Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 16
VlSIR Þriöjudagur 22. april 1980 Umsjón: Illugi Jökuls- son Hannes Lárusson myndlistar- maöur heldur um þessar mundir sýningu I Asmundar- sal. Hannes er til vinstri á myndinni. Hannes Lárusson í Ásmund- arsal Hannes Lárusson hefur aö undanförnu haldiö sýningu á verkum sinum i Asmundarsal viö Freyjugötu i Reykjavik. Sýningin hófst 18. apríl siöastliöinn en veröur opin til 25. april frá klukkan 4-6 e.h. og 8-10. Siöasta sýningarkvöldiö, á föstudaginn mun Hannes fremja gerning í Asmundarsal kl. 9. Þlóöleikhúsíð: Styrkir veittir úr Menningar- og Egner- sjóúi Styrkir úr Menningarsjóöi Þjóöleikhússins og Egner-sjóöi voru veittir á afmælishátiö Þjóö- leikhússins síöastliöinn sunnu- dag. Styrki úr Menningarsjóöi hlutu Stefán Baldursson, leikstjóri, Siguröur Skúlason, leikari, Krist- inn Danielsson, ljósameistari, Þorlákur Þóröarson, sviösstjóri Litla sviösins og Bjarni Stefáns- son sviösmaöur. Þeir tveir siöar- nefndu munu hafa starfaö meö Þjóöleikhúsinu allt frá byrjun. Þá var veitt úr Egner-sjóöi sem Thorbjörn Egner gaf i höfundar- laun sin hér á landi og hlutu þá styrki Guörún Helgadóttir og Vik- tor Trutt, dansari viö Islenska dansflokkinn. Megintilgangurinn meö styrk- veitingum þessum mun vera aö styrkja viökomandi listamenn til aö kynna sér listgrein sina er- lendis. Burt Revnolds meö alla sína stæia Austurbæjarbíó — HOOPER Leikstjóri: Hal Needham Framleiöandi: Hank Moonlean Handrit: Thomas Rickman og Bill Kerby eftir söau Walt Green og Walter S. Herndon Tónlist: Bill Justin Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jan-Michael Vincent, Sally Fields, Brian Keith og John Marley Þaö er örugglega ekki öfunds- vert aö vera staögengill I kvik- myndum ef marka má þessa i v mynd aö enhverju leyti. AiV IKlIly IiUlI Mynd þessi lýsir þessu óvenju- “ lega og áhættusama starfi sem felst i þvi aö vera staögengill. Þeir taka aö sér ýmis hættuleg atriöi I kvikmyndum fyrir aöal- leikara, sem eru of dýrmætir til aö hætta lifi sinu. Ef dæma má eitthvaö af þessari mynd um þaö hvernig menn velj- ast I þessi glæfraatriöi, þá eru þessir menn sérstakur þjóöflokk- ur út af fyrir sig. Hugrekki, kæru- leysi, drykkjuskapur, kvennafar og slagsmál eru I fyrirrúmi hjá þessum mönnum og aö hætta lifi sinu fyrir eitt litiö atriöi I kvik- mynd er ekkert mál. Reyndar er undirtónn myndar- innar I mjög léttum dúr og gengur oft út I of mikla vitleysu. Burt Reynolds er eins og venjulega frábær meö sln venjulegu flflalæti og stæla, sem honum er einum lagiö. Allt I kringum hann eru góöir leikarar sem skapa skemmtilegar týpur. Þaö er alltaf gaman aö sjá Brian Keith á tjald- inu og aöstoðarmaöur Hoopers Cully, sem leikinn er af James Best, er góöur. í myndinni eru mörg skemmti- lega gerö atriöi og þaö er öruggt að staögengillinn Hooper hefur þurft staðgengil fyrir sig I sumum Burt Reynolds veldur aödáendum ' slnum ekki vonbrigöum I hlut- verki Hoopers þeirra. Mynd þessi er oft bráö- skemmtileg og ættu aödáendur Burt Reynolds ekki að láta hana fram hjá sér fara. M)il Bráðabirgðadagskrá Llstabátíðar: LISTIN TIL FÖLKSINS Vart hefur þaö fariö framhjá nokkrum manni aö Listahátiö stendur nú fyrir dyrum og er óöum aö komast mynd á dag- skrána. Hátlöin stendurfrá 1. júni til hins 20. og verður eitthvaö um aö vera alla dagana og aö sjálf- sögöu er reynt aö hafa eitthvað viö flestra hæfi. Vísi hefur nú bor- ist dagskráin en þess skal þó get- ið, aö hún er ekki endanleg og ein- hverjar minniháttar breytingar gætu oröiö. Formaöur Listahá- tlöar 1980 er Njöröur P. Njarövlk, Tveir nemendur Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, þeir ööinn Gunnar ööinsson, sem leikur á þverflautu, og Orn enframkvæmdastjóri er örnólfur Arnason. 