Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ferðatorg 2002 í Smáralind
Hafa ekki upp-
götvað ævin-
týralandið
SEGJA má að vissarblikur séu á lofti hjáferðaþjónustuaðil-
um innanlands þegar ljóst
má vera að erlendum gest-
um með Flugleiðum frá
Bandaríkjunum og frá
Evrópu með GO hlýtur að
fækka umtalsvert á kom-
andi sumri. Þetta er
áhyggjuefni fyrir innlenda
ferðaþjónustuaðila hér á
landi, sérstaklega úti á
landsbyggðinni, en því fer
þó fjarri að fólk í greininni
ætli að mæta vandanum
liggjandi í kör. Til mótvæg-
is hugsa Ferðamálasamtök
Íslands sér að koma á fót
nokkurs konar markaðs-
torgi ferðaþjónustunnar
hér á landi á næstunni.
Verður sett upp svokallað
Ferðatorg 2002 í Smáralind þar
sem bryddað verður upp á einu og
öðru. Pétur Ólafur Rafnsson er
formaður samtakanna og hann
svaraði nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
Hvað er Ferðatorg 2002, hvar
verður það haldið og hvenær?
„Sjaldan hefur verið brýnna að
auka áhuga landsmanna á að
ferðast um eigið land og njóta allr-
ar þeirrar þjónustu sem aðilar
ferðaþjónustunnar hafa á boðstól-
um. Ár frá ári eykst breiddin í
þjónustu og valkostum ferðaþjón-
ustunnar um land allt. Til þess að
kynna það sem í boði er hafa
Ferðamálaráð Íslands og Ferða-
málasamtök Íslands, í samvinnu
við Sýningar ehf. og KOM ehf.,
ákveðið að standa fyrir Ferðatorgi
2002 í Vetrargarði Smáralindar
19.–21.apríl nk. Á Ferðatorgi 2002
gefst fagfólki ferðaþjónustunnar
og almenningi kostur á að afla sér
upplýsinga um valkosti í ferða-
þjónustu innanlands.“
Hver er ástæðan fyrir Ferða-
torgi 2002 og tilgangurinn?
„Aðalástæðan er sú að kynna
fyrir íbúum suðvesturhornsins
hve fjölbreytt ferðaþjónusta
landsmanna er orðin. Það á að
kynna alla þá valkosti í afþreyingu
sem eru í boði um allt Ísland.
Landsmenn gera allt of mikið af
því að bruna landshlutanna á milli
í bíl í einum rykk og án þess að
átta sig á því hve margt er hægt að
skoða, upplifa og kynna sér á leið-
inni. Ferðatorgi 2002 er ætlað að
vera eins konar markaðstorg
ferðaþjónustunnar þar sem aðilar
í ferðaþjónustu geta sýnt við-
skiptavinum sínum og almenningi
það helsta sem þeir bjóða upp á í
flutninga-, gisti- og afþreyingar-
þjónustu á komandi háönn ferða-
þjónustunnar.“
Hverjir standa að Ferðatorgi
2002?
„Ferðamálasamtök Íslands, en
innan þess eru átta landshluta-
samtök og Ferðamálaráð Ís-
lands.“
Á hvað verður helst
lögð áhersla?
„Það verður lögð
áhersla á að kynna
hvað er að gerast í
hverjum landshluta. Afþreyingar-
og skoðunarmöguleikar lands-
byggðarinnar skipta hundruðum.
Það má nefna vélsleðaferðir,
hvalaskoðun, raftasiglingar,
gönguferðir, hestatúra, kajakferð-
ir, alls kyns veiði í vötnum og sjó.
Ekki má gleyma öllum söfnunum á
landinu, eins og hvala-, drauga-,
byggða- og sjóminjasöfnunum að
Vesturfarasafninu ógleymdu.
Svona má áfram telja.“
Eru Íslendingar ekki duglegir
að ferðast um eigið land?
„Jú, að vissu leyti eru þeir það,
en þeir hafa ekki enn uppgötvað
ferða- og ævintýralandið Ísland.
Það er svo margt að sjá sem er rétt
við þjóðveginn þegar við ferðumst
um landið okkar. Það þarf ekki að
fara til Spánar eða Portúgal til
þess að upplifa einstök ævintýri.
