Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriðjudagur 20. mal 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/t Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.800 á mánuði. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innan- Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verð I lausasölu 240 kr. eintakiö. ; Prentun Blaöaprent h/f. Ognvekjandi staöreyndir Andófsmenn víða um heim hafa á síðustu árum orðið að þola alvarlegar hótanir, pyntingar og harkalegar aðgerðir af hálfu yfirvalda í þeim löndum, þar sem þeir stunda baráttu sína. Skýr dæmi í þessum efnum ber- astokkur i f jölmiðlum víðs vegar að úr heiminum, en þó munu fregnir um fæst þeirra tilvika, þar sem ríkjandi öfl stunda mannréttindabrot, berast okkur (slendingum til augna eða eyrna. Á þessu hefur að vísu orðið breyting á síðustu árum,.eftir að alþjóðasamtökin Amnesty Inter- national hófu fyrir alvöru starf- semi sína hér á landi og stofnuð var (slandsdeild þeirra. Forráða- menn deildarinnar hafa lagt áherslu á að virkja fólk hér á landi til þátttöku í þeirri alþjóð- legu baráttu,sem Amnesty-sam- tökin heyja fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, þeim mannrétt- indum, sem við (slendingar telj- um jaf n sjálfsögð og það að fá að anda aðokkur, en ógnarstjórnir í ýmsum löndum hafa algerlega fótum troðið. I því efni hafa f jölmiðlar hér á landi lagt sitt af mörkum með birtingu upplýsinga um svo- nefnda „samviskuf anga mánaðarins" sem fólk hér á landi er beðið að leggja lið með því að skrifa stjórnvöldum í við- komandi ríkjum með það fyrir augum, að þeir fái að njóta mannréttinda. Fregnir hafa bor- ist um,að þær bréfaskriftir hafi orðið þáttur i að fá fanga látna lausa. Einn þeirra, sem þannig er orðinn frjáls, hefur nú verið kjörinn á þing í heimalandi sínu. Á þessu sviði er mikið verk að vinna. I síðustu ársskýrslu Amnesty International er greint frá mannréttindabrotum í 96 löndum og fjallað um aukna til- hneigingu stjórnvalda í löndum, sem þó búa við gjörólík hug- myndakerfi, til að beita dauða- refsingu, mannránum og morð- um í þeim tilgangi að losna við pólitíska andstæðinga. Þar kem- ur enn fremur fram, að þótt fjöldi pólitískra fanga hafi verið látinn laus i nokkrum löndum á siðasta starfsári samtakanna, sé gjörræðishandtökum, pólitískum fangelsunum, pyntingum og beit- ingu dauðaref singar haldið áfram í öllum heimshlutum. Þetta eru ógnvekjandi stað- reyndir, sem frjálsir menn í lýð- ræðisríkjum eiga erfitt með að sætta sig við. Biskupinn yfir (slandi herra Sigurbjörn Einarsson, gerði mál- efni samviskufanga sérstaklega að umræðuefni i tilefni bæna- dagsins á dögunum. Biskup kvaðst sérstaklega vilja minna á, að víða um heim sættu menn kúg- un og ofsóknunum vegna trúar Á síðasta ári var vitað um gróf mannréttindabrot i tæplega hundrað löndum og víða beita stjórnvöld dauðarefsingu, mann- ránum og morðum i þeim til- gangi að losna við pólitíska and- stæðinga sína. sinnar eða annarra skoðana. Ennfremur sagði hann: „Þrátt fyrir mannréttindaskrá Samein- uðu þjóðanna og eiðhelga sátt- mála á grunni hennar eru mörg frumlægustu mannréttindi fyrir borð borin í f jölmörgum löndum. Glæpir gegn einföldustu kröfum um mannhelgi eru drýgðir dög- um oftar. Handtökur og fangelsanir án saka, pyndingar fanga, lyfjagjafir til þess að brjóta niður líkamlegt og andlegt þrek þeirra, vistun