Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 4

Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐA verður Evrópumálin með opnum huga og ekki að útiloka í eitt skipti fyrir öll aðild að Evrópusam- bandinu eða aðildarumsókn. Ekki ætti að taka langan tíma að kanna áhuga annarra fyrirtækja en Norsk Hydro á því að taka þátt í að reisa ál- ver á Reyðarfirði. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að vönduð og sjálfstæð fréttamennska ætti síður upp á pallborðið á tímum sívaxandi hraða og samkeppni í fjölmiðlaheim- inum. Þetta voru meðal þeirra atriða sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, gerði að umtalsefni í ræðu sinni á vorfundi miðstjórnar flokksins í gær. Getum ekki útilokað aðild í eitt skipti fyrir öll Halldór sagði enga gagnrýni á EES-samninginn felast í því að benda á að umhverfi hans og forsendur hafi verið að breytast. Spurningar vakni hins vegar á líðandi stundu, um hvort Íslendingar séu að missa af einhverju sem bætist við, eða hvort aðstaða Ís- lands og möguleikar til áhrifa og að- ildar að ákvörðunum séu að minnka; þetta séu einhver allra mikilvægustu hagsmunamál þjóðarinnar nú og á komandi árum. „Af þessum ástæðum hef ég talið það skyldu mína sem stjórnmálamaður, flokksformaður, utanríkisráðherra, og sem Íslending- ur, að vinna að þessum málum á þann hátt sem ég hef gert. Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að skoða þessi miklu mál með opnum huga og ég tel ekki að við getum í eitt skipti fyrir öll útilokað aðild eða aðildarum- sókn að ESB. Við skulum ekki hraða okkur um of heldur taka tillit til þess að skoðanir eru skiptar og hagsmunir virðast geta rekist á, a.m.k. til skamms tíma litið.“ Um stöðuna í álversmálum sagði Halldór að fyrst verði að fara fram könnunarviðræður við nýja aðila. Þau fyrirtæki sem koma til greina séu til- tölulega fá og fyrir bragðið ætti það ekki að taka ýkja langan tíma að kanna hvort raunhæfur grundvöllur sé fyrir leiðandi þátttöku þeirra í byggingu álvers á Reyðarfirði. Þegar fyrir liggi niðurstaða úr þeim viðræð- um þurfi að meta hvort áhugi ein- hvers þeirra sé nægilega mikill og traustur til að hefja nýtt formlegt samninga- og undirbúningsferli með föstum tímasetningum. „Á því stigi,“ hélt Halldór áfram, „þurfum við að gera það upp við okkur með hvaða fyrirtæki verður gengið til samninga. Um leið og formlegt undirbúnings- ferli er hafið með tilheyrandi kostn- aði, vinnu og vaxandi skuldbindingum er ekki unnt að vera með tvo eða fleiri viðmælendur á sama tíma.“ Þá minnti Halldór einnig á áhuga Norðuráls- manna um að auka framleiðslugetuna úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund og sagði viðræður nú standa yfir, bæði við stjórnvöld, sveitarfélög og Lands- virkjun og það ráðist væntanlega á næstu mánuðum hvernig staðið verði að stækkun Norðuráls. Harðsoðin fréttamennska meira áberandi Halldór sagði að ekki væri laust við að ástæða væri til þess að taka undir áhyggjur ýmissa aðila víða erlendis af sívaxandi hraða og samkeppni í fjöl- miðlaheiminum sem geri það að verk- um að hefðbundin fréttamennska sem lúti ströngum siðareglum um vand- virkni og sjálfstæði eigi síður upp á pallborðið. „Ég held að sambærileg þróun hafi átt sér stað hér á landi. Harðsoðin fréttamennska er orðin æ meira áberandi en hún gengur út á fyrirsagnir og yfirborðsmennsku, í stað þess að varpa ljósi á kjarna máls. Ábyrgð fjölmiðla og vald þeirra verð- ur nefnilega síst ofmetið og því er afar brýnt að með þetta vald sé farið af ábyrgð og réttsýni.