Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 1
79. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 6. APRÍL 2002
NORSKUR sérfræðingur í upp-
lýsingatækni hefur varað við því
að tölvuþrjótar geti brotist inn í
tölvur bíla, sem eru búnir nýj-
ustu tækni, og valdið slysum, til
að mynda með því að láta bíl á
100 km hraða snöggbremsa.
Þetta kemur fram í frétt
norska dagblaðsins Aftenpost-
en, sem segir að þegar séu til
bílar sem geri tölvuþrjótum
þetta mögulegt.
Dýrustu gerðirnar af
Mercedes Benz og BMW eru
með tölvubúnað sem er tengdur
við GSM-síma og í stöðugu sam-
bandi við verkstæði eiganda
bílsins. Ef bíllinn bilar fær verk-
stæðið strax upplýsingar um bil-
unina og getur lagfært hana.
Tryggingafélag bíleigandans
getur einnig stöðvað bifreiðina
með því að hringja í GSM-sím-
ann ef henni er stolið.
„Þetta er allt saman gott og
blessað,“ hefur Aftenposten eft-
ir Arne Laukholm, yfirmanni
upplýsingatæknideildar Ósló-
arháskóla og formanni fagráðs
skýrslutæknifélags Noregs.
„En ef verkstæðið eða trygg-
ingafélagið getur komist inn í
tölvuheila bílsins getur tölvu-
þrjótur gert það líka. Hugsið
ykkur afleiðingarnar ef hann
lætur bílinn snarbremsa,“ segir
Laukholm.
Tölvu-
þrjótar
geta stöðv-
að bíla
PERVEZ Musharraf, forseti herfor-
ingjastjórnarinnar í Pakistan,
kvaðst í gær ætla að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu í byrjun maí um
hvort hann ætti að halda völdunum.
Musharraf tók völdin í sínar hend-
ur í október 1999 og lofaði að koma á
lýðræði að nýju innan þriggja ára.
Hann hefur boðað til þingkosninga í
október.
Þing Pakistans hefur kosið forseta
landsins og talið er að með þjóðarat-
kvæðagreiðslunni í maí hyggist
Musharraf sneiða hjá þinginu og
tryggja að hann haldi völdunum í
fimm ár til viðbótar hver sem nið-
urstaða kosninganna verður.
Musharraf sagði að hann myndi
ekki heimila tveimur fyrrverandi
forsætisráðherrum, Benazir Bhutto
og Nawaz Sharif, sem eru í útlegð, að
snúa aftur til Pakistans og taka þátt í
þingkosningunum. Bhutto og Sharif
eru leiðtogar tveggja stærstu stjórn-
arandstöðuflokka landsins. Báðir
flokkarnir ætla að sniðganga þjóð-
aratkvæðagreiðsluna og segja hana
ganga í berhögg við stjórnarskrána.
Þjóðarat-
kvæði um
Musharraf
Íslamabad. AP.
KÖNNUN hefur leitt í ljós að
önnur hver þungun á Græn-
landi endaði með fóstureyðingu
á síðustu tveimur árum þótt
grænlenskar konur eigi kost á
fríum getnaðarvörnum, að sögn
grænlenskra og danskra fjöl-
miðla í gær.
809 fóstureyðingar voru
skráðar á Grænlandi í fyrra og
fæðingarnar voru þá 936. Árið
áður voru fóstureyðingarnar
944 og jafnvel fleiri en fæðing-
arnar, sem voru aðeins 887.
Sofie Petersen, biskup
Grænlands, hvatti til opin-
skárrar umræðu í öllu sam-
félaginu um fóstureyðingar.
„Við höfum gerst sek um þann
hugsunarhátt að ekkert sé at-
hugavert við að fleygja börnum
eins og gömlum leikföngum,“
sagði hún í viðtali við danska
dagblaðið Berlingske Tidende.
Öðru
hverju
fóstri eytt
Kaupmannahöfn. AFP.
ÍSRAELAR héldu áfram hernaðar-
aðgerðum sínum á sjálfstjórnar-
svæðum Palestínumanna á Vestur-
bakka Jórdanar í gær þótt George
W. Bush Bandaríkjaforseti hefði
skorað á Ísraelsstjórn að flytja her-
inn burt af palestínsku svæðunum.
Ísraelskir skriðdrekar réðust inn í
Tubas, 20.000 manna bæ á Vestur-
bakkanum, og skriðdrekar og her-
þyrlur gerðu árásir á hundruð vopn-
aðra Palestínumanna í bænum
Nablus og nálægum flóttamanna-
búðum. Hörð átök geisuðu einnig í
bænum Jenín.