Þau eru allt í kringum okkur.“
Hvernig verður Ferðatorg 2002
kynnt og hvernig verður því fylgt
eftir?
„Það er miðað að því að þetta
verði upphafið að árlegu markaðs-
torgi ferðamála þar sem almenn-
ingur getur komið og kannað hvað
er í boði og hvert sé
mest spennandi að fara
innanlands í frítímum.
Ferðatorg 2002 er ekki
vörusýning heldur
markaðstorg þar sem
hver og einn getur fundið eitthvað
áhugavert fyrir sig og sína fjöl-
skyldu.“
Getið þið lofað góðu veðri í sum-
ar?
„Já, það er ekki spurning. Vand-
inn er að segja til um hvar á land-
inu góða veðrið verður hverju
sinni. Það verður fullt af góðu
veðri og góðu ferðaskapi. Það er
lóðið.“
Pétur Ólafur Rafnsson
Pétur Ó. Rafnsson er fæddur
1948 og uppalinn í Njarðvík,
Akranesi og á Flateyri. Bjó síðan
í Hafnarfirði 1988-96. Stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri
1968 og var við viðskipta-
fræðinámfræðinám við HÍ og Há-
skólann í Munchen 1968-74. Rak
fyrirtæki í hjólbarðaiðnaði 1976-
85, og var síðan í ráðgjöf í um-
hverfis- og ferðamálum til 2000.
Pétur var formaður Heimdallar
1979-81, formaður Fram, félags
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
1991-93, í stjórn FÍB, HSÍ 1981-
84 og í Ferðamálanefnd Hafn-
arfjarðar 1990-94. Árið 2000 ráð-
inn verkefnisstjóri hjá Ferða-
málaráði. Er m.a. formaður
Ferðamálasamtaka Íslands frá
1998, formaður Ferðamála-
samtaka höfuðborgarsvæð-
isinsfrá 1994, fulltrúi í Ferða-
málaráði frá 1999 og í stjórn
Upplýsingamiðstöðvar ferða-
mála í Reykjavík frá 1998. Maki
er Guðríður Friðriksdóttir flug-
freyja hjá Atlanta og eru börnin
fimm, Arnar Már, Björn Ársæll,
Sólveig, Tinna og Harpa Þórunn.
AUk þess eru barnabörnin fimm.
Upphaf að
árlegu mark-
aðstorgi
Nossararnir voru ekki einir um að draga hæstvirtan iðnaðarráðherra á asnaeyrunum.
MEIRIHLUTI þjóðarinnar, eða
61%, vill að Landssíminn verði
áfram í eigu ríkisins en 39% vilja að
hann verði seldur. Þetta eru helstu
niðurstöður skoðanakönnunar sem
Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, VG, á viðhorfum almenn-
ings til sölu Símans.
Hringt var í 1200 manns á aldr-
inum 16–75 ára, valda af handahófi
úr þjóðskrá, og var svarhlutfallið
tæp 70%. Könnunin fór fram dag-
ana 6. til 19. mars en þess má geta
að aðalfundur Símans fór fram 11.
mars sl. Um átta af hverjum tíu,
sem svöruðu, tóku afstöðu til
spurningarinnar og ofangreind
hlutföll eiga einmitt við þá sem af-
stöðu tóku.
Þrír þingmenn VG kynntu könn-
unina fyrir blaðamönnum í gær,
þau Ögmundur Jónasson, þing-
flokksformaður, Jón Bjarnason,
fulltrúi VG í samgöngunefnd, og
Þuríður Backman, varaformaður
þingflokksins.
Þau sögðu niðurstöðuna vera at-
hyglisverða og mjög afgerandi.
Könnunin sýndi að málflutningur
þingflokksins hefði talsvert fylgi
meðal þjóðarinnar en um leið væru
þetta skýr skilaboð almennings til
stjórnvalda um að hætta alfarið við
öll áform um að einkavæða Lands-
símann. Jón Bjarnason sagði nið-
urstöðuna sýna að þjóðin væri
skynsöm.
