Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 7
vormðt ÍRÍ kvdld Vormót 1R í frjálsum Iþróttum fer fram á Fögruvöllum þeirra frjálsiþróttamanna I Laugardal I kvöld og hefst þaö kl. 19.00. Keppt veröur í 12 Iþróttagrein- um og eru skráöir 80 keppendur til leiks. 1 110 m grindahlaupi má búast viö mikilli keppni milli „altmeist- er” Valbjarnar Þorlákssonar KR og Aöalsteins Bernharössonar KA. í 300 m hlaupinu munu þeir Aöalsteinn, ólafur Óskarsson A og Einar P. Guömundsson FH bltast um sigurinn. 1 800 m hlaupinu er Steindór Tryggvason KA sigurstrangleg- astur, en þar hlaupa 10 hlauparar mjög jafnir aö getu. 1 800 m hlaupinu er Steindór Tryggvason KA sigurstrangleg- astur, en þar hlaupa 10 hlauparar mjög jafnir aö getu. 1800 m hlaupi kvenna má bilast viö geysiharöri baráttu milli Guö- rúnar Karsdóttur UBK, Thelmu Björnsdóttur UBK og Helgu Hall- dórsdóttur KR. 1 kringlukasti kvenna kastar methafinn, Guörún Ingólfcdóttir A, en auk hennar má bilast viö góöum árangri frá Elinu Gunnarsdóttur HSK og Ingi- björgu Guömundsdóttur FH. 1 stangarstökki keppa svo Val- björn Þorláksson KR, Karl West UBK og Kristján Gissurarson A, sem nykominn er heim frá æfingadvöl I Ameriku um nokk- urra vikna skeiö. Þá veröur feikna-keppni I há- stökki karla og er ómögulegt aö segja fyrir um sigurinn. Þar keppa þeir Stefán Friöleifsson UIA, Karl West UBK, Hafsteinn Jóhannesson UBK, Stefán Þ. Stefánsson 1R og hinn bráöefni- legi Kristján Haröarson HSK, sem allir ættu aö geta smeygt sér yfir metrana 2 á góöum degi. Finnar með í Olympíu- lelkum Þaö kemur I hlut Finnlands aö leika I Ólymplukeppninni I knatt- spyrnu. I undamlrslitum fyrir þessa keppni lentu þeir I neösta sæti, bæöi V-Þjóöverjar og Norö- menn voru fyrir ofan þá. Nú hafa bæöi þessi lönd ákveöiö aö hætta þátttöku I Ólympíuleikunum I sumar og hefur FIFA þvl ákveöiö aö Finnar taki sæti þeirra. Finnar munu leika I riöli meö Júgóslövum, trak og Costa Rica. Rðþ-. SJADAN Staöan 11. deild tslandsmótsins I knattspyrnu er nú þessi: Fram-ÍBV ...................1:0 Valur.... Fram .... Keflavlk.. Breiöablik Þróttur... Akranes.. Víkingur . ÍBV...... KR....... FH....... .2 200 7:0 4 2 200 3:0 4 2 110 3:2 3 1 100 2:1 2 2 101 2:2 2 2 101 1:2 2 2 0 1 1 1:2 1 1 00 1 0:1 0 2 002 0:4 0 2 002 1:6 0 Þarna vildu Framararnir fá vitaspyrnu, og mynd Gunnars Elissonar sýnir, aö þaö var ekki svo fjarri lagi. Páll Pálmason, sem er greinilega búinn aö missa jafnvægiö, grlpur I Simon Kristjánsson og báöir féllu viö. Þetta geröist á markteig IBV, en dómarinn sá ekkert athugavert! Meistararnir hófu tltllvörn með tapl - ÍBV tapaðl fyptp Fram í fyrsta leik slnum i 1. delldlnnl I knattspyrnu 09 Framarar hafa fengið óskabyrlun „Þetta var dæmigeröur vor- leikur hjá okkur, viö höfum ekki leikiö nema fjóra leiki I vor og þetta var þaö, sem viö mátti búast”, sagöi Viktor Helgason, þjálfari íslandsmeistara ÍBV, á Laugardalsvelli I gærkvöldi, eftir aö liö hans haföi tapaö 0:1 fyrir Fram I 1. deild Islandsmótsins. Þetta var fyrsti leikur ÍBV I mótinu, og ekki I fyrsta skipti, sem liöiö byrjar keppnistlmabiliö I 1. deild meö ósigri. — Þrátt fyrir sigurinn voru Framarar ekkert yfir sig hressir. — „Þaö er langt frá þvl, aö ég sé ánægöur meö þetta” sagöi t.d. Marteinn Geirson, fyrirliöi liös- ins, eftir leikinn. „Þaö er eins og menn ætli ekki aö læra þaö aö vera marki yfir. Þaö var ekkert vit I þessu hjá okkur eftir aö viö náöum forustunni. Þetta sama var uppi á teningnum I fyrra, þá skoruöum viö yfirleitt á undan I leikjum okkar, en misstum for- skotiö oftast niöur. Svo var þó ekki núna, sem betur fer, og stigin eru afar dýrmæt.