Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 11 ÚTGJÖLD til fjárhagsaðstoðar Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík juk- ust milli áranna 2000 og 2001 um 14% og að sögn Helga Hjörvars, forseta borgarstjórnar og formanns félagsmálaráðs, stefnir í enn meiri aukningu á þessu ári. Á síðasta ári námu útgjöld til einstaklinga í fjár- hagsvanda tæpum 600 milljónum króna en voru um 520 milljónir árið 2000. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í fyrradag óskuðu 26% fleiri einstaklingar eftir fjárhagsaðstoð frá borginni í febrúar sl., miðað við sama mánuð í fyrra, og í blaðinu á þriðjudag var greint frá aukinni ásókn eftir hjálp frá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur. Með ólíkum hætti ætla þeir stjórnmálaflokkar, sem tilkynnt hafa framboðslista vegna borgar- stjórnarkosninganna í vor, að bregðast við aukinni fátækt í borg- inni, samanber eftirfarandi ummæli talsmanna flokkanna. Auka ráðgjöf og bæta hag öryrkja Helgi Hjörvar, sem er nú í 9. sæti á Reykjavíkurlistanum, segir að merki samdráttar í efnahagslífinu séu að koma í ljós. Atvinnuleysi hafi aukist, þótt enn sé það lítið. Hann segir að aðallega sé fólk að óska eft- ir tímabundinni aðstoð. „Við erum einnig að sjá eftir- stöðvar þensluskeiðs, þar sem greið- ur aðgangur var að lánsfé fyrir efnalítið fólk. Því fylgdi vaxandi verðbólga og hátt vaxtastig og þeg- ar kom að skuldadögum lenti fólk í vanda sem hefur haft lítið á milli handanna árum saman. Með ráðgjöf og aðstoð við að fá vinnu hefur okk- ur hins vegar tekist að fækka ár frá ári þeim einstaklingum sem eru langtímum saman að fá fjárhags- aðstoð. Það er í sjálfu sér gleðilegt,“ segir Helgi. Aðspurður hvernig eigi að bregð- ast við aukinni fátækt í borginni segir Helgi að best sé að auka ráð- gjöf við þá sem lenda í tímabundn- um fjárhagsvanda. Á meðan at- vinnuleysið sé ekki meira sé ekki tilefni til sérstakra aðgerða. Frekar eigi að einbeita sér að stöðu örorku- lífeyrisþega og bæta réttindi þeirra. Það sé hins vegar ekki á valdi Reykjavíkurborgar. „Meira fé rennur í þennan stuðn- ing því við höfum einfaldlega skil- greint rétt fólks til aðstoðar. Þeim mun fleiri sem þurfa aðstoð, þeim mun meira fé verjum við til þess,“ segir Helgi Hjörvar. Metnaðarmál að þjónustan svari kalli tímans hverju sinni Björn Bjarnason, efsti maður á lista sjálfstæðismanna, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma lagt grunninn að þeirri fé- lagslegu þjónustu, sem veitt sé nú á vegum Reykjavíkurborgar. „Það er sérstakt metnaðarmál okkar, að þessi þjónusta svari kalli tímans hverju sinni og með henni sé unnt að bregðast við raunverulegum vanda einstaklinga og styðja þá til að njóta sín sem best. Er dapurlegt að sjá kannanir sýna, að nú séu Reykvíkingar óánægðastir allra með félagslega þjónustu í sveitarfé- lagi sínu – á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum er nauðynlegt að gera betur en gert hefur verið í Reykjavík síðustu ár,“ segir Björn. Hann bendir á að í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé lögð áhersla á að tryggja öryggi borgarbúa sem best í víðasta skiln- ingi. Veita eigi góða félagslega þjón- ustu í því skyni að koma til móts við borgarana með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. „Við viljum stórlækka fasteigna- gjöld á eldri borgurum og öryrkjum og leggja 250 milljónir króna á ári í fjögur ár til að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrýmum fyrir eldri borg- ara. Þá ætlum við að leysa húsnæð- isvanda þeirra sem búa nú við óvið- unandi aðstæður og eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Þetta eru mikilvæg úrræði í félagsmálum á stefnuskrá okkar. Í mörgum tilvikum stafar vandi fólks af því, að það hefur ekki fengið tækifæri til að afla sér nægilegrar menntunar eða endurmenntunar. Víða um land hafa sveitarfélög lagt sig fram um að efla símenntun í samstarfi við verkalýðsfélög, at- vinnurekendur og skóla. Hér í Reykjavík þarf að huga að fleiri úr- ræðum á sviði símenntunar og huga skipulega að hvatakerfi í því