Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 22. apríl 1980 síminnerðóóll SVR: Sækja um 45°/o hækkun fargjalda Strætisvagnar Reykjavíkur eru i miklum fjárhagserföleikum um þessar mundir. Halli fyrirtækis- ins nemur nú rúmlega 1500 milljónum króna, og sótt hefur veriö um 45% hækkun fargjalda frá og meö 1. mai n.k. 1 fjárhagsáætlun Reykjavlkur- borgar er framlag borgarsjóös til SVR 1.080 millj. kr. miöaö viö aö fargjaldahækkun hafi oröiö 56% 1. febr. s.I., en aöeins 13% hækkun var samþykkt i janúar s.l. Einstök fargjöld eru nú kr. 170.00,en veröa kr. 230.00, ef 45% hækkun fæst samþykkt um næstu mánaöamót. Vilja fá 48 mái afgreidd á to dðgum Rikisstjórnin hefur sent þing- flokkunum lista yfir þau þingmál, sem hún leggur áherslu á aö fái afgreiöslu fyrir þingslit i vor. Samtals eru þetta 38 mál, og vek- ur þar mesta athygli aö eitt þess- ara mála er frumvarp Magnúsar H. Magnússonar fyrrv. félags- málaráöherra um Húsnæöis- málastofnunina, sem kveöur á um mjög stórfelldarbreytingar á lánamálum Byggingasjóös. Til viöbótar þessum 38 málum, hefur rikisstjórnin boöaö fram- lagningu 10 annarra stjórnar- frumvarpa, sem hún vill fá af- greidd i vor. Þar á meöal eru lánsfjáráætlun, vegaáætlun, jöfn- un hitunarkostnaöar, breyting á lögum um grunnskóla, um stein- ullarverksmiöju, Iönrekstrarsjóö o.fl. Gert er ráö fyrir aö þingslit veröi föstudaginn 9. mai, sem þýöir aö 10 starfsdagar eru eftir af þinghaldinu. Loki segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir segir i Alþýöublaöinu i morgun, aö sér finnist vitavert af rikis- valdinu aö heimila sveitar- félögunum auknar álögur. Aftur á móti studdi hún borgarvaldiö á dögunum til aö nýta þessar heimildir. Jón Magnússon lætur Hörö Ólafsson, lögfræöing Greenpeacemanna.kvittafyrir móttöku gúmbátanna. (Vfsism. BG). Greenpeacemenn sækja bála sina lil Gæslunnar: - segir lögfræðingur Landhelgisgæsiunnar //Komi þeir/ verður tekið á móti þeim af fullri kurteisi, en aðgerðir þeirra verða stöðvaðar tafarlaust. Þá kynni svo að fara, að tækjium • sem þá verða af þeim tekin, verði skilað nokkru seinna en nú," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Land- helgisgæslunnar, þegar Vísir spurði hann, hvers Greenpeace-menn mættu vænta, ef þeir reyndu aðtruf la veiðar Hvals h.f. í sumar. Tilefniö til viötalsins viö Jón Magnússon var, aö Greenpeace- samtökin voru nú fyrst aö fjar- lægja bátana sina, þá sem Land- helgisgæslan tók af þeim siöast liöiö sumar, þó aö strax aö hval- veiöivertiöinni lokinni, hafi Gæslan tilkynnt samtökunum, aö þau gætu tekiö bátana. „Landhelgisgæslunni ber aö halda uppi islenskum lögum á hafinu kringum landiö. Meöan þaö var yfirlýstur ásetningur stjórnenda og áhafnar Rainbow Warrior aö brjóta islensk lög I islenskri lögsögu, og nota til þess umrædda gúmmibáta.var ekki um annaö aö gera en taka þá af þeim,” sagöi Jón. Visir spuröi, hvort þaö breytti engu, ef úrskuröur I lögbanns- málinu, sem Hvalur h.f. höföaöi á samtökin, félli Greenpeacemönn- um I vil. — Nei, aö sjálfsögöu ekki, sagöi Jón. Veröi veiöiaöferöir Hvals h.f. dæmdar ólögmætar, er þaö islenskra yfirvalda aö sjá um, aö þeir breyti um, en Greenpeace- mönnum veröur ekki falin lög- gæsla I islenskri landhelgi. veðrið hér og har Klukkan sex I morgun: Akur- eyriléttskýjaö 3, Bergenskýj- aö 