Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 64

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ hentar ágætlega að dytta að veiðarfærum sínum í logninu og gefa sér tíma til að grandskoða hvern möskva áður en haldið er í næsta túr. Aðalsteinn Grétarsson, skipverji á Ellen Sig. í Þorlákshöfn, var enda einbeittur á svip við iðju sína þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Morgunblaðið/RAX Netin skoðuð HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands telur í nýrri skýrslu um auð- lindagjald og skatttekjur ríkisins að tekjuauki ríkisins af álagningu auð- lindagjalds sé nánast örugglega miklu minni en nemur upphæð auð- lindagjaldsins. Í skýrslunni, sem unn- in er fyrir LÍÚ, kemur fram að álagn- ing auðlindagjalds gæti jafnvel leitt til tekjuminnkunar, einkum þegar til lengri tíma sé litið. Skýrslan er unnin af dr. Ragnari Árnasyni, prófessor í fiskihagfræði. Hann segir að helstu ástæður fyrir þessum neikvæðu áhrifum auðlinda- gjalds á tekjur hins opinbera séu þrjár. Í fyrsta lagi muni tekjuskattur lækka þar sem auðlindagjald verði frádráttarbært frá tekjuskatti. Í öðru lagi muni álagning auðlindagjalds hafa þau áhrif að kvótavirði muni lækka og þar með virði allra afleiddra eigna. Þetta leiði svo til þess að fyr- irtækin muni greiða minni eignaskatt en áður. Í þriðja lagi muni álagning auðlindagjalds hafa tilhneigingu til að lækka landsframleiðslu. Fyrirtækin muni verja minna fé til fjárfestinga þar sem þau hafi minna fé til ráðstöf- unar vegna minni hagnaðar og minni arðsemi. Þetta muni gerast jafnvel þó að öllu auðlindagjaldinu verði skilað til baka í formi lægri skatta á heimilin í landinu. Ástæðan sé sú að fjárfest- ingahneigð heimila sé miklu minni en fjárfestingahneigð fyrirtækja. Heim- ilin noti þorrann af sínum tekjum í neyslu. Athuganir bendi til þess að landsframleiðsla þurfi að minnka til- tölulega lítið til að opinberar skatt- tekjur lækki við álagningu auðlinda- gjalds. „Þegar stjórnvöld lækkuðu skatta á fyrirtæki í lok síðasta árs byggðist það á því sjónarmiði að þó að jaðarskattar á fyrirtæki væru lækk- aðir úr 30% í 18% myndu skatttekjur hins opinbera lækka nánast ekki neitt en þjóðarframleiðsla myndi vaxa. Skattalækkunin var gerð á þeim grundvelli að hún myndi auka þjóð- arframleiðsluna og myndi ekki bitna umtalsvert á heildarskatttekjum rík- issjóðs. Það er nánast það sama sem við erum að segja í þessari skýrslu. Auðlindagjald er skattahækkun og hefur þess vegna öfug áhrif við skattalækkunina sem samþykkt var á Alþingi,“ sagði Ragnar. Hagfræðistofnun kannar áhrif álagningar auðlindagjalds Gæti haft neikvæð áhrif á tekjur ríkisins  Auðlindagjald/6 KRISTINN Sigmundsson bassa- söngvari mun taka þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla eftir Rossini í nóv- ember næstkom- andi. Hann hefur ekki sungið í óp- erusýningu hér á landi í tíu ár, eða frá því í Rígól- ettó á Listahátíð í Reykjavík 1992. Af öðrum söngv- urum sem taka þátt í sýningunni má nefna Gunnar Guðbjörnsson og Bjarna Thor Kristinsson. „Þetta verður voða gaman. Það er alltaf gaman að syngja hérna heima og það var kominn tími á að stíga aftur á svið í Íslensku óper- unni. Ég hlakka líka til að syngja með nýrri kynslóð söngvara sem starfar nú við húsið. Ég verð að syngja í Covent Garden í London á þessum