sakborninga á geðveikrahælum, þetta og þvílíkt er að gerast á líðandi stundu til og frá um hnöttinn. Meðal þeirra, sem svo eru leiknireru margir, sem hafa ekki annað til saka unnið en að játa Krist opinskátt", sagði biskup. Við (slendingar erum sem bet- ur fer f jarri slíkum ógnum, sem biskup lýsti, en það þýðir ekki, að við eigum að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Fólk hér getur látið þessi mál til sín taka meðal annars fyrir milligöngu Amnesty International. En jafn- framt er ástæða til að taka undir þau orð biskups, að við (slending- ar gleymum ekki að meta og þakka þá gjöf að fá að njóta frelsis, lýðræðislegra stjórnar- hátta og réttarfars, heldur vök- um á verðinum um þessi verð- mæti og önnur arfhelg og ómetanleg. Hv íífl fi ríí h u g o g I í kám a'; aö Varmaiandi í sumar j^^Jón Sigurgeirsson. „Þaö er eitthvaö I loftinu aö Varmalandi, sem gerir okkur kleift aö bjóöa fólki aö hvila sig frá streitu og þreytu og ná tök- um á sjálfu sér”, sagöi Jón Sig- urgeirsson, fyrrverandi skóla- stjóri er hann kynnti hvildar- og hressingarheimiliö aö Varma- landi, sem hann og Úlfur Ragn- arsson yfirlækm starfnækja i sumar. Þetta veröur þriöja sumariö, sem þeir Jón og Clfur gangast fyrir sllkri starfsemi, sem áöur fór fram aö Lauga- landi I Eyjafiröi. Markmiöiö meö starfrækslu hvildar- og hressingarheimilis- ins er aö styrkja fólk á þann veg, aö viönámsþróttur þess gegn sjúkdómum og álagi auk- ist. „Takmarkiö er aö aöstoöa fólk viö aö finna i sjálfu sér þaö jafnvægi hugans, sem styöur aö góöri heilsu til likama og sál- ar”, sagöi Jón. „Viö miöum aö þrenns konar uppbyggingu: lik- amlegri, andlegri og tilfinn- ingalegri”. Dagskráin aö Varmalandi er einungis aö litlu leyti skipulögö fyrirfram. Þó hefst hver dagur á hugleiöslustund og yoga og deginum lýkur á helgistund meö tónlist. Þess á milli gefur aö- staöan aö Varmalandi tækifæri a.m.k. einu sinni i viku komi-listamenn og fræöimenn i heimsókn. Meöal þeirra sem gera má ráö fyrir aö sæki gesti heimilisins heim í sumar. eru Sigríöur Ella Magnúsdóttir, söngkona, Kristján frá Djúpa- læk, Þórir Steingrimsson og fleiri. „Viö gerum ráö fyrir aö heim- iliö rúmi 25 manns aö stað- aldri”, sagöi Jón. „Nú þegar er búiö aö panta 60 pláss af 160 mögulegum I sumar. Þaö er svona eftir hendinni hvaö fólk kýs að dvelja lengi aö Varma- landi I senn. Ýmist kýs þaö aö vera I viku til hálfan mánuö, en einnig býöst 3-4 daga kynning- ardvöl”. „Viö rekum þetta heimili utan viö kerfiö og njótum engra styrkja”, sagöi Jón. „Vikudvöl aö Varmalandi kostar liklega um 100 þúsund krónur meö öllu uppihaldi, þar innifaldar þrjár máltiöir á dag. Viö reynum að halda kostnaöi I lágmarki, til dæmis mælumst viö til þess aö fólk komi meö sængurföt og handklæöi meö sér”. Jón tekur viö pöntunum I sima 96-24274 alla daga frá 13-14 og 18-20, auk þess sem hann gefur allar frekari upplýsingar. ÞJH tilmargvislegra iökana. Fallegt umhverfi staöarins gerir göngu- feröir ómótstæöilegar. Sund- lauger á staönum, sem og ágætt bókasafn og hljómburöartæki. Einnig er boöiö upp á nudd og aöstoö huglækna. Ekki vildi Jón tjá sig mikiö um þann þátt starfseminnar en sagöi, aö von væri á enskri konu, frú Hamp- ling, sem getiö heföi sér góöan orstir fyrir huglækningar I heimalandi sinu. Aö ööru leyti er áætlaö aö Aö Varmalandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.