2, Helsinkiþoka -s-1, Kaup- mannahöfn þokumóöa 3, Osló léttskýjaö2, Reykjavlkskýjaö 3, Stokkhólmur léttskýjaö 2, Þórshöfn hálfskýjaö 6. Klukkan átján i gær: Aþena léttský jaö 17, Berllnléttskýjaö 6, Feneyjar skýjaö 10, Frank- furtalskýjaö 8, Nuukheiöskirt j-6, Londonhálfskýjaö 12, Las Palmas skýjaö 20, Mallorca léttskýjaö 12, Parls skýjaö 7, Rómrigning 8, Malagaskýjaö 16, Winnipeg heiörikt 32. Spásvæöi Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjöröur, 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suövest- urland. veðurspá dagsins Um 300 km NA af Jan May- en er 993 mb. lægö, sem fer NA. Frá lægöinni liggur lægöardrag SV, skammt út af Vestfjöröum, þokast þaö A og veröur sennilega út af ASA- landi i nótt. Noröanlands frystir i dag. Faxaflói til Breiöafjaröar: SV og V kaldi og sums staöar stinningskaldi á miöum, skýj- aö I dag. Vestfirðir: SV kaldi og dálitil slydduél framan af degi. Noröurland: NA kaldi og bjart veður i innsveitum, en gengur siöan I N kalda meö dálitlum éljum. Noröausturland: NA gola og léttský jaö I fýrstu, en gengur I N kalda meö éljum. Austfiröir, Suöausturland: V kaldif dag, en NV kaldi f nótt, léttskýjaö. Bæjarstiórn flkureyrar fjailar um stækkun Frímúrarahallarinnar I dag: Meirihluti bæjarráðs á móti umsokn frímúrara Meirihluti bæjarráðs Akureyrar hefur neitað frímúrurum bæjarins um viðbótar- lóð til að stækka byggingar sínar við Gilsbakkaveg. Minnihluti ráðsins vildi hins vegar samþykkja bókun byggingarnefndar, sem heimilaði stækkunina, en áður hafði skipulagsnefnd gefiðgrænt Ijósá stækkun lóðar einsog Vísir hefur skýrt frá. Málið verður endanlega afgreittá fundi bæjarstjórnar ídag. „Þaö er ómögulegt aö segja til um, hverjar lyktir málsins verða i bæjarstjórn”, sagöi Ingólfur Arnason, bæjarráös- maöur og einn af þeim, sem stendur aö ákvöröun meirihlut- ans. „Mér finnst fráleitt aö veita heimild til þessarar stækkunar og ég held, aö flestir starfsmenn bæjarins séu á sama máli”, sagði Ingólfur. „Ef bæjarstjórn samþykkir þessa stækkun, mun ég athuga möguleika á aö áfrýja málinu til félagsmálaráöu- neytisins.” Meirihluti bæjarráös benti frimúrurum á lóö númer 138 viö Þórunnarstræti sem heppilega fyrir nýbyggingu, en þaö er næsta lóö sunnan viö lögreglu- stööina. , „ ,. Aöur hoföu frimúrarar sótt um lóö gegnt lögreglustöö- inni, en fengiö synjun. — SG/GS Akureyri ERFIÐLEGA GENGUR AÐ SEMJA LÖG UM SINFÚNÍUNA „Ég tel ákaflega nauösynlegt aö setja lög varöandi starfsemi Sinfóniuhljómsveitar Islands, en þaö frumvarp sem nú liggur fyrirer hins vegar stórlega gall- aö”, sagöi Ingvar Gislason, menntamálaráöherra, i samtali viö Visi. Ingvar taldi helstu meinbug- ina á þvi frumvarpi aö I þvi fæl- ist eins konar nauöungar- samningur viö sveitarfélögin i nágrenni Reykjavikur um þátt- töku I kostnaöi viö hljómsveit- ina. Hafi þvi veriö harölega mótmælt og þvi teldi hann ó- heppilegt aö bera fram laga- frumvarp i þessu formi. Frumvarp um Sinfóniuhljóm- sveit Islands hefur veriö lagt fram d Alþingi af hverjum menntamálaráðherranum á fætur öörum og siðast i vetur lagði Vilmundur Gylfason fram slikt frumvarp. — Er þar m.a. gert ráö fyrir aö hljómsveitin veröi stækkuö. —HR „Verða stöðvaðlr tafariaust trulli peir velðarnar aftur”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.