“ Halldór sagði að hér á landi bæri nokkuð á þeim rödd- um sem telja að rekstur ríkisfjölmiðla sé betur komin í höndum einkaaðila. „Við framsóknarmenn höfum ítrekað haldið fram rökum um mikilvægi öfl- ugs ríkisútvarps fyrir almenning í þessu landi. Aðeins þannig getum við staðið vörð um hlutlæga frétta- mennsku, frjáls og öflug skoðana- skipti og eflingu íslenskrar tungu – forsendu íslenskrar menningar. Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á landslagi íslenskra fjölmiðla, og fyr- irsjáanlegt er að verði á þeim vett- vangi, tel ég að þessar röksemdir eigi við nú sem áður. Og raunar sem aldrei fyrr.“ Sjávarútvegur hefur burði til að standa undir meiri álögum Halldór sagði mikla umræðu hafa farið fram um stöðu og starfsum- hverfi íslensks sjávarútvegs á undan- förnum árum og raunar áratugum. Miklar breytingar hafi verið gerðar á löggjöf um stjórn fiskveiða og raun- verulega tekur hún stöðugum breyt- ingum. „Ég tel að nú sé að takast bærileg sátt um framkvæmd sjávar- útvegsstefnunnar þótt ekki geri ég mér vonir um að nokkurn tíma verði þörfum allra fullnægt í þessum efnum fremur en öðrum.“ Halldór tók fram að auknir byggðakvótar væru hins vegar staðreynd og greinin hafi burði til að standa undir meiri álögum og þátttöku í annarri atvinnuuppbygg- ingu í landinu. „Það er vel og því ber að fagna.“ Halldór Ásgrímsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins Morgunblaðið/Þorkell „Ég tel ekki að við getum í eitt skipti fyrir öll útilokað aðild að ESB.“ Viðræður við álfélög þurfa ekki að taka langan tíma ’ Segir hefðbundnafréttamennsku sem lýtur ströngum siða- reglum um vand- virkni og sjálfstæði nú eiga síður upp á pallborðið ‘ Morgunblaðið/Golli Atgangurinn var harður þegar leikar stóðu sem hæst en enginn meiddist þó. Yngribekk- ingar höfðu betur HINN árlegi gangaslagur í Mennta- skólanum í Reykjavík fór fram í gær, föstudag, þar sem eldri og yngri bekkingar slógust á göngum skólans samkvæmt gamalli hefð. Urðu eldri bekkingar að játa sig sigraða að lokum og bundu yngri bekkingar þar með enda á 14 ára samfellda sigurgöngu þeirra eldri. Áralöng hefð er fyrir þessum slag, sem fer þannig fram að dimmitendi, eða sjöttu bekkingar með Inspector plateraum (hringjara) í broddi fylk- ingar, reyna að hringja inn til fimmtu kennslustundar. Remenent- ar, eða 3., 4. og 5. bekkingar, reyna að varna þeim aðgengis að bjöllunni. Takist þeim að halda eldri bekk- ingum frá bjöllunni í 15 mínútur fá þeir frí í kennslustundinni. Að sögn Martins Inga Sigurðs- sonar Inspector plateum áttu eldri bekkingar við ofurefli að etja að þessu sinni, enda var við óvenju marga nemendur í 3. bekk að etja, að ógleymdum 4. og 5. bekkingum. Þessari sterku mótstöðu mættu að sama skapi óvenju fáir 6. bekkingar með fyrrgreindum afleiðingum. ELDUR kom upp í frystitogaranum Víði EA-910 rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt og sendi skipstjórinn út hjálparbeiðni en afturkallaði hana þegar skipverjum tókst að ráða nið- urlögum eldsins. Togarinn var þá staddur um 83 sjómílur vestsuðvest- ur af Reykjanesi og