við vorum kraf-
in um heldur hærri en ég
hafði reiknað með og fór ég
að skoða strimilinn. Kom
þá í ljós að búningurinn var
„skannaður inn“ á 3.999!!
Við vöktum athygli af-
greiðslustúlkunnar á kass-
anum á þessu strax en hún
svaraði: „Þið verðið að fara
og fá endurgreitt á þjón-
ustuborði.“ Þar máttum við
aftur bíða í biðröð eftir leið-
réttingu og var það auðséð
á afgreiðslustúlkunni þar,
„sem þótti þetta mjög leið-
inlegt“ að þarna var hún að
glíma við einhverja leið-
indakerlingu, enda kallaði
hún í yfirmann sinn, sem
kom síðan og endurtók að
sér þætti þetta mjög leið-
inlegt og bar við mannleg-
um mistökum.
Jú, vissulega geta alltaf
átt sér stað mannleg mis-
tök, en þar sem þetta er
ekki í fyrsta skipti sem ég
rek mig á að sama verð er
ekki á hillum verslana og
það sem greitt er við kassa
get ég ekki varist þeirri
hugsun, hversu lengi geta
verslunareigendur varið
sig með þessu og yppt öxl-
um?
Ég er fullviss um það að
ef ég væri vís að því að
stinga á mig hlut að verð-
mæti 1.000 krónur í versl-
uninni án þess að greiða, þá
væri ég að stela. Hver er
munurinn á þessu tvennu?
Hvað skyldu margir við-
skiptavinir verslunarinnar
hafa keypt grímubúninga
(eða aðrar vörur) og borgað
1.000 krónur umfram aug-
lýst verð, án þess að veita
því athygli?
Eru það 10, 100? Eitt
hundrað viðskiptavinir
greiða 1.000 krónum of
mikið, það gera 100.000
krónur.
Ég segi því í lokin. Neyt-
endur, verið á varðbergi og
berið saman auglýst verð
og það sem þið greiðið við
kassann!
Sigurlaug Garðarsd.
050449-3439.
Matvörur of dýrar
MÉR finnst matvörur alltof
dýrar hér í mörgum versl-
unum, (öllum eiginlega)
eins og t.d. mjólk, ávextir,
grænmeti og fleira.
Þetta er ókaupandi sums
staðar því verðlagið er allt-
of hátt. Bónus eru kannski
hagstæðustu búðirnar fyrir
mann að versla í. Talandi
um að lækka verð í versl-
unum, hvernig væri þá að
lækka það almennilega?
Hvernig á fólk sem hefur
ekki mikinn pening milli
handanna eða er með lág
laun að hafa efni á að kaupa
sér í matinn? Ég vil sjá
meiri lækkanir á matvör-
um.
Hildur Egilsd.
Hegðun fólks
á opinberum
stofnunum
MIG langar til að lýsa
undrun minni á hegðun
fólks inni á opinberum
stofnunum eins og sjúkra-
húsunum.
Ég varð vitni að því
föstudaginn 11. janúar, er
ég gekk inn á 5. hæð Land-
spítalans í Fossvogi, að 4
konur voru þar í hávaða-
rifrildi.
Ég gat ekki skilið betur
en að tvær af þessum kon-
um væru að reka hinar kon-
urnar út af spítalanum og
notuðu til þess alls kyns
blótyrði með tilheyrandi
háreysti.
Ég get ekki séð að gang-
ar sjúkrahúsanna séu rétti
staðurinn til að standa í
deilum. Gangarnir eru ætl-
aðir rólfærum sjúklingum
m.a. til að horfa á sjónvarp,
ekki til að fylgjast með
rimmum annars fólks.
Hélt ég að gangar
sjúkrahúsanna flokkuðust
undir „opinbera stofnun“
og þess vegna væri það
ekki á valdi hins almenna
borgara að stjórna því
hverjir eru velkomnir á
gangana og hverjir ekki.
Svona hegðun er með öllu
óviðunandi.
Fólk hlýtur að geta hag-
að sér skikkanlega inni á
opinberum stofnunum þar
sem taka þarf tillit til ann-
arra.
Jóhanna P.
