Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 20.05.1980, Blaðsíða 9
vtsm Þriðjudagur 20. mal 1980 Greiðslur opinberra launa eða styrkja til rit- höfunda hafa að undan- förnu verið tilefni harð- vítugra deilna innan þeirra eigin raða. Þar hefur fyrst og fremst verið rifist um úthlutun stjórnar Launasjóðs rit- höfunda á svonefndum starslaunum rithöfunda. Ekki er ætlunin að fjalla hér um þá deilu. Hins vegar hafa umræð- urnar orðið til þess/ að beina athyglinni að þeim opinberu launum og styrkjum/ sem rithöfund- úthlutunarnefnd listamannalauna veitti í ár 51 milijón króna til listamanna auk þeirra heiðurslauna, sem Alþingi tekur sjálft ákvörðun um. Umtalsverður hluti þessa fjármagns fer til rithöfunda. Myndin er af úthlutunarnefndinni. (visísmynd: bg> Siyrkir og laun til rithðfunda úr fimm áttum veita um 170-180 miiij- ónír til rithöfunda í ár um er úthlutað á ári hverju. Hverjir fá þessa styrki? Hvernig eru þeir tilkomnir? Hverjir út- hluta þeim? Hvaða máli skipta þeir fyrir rithöf- unda? Geta einhverjir rithöfundar að mestu lifað á opinberum laun- um og styrkjum af þessu tagi? 1 þessari grein verður gerö stuttlega grein fyrir þeim möguleikum, sem rithöfundar hafa nú á að fá laun eða styrki úr opinberum sjóöum, en i sið- ari greinum verður nánar fjallað um hverjir hafa fengiö þetta fjármagn f hendur undan- farin ár. Fimm möguleikar Rithöfundar eiga nú kost á að fá laun eða styrki úr opinberum sjóðum með ýmsum hætti. Hér veröur fjallað um þá fimm möguleika, sem helsta má telja. Rithöfundar hafa þrjá sjóði sérstaklega fyrir sig, og veita þeir allir árlega laun eða styrki. Þessir sjóðir eru Launasjóður rithöfunda, Rithöfundasjóður Islands og Rithöfundasjóður rikisútvarpsins. Þá eiga rithöfundar sömu möguleika og aðrir listamenn að fá laun með tvennum öörum hætti. Annars vegar er þar um að ræða svonefnd Listamanna- laun, og hins vegar svonefnd Starfslaun listamanna. Skal nú nánari grein gerð fyrir hverjum þessara kosta fyrir sig. Launasjóður rithöfunda Lögin um Launasjóö rithöf- unda voru sett á Alþingi árið 1975, en þá hafði um nokkurra ára skeið verið úthlutaö svo- nefndum „viðbótarritlaunum”, sem mikill styrr stóð lika um. Þaö hefur þvl lengi verið stormasamt um úthlutun þessa fjármagns. Menntamálaráðherra setti á miðju ári 1976 reglugerð um launasjóöinn, og var fyrsta út- hlutunin samkvæmt henni til- kynnt þá um haustiö. Slðan hefur verið úthlutað árlega úr sjóðnum I samræmi viö fjár- veitingar á fjárlögum hverju sinni. Á fjárlögum fyrir yfir- standandi ár, 1980, er fjárveit- ing til Launasjóös rithöfunda rúmlega 114 milljónir króna. Samkvæmt lögunum og reglu- gerðinni skal árstekjum sjóös- ins variö til að greiða Islenskum rithöfundum starfslaun og mið- ast þau við byrjunarlaun menntaskólakennara, sem núna eru rétt innan viö 400 þúsund krónur á mánuði. Starfslaunin má veita skemmst til tveggja mánaöa, en lengst til niu mánaða I senn. Höfundar, sem njóta starfslauna I þrjá mánuði eöa lengur, skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuöu starfi á meöan þeir njóta starfslaun- anna, en tveggja mánaða starfslaun eru veitt fyrir út- gefna bók höfundar áriö á undan. 