Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR Þriöjudagur 20. mai 1980 14 Fðum Frank Zappa tll ísiandsl J.G. hringdi: „Ég vil lýsa stuöningi minum viö þá skoöun aö Frank Zappa veröi fenginn hingaö á Listahá- tiö. Þaö yröi stærsti viöburöur- inn i islenskri tónlistarsögu fram á þennan dag. Ég á nokkrar hljómpltöur meb Zappa og þekki tónlist hans þvl nokkuö vel. Þvi held ég aö ég hafi nokkuö til viömiöunar þegar ég held þvi fram aö þaö yröi stærsti tónlistarviöburöur- inn hér á landi. AB auki vantar svo frambærilega poppara á Listahátlö I ár.” Frank Zappa til tslands: „Þaö yröi stsrsti tónlistarviöburöur- inn i islenskri tónlistarsögu fram á þennan dag.” ,Á sama tima og vertföarbátar eru reknir i land á miöri vertiö er veriö aö flagga fyrir nýjum togara.” Hættum að flytia inn togara P.A. hringdi: „Þaö er undarlegt aö á sama tlma og vertiöarbátar eru reknir i land á miöri vertiö eða sama sem, þá er veriö aö flagga fyrir nýjum togara sem keyptur hefur veriö til landsins. Ég sá i sjónvarpinu nýlega aö nýr togari heföi verið keyptur frá Portúgal til ólafsvikur og satt best aö segja blöskraöi mér þessi endalausu kaup á togurum sem eiga sér staö hér á landi. Þaö er löngu vitaö mál að togaraeign landsmanna er þegar oröin alltof mikil og hver togari nýtist ekki nema aö hluta vegna allra þeirra daga sem þeir veröa að vera á skrapi. En hvers vegna er þá veriö að kaupa nýja togara? Sennilega er ástæöan sú ab hvert þorp og hver vik I þessu landi, vill ekki vera eftirbátur annarra. Viröist manni þetta vera hálft i hvoru metnaöarmál ekki siöur en at- vinnumál. Er ekki mál aö þessum heimskulega togarainnflutningi linni?” Nú fer hver aö veröa siöastur aö horfa upp I stjörnubjarta nóttina og njóta stjarnanna, þvi vor er á tslandi og þá sjást engar stjörnur. NÁIN KVNNI AF ÞRIBJU GERÐ Þrjár eru stjörnur, sem stara inn um gluggann minn á hverri heiðskirri nóttu, um þetta leyti árs, svo bjartar, svo hátignar- legar, svo fagrar á aö sjá. Þær sýnast rétt hver hjá annarri, og mynda beina linu. Allar eru þær bjartar álitum en þó veit ég, aö sú stjarnan er langbjörtust, sem daufust sýnist, en þaö er Regul- us, sú mikla sól, I 85 ljósára fjarlægö. Hinar eru Júpíter og Mars, sem eru nágrannar okkar á mælikvaröa himins, og ganga kringum sólina eins og okkar jörö. Birtu slna þiggja þær frá sólinni. Ekki er gert ráö fyrir, aö þar sé um líf aö ræöa. Þar vantar öll skilyröi til llfs. ÖBru máli gegnir um Regulus, sólina björtu sem lýsir með margfaldri geislaorku okkar sólar. Þar gæti veriö um að ræöa reikistjörnur, sem fóstri mannkyn, I likingu viö okkar jörö, og e.t.v. gæti þar veriö margfalt háþróaöra mannkyn. Þetta veit reyndar enginn, og getur enginn vitaö, fyrr en sam- bandsþroski okkar hefur tekiö þeim framförum, aö unnt veröi aö koma á öruggum vitsam- böndum aö lifsgeislaleiöum viö Ibúa annarra sólhverfa. Og að þvlber aö stefna. Bætt sambönd við lengra komna Ibúa stjarn- anna ætti I rauninni aö vera mál málanna hér á jörö, þvi ekkert mundi miöa eins til sannra framfara og efling slikra