44% sjálfstæðismanna vilja
Símann áfram í eigu ríkisins
Þingmennirnir vöktu athygli á
þeim niðurstöðum að í öllum grein-
ingarflokkum nema tveimur hefði
hlutfall þeirra sem vildu Símann
áfram í opinberri eigu verið hærra
en hinna sem vildu selja. Þegar litið
væri til fylgis við stjórnmálaflokka
væru 56% kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins hlynnt sölu Símans en
44% vildu hann áfram í eigu rík-
isins. Það hlyti að vera nokkurt um-
hugsunarefni fyrir flokk sem fylgdi
einkavæðingarstefnu á Alþingi.
Þá svöruðu 52% fólks á aldrinum
25–34 ára því játandi að það vildi
selja Landssímann. Í öðrum grein-
ingarflokkum, hvort sem litið var til
búsetu, menntunar, starfs, tekna
eða stuðnings við stjórnmálaflokka,
vildu fleiri hafa Símann áfram í
eigu ríkisins.
Ákveðnust var niðurstaðan meðal
fylgismanna VG, 80% þeirra vilja
Símann í ríkiseigu en 20% vilja
sölu. Meðal stuðningsmanna Fram-
sóknarflokksins vildu 64% að Sím-
inn yrði ekki seldur og sama hlut-
fall var hjá Samfylkingarmönnum.
Könnunin leiddi einnig í ljós að 56%
þeirra svarenda sem tóku afstöðu
töldu málefni Símans skipta sig
miklu máli.
Þingmenn VG minntu einnig á að
þeir hefðu lagt fram þingsályktun-
artillögu á Alþingi um breiðbands-
væðingu landsins. Í tillögunni felst
að ljúka skuli á næstu þremur árum
uppbyggingu fjarskipta- og gagna-
flutningsnets landsins um breið-
bandið. Símanum verði, einum sér
eða eftir atvikum í samstarfi við
aðra, falið að ráðast í nauðsynlegar
fjárfestingar og endurbætur á
grunnfjarskiptanetinu. Og Síminn
verði undanþeginn arðgreiðslum til
eigenda meðan á átakinu standi.
Könnun Gallup fyrir þingflokk VG
61% vill Símann áfram
í eigu ríkisins
VERZLUNARSKÓLI Íslands
kynnir sig fyrir væntanlegum
framhaldsskólanemendum með
nýstárlegum hætti þetta árið með
því að senda öllum 10. bekk-
ingum í grunnskólum landsins
margmiðlunardisk þar sem farið
er í svokallað ferðalag um Verzl-
unarskólann og skólastarfið í
heild sinni kynnt. Mun Verzl-
unarskólinn vera fyrstur fram-
haldsskóla til að kynna sig með
þessum hætti.
Farið er yfir uppbyggingu
námsins, félagslífinu gerð ræki-
leg skil og gerð er grein fyrir
deildum skólans. Þá eru fyrrver-
andi verzlingar teknir tali, m.a.
popppíanistinn Jón Ólafsson og
Gísli Marteinn Baldursson sjón-
varpsmaður og frambjóðandi. Að
gerð disksins stóðu starfsmenn
skólans og fyrirtækið Prax ehf.,
en í því eru einungis fyrrverandi
Verzlunarskólanemar.
Að sögn Klöru Hjálmtýsdóttur
námsráðgjafa Verzlunarskólans
er farið inn í skólastofurnar,
bókasafnið, samkomusal nemenda
og fleira.
„Ferðalagið“ um skólann tekur
um hálfa klukkustund og er m.a.
hægt að líta við á æfingu skóla-
leikrits og horfa á myndskeið frá
söngkeppninni Verzlunarskólans
svo fátt eitt sé nefnt.
„Það eru fjórir strákar sem
kláruðu Verzló í fyrra sem gerðu
þennan disk og hann er ótrúlega
flottur,“ sagði Klara. Höfund-
arnir eru Davíð Már Bjarnason,
Hörður Már Jónsson, Hjörtur
Hjartarson og Samúel Krist-
jánsson.
Til stendur að stækka skólann
á næstunni um 2000 fermetra og
fjölga nemendum í kjölfarið. Þá
verður ný braut tekin í gagnið á
næsta ári, tölvu- og upplýs-
ingabraut, bókasafnið stækkað og
námsaðstaða bætt.
10. bekkingum boðið
í ferðalag um Verzlunarskólann