sam- bandi,“ segir Björn Bjarnason. Tryggja þarf lægri gjöld og auka framboð á ódýru húsnæði Ólafur F. Magnússon, efsti maður á F-lista frjálslyndra og óháðra til borgarstjórnarkosninga í vor, segist sem heimilislæknir í Reykjavík hitta nær daglega fólk sem hafi farið á mis við margumrætt góðæri í þjóð- félaginu. „Þetta er fólk sem oft hefur ekki efni á að greiða fyrir læknishjálp og lyfjakostnað og á erfitt með aðra framfærslu. Húsnæðisvandi þessa fólks er mikill enda ónógt framboð á ódýru húsnæði fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Það eru einkum sjúk- lingar, aldraðir, öryrkjar og barna- fjölskyldur sem hér um ræðir. Bæði fólk í sambúð og einstæðir foreldrar í láglaunastéttum koma hér við sögu. Við hjá F-listanum erum mjög meðvituð um þetta ástand, en að- gerðir ríkisvaldsins vegna gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu og óréttlát skattheimta af almennum launa- tekjum og láglaunafólki spilar hér inn í. Ríkisstjórnin vill fyrst og fremst létta byrði hinna stóru og sterku í íslensku samfélagi t.d. með skattalagabreytingum í þeirra þágu,“ segir Ólafur. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi heldur ekki staðið sig nógu vel gagnvart efnaminna fólki og komi húsnæðismálin þar sterkast inn í. F- listinn vilji breyta þessu og vitnar Ólafur þar til upphafsorða stefnu- skrár þeirra þar sem segir að fram- boð F-listans snúist um fólkið í borginni og vilji sérstaklega sinna málefnum sjúkra, aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna. Þannig þurfi m.a. að tryggja lægri þjónustugjöld, auka framboð af ódýru húsnæði og stytta biðlista eftir hjúkrunarrými. Framboðin í Reykjavík bregðast við aukinni fátækt í borginni Helgi Hjörvar Björn Bjarnason Ólafur F. Magnússon Útgjöld til fjárhagsaðstoðar jukust um 14% á síðasta ári ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í nýju fréttabréfi samtakanna að við blasi að heimilislæknum hafi aldrei verið heimilt að taka sér- staka þóknun, samhliða launum ákveðnum af kjaranefnd, fyrir út- gáfu vottorða. Tilefni hljóti að vera til að Ríkisendurskoðun og jafnvel skattyfirvöld kanni þetta mál nánar. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að með þessu sé verið að reyna að koma höggi á heim- ilislækna, en þessi gjaldtaka hafi alltaf verið uppi á borðum og augljós í heilsugæslunni. Ari segir að þau viðbrögð heimilislækna, að neita að gefa út vottorð nema til Tryggingastofn- unar og vegna félagslegrar þjón- ustu feli í sér brot á starfsskyld- um. Þá verði það að teljast einkennilegt fyrirkomulag að op- inberir starfsmenn þiggi sérstak- ar greiðslur frá sjúklingum fyrir að sinna starfi sínu fyrir hið op- inbera. Auðvitað þyrfti að vera sérstök lagaheimild fyrir slíku gjaldi, sem rynni þá ekki beint í vasa tiltekinna starfsmanna held- ur til viðkomandi stofnana í formi þjónustugjalda. „Þessar greiðslur beint til heilsugæslulæknanna minna helst á löngu horfna tíma þegar tilteknir embættismenn fengu prósentur af ríkistekjum. Alls kyns þess háttar furðurleg- heit viðgengust á sínum tíma við ýmis embætti, þar sem starfs- menn innheimtu gjöld og þókn- anir af almenningi í eigin vasa, jafnvel utan við allt bókhald og skattskil. Munu flestir hafa talið að slíkt væri aflagt. Dæmi heilsu- gæslulæknanna hlýtur að gefa til- efni til að Ríkisendurskoðun og jafnvel skattyfirvöld kanni hvern- ig þessi ólöglega framkvæmd snýr að rekstri þessara stofn- ana,“ segir Ari í grein sinni. Reynir að koma höggi á heimilislækna „Talsmaður Samtala atvinnu- lífsins er að bregðast við skoð- unum heilsugæslulækna á starfs- skyldum sínum á þennan afar sérkennilega hátt, vil ég meina, og reyna að koma höggi á þá með því að gefa í skyn að þeir hafi bæði stolið frá sjúklingunum og undan skatti,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist geta upplýst Ara Edwald og aðra sem áhuga hefðu að þessi gjaldtaka, til dæmis í Reykjavík, hefði alltaf verið uppi á borðum og augljós í heilsugæsl- unni. Ríkið hefði aðstoðað við að innheimta gjöldin með því að inn- heimta þau í