þrátt fyrir ailt” sagöi Marteinn. Mark Péturs Ormslev á 6. minútu leiksins I gærkvöldi færöi Fram hin dýrmætu stig. Þá var brotiö á Guömundi Steinssyni rétt fyrir utan teig, og Pétur sem tók aukaspymuna, sendi boltann I netiö framhjá aldursforseta 1. deildarleikmanna, Páli Pálma- syni, meö lúmsku skoti. Framarar voru frlskir framan af fyrri hálfleiknum I gær, en eftir þaö náöu Eyjamenn sterkum tökum á miöjunni og héldu þeim tökum til loka leiksins aö mestu. Þeir náöu þó ekki aö skapa sér umtaisverö marktækifæri, og geta Framarar hrósaö happi, aö þeir Tómas Pálsson og Sigurlás Þorleifsson skyldu ekki hafa veriö meö I gær. Tómas á viö .meiösli aö strlöa en Sigurlás tók út fyrri leik sinn — keppnisbann — af tveimur, sem hann flutti meö sér frá I fyrra. Þaövar heldur.aö Framararar væru nær þvl aö bæta marki viö I slöari hálfleiknum, en þá fengu þeir besta tækifæri leiksins. Guö- mundur Torfason var þá á auöum sjó rétt utan markteigshorns.en skot hans for framhjá. Þaö er ljóst aö Eyjamenn veröa sterkir I sumar, þegar þeir hafa náö öllum sinum mannskap saman. Þeir veröa ekki auösigr- aöir, enda liö þeirra jafnt og skipaö I bland gömlum reyndum „jöxlum” og ungum. efnilegum piltum. Liöiövar jafntl gærkvöldi og enginn, sem skar sig úr. Framararhafa einnig allaburöi til aö blanda sér I baráttuna og hafa reyndar fengiö óskabyrjun. En höfuöverkur þeirra veröur miöjuspiliö, enda hefur liöiö misst marga af miöjumönnum sinum, s.s. Asgeir Ellasson, Gústaf Bjömsson og Guömund Sigmarsson, svo aö einhverjir séu nefndir, og Rafn Rafnsson lék I gærkvöldi þjáöur af meiöslum. — Bestu menn Fram I gær voru þeir Trausti Haraldsson sem er ódrepandi baráttujaxl, Marteinn Geirsson og Pétur Ormslev, sem sýndi skemmtileg tilþrif. gk-. Paulo Rossi í 3 ára leikbann I gær voru kveönir upp dómar I hinu mikla mútumáli knatt- spymumanna á ttallu, og var dómstóll Knattspyrnusambands Itallu þar aö verki. Forsaga þessa máls er sú, aö leikmönnum I fjórum Itölskum liöum var mútaö til aö hafa áhrif á úrslit nokkurra leikja, og voru þaö veömangarar, sem mútuöu þeim I þeim tilgangi aö græöa slöan vænar fúlgur sjálfir. Þaö sem vekur langmesta athygli I sambandi viö dómana I gær er aö Italski landsliös- maöurinn Paulo Rossi, sem er einn af þekktustu leikmönnum heims I dag, var dæmdur I þriggja ára keppnisbann, og mun hann þvl hvorki leika meö Itallu I úrslitakeppni Evrópukeppninnar I vor eöa I forkeppni HM. Rossi hefur sjálfur sagt, aö hann hyggist fara til Bandarlkjanna og leika þar, en taliö er útilokaö aö hann fái aö fara úr landi. Astæöan er sú, aö þetta mál er meiri háttar sakamál á ttallu, og Rossi á yf ir höföi sér aö veröa dæmdur I fangelsi, þegar dómstólar hafa íjallaö um mál hans. Þá var hiö fræga félag AC Milan dæmt til þess aö yfirgefa sætisitt 11. deildog leika 12. deild næsta keppnistlmabil, og forseti félagsins dæmdur I ævilangt bann frá knattspyrnuafskiptum. Sem fyrr sagöi eru ekki öll kurl komin til grafar I þessu mikla máli, nú fer þaö fyrir almenna dómstóla, og má búast viö aö fangelsisdómar eigi eftir aö veröa kveönir upp yfir þeim leik- mönnum, sem eru viöriönir þetta mál. gk-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.