Tapað/fundið
Herrasnyrtitaska
týndist
HERRASNYRTITASKA
tapaðist fyrir 3–4 vikum á
leiðinni úr Borgaskóla yfir í
Víkurhverfi í Grafarvogi og
áfram sem leið liggur í
Árbæ um Ártúnsskiptistöð-
ina.
Þetta er svört Adidas-
taska með gulum stöfum og
dökkgrænni rönd. Tösk-
unnar er sárt saknað.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma
588 5558 eftir kl. 18.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Neytendur
veri á
varðbergi
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hlustar oft á þáttinn„Í vikulokin“ sem er á dagskrá
Rásar eitt á laugardagsmorgnum.
Þátturinn hefur verið í umsjón Þor-
finns Ómarssonar en hann fær gesti
í þáttinn til að ræða um fréttir lið-
innar viku. Í síðasta þætti fjallaði
einn viðmælandi Þorfinns nokkuð
um fréttir sem birst höfðu í DV um
fjárfestingar Landssíma Íslands í
IP-fjarskiptum, en eins og fram hef-
ur komið töpuðu Síminn og aðrir
sem tóku þátt í verkefninu umtals-
verðum fjármunum á fjárfesting-
unni. Í útvarpsþættinum var talsvert
gagnrýnt að aðrir fjölmiðlar hefðu
ekki sagt frá þessu tapi. Aðrir þátt-
takendur í útvarpsþættinum mót-
mæltu þessari gagnrýni ekki heldur
þvert á móti tóku undir hana.
Víkverji hélt að þeir sem mæta í
útvarpsþætti til að ræða um fréttir
liðinnar viku ættu að vera sæmilega
að sér um hvaða fréttir fjölmiðlar
hefðu verið að flytja í vikunni. Full-
yrðingar um að aðrir fjölmiðlar
hefðu ekki sagt frá tapi Símans af
IP-fjarskiptum eru ekki réttar.
Í Morgunblaðinu 25. janúar birtist
frétt um þetta mál, en í inngangi
hennar segir: „Landssími Íslands
mun afskrifa fjárfestingu sína í IP-
fjarskiptum að fullu á árinu 2001. Af-
skriftin nemur 180 milljónum króna
en árið 2000 voru 100 milljónir gjald-
færðar, alls er því um 280 milljóna
króna tap að ræða. Eigendur IP-
fjarskipta, sem eru auk Símans Opin
kerfi og Talenta-Hátækni, hafa alls
tapað um 370 milljónum króna með
fjárfestingum sínum í félaginu.“
Deginum áður birtist frétt í
Fréttablaðinu undir fyrirsögninni
„300 milljóna tap á tilraun með nýja
tækni“.
Víkverji man ekki betur en að
hann hafi heyrt þessa sömu frétt í
ljósvakamiðlum í síðustu viku.
x x x
Í FASTEIGNABLAÐI Morgun-blaðsins sl. þriðjudag er nokkuð
skemmtilegt viðtal við Sveinbjörn I.
Baldvinsson rithöfund, en hann hef-
ur í nokkur ár búið ásamt fjölskyldu
sinni á Álftanesi. Sveinbjörn lýsir í
viðtalinu hvernig fasteignamarkað-
urinn hafi komið honum fyrir sjónir
þegar hann var að leita sér að íbúð,
en hann hafði fram að því búið í
Vesturbænum. „Þá kom í ljós að það
var alveg gríðarlega dýrt að bæta við
sig einu eða tveimur herbergjum á
þessum slóðum. Að auki var það hús-
næði sem stóð til boða lítt áhugavert,
þetta voru einhverjir karakterlausir
raðhúsakassar vestur undir KR-velli
á uppsprengdu verði og aðrar gaml-
ar hæðir eins og sú sem við komum
úr. Þetta var því ekkert sérstaklega
heillandi,“ segir Sveinbjörn.
