Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 14
SUÐURNES
14 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ er að flytja olíumengaðan
jarðveg frá svokölluðu Nikkelsvæði
við Reykjanesbæ til hreinsunar inn-
an varnarsvæðisins og þaðan til urð-
unarstaðar varnarliðsins í Stafnesi,
sem einnig er innan varnarsvæðis-
ins. Landeigendur sem eiga landa-
mörk að varnarsvæðinu, en urðunar-
staðurinn er í útjaðri þess, eru
ósáttir við framkvæmdirnar og vilja
að urðunarstaðnum, sem er án
starfsleyfis, verði lokað. Bæjaryfir-
völd í Sandgerðisbæ hafa einnig lýst
óánægju með framkvæmdirnar og
bæjarbúar hafa safnað fjölda undir-
skrifta vegna málsins.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja seg-
ir að samkvæmt úrskurði Skipulags-
stofnunar krefjist framkvæmdin
ekki umhverfismats og samþykkti
því stofnunin framkvæmdirnar fyrir
sitt leyti.
Á Nikkelsvæðinu var áður olíu-
brigðastöð Varnarliðsins en nú
stendur hreinsun svæðisins yfir. Ol-
íu- og blýmengaður jarðvegur er
fluttur til hreinsunar á svokallað
Dye-5 svæði innan vallar, en PCB