móttökum heilsu- gæslustöðvanna víðast hvar. Þá hefðu greiðslurnar farið í gegnum bókhald heilsugæslunnar og í gegnum Ríkisbókhaldið og læknar fengið greiðslurnar það- an. „Augljósara getur þetta ekki verið og ég geri alveg ráð fyrir því að þessar greiðslur hafi ratað í skattskýrslur lækna eins og aðr- ar tekjur þeirra. Menn svíkja ekki undan skatti það sem Rík- isbókhaldið er búið að halda utan um fyrir þá,“ sagði Sigurbjörn ennfremur. Færi sönnur á ásakanir sínar Gunnar Ingi Gunnarsson yfir- læknir hefur, fyrir hönd starfandi heilsugæslulækna í Árbæ, skorað opinberlega á Ara Edwald um að færa án tafar sönnur á ásakanir í fréttabréfi SA um að heilsu- gæslulæknar hafi stundað fjár- drátt með að taka við greiðslum fyrir vottorð eftir að læknar voru settir undir kjaranefnd. „Þessar ásakanir þínar, Ari Edwald, eru augljóslega þær grófustu og jafnframt þær alvar- legustu, sem að minnsta kosti við, læknarnir, sem störfum á heilsu- gæslustöðinni í Árbæ, höfum nokkru sinni staðið frammi fyrir. Undir slíkum og þvílíkum róg- burði getum við auðvitað ekki staðið þegjandi nokkra stund. Og þess vegna getur þú, Ari Edwald, framkvæmdastjóri, engan veginn vænst annars en þurfa að standa við áburðinn,“ segir í áskorun- inni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í fréttabréfi samtakanna Heimilislæknum aldrei heimilt að taka þóknun Gjaldtakan alltaf uppi á borðum, segir formaður Læknafélags Íslands SAMKEPPNISSTOFNUN til- kynnti stjórnendum DV og Frétta- blaðsins á fimmtudag að samning- ur sem útgáfufélög blaðanna gerðu með sér gæfi ekki tilefni til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar og því yrði ekki aðhafst frekar í mál- inu. Frjáls fjölmiðlun og núverandi eigendur DV gerðu með sér samn- inginn sem felur í sér að Frétta- blaðið fari ekki í samkeppni við DV um sölu smáauglýsinga. Samkeppnisstofnun tók samn- inginn til skoðunar í kjölfar lög- bannskröfu DV á hendur Frétta- blaðinu til að athuga hvort samningurinn fæli í sér brot á tí- undu grein samkeppnislaga. Þar er m.a. fjallað um samninga milli fyr- irtækja sem koma í veg fyrir sam- keppni t.d. með skiptingu á mörk- uðum. Steingrímur Ægisson, viðskipta- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segir að stofnunin telji ekki ástæð- ur til afskipta af ákvæðum samn- ingsins. Málinu sé því lokið af hálfu stofnunarinnar svo fremi sem ekki komi fram nýjar upplýsingar. Samkeppnisstofnun um samning eigenda DV og FF Ekki tilefni til frekari aðgerða EFTIRTALIN skipa B-lista óháðra og Framsóknarflokks til sveitarstjórnarkosninga í Garða- bæ: 1. Einar Sveinbjörnsson bæjar- fulltrúi. 2. Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg gjaldkeri. 3. Ásmundur Jónsson framkvæmdastjóri. 4. Svava Garðarsdóttir kerfisfræð- ingur. 5. Guðjón Ólafsson fulltrúi. 6. Egill Arnar Sigurþórsson nemi. 7. Eyþór Rafn Þórhallsson verk- fræðingur. 8. Bryndís Einarsdóttir aðstoðarframkv.stj. Íshesta ehf. 9. Pétur Christiansen sjóntækjafræð- ingur. 10. Ellen Sigurðardóttir tannsmiður. 11. Herborg Þorgeirs- dóttir stöðvarstjóri. 12. Sigrún Aspelund. 13. Ragnar Magni Magnússon forstjóri og 14. Vil- hjálmur Ólafsson umsjónarmaður. Listi óháðra og Fram- sóknarflokks í Garðabæ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ REYKJAVÍKURLISTINN fengi tíu fulltrúa kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef gengið yrði til kosninga nú og Sjálfstæðisflokur- inn fimm, samkvæmt skoðana- könnun sem Talnakönnun gerði skömmu fyrir páska fyrir vefsíð- una heim.is. Fylgi R-listans mældist 61% en D-listans 35%. Er þetta meiri munur á milli flokkanna en í fyrri könnunum Talnakönnunar í mars- mánuði. Nú var úrtakið öllu stærra, eða 713 einstaklingar sem svöruðu. F-listi frjálslyndra og óháðra mældist með 4% fylgi, svip- að og áður hjá Talnakönnun. Skekkjumörk í könnuninni eru 3,7% og munar litlu að sjötti mað- ur á lista sjálfstæðismanna komist að. Nokkuð vantar á að fyrsti mað- ur á F-lista nái kjöri. Talnakönnun R-listinn fengi 61% – D-listinn 35%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.