Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð
Oddsson, og íslenska sendinefndin
skoðuðu í gær göngin við Cu Chi í
nágrenni Ho Chi Minh-borgar sem
skæruliðar Víetkong notuðu í
stríðinu við Bandaríkjamenn.
Sendinefndin skoðaði fríiðn-
aðarsvæði, tók þátt í fjölmennri ís-
lenskri viðskiptaráðstefnu Útflutn-
ingsráðs Íslands og sat
kvöldverðarboð hjá borgarstjóra
Ho Chi Minh-borgar í Sameining-
arhöllinni sem áður var forseta-
höll Suður-Víetnams.
Áhrifamikið var orðið sem Dav-
íð Oddsson notaði við lok skoð-
unarferðar um Cu Chi-stríðs-
göngin og sagði að á þessum stað
fengist innsýn í heim skærulið-
anna. Opinberri heimsókn hans til
Víetnams, í boði forsætisráðherra
landsins, lýkur í dag.
Cu Chi-göngin, sem eru einn
þekktasti vígvöllur Víetnamstríðs-
ins, eru um 75 kílómetra norð-
vestan við miðborg Ho Chi Minh-
borgar. Þau voru grafin með ein-
földum handverkfærum á löngum
tíma, eða frá 1948 að Víetnamar
börðust við Frakka. Þau voru
stækkuð mikið í styrjöldinni við
Bandaríkjamenn og voru orðin um
250 kílómetra löng, á mörgum
hæðum og með fjölda vistarvera,
og lágu frá útjaðri borgarinnar
sem þá hét Saigon og var höf-
uðborg Suður-Víetnams og að
landamærum Kambodíu. Þau voru
sannkallað virki Víetkong, þar
voru 5–6 þúsund skæruliðar í
einu, vörðust og gerðu árásir og
geymdu vopnabirgðir sínar.
Háttsettur hershöfðingi, sem
var leiðsögumaður forsætisráð-
herra um svæðið, sagði að Banda-
ríkjamenn hefðu talið göngin svo
mikilvæg að ef þau væru í lagi
myndi Saigon falla fyrr eða síðar.
Hann sagði að Bandaríkjamenn
hefðu lagt gífurlega áherslu á að
ná svæðinu á sitt vald, meðal ann-
ars með miklum sprengjuárásum.
Sagði hershöfðinginn að á þeim
tíma hefðu um 100 þúsund manns
búið á Cu Chi-svæðinu og hefðu
um 25 þúsund fallið, um helm-
ingur óbreyttir borgarar. Ekki
tókst að eyðileggja virkið og
skæruliðar og norðanmenn unnu
stríðið.
Vinsæll viðkomustaður
Meginhluti ganganna er nú fall-
inn en Víetnamar hafa gert upp
hluta þeirra til að gefa fólki inn-
sýn í hetjulund og fórnfýsi þjóð-
arinnar í baráttu fyrir samein-
ingu, eins og það er orðað á
einum stað. Er þetta vinsæll við-
komustaður ferðafólks. Forsætis-
ráðherra og fulltrúar í sendi-
nefndinni gengu í gegnum nokkur
göng og skoðuðu aðstæður. Þótti
fólki nóg um að skríða stuttar
vegarlengdir þótt búið sé að víkka
göngin út og lýsa upp.
Í göngunum og ofanjarðar eru
varðveitt nokkur sýnishorn af víg-
búnaði skæruliðanna og sprengj-
um Bandaríkjamanna. Sýndar eru
hinar frægu gildrur Víetkong,
meðal annars með bambus-
spjótsoddum sem Bandaríkjamann
óttuðust mjög, að sögn hershöfð-
ingjans. „Maður skilur nú að það
hefur verið næstum vonlaust fyrir
Bandaríkjamenn að eiga við þetta
stríð,“ sagði Davíð þegar hann
kom upp úr göngunum.
Forsætisráðherra skoðar göng skæruliða við Cu Chi nálægt Ho Chi Minh-borg
Innsýn
í heim
skæru-
liðanna
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra býr sig undir að skríða inn
í ein af stríðsgöngum í Cu Chi
sem sjást fyrir aftan hann.
Eiginkona forsætisráðherra, Ástríður Thorarensen, fékk stráhatt að
gjöf frá gestgjöfunum, hatt í stíl við þá sem víetnamskar konur nota
mikið á hrísgrjónaökrunum og skartaði honum við skoðun Cu Chi-gang-
anna. Verið er að færa þeim hjónum te við upphaf heimsóknarinnar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Auk gangamunna voru víða lítil op ofan í göngin, vel falin í frumskóg-
inum, sem skæruliðar gátu notað til að gera óvæntar árásir. Davíð
Oddsson og Ástríður Thorarensen líta niður í eitt slíkt gat, ásamt Al-
berti Jónssyni deildarstjóra og Ólafi Egilssyni sendiherra.
Ho Chi Minh-borg. Morgunblaðið.
VERÐLAGSVÍSITALA matar- og
drykkjarvara var hæst á Íslandi af
öllum Norðurlöndunum árið 2000.
Það ár var hún 113,7 á Íslandi,
113,3 í Noregi, 104,0 í Svíþjóð,
103,9 í Finnlandi og 106,4 í Dan-
mörku.
Þetta kemur m.a. fram í skrif-
legu svari ráðherra Hagstofu Ís-
lands, Davíðs Oddsonar, við fyr-
irspurn Rannveigar Guðmunds-
dóttur, þingmanns Samfylkingar-
innar.
