Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 6
Hann er öruggur með gull- spaðann Stefán KonráBsson, Vfkingi, varð sigurvegari i meistaraflokki i opna Vikingsmótinu i borð- tennis, sem haldð var i Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Hann sigraði þar alla andstæð- inga slna i meistaraflokknum, og hlaut þvi flesta punkta i þessu móti i keppninni um „Stiga-gull- spaöann.” í þetta mót vantaöi tvo af bestu borötennismönnum landsins, þá Tómas Guðjónsson og Hjálmtý KRINGLAN 66 METRA Austur-þjóöverjinn Wolfgang Schmidt setti fyrir nokkrum dögum nýtt óopinbert heimsmet I kringlukasti á móti i Austur-Þýskalandi. Hann kastaði þar 66.20 m, sem er nýtt heimsmet i kringlukasti innanhúss, en slfk met fást ekki viöurkennd, þar sem aðeins á örfáum stöðum I heiminum eru til iþróttahús, þar sem hægt er að kasta kringlu svo langt. Gamla „heimsmetið” innan- húss átti Bandaríkjamaðurinn Mac Wilkins og var það 62.52 metrar. Wolfgang Schmidt á einnig heimsmetið i kringlukasti utanhúss, og er það 71.16 metrar, sett árið 1978. -klp-. Haf steinsson, en þeir eru báðir aö lesa undir stúdentspróf þessa dagana. Bjarni Kristjánsson UMFK varð i ööru sæti i meistaraflokknum, Tómas Sölva- son KR varð þriðji og Gunnar Finnbjörnsson Erninum fjórði. 1 meistaraflokki kvenna sigraöi Ragnhildur Siguröardóttir UMSB, en Guðrún Einarsdóttir Gerplu varö önnur. Systir Ragn- hildar, Birna sigraði I 1. flokki kvenna, og þar varö Sigrún Sverrisdóttir.Vikingi i öðru sæti. 1 1. flokki karla sigraði Þorfinnur Guönason Vikingi, Kristján Jónasson Vikingi varö annar og Jónas Kristjánsson Erninum þriðji. Sigurvegari i 2. flokki varð Svfinn Ingvar Martensson, sem hér keppir fyrir Orninn, og þar varð Davið Pálsson i öðru sæti. Þótt Tómas Guöjónsson hafi ekki mætt I þetta mót, er hann langefsturí keppninni um „Stiga- gullspaðann”, en hann er veittur þeim sem flesta punkta fær á opnu borötennismótunum á keppnistimabilinu. Er hann með meira en helmingi fleiri punkta en næsti maður á eftir honum. Staðan i keppninni er annars þessi: Tómas Guðjónsson KR..........108 Hjálmtýr Hafsteinsson, KR.... 51 Stefán Konráðsson, Vikingi ...48 Gunnar Finnbjörnsson, Erninum.......................19 Tómas Sölvason, KR...........19 -klp-. Einbeitnin skin úr andlitsdráttum Stefáns Konráðssonar, er hann gefur „boltann upp”. Stefán sigraöi örugglega f Vikingsmótinu um helgina. VfsismyndFriðþjófur Landsins nwsta úrvai af útvarpsklukkum. FERMINGARGJÖFIN í ÁR HINATDNE Útvarpsklukka m/segulbandi Allt tíl hljómfíutnings fyrir: HEIMILID - BÍLINN OG D/SKÓTEKIÐ D i. .i Kaaiö1 ARMÚLA 38 iSelmúla megin) 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF 1366 Er HSl komið i startholurnar? Eins og við höfum áður sagt frá hér á iþróttaslöunni, eru llkur taldar á, að islenska landsliðinu i handknattleik karla verði boðið þátttaka i Olympiuleikunum i Moskvu i sumar. Myndi Island þá koma inn I stað einhverra þeirra þjóða, sem hætta við þátttöku i leikunum vegna Afganistanmálsins. Er reiknaö með, aö Vestur-Þjóðverj- ar verði I þeim hópi, og koma þá Ungverjar sem urðu I 3. sæti i B-keppninni á Spáni i fyrra. i þeirra stað. Island, sem varð i 4. sæti I B-keppninni, fær þvi næsta sæti, sem losnar þar á eftir. I knattspyrnukeppni ólympiu- leikanna I sumar á ýmislegt eftir að ruglast vegna þjóða, sem hafa unniö sér rétt til keppni þar, vegna þess aö þær hætta við þátt- töku f leikunum. Af þeim 12 þjóðum, sem þegar hafa unnið sér rétt til aö leika i úrslitakeppninni i knattspyrnunni I Moskvu, hafa 3 þegar tilkynnt, að þær mæti ekki þar. Eru það Bandarikin, íran og Noregur. Um sæti þeirra eru ýmsar þjóðir farn- ar að hugsa, og má þar m.a. nefna Finnland, sem var i sama riöli og Noregur i forkeppninni. Sérsambönd hinna ýmsu þjóöa sem hafa tilkynnt, að þær veröi meö á leikunum I Moskvu, eru þvi vel vakandi fyrir þeim lausu sæt- um, sem þar eru að losna i hinum ýmsu flokkaiþróttum þessa dag- ana, og þyrfti Handknattleiks- samband Islands að setja sig i startholurnar ásamt þeim, þvi að linurnar I lokakeppni handknatt- leiks á leikunum I Moskvu hljóta að fara að skýrast innan nokk- urra vikna, og þá vitað með vissu, hvort Island fær þar sæti eða ekki... —klp— Bolta- meðferD I lagi Svíinn Mikael Palmqvist setti I vikunni nýtt heimsmet I aö halda fótbolta á lofti — þaö aö segja skalla hann, taka hann á læri, rist, herðar brjóst og aðra staði á llkamanum án þess að boltinn komi við jöröina. Mikael hélt boltanum á lofti I niu klukkustundir og tuttugu og fimm minútur, en gamla heims- metið var liölega átta klukku- stundir. A þessum tima kom bolt- inn einhverstaöar viö likama Mikaels 71.104 sinnum. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.