sambanda. Og ekki mundi standa á liösinni hinna lengra komnu, þvi lengi munu þeir hafa beitt viöleitni sinni i þá átt. Þaö, sem á stendur, mun vera vanviska og viljaleysi okkar jaröarbúa. Meöan ekki er hér vitaö um kærleiksrika hjálpar- viðleitni hinna lengra komnu, veröur þeim erfitt um vik, að koma sér hér viö. Hugsum til stjarnanna og gerum ráö fyrir aö þar séu kærleiksrlkar viskuverur, sem séu þess megnugar aö senda styrk og hjálp okkar hrjáöa mannkyni. Horfum til stjarn- anna á heiörlkum kvöldum, og reynum aö njóta þeirra magn- andi Hfsorkustrauma, sem þaö- an berast. Ingvar Agnarsson sandkorn Tvær mllljðn- ir á mlnútu Þaö eru skiptar skoöanir um réttmæti þeirrar ákvörðunar að láta sjónvarpiö ráðast i gerð kvikmyndar um Snorra Sturluson. Ljóst er að myndin kostar vart undir 240 milljón- um króna og veröur liklega um 120 mlnútna löng eða tvær klukkustundir. Þetta þýöir að hver minúta kostar um tvær milljónir króna. Að sögn þeirra er til þekkja má reikna með að kostnaður við að sýna erlenda kvikmynd sé um fimm þúsund krónur hver minúta og er það innifalinn kostnaöur viö leigu myndarinnar og útsendingu. Fyrir þá peninga sem lagöir eru I myndina um Snorra mætti þá sýna eriendar mynd- ir i 400 minútur i sjónvarpinu eða 60-70 klukkustundir. Féleysi sjónvarpsins ber oft á góma þegar rætt er um þá dagskrá sem iandsiýð er boöið upp á. Þaö hlýtur þvi að vera eðlilegt að menn velti þvl fyrir sér hvort það er réttlætanlegt að hundruöum milljóna úr rýrum sjóðum sjónvarpsins sé varið til að gera myndina um Snorra Sturluson, án þess að veriö sé að kasta rýrð á þann ágæta mann. Nýr Dáttur Jónasar og Ólafs Gauks? Tveir fulltrúar I útvarps- ráöi, þeir Markús úrn Antons- son og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, hafa lagt fram til- iögu um að þeim Jónasi Jónassyni, og ÓlafiGauk verði falið að annast útvarpsþátt i léttum dúr á sunnudagskvöld- um I sumar. t Sandkorni fyrir helgi var fjaliað um gagnrýni útvarps- ráðs á þáttinn 1 vikulokin og þá ákvörðun ráðsins aö fram- lengja þáttinn engu að siöur til haustsins. Nú hafa þær upp- lýsingar borist að fyrrnefnd gagnrýni hafi einkum komið frá einstökum varamönnum i ráðinu. Af þeim sökum hafi tillaga dagskrárdeildar út- varpsins um nýjan þátt eftir hádegi á laugardögum veriö felld. Llstelskir í laumi Fyrir skömmu greindi Visir frá þvi I máli og myndum er fyrsta málverkauppboðið fór fram hjá Listhúsinu á Akureyri. Gekk uppboðið frekar dræmt og 40-50 mál- verk gengu ekki út. Nú hefur þaö frest aö allar myndirnar séu seldar, fyrir það lágmarksverð sem fylgdi þeim á uppboðið. Akureyr- ingar komu bara I Listhúsið dagana eftir uppboðið og keyptu skiliriin. Hefur þeim þótt óþarfi að láta alla vita um kaup sln á listaverkum og þvi ekki boðið i fyrir opnum tjöid- um. Litblinda Það var rétt eftir brúðkaup- iðaö brúðurin kom aö máli við eiginmanninn. — Ég verð aö gera játningu. Ég er nefniiega litblind. — Þá verð ég vist aö gera aðra játningu, sagði maöur- inn.. Ég er sko negri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.