Vesturbænum hefur oft verið lýst
sem sérlega áhugaverðum stað til að
búa á, en greinilegt er að um það eru
skiptar skoðanir.
x x x
VÍKVERJA ofbýður algerlegaverð á öskudagsdóti sem
verslanir eru að bjóða til sölu þessa
dagana. Víkverji fór t.d. í Hagkaup
og rakst þar á töfrakúst sem kennd-
ur var við Harry Potter. Kústurinn
er úr plasti og kostaði 1.999 kr. Vík-
verji efast um að þessi kústur hafi
kostað verslunina í innkaupum
meira en 200 kr. Lítið galdraprik úr
plasti kostaði um 700 kr. Hvað ætli
Harry Potter segði um þessa verð-
lagningu?
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 sanka saman, 4 rithöf-
undur, 7 sóttkveikju, 8
ber, 9 elska, 11 einkenni,
13 sprota, 14 fljót, 15 fá-
nýti, 17 mjög, 20 sjór, 22
hræfugla, 23 truntu, 24
trjágróður, 25 mikilleiki.
LÓÐRÉTT:
1 púði, 2 segl, 3 fiska, 4
raunveruleg, 5 sjófugl-
inn, 6 slóra, 10 geta um,
12 ber, 13 karlfugls, 15
lund, 16 trylltan, 18 val-
ur, 19 blómið, 20 skott, 21
lengra í
burtu.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skinhelgi, 8 tæpur, 9 neita, 10 rói, 11 renni, 13
ræddi, 15 skass, 18 satan, 21 kál, 22 andrá, 23 ágóði, 24
ragmennið.
Lóðrétt: 2 kæpan, 3 nærri, 4 ernir, 5 grind, 6 stór, 7 gati,
12 nes, 14 æða, 15 skap, 16 aldna, 17 skálm, 18 sláin, 19
tjóni, 20 náið.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Dettifoss kemur og fer í
dag. Nyfjell kemur í
dag, Helgafell og Freri
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Wilson Korsnes fór í
gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 13 vinnustofa, mynd-
mennt og bað. Opið hús
frá kl. 19.30, félagsvist
kl. 20. Kaffi á könnunni.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofan,
bókband og öskjugerð,
kl. 9.45–10 helgistund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 14 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 11. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
á sunnudögum kl. 11.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–13 handa-
vinnustofan opin, kl.
9.30 danskennsla, kl.
14.30 söngstund.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl.
13 föndur og handa-
vinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilakvöld á
Álftanesi 14. febr. kl.
19.30 á vegum Lions-
klúbbs Bessa-
staðahrepps, akstur
samkvæmt venju. Í dag
kl. 9 vinnuhópur gler, kl.
9.45 boccia, kl. 12.15
spænska, kl. 13 postu-
línsmálun, kl. 14 málun
og keramik.
Félag eldri borgara,
Kópavogi, boðar til al-
menns fundar í Gjá-
bakka laugard. 9. feb.
kl. 14. Fundarefni:
Kjara- og framboðsmál.
Óskað hefur verið eftir
að fulltrúar stjórn-
málaflokkanna mæti og
ræði málin og svari fyr-
irspurnum.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
pútt í Bæjarútgerð kl.
10–11.30. Glerskurður
kl. 13 og farið verður í
heimsókn í Menningar-
miðstöðina Gerðuberg.
Rúta frá Hraunseli kl.
13.30. Á morgun mynd-
list kl. 13, bridge kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13.
Brids fyrir byrjendur
kl. 19.30, stjórn Ólafur
Lárusson. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýnir
í Ásgarði í Glæsibæ
söng- og gamanleikinn
„Í lífsins ólgusjó“, og
„Fugl í búri“. Sýningar:
Miðviku- og föstudaga
kl. 14 og sunnudaga kl.
16. Miðapantanir í s.:
588-2111, 568-8092 og
551-2203. Heilsa og
hamingja á efri árum.
Laugard. 9. febrúar kl.
13.30: 1. Minnkandi
heyrn hjá öldruðum. 2.
Íslenskar lækn-
ingajurtir. Fræðslu-
nefnd FEB hvetur fólk
til að mæta og kynna
sér málefnin. Á eftir
hverju erindi gefst
tækifæri til spurninga
og umræðna.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 9 smíðar og
útskurður, leir-
munagerð og gler-
skurðarnámskeið, ath.
enn eru pláss laus á
glerskurðarnámskeiðið,
kl. 9.45 verslunarferð í
Austurver, kl. 13.30
boccia. Á morgun,
föstudag, bingó kl. 14.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 10 leik-
fimi, kl. 15.15 dans. Op-
ið alla sunnudaga frá kl.