1. júni: Sinfóniuhljómsveit tslands, undir stjórn Rafael Frubeck de Burgos, leikur verk eftir Turina, Rodrigo og Dvorák. Einleikari er Göran Söllscher, gitar. Els Comediants — útileik- flokkur frá Barcelona sýnir. 2. júni: Els Comediants sýna „Sol-Solet.” 3. júni: Alicia de Larrocha leikur pianóverk eftir Beethoven, Magnússon. sem leikur á planó munu leika á kammertónleikum skólans I Norræna húsinu I kvöld klukkan 20.30. Bach, Busoni, de Falla og Ravel. 4. júni: Leikritiö „Snjór” eftir Kjartan Ragnarsson verður frumsýnt I Þjóöleikhúsinu. Leik- stjóri er Sveinn Einarsson. 5. júní: Göran Söllcher heldur gítartónleika og önnur sýning veröur á „Snjó”. 6. júni: Tónleikar Guönýjar Guömundsdóttur, Hafliöa Hall- grlmssonar. Philip Jenkins og Einars Jóhannessonar. Þau leika verk eftir Mozart, Hafliöa og svo Messiaen. Flutt verða verk eftir Enesco, Poulenc, Bartok, Chopin og Debussy. 7. júni: Min Tanaka, japanskur dansari, sýnir nýstárlegan dans, Els Comediants sýna og Lilla Teatrn frá Finnlandi sýnir „Hamlet; leikstjóri er Benno Besson. 8. júni: Min Tanaka sýnir listir slnar og önnur sýning veröur á „Hamlet” og John Cage mun flytja „eat-in symposium”, mat- búa og spjalla um sveppi. 9. júnl: Paul Zukofsky heldur fiölutónleika og flytur verk eftir Cage. 10. júni: Kom-teatteri frá Finnlandi flytur „Þrjár systur” eftir Anton Tékof, leikstjóri er Kaisa Korhonen. Jafnframt flyt- ur John Cage „empty words”, talar og sýnir „slides-myndir.” 11. júnl: Cage konsert. Paul Zukofsky stjórnar. 12. júni: Hinn frægi visna- söngvari Wolf Biermann heldur tónleika. 13. júnl: Schoenberg konsert, stjórnandi er Paul Zukofsky en einsöngvari Rut Magnússon. Sama dag kemur Leikfélag Akur- eyrar að norðan og sýnir „Beöiö eftir Godot” eftir Beckett I leik- stjórn Odds Björnssonar 14. júni. Ballett á vegum Islenska dansflokksins og erlendra gesta. Þá muii Stan Getz og kvintett hans djassa á tónleikum. 15. júni: Ragnar Björnsson heldur orgeltónleika, önnur sýning verður á „Godot” og Islenski dansflokkurinn sýnir. 16. júni: Þriöja sýning á „Godot”. 18. júni: The Wolfetones, irsk þjóölagahljómsveit flytur Irska múslk. 19. júni: Hátlöardagskrá i Þjóö- leikhúsinu I tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Jóhanns Sigur- jónssonar og þá mun Luciano Pavarotti syngja meö sinfónlu- hljómsveitinni, stjórnandi er Kurt Herbert Adler. Jafnframt veröa margar myndlistarsýningar i gangi yfir hátiöina og nægir-þar að minna á sýningu á málverkum eftir > Antonio Saura i Listasafni íslands, sýningu á verkum Krist- ínar Jónsdóttur og Geröar Helgadóttur á Kjarvalsstööum, nútlmahöggmyndasýningu á Korpúlfsstöðum og sýningu á verkum Sigurjóns ölafssonnar i FIM-salnum. Visir mun aö sjálf- sögöu fjalla nánar um ýmsa dagskrárliöi er nær þeim dregur og geta hugsanlegra breytinga á þessari dagskrá, sem hér er birt. Örn Magnússon og Óöinn Gunnar óöinsson aö siörfum. KAMMERTÚNLEIKAR NEMENDA TÚNSKÓLA SIGURSVEINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.