Að minnsta kosti 35 Palestínu-
menn, þeirra á meðal 14 ára stúlka,
og einn ísraelskur hermaður biðu
bana í gær. Er þetta mesta mannfall
á einum degi í árásunum til þessa.
Sex liðsmenn vopnaðrar hreyfing-
ar íslömsku samtakanna Hamas
féllu í árás herþyrlu á hús í Tubas,
þeirra á meðal leiðtogi hreyfingar-
innar á Vesturbakkanum. Talið er að
hann hafi skipulagt sprengjutilræði
sem kostaði 26 Ísraela lífið í vikunni
sem leið.
Þá var einn af leiðtogum Al-Aqsa-
hersveitanna, sem tengjast Fatah-
hreyfingu Yassers Arafats, sagður
hafa sprengt sig í loft upp fyrir slysni
í Nablus.
Ísraelskir hermenn fundu einnig
lík fimm araba í Betlehem sem talið
er að Palestínumenn hafi vegið
vegna gruns um að þeir hafi veitt
Ísraelum upplýsingar. Þrír aðrir
meintir samstarfsmenn Ísraela voru
vegnir í Tubas.
Binyamin Ben-Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, sagði að að-
gerðunum yrði haldið áfram „um
sinn“ þrátt fyrir áskorun Bush í
fyrradag um að herinn yrði fluttur af
sjálfstjórnarsvæðum Palestínu-
manna. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu
að stjórn Ísraels teldi sig geta haldið
aðgerðunum áfram í nokkra daga til
viðbótar, að minnsta kosti þar til
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fer til Mið-Austur-
landa í byrjun næstu viku til að
reyna að binda enda á blóðsúthell-
ingarnar. Embættismenn og dag-
blöð í Ísrael bentu á að Bush hefði
ekki krafist þess að herinn yrði flutt-
ur tafarlaust af sjálfstjórnarsvæðun-
um.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti ályktun í gærmorgun þar
sem Ísraelar voru hvattir til að
draga herlið sitt til baka „án tafar“.
72% Ísraela styðja hernaðinn
Dagblaðið Jerusalem Post birti í
gær skoðanakönnun sem bendir til
þess að 72% Ísraela styðji hernaðar-
aðgerðirnar á Vesturbakkanum.
Herinn segist hafa tekið meira en
1.100 Palestínumenn til fanga og
gert fjölmörg vopn upptæk, m.a. öfl-
ugar sprengjur, belti sem notuð hafa
verið til sjálfsmorðsárása og vél-
byssur.
Ísraelskir hermenn sátu enn um
tugi vopnaðra Palestínumanna í
Fæðingarkirkjunni í Betlehem.
Fjórir af um 60 prestum, sem urðu
innlyksa í kirkjunni, fóru þaðan í
gær og þeim var ekið frá Betlehem í
fylgd ísraelskra hermanna.
Giacomo Bini, háttsettur embætt-
ismaður í Páfagarði, sagði að ísr-
aelskir hermenn og palestínsku upp-
reisnarmennirnir hefðu valdið
skemmdum á Fæðingarkirkjunni,
einni af helgustu kirkjum heims.
Reuters
Öldruð palestínsk kona gengur framhjá ísraelskum skriðdreka nálægt torgi við Fæðingarkirkjuna í Betlehem.
Stjórn Ísraels hunsar
áskorun Bush forseta
Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP.
Hugsanlegir arftakar/21
ÍSRAELAR heimiluðu í gær Anth-
ony Zinni, sendimanni Bandaríkja-
stjórnar, að ræða við Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, í
höfuðstöðvum Arafats í borginni
Ramallah á Vesturbakkanum þar
sem honum er haldið í herkví.
Zinni, sem er til hægri á mynd-
inni, ræddi við Arafat í 90 mín-
útur og var þetta fyrsti fundur
palestínska leiðtogans með erlend-
um embættismanni í átta daga.
Ísraelskir hermenn skutu táragas-
hylkjum og höggsprengjum að
blaðamönnum, sem reyndu að
komast að fundarstaðnum. Byssu-
hlaupum skriðdreka var einnig
beint að hópnum.
Talsmaður Arafats sagði að
hann hefði skýrt Zinni frá því að
Palestínumenn styddu vopna-
hléssamning sem náðist í fyrra
fyrir milligöngu George Tenets,
yfirmanns bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA. Ísraelar og Palest-
ínumenn hafa deilt um hvenær
koma eigi skilmálum samningsins
í framkvæmd.
AP
Zinni ræðir við
Arafat í Ramallah