Vísir - 03.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 03.05.1980, Blaðsíða 9
* v % * •* Laugardagur 3. maí 1980 Gönour, ferðir og frömuðir Tvær miklar göngur, sem farnar eru samkvæmt almanakinu á hverju vori, eru nú afstaðnar. Annars vegar er þar um að ræða skrúðgöngu barna á sumar- daginn fyrsta, sem farin er til þess að kveðja Vetur konung og fagna sumar- komunni. Hins vegar kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar 1. maí, sem er með mismunandi háværar kröfur um kjarabætur og réttlæti eftir því, hvort vinstri menn sitja í ráðherrastólum eða ekki. Barnagangan á sumardaginn fýrsta hefur engin áhrif á það, hvort sumar verður í lofti í kjölfar hennar og verkalýðsgangan fyrsta maf hefur ekki hingað til breytt kauptöxtum eða kjörum fólks. Samter gengiðár eftir ár. Eraðrofa til? Auövitaö setur verkalýösfor- ystan fram margvfslegar kröfur á kröfuspjöldum og i baráttu- ræöum á hátiöisdegi sinum og þeirra fremst er nú sem fyrr krafan um kjarabætur til handa þeim þjóöfélagsþegnum, sem hafa lægst laun. En þeir veröa alltaf jafnlangt fyrir neöan há- launamenn verkalýöshreyfing- arinnar sökum þess, aö allar leiöréttingar á kjörum lág- launafólksins eru látnar renna upp allt launakerfiö og kjara- sigrar þeirra, sem eru i lægstu flokkunum, koma aöilum i laun- þegahópunum margfalt til góöa. En eitthvaö viröist nú vera aö rofa til I hugum sumra verka- lýösleiötoga þvi aö þeir segjast telja skattalækkanir æskilegri en launahækkanir. Aörir for- ingjar launafólks eru hræddir viö þá leiö af þeim ástæöum, aö hún geti oröiö til þess aö auö- velda atvinnurekendum aö reka fyrirtæki sln áfram, svo undar- leg sem sú afstaöa er nú. En rlkisstjórn hinna vinnandi stétta er ekki til viöræöu um skattalækkanir og stuönings- menn hennar á alþingi leggja blessun sína yfir hverja skatta- hækkunina af annarri. Stööugar hækkanir á vöru og þjónustu veröa heldur ekki til þess aö auövelda almenningi rekstur heimilanna. Pakkarnir tómir Prósentusérfræöingar laun- þegasamtakanna hafa reiknaö út aö kjaraskeröingin frá þvl aö allsherjarsamningar voru siö- ast undirritaöir sé á bilinu frá 15-20% eftir launþegahópUm. Þetta hefur átt aö bæta fólki meö „félagslegum aögeröum”, en flestir félagsmálapakkarnir sem gjafmilt rikisvald hefur kastaö til launafólks, hafa reynst galtómir, þegar þeir hafa veriö opnaöir. Þaö er dæmigert fyrir tvi- skinnunginn i þjóöfélaginu þessa stundina aö sömu menn og stutt hafa kjaraskeröingar- og skattahækkunarstefnu nú- verandi rlkisstjórnar i sölum al- þingis gengu borubrattir niöur Laugaveginn I Reykjavik I fyrradag, 1. maí, undir blakt- andi kröfuboröum um minni skatta, óskerta vísitölu og fleiri félagsmálapakka. Sumar í sálinni Skrúöganga og hátlöahald sumardagsins fyrsta, sem vikiö var aö I upphafi pistilsins, sýnir vel hve mikla þörf fólk hefur fyrir þaö aö hrista af sér drunga vetrarins. Sumar er nú aö byrja samkvæmt almanakinu, vor stendur aftur á móti yfir sam- kvæmt bókum veöurstofunnar og vetur ræöur enn rlkjum I raun vlöa á íandinu. Þýöingar- mikiö er viö þessar aöstæöur aö hásumar og sól sé I sál