Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 3
VISIR Þriðjudagur 20. mai 1980 j'WiæNIHin A MOSKVULEIKANA „Ég hef litla trú á þvi að hætt veröi við þátttöku íslands úr þessu” sagði GIsli Halldórsson forseti ÍSI og formaður islensku ólympiunefndarinnar i samtali við Visi. Var hann spurður hvort Islendingar hugðust hætta við þátttöku I Ólympiuleikunum i Moskvu I ljós þess að ýmsar af mestu iþróttaþjóðum heimsins hefðu hætt við. Gisli sagði að Islendingar myndu ekki hætta við sina þátt- töku nema einhver stórtíðindi gerðust. Nú væri búið að ákveða að senda 10 keppendur i staö 12 eins og upprunalega var gert ráð fyrir og væri þeim fækkað af sparnaðarástæðum. Aö auki færu svo 5 fararstjórar. Væri kostnaður viö þátttöku i ólympiuleikunum áætlaður 12-14 milljónir króna. Bjóst Gisli við að 4 frjálslþróttamenn, 4 lyftingamenn og 2 júdómenn yrðu sendir. KREDITÞJÚNUSTA í GEGNUM VERSLUNARBANKANN Fyrirtækið Kreditkort h.f. sem i sumar fer af stað með kreditþjónustu hér á landi hefur gert samkomulag við Verslunarbankann um að sá banki annist öll bankaviðskipti i sam- bandi við kreditþjónust- una. Þetta kom fram, þegar Visir ræddi við Harald Haraldsson stjórnarformann Kreditkorts h.f. og spurði hvað liði bankamálum fyrirtækisins. Sagöi hann að Verslunarbankinn yrði með tölvukeyrslu fyrir Kreditkort h.f. I sambandi við giróþjónustu. Verða öll viðskipti fyrirtækisins látin ganga I gegnum bankann. Haraldur sagöi að Kreditkort h.f. hefði áöur staðiö I viðræðum við Landsbankann um að annast þessa þjónustu, en samkomulag hefði ekki tekist. Þess er skemmst að minnast að nokkrar umræöur komu upp i vet- ur um fyrirkomulag það sem Kreditkort h.f. ætlaöi að hafa á þjónustu sinni og þótti sumum þá óvarlegt að engin banki skyldi tengjast kreditkortaútgáfunni. — HR Endurhæfing hjarlasjúkra Hjarta- og æða- verndarfélag Reykja- vikur heldur fjórða fræðslufund sinn að Hótel Borg fimmtudag- inn 22. mai klukkan 17. Viðfangsefni þessa fundar verður endur- hæfing hjartasjúkra. Erindi flytja Magnús Einarsson endurhæfingarlæknir og Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoðandi. Siðan verða pallborösumræður sem dr. Arni Kristinsson læknir stýrir. en aðrir þátttakendur veröa þeir Magnús og Eyjólfur og Snorri Páll Snorrason yfirlæknir. Fundarmönnum gefst tækifæri á að taka þátt I umræöunum og leggja spurningar fyrir þátttak- endur I pallborðsumræðunum. öllum er heimill aðgangur.en á undan fræðslufundinum verður haldinn aöalfundur félagsins. — SG Tvísýn _ keppni í isiandsmóti I brldge Islendsmeistarar i tvimenn- ingskeppni I bridds, sem fram fór um helgina i Domus Medica, urðu Guðlaugur R. Jóhannsson og Orn Arnþórsson, sem háðu mjög tvi- sýna baráttu um 1. og 2. sætið við Sverrir Ármannsson og Guömund Pál Arnarsson. Eftir aö þessi tvö pör höfðu haldið forystu mestallt mótið réð- ust úrslitin ekki fyrr en i siöustu umferð, þegar þau kepptu inn- byrðis. — Fengu Guölaugur og örn alls 1443 stig, en Guömundur Páll og Sverrir 1435 stig. 1 þriðja sæti uröu Asmundur Pálsson og Þórir Sigurðsson, i fjóröa sæti Guðmundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson og i fimmta sæti Guöjón Guðmunds- son og Viktor Björnsson, sem eru ■ frá Bridgefélagi Akraness og rufu raðir Reykvikinga, sem venju- lega raða sér I efstu sæti á Is- landsmótum. Boranírnar á Reyðarfírði: fllpjóOa- ráösiefna um niöur- stðöurnar Alþjóöleg ráöstefna um rann- sóknir á borholu, sem alþjóðlegur hópur vlsindamanna boraði á Reyðarfirði sumarið 1978, veröur haldin 13.-15. mai n.k. á Hótel Esju. Tilgangur borunarinnar var að kanna samsetningu jarð- skorpunnar undir Islandi og hita- ástand berglaganna með tiliiti til hugsanlegrá jaröhitaborana á Austfjörðum. A ráöstefnunni, sem er öllum opin, verða flutt um 40erindi. Þátttakendur veröa um 30 frá 7 löndum, auk islenskra jarðvisindamanna. Ráðstefnan verður sett 13. mai kl. 9 með ávarpi Jakobs Björnssonar orku- málastjóra. —K.Þ. 3 á mjög hagstæðu verði iþróttafélög — skólar — fyrirtæki TslMí einstaklingar Viö merkjum búnii hvers og 13r9(^ d Litir: Blatt meö 2 Hvitum róndutm _ \ Raútt meö- 2 hvífum I ,, röndum ‘v Svari me» 2 hvitum II röndum |\ Rautt meÉ 2 svörtuniM röndum [S K' * Póst$er)dum ^ Sportvoruversfun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 - Sími 11783 Mikið úrv, af nýjui sumarvöru steffens R YM/NGA RSA LA á karlmannaskóm og barnaskóm STJÖ RNUSKÓBÚÐIN Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 Póstsendum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.