tíma en skýst heim til að gera þetta. Við erum að tala um svona fjórar til fimm sýningar. Ég mun syngja hlutverk Basílíós og Bjarni Thor Kristinsson mun syngja það á móti mér og hugs- anlega einhverjir fleiri. Það liggur ekki fyrir,“ segir Kristinn. Það er einnig óljóst á þessari stundu hvort Gunnar Guðbjörnsson tekur þátt í sömu sýningum og Kristinn. Hann segir það ekki spilla fyrir að Rakarinn í Sevilla hafi orðið fyrir valinu. „Ég hef alltaf haldið mikið upp á þessa óperu. Hún er einn brandari út í gegn og kemur mér alltaf í gott skap. Ég er ein- mitt að fara að syngja hana í París í næsta mánuði.“ Þess má geta að Íslenska óperan hefur fastráðið þrjá nýja söngvara, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Huldu Björk Garðarsdóttur og Sesselju Kristjánsdóttur, og verða því fimm fastráðnir söngvarar starfandi við húsið á næsta vetri. Syngur á ný á íslensku óperusviði Kristinn Sigmundsson  Það verður mikið/30 NORÐURLJÓS hafa náð samn- ingum um sýningarréttinn frá HM í knattspyrnu í sumar og einnig árið 2006. Allir leikir keppninnar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 eða Sýn.Verðmæti samningsins fæst ekki uppgefið en Hreggviður Jóns- son, forstjóri Norðurljósa, segir hann mjög stóran og ekki hefði ver- ið mögulegt að landa honum nema með tilstuðlan fjögurra bakhjarla- fyrirtækja. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir að Sjónvarpið hafi teygt sig mjög langt til þess að ná réttinum en það hafi því miður ekki gengið eftir. Ragnar Önundarson, Master Card, Gísli Guðmundsson, B&L, Hregg- viður Jónsson, Norðurljósum, og Einar Benediktsson, Olís, undirrituðu í gær í Smáralind samninga um kostun útsendinga frá HM í knattspyrnu. Norðurljós sýna HM  Allir leikir/6 NÆR 5% svarenda í könnun Gall- up telja sig hafa dottað við akstur á síðustu 12 mánuðum og tæplega 31% telja sig hafa syfjað skyndi- lega við akstur á sama tímabili. Könnunin, sem hér er vitnað til, var gerð fyrir ríkislögreglustjór- ann, Umferðarráð og Vegagerðina og kynnti Þóra Ásgeirsdóttir, frá IMG-Gallup, könnunina á blaða- mannafundi í gær. Könnunin var framkvæmd í nóvember til desem- ber sl. og var úrtakið 1.200 manns. Svarhlutfall var um 70%. Í könnuninni kom fram að nær þrír af hverjum fjórum, eða 74% svarenda, eru hlynntir því að lög- reglan auki notkun hraðamynda- véla við umferðareftirlit. Þá kom fram að ríflega helmingur telur sig sjaldan verða varan við eftirlit lög- reglu á þjóðvegum. Þóra skýrði frá því að í könnun tveggja nemenda í félagsfræði í janúar 1999 reyndust 72% að- spurðra vera hlynnt notkun hraða- myndavéla og í könnun Gallup í október árið 2000 reyndist 81% svarenda vera hlynnt notkun lög- gæslumyndavéla við umferðareft- irlit. Margir tala í farsíma Þá kom fram í könnuninni að þrír af hverjum fjórum sögðust hafa talað í farsíma við akstur á undanförnum tólf mánðuðum, þar af rúmlega 37% oft án handfrjáls búnaðar. Þá var spurt um afstöðu til gjaldtöku á þá sem nota neglda hjólbarða og reyndust 73% vera andvíg slíkri gjaldtöku, en rúm- lega 22% hlynnt. Tæplega 70% sögðust ætla að aka á negldum hjólbörðum í vetur, tæp 14% á heilsárshjólbörðum en rúm 9% á ónegldum hjólbörðum. Könnun Gallup um umferðarmál 5% telja sig hafa dottað við akstur  Umferðarslys/33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.