1 reglugerðinni segir um stjórn sjóðsins, að menntamála- ráðherra skuli skipa hana til þriggja ára i senn. Sú hefð hefur skapast, að stjórnin sé skipuö samkvæmt tilnefningu stjórnar Rithöfundasambands Islands, en I stjórnina má einungis til- nefna menn utan Rithöfunda- sambandsins. Hugmyndin með þvi ákvæði hefur vafalaust verið að reyna að koma i veg fyrir innbyrðis deilur rithöfunda, sem þó hefur ekki tekist sem kunnugt er. A yfirstandandi ári úthlutaði stjórn sjóðsins samtals um 114 milljónum króna til 80 rithöf- unda, sem fengu tveggja, þriggja, fjögurra, sex eða nlu mánaða laun. Eins og ofangreindar tölur bera meö sér, er þetta sá sjóöurinn, sem veitir langmestu fjármagni til rithöfunda af þeim sjóðum, sem hér er fjallað um. Sækja þarf um þessi starfs- laun — eins og Starfslaun lista- manna — og berast alltaf um- sóknir frá mun fleiri rithöfund- um en þeim, sem fá laun hverju sinni. Hins vegar er aldrei birtur listi yfir umsóknir, sem hefur verið hafnaö, heldur ein- ungis þær sem samþykktar hafa verið. Rithöfundasjóður Islands Rithöfundasjóður Islands var stofnaöur með lögum frá árinu 1967 um breytingar á lögunum um almenningsbókasöfn. 1 þennan sjóð renna greiðslur fyrir útlán bóka islenskra rit- höfunda I almenningsbóka- söfnum, og var þvi I byrjun oft sagt, að þessi sjóöur byggöist fyrst og fremst á „peningunum hennar Guðrúnar I Lundi”, sem lengi var vinsælust meöal lán- þega bóka i almenningsbóka- söfnum landsins. Stjórn sjóðsins, sem annast um leiö úthlutun úr honum, er skipuð tveimur mönnum kjörnum af stjórn Rithöfunda- sambandsins, og einum skipuð- um af menntamálaráðuneytinu, og er starfstiminn þrjú ár. Samkvæmt lögunum skal greiða 60% af tekjum sjóðsins árlega til islenskra höfunda eða ættingja þeirra, sem öðlast hafa höfundarétt, i samræmi við skýrslur um eintakaf jölda þeirra I söfnum. Þaö er þvi inn- kaupastefna bókasafnanna, sem ræöur þessum greiöslum en ekki útlánin sjálf. Það sem eftir er, 40%,skal hins vegar ásamt afmörkuðum tekjum öðrum leggja I sérstakan sjóð, sem verja skal m.a. „til bókmennta- verðlauna, starfsstyrkja rithöf- unda, svo og til styrktar ekkj- um, ekklum og niðjum látinna höfunda, séu rikar ástæöur til að dómi sjóðstjórnar”, eins og það er orðaö I lögunum. I úthlut- unartilkynningum sjóösstjórnar er yfirleitt talað um aö pening- arnir séu veittir viökomandi rit- höfundum „I viöurkenningar- skyni”. A þeim tima, sem Rithöf- undasjóöur hefur starfaö, hafa fjárhæðir, og fjöldi þeirra sem viðurkenningu hafa fengið, veriö mjög misjafnar. Fyrsta sinni, árið 1968, hlutu þannig þau Guðbergur Bergsson, Guð- mundur Danielsson, Jóhannes úr. Kötlum og Svava Jakobs- dóttir, ein styrk úr sjóönum, og nam hann 100 þúsund krónum á mann, sem þá samsvaraöi um 6 mánaðarlaunum menntaskóla- kennara, sem við er miðaö hjá Launasjóöi rithöfunda. A þessu ári haföi sjóösstjórnin hins vegar 24 milljónir króna til ráðstöfunar, og veitti hún 24 rit- höfundum hverjum um sig eina milljón króna. Ein milljón er nú jafngildi by rjunarlauna menntaskólakennara I 2.5 mánuði. Rithöfundasjóður rikisút- varpsins Rithöfundajóður rikisút- varpsins veitir styrk til rithöf- unda einu sinni á ári, og er til- kynnt um úthlutunina á Fréttaauki Ellas Snæland Jónsson, rit- stjórnarfull- trúi, skrifar. gamlársdag. 