14–16 blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9.30, helgistund kl.
10.30, umsjón Lilja G.
Hallgrímsdóttir, djákni
í Fella- og Hólakirkju,
frá hádegi spilasalur og
vinnustofur opnar, m.a.
þrívíddarmyndir leið-
sögn Óla Stína. Kl. 14
koma eldri borgarar úr
Hafnarfirði í heimsókn.
Veitingar í veitingabúð.
Á morgun verður opnuð
sýning Braga Þórs Guð-
jónssonar kl. 16, m.a.
syngur Gerðubergskór-
inn undir stjórn Kára
Friðrikssonar. Félagar
úr Tónhorninu leika og
syngja létt lög. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9 handavinna, kl.
9.05 og kl. 9.50 leikfimi,
kl. 9.30 klippimyndir,
kl. 15 rammavefnaður,
kl. 13 gler og postulín,
kl. 16.20 og kl. 17.15
kínversk leikfimi, kl. 17
myndlist, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13 brids, kl. 13–16
handavinnustofan opin,
kl. 17 línudans. Hið ár-
leg þorrablót Gull-
smára verður laugard.
9. feb. kl. 18. örfá sæti
laus uppl. í s. 564-5260
og á staðnum.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 14 fé-
lagsvist. Kl. 13 er opin
handavinnustofa, en
enginn leiðbeinandi
vegna veikinda.
Norðurbrún 1. Kl. 9 tré-
skurður og opin vinnu-
stofa, kl. 10–11 ganga,
kl. 10–15 leirmun-
anámskeið. Þorrablót
verður haldið föstud. 8.
feb. kl. 19. Ásta Bjarna-
dóttir leikur létt lög,
upplestur, fjöldasöngur,
veislustjóri Gunnar Þor-
láksson, hljómsveit
Ragnars Levi, leikur
fyrir dansi. Aðgangs-
miði gildir sem happ-
drættismiði. Skráning í
s. 568-6960.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing,
kl. 17–20 leirmótun.
Helgistund kl. 10.30 í
umsjón sr. Hjálmars
Jónssonar dóm-
kirkjuprests. Lokað
verður frá kl. 13 vegna
undirbúnings þorra-
blóts.
Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl.
9.30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
boccia, kl. 13 hand-
mennt og frjálst spil, kl.
14. leikfimi.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Biblíulestur.
Fundurinn hefst kl. 17.
Allar konur velkomnar.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtud. Skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa salnum.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Fundur í dag kl.
20. Sýnd verður mynd-
bandsspóla um Reykja-
vík, rætt um 60 ára af-
mælið.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar, aðalfundurinn
verður í Safnaðarheim-
ilinu 11. feb. kl. 20.
Venjuleg aðalfund-
arstörf. Upplestur.
Kvenfélag Grens-
ássóknar, aðalfund-
urinn verður í safn-
aðarheimilinu 11.
febrúar og hefst með
borðhaldi kl. 19. Venju-
leg aðalfundarstörf. Til-
kynnið þátttöku fyrir
föstud. 8. feb. í s. 553-
7057 Brynhildur, s. 568-
7596 Kristín eða 553-
6911 Kristrún.
Kvennadeildin í
Reykjavík. Aðalfundur
deildarinnar verður í
kvöld kl. 20 í Höllubúð.
Þorramatur. Gestur
fundarins verður Sigrún
Þorsteinsdóttir frá
Slysavarnafélaginu.
Kvenfélag Breiðholts
aðalfundurinn verður
haldinn þriðjud. 12. feb.
kl. 20. í safnaðarheimili
Breiðholtskirkju, venju-
leg aðalfundarstörf.
Þorramatur fimmtud.
Í dag er fimmtudagur 7. febrúar,
38. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Hugrekki mannsins heldur honum
uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð,
hver fær borið það?
(Orðskv. 18, 14.)