var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út og nálæg skip beðin að halda til móts við Víði. Tíu mínútum eftir aðstoð- arbeiðni skipstjórans var beiðnin afturkölluð. Eldurinn kom upp í umbúða- geymslu skipsins sem er á millidekki og myndaðist mikill reykur um borð, enda mikið um vaxborinn umbúða- pappír. Ekki er vitað um eldsupptök. Skipið var á veiðum þegar eldurinn kviknaði. Að sögn Landhelgisgæslunnar kom hjálparbeiðni frá skipinu klukk- an 04.42 í gegnum Reykjavíkurradíó. Áhöfn þyrla Gæslunnar var strax kölluð út og varðskip sent á vett- vang. Nokkrir togarar voru á veiðum í námunda við Víði og héldu þeir strax í átt til hans. Klukkan 04.54 var aðstoðarbeiðnin afturkölluð af skip- stjóranum en þá var þyrlan ekki far- in í loftið. Frystitogarinn Víðir er um 1.100 brúttótonn að stærð og er í eigu Samherja hf. á Akureyri. Áhöfn Víðis EA réð niður- lögum elds um borð Á FUNDI ríkisstjórnar í gær lagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra, fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um heimild til samninga um álbræðslu á Grundar- tanga. Í frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp nýtt ákvæði í 1. gr. laganna, sem kveði á um heimild Norðuráls hf. til þátttöku í öðrum fé- lögum eða að fjárfesta í öðrum grein- um atvinnurekstrar með stofnun dótturfélaga. Í greinargerð með frumvarpinu segir að umrædd lög séu ekki afger- andi hvað þetta varðar og var talið rétt að taka af skarið með því að leggja til ofangreinda breytingu á lögunum. Í lögum um járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði, og aðalsamn- ingi ríkisstjórnar Íslands og Alusu- isse Lonza-Holding Ltd., sem hefur lagagildi, er að finna heimildir fyrir Íslenska járnblendifélagið og Ís- lenska álfélagið til þátttöku í öðrum félögum og öðrum atvinnurekstri. Þar sem góð reynsla sé komin á rekstur Norðuráls séu ekki rök til að takmarka starfsheimildir félagsins umfram önnur sambærileg fyrirtæki hér á landi. Að öðru leyti verða starfsréttindi Norðuráls eingöngu háð ákvæðum laga um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri. Norðuráli heimilað að fjárfesta í öðrum greinum HULDA Valtýsdóttir blaðamaður hefur verið skipuð formaður orðu- nefndar hinnar ís- lensku fálkaorðu í stað Ásgeirs Péturssonar, fv. bæjarfógeta, sem að eigin ósk hefur fengið lausn frá því embætti. Sæti hans í nefndinni tekur Ólafur G. Einars- son, fv. ráðherra og forseti Al- þingis. Auk þeirra Huldu og Ólafs sitja í nefndinni Jón Helgason, fv. ráð- herra og forseti Alþing- is, Sigmundur Guð- bjarnason prófessor og Stefán L. Stefánsson forsetaritari, sem jafn- framt er orðuritari. Varamaður í nefndinni er Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari, segir í frétt frá forsætisráðuneytinu. Hulda Valtýsdóttir formaður orðunefndar Hulda Valtýsdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Afgreitt á mánudag ÞRIÐJU og síðustu umræðu um Kárahnjúkafrumvarpið lauk á Al- þingi í gær en stefnt er að því að það verði afgreitt sem lög frá Al- þingi að lokinni atkvæðagreiðslu á mánudag. Fyrr í vikunni stóð til að halda þingfund í dag en fallið var frá því. Þingfundur hefst kl. 10.30 á mánu- dag og er miðað við að atkvæða- greiðsla um Kárahnjúkafrumvarpið fari fram síðar um daginn. Kárahnjúkafrumvarpið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.