53 rithöfundar hafa hlotið þennan styrk sam- tals þau 24 skipti, sem úthlutun- in hefur farið fram. Siðast var úthlutaö úr þessum sjóöi um siöastliöin áramót, og fengu þá tveir rithöfundar eina milljón króna hver, sem jafn- gilti rúmlega 2.5 mánaöarlaun- um menntaskólakennara, sem Launasjóðurinn miöar styrk- veitingar sinar við. Starfslaun listamanna En rithöfundar hafa ekki aöeins sérstakan Launasjóð, sem veitir þeim svonefnd starfs laun, heldur hafa þeir einnig jafna möguleika og aðrir lista- menn á að sækja um og hljóta svonefnd „Starfslaun lista- manna”. Menntamálaráðuneytið setti reglur um starfslaun þessi á miöju ári 1969, en þaö ár var fjárveiting i fyrsta skipti fyrir hendi. Þar segir m.a. að ,,fé þvi, sem veitt er I fjárlögum til starfs- launa handa listamönnum, skal úthlutað af þriggja manna nefnd, er menntamálaráðu- neytiö skipar til eins árs i senn. I nefndinni skulu vera formaður Bandalags islenskra lista- manna og formaður Ot- hlutunarnefndar listamanna- launa, en þriðja nefndarmann- Rithöfundar munu sennilega fá um 170-180 milljónir króna úr fimm sjóðum á þessu ári. Þar af kemur langstærsti hlutinn, eða um 114 milljónir króna, úr rlkiskassænum I gegnum Launasjóð rithöfunda. Rithöfundar fá þvl I ár hátt i þá seölafúlgu, sem hér birtist mynd af, en þeir peningar nema um 195 milljónum króna. (Visismynd: GVA inn skipar ráöuneytið án tilnefn- ingar og er hann formaöur nefndarinnar”. Starfslaunin eru veitt eftir umsóknum eins og laun úr Launasjóði rithöfunda, og miö- ast þau við byrjunarrlaun menntaskólakennara á hverjum tima. Launin skal veita til þriggja mánaða hið skemmsta en til eins árs hið lengsta. Eins og áöur segir voru „Starfslaun listamanna” fyrst veitt áriö 1969, og var þá einn rithöfundur i þeim fjögurra manna hópi, sem laun fengu. Hefur svo verið alla tið siðan.að rithöfundar, einn eða fleiri, hafa ávallt veriö meðal þeirra, sem slik laun hafa fengið hverju sinni. Starfslaun listamanna hafa ekki enn verið veitt fyrir þetta ár — en auglýst hefur veriö eftir umsóknum. 1 fyrra voru veittar 10.6 milljónir króna i þessu skyni, og á fjárlögum þessa árs eru 15,8 milljónir ætlaðar til þessara starfslauna. Listamanna launin Og þá eru það listamanna- iaunin, sem svo eru nefnd. Þau eru reyndar með tvennum hætti. Annars vegar eru svo- nefnd heiöurslaun listamanna, sem Alþingi tekur sjálft ákvörðun um. Þessi heiöurslaun hljóta nú 12 listamenn, þar af 7 rithöfundar, en upphæöin er 1.5 milljónir króna á mann, eða hátt I fern mánaöarlaun menntaskólakennara. Hins vegar eru svo laun þau, sem Ot- hlutunarnefnd listamannalauna ákveöur, en til þeirrar úthlut- unar er varið 51 milljón á fjár- lögum þessa árs. Othlutunarnefndin skiptir þeim listamönnum, sem hún veitir listamannalaun, i tvo flokka, og fá þeir sem lenda i efri flokknum, 400 þúsund krónur — þ.e. u.þ.b. byrjunar- laun menntaskólakennara i einn mánuð — en i neöri flokknum er veittur helmingur þeirrar upp- hæðar, eða 200 þúsund. I báöum flokkunum eru fjöl- margir rithöfundar nú sem endranær, en úthlutunarnefndin er einmitt nýbúin að úthluta laununum fyrir þetta ár. Verulegir f jármunir Eins og af þessari samantekt sést, er hér um að ræða veru- lega fjármuni, sem renna til rit- höfunda á hverju ári. Fjármagn til allra þeirra launa og styrkja, sem hér hefur veriö gerö grein fyrir, nemur á þessu ári um 225 milljónum króna. Þar af má telja, að um 170-180 milljónir króna renni til rithöfunda. En hvaða rithöfundar hafa fengiö mest af þessu fé á siöustu árum? Hefur sumum rithöfund- um ef til vill verið haldið aö verulegu leyti á opinberum launum mestan hluta ársins meö fjárveitingum úr þeim sjóöum sem hér hafa verið nefndir? Þessum spurningum veröur svaraö I næstu grein, sem birtist i Visi á morgun, miövikudag. — ESJ. ' - Vv: " Hg i i í aH : wm I 1 1 1 1 1 1 £ I f , á § HHHfaMyUklHMMÍBÉlBbani ■ :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.