lands- manna. Enda þótt hryssingskalt væri I miöborg Reykjavfkur á sumar- daginn fyrsta voru aö minnsta kosti börnin meö bros á vör, og notfæröu sér óspart frumstæö leiktæki skátanna, sem menn leyfa sér aö kalla „tivoli” I þessu landi fábreytts skemmt- anallfs og skemmtigaröaskorts. Iferðahug I sumarbyrjun fara menn fyrir alvöru aö hugsa til sumar- leyfa, innan lands eöa utan. Til þess aö sinna þessu áhugasviöi hefur Vlsir nú meö nokkurra daga millibili gefiö út aukablöö um feröalög. í ööru þessara feröablaöa var haft eftir feröaskrifstofufólki, aö hópferöir til útlanda væru nú ekki dýrari miöaö viö kaupmátt launa en veriö heföi fyrir tlu ár- um. Þannig eru feröamálin tengd kjaramálunum, og miklar pantanir I feröir sumarsins benda til þess aö þetta sé rétt. Nú er svo komiö aö um þriöj- ungur landsmanna fer á hverju ári til útlanda, langflestir I margs kyns skemmtiferöir, sem ötulir athafnamenn á sviöi feröamála hafa gert almenningi kleift aö notfæra sér. í þessum efnum hefur oröiö hröö og mikil þróun I sólarátt á sföustu ára- tugum og samkeppnin á feröa- markaöinum oröiö til þess aö tryggja fyllstu hagkvæmni og hagstæöustu kjör fyrir islenska feröalanga. Breyttir tímar Samkeppnin birtist okkur neytendum daglega I auglýsing- um feröaskrifstofanna I öllum fjölmiölum, ekki sist I sjónvarp- inu. En heiftúöugar opinberar deilur forystumanna einstakra ritstjórnar pistill ólafur Ragnarsson rit- stjóri skrifar feröaskrifstofa og persónulegar árásir viröast sem betur fer úr sögunni og striöi Sunnu og Út- sýnar lokiö. Guöni Þóröarson I Sunnu, sem vann markvert og mikiö starf á vettvangi feröamálanna um árabil og tefldi oft djarft hefur sagt skiliö viö þessa atvinnu- grein og Sunna er hætt starf- semi sinni. Undanfariö hefur Guöni veriö aö kanna sölumögu- leika á saltfiski I löndum Suöur- Ameriku og vlöar. Ingólfur I Útsýn heldur aftur á móti enn ótrauöur áfram á sviöi feröamálanna meö siauknum þrótti og miklu feröaúrvali og þaö ótrúlega hefur gerst, aö slö- asti framkvæmdastjóri Sunnu, Jón sonur Guöna Þóröarsonar hefur veriö ráöinn til Útsýnar og stendur þar nú viö hliö Ingólfs. Þótt margir séu um hituna og duglegir og upprennandi ungir menn vinni markvisst aö upp- byggingu annarra feröaskrif- stofa landsins veröur þvi ekki neitaö, aö Ingólfur I Útsýn er umsvifamesti og merkasti frömuöur islenskra feröamála um þessar mundir. Hann heldur nú upp á 25 ára afmæli Útsýnar, sem er elsta starfandi feröa- skrifstofan hér á landi I einka- eign og hefur tilkynnt, aö hann hyggist á þessum timamótum breyta fyrirtækinu I sjálfseigna- stofnun, er verji tekjum slnum til styrktar margháttaöri menn- ingarstarfsemi hér á landi. Von- andi stuöla stjórnvöld aö þvi aö svo geti oröiö. Magnús í heimsókn Þessi vika hefur veriö bresk kynningarvika hér I Reykjavik. Af þvi tilefni kom hingaö meöal annarra sá íslendingur, sem án efa er þekktastur I öllu Bret- landi, Magnús Magnússon, blaöamaöur, rithöfundur og sjónvarpsmaöur. Meginerindi hans hingaö var aö spjalla viö gesti I salarkynnum Hótels Loftleiöa og kynna tslendingum Bretland sem feröamannaland. Þaö