Í svarinu kemur einnig fram að
verðlagsvísitala grænmetis á
Norðurlöndunum hafi verið hæst í
Noregi árið 2000. Það ár var hún
116,8 í Noregi, 115,0 á Íslandi,
105,4 í Finnlandi, 103,3 í Svíþjóð
og 87,6 í Danmörku.
Þá kemur fram að verðlagsvísi-
tala fyrir landbúnaðarvörur hafi
verið hæst á Íslandi árið 2000. Það
ár var hún 112,3 á Íslandi, 111,7 í
Noregi, 103,3 í Danmörku, 102,2 í
Svíþjóð og 101,4 í Finnlandi.
Verðlagsvísitala matvara
Hæst á Íslandi
FRAMKVÆMDASTJÓRI íslenska
ráðgjafarfyrirtækisins Icecon ehf.,
fyrir hönd þess og Markviss ehf.,
undirritaði í gær í Ho Chi Minh borg
samstarfssamning við Vasep, sam-
tök framleiðenda og útflytjenda
sjávarfangs í Víetnam. Felur samn-
ingurinn í sér að unnið verður að
þróun sjávarútvegs í landinu á næstu
tíu árum fyrir allt að 10 milljarða
króna. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sem er í opinberri heimsókn í
Víetnam var viðstaddur athöfnina.
Þorgeir Pálsson, framkvæmda-
stjóri Icecon ehf., segir að unnið hafi
verið að undirbúningi samstarfs-
samningsins í eitt og hálft ár en sjálf-
ur hafi hann verið viss um að ýmis
tækifæri fælust á markaðnum frá því
hann var hér á ferð á árinu 1995, þá
sem starfsmaður Útflutningsráðs Ís-
lands. Sjávarútvegur í Víetnam þarf
að hans sögn aðstoð við að þróast,
meðal annars við uppbyggingu
gæðamála og umhverfismála, og
auka vinnslu- og markaðsþekkingu.
Icecon muni í framhaldi af samn-
ingnum skipuleggja áhugaverð verk-
efni á þessu sviði, í samvinnu við
heimamenn, og nýta sér sambönd sín
til að fá erlend fyrirtæki til að fjár-
festa í þeim. Líkur eru á að íslensk
fyrirtæki muni taka þátt í slíkum
verkefnum.
Þorgeir leggur áherslu á að þótt
samningurinn hljóði upp á 100 millj-
ónir dollara samtals á tíu árum sé
ekki hægt að tala um það sem verð-
mæti samningsins heldur ákveðinn
ramma sem báðir aðilar muni kapp-
kosta að fylla út í. Hann sé fyrsta
skrefið og síðan sé verkefni Icecon
og samstarfsaðila að finna og skipu-
leggja áhugaverð verkefni.
Icecon semur við sjávarvöruframleiðendur og útflytjendur
Laða að erlenda fjárfesta
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Davíð Oddsson forsætisráðherra óskar Nguyen Huu Dung, forstjóra
Vasep, til hamingju með samninginn við Icecon. Auk þeirra Þorgeirs
Pálssonar, framkvæmdastjóra Icecon, og forráðamanna Vasep voru
Ólafur Egilsson sendiherra og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Út-
flutningsráðs, viðstaddir undirritun samningsins.
Ho Chi Minh-borg. Morgunblaðið.
FORSETI sænska þingsins, Birgitta
Dahl, verður í opinberri heimsókn á
Íslandi dagana 6. – 9. apríl í boði
Halldórs Blöndals, forseta Alþingis.
Í för með Birgittu Dahl verða eig-
inmaður hennar, skrifstofustjóri
þingsins og aðstoðarforstöðumaður
alþjóðasviðs.
Sænski þingforsetinn heimsækir
Alþingishúsið mánudaginn 8. apríl kl.
14.30 og mun forseti Alþingis flytja
honum kveðju úr forsetastóli kl. 15.
Forseti sænska þingsins mun
ræða við Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og Geir H. Haarde
fjármálaráðherra. Forsetinn mun
snæða hádegisverð með formönnum
þingflokka Sjálfstæðisflokks, Sam-
fylkingar, Framsóknarflokks og
Vinstri hreyfingarinnr – græns
framboðs og eiga fund með formanni
Samfylkingarinnar.
Á dagskrá sænska þingforsetas er
ferð til Vestmannaeyja þar sem bæj-
arstjóri, forseti bæjarstjórnar, sýslu-
maður og ræðismaður Svía í Vest-
mannaeyjum taka á móti gestunum.
Enn fremur verða sögusetrið á
Hvolsvelli og Listasafn Íslands heim-
sótt, segir í frétt frá Alþingi.
Heimsókn
forseta
sænska
þingsins
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta
rekstri Fríkortsins og mun Fríkortið
afnema punktaveitingar frá og með
1. júní. Eftir það verður hægt að inn-
leysa punkta fram til næstu áramóta.
Starfsemi fyrirtækisins verður síðan
lögð niður í byrjun árs 2003.
Ein helsta ástæða þess að Fríkort-
ið ákveður að setja endapunktinn nú
er sú, að markaðskannanir hafa sýnt
dvínandi áhuga á tryggðarkerfum og
þeirri umbun sem þau fela í sér, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Árlegur kostnaður vegna reksturs
fríkortakerfisins hefur verið umtals-
verður og nú þegar vart verður dvín-
andi áhuga er ljóst að árangur
tryggðarkerfisins er ekki lengur við-
unandi, segir í fréttinni.
Fríkortið
kveður
♦ ♦ ♦