lét hann sér ekki nægja heldur kom viöar viö þá daga, sem hann dvaldist hér og hélt meöal annars fyrirlestra fyrir islenska fræöimenn og áhuga- menn. Magnús hefur á slöustu árum notiö mikilla vinsælda og álits fyrir sjónvarpsþætti slna, jafnt viötalsþætti, spurningaþætti og fræösluþætti I breska sjónvarp- inu, BBC. Ekki hvaö slst hafa þættir sem snerta sérstakt áhugamál hans, fornleifafræöi, vakiö at- hygli en Magnúsi er einkar lagiö aö varpa nýju ljósi á liöna tiö meö þvl aö flétta saman sögu- legum fróöleik og fornum minj- um. Viöfangsefni sln nálgast hann eins og fréttamaöur og meö þvi tekst honum aö gæöa löngu liöna atburöi og persónur nýju lifi. Er stundum engu lík- ara en hann sé aö flytja áhorf- endum og áheyrendum slnum nýjustu fréttir. Nýtt s jónarhorn Þessi hæfileiki hans kom vel I ljós eitt kvöldiö I vikunni þegar hann flutti fyrirlestur á vegum Háskóla Islands i Norræna hús- inu um tengsl fornleifafræöi og fornra sagna. Þar fjallaöi hann aöallega um Islenskar fornbók- menntir og viöleitni fornleifa- fræöinga til þess aö sannreyna heimildagildi þeirra meö upp- greftri á sögustööum. Verulegum hluta fyrirlesturs sins varöi Magnús til þess aö fjalla um tilurö Islendingasagna og ástæöur þess hve almennur áhugi var fyrir þvi aö færa sög- urnar I letur og lesa þær fram eftir öldum. Magnús lagöi áherslu á aö hann væri leikmaöur á sviöi þessara fræöa, blaöamaöur, sem viöaöi aö sér heimildum, byggöi á rannsóknum annarra og drægi sínar ályktanir af þeim gögnum, sem hann heföi aögang aö. Ég efa ekki aö margir áheyrenda hans I Norræna hús- inu sáu þaö sviö, sem þar var fjallaö um, frá nýju sjónarhorni er þeir horföu á þaö meö augum Magnúsar. Trúr upprunanum A sama hátt tekst honum meö þeim viöamikla myndaflokki um vikinga, sem nú er veriö aö sýna I Bretlandi og ákveöiö er aö sýna viöa um heim, aö draga upp nýja og sanna mynd af forn- um köppum vlkingaaldar, llfi þeirra, lifnaöarháttum og menningu. Anægjulegt er til þess aö vita, aö Magnús byggir verulegan hluta vlkingaþátt- anna á frásögnum I Islenskum fornbókmenntum. Þar njótum viö þess I senn aö hann er maöur sögunnar fremur en minjanna og jafnframt trúr uppruna sln- um. Hlutur Islands er þvl ólikt meiri I vlkingaþáttum Magnús- ar en á vlkingasýningunni I British Museum, sem um var fjallaö hér I VIsi á dögunum. I gærkvöldi var sýndur áttundi þátturinn af tlu um vlkingana I breska sjónvarpinu, og héöan er Magnús þotinn til Bretlands á ný, enda ekki til setunnar boöiö, þar sem hann á eftir aö leggja slöustu hönd á lokaþættina tvo áöur en þeir birtast á skjánum. Aö þessu viöamikla verkefni hefur þessi virti sjónvarps- frömuöur unniö undanfarin tvö ár. En ef tsland eöa íslensk mál- efni eru annars vegar hefur Magnús ekki dregiö af sér. Þannig stendur hann um þessar mundir aö öflugri kynningar- herferö fyrir íslandsferöir I Bretlandi i samvinnu viö hér- lenda aöila þriöja áriö I röö. Þaö er óhætt aö fullyröa, aö Magnús Magnússon er einn allra áhrifamesti „sendiherra” okkar Islendinga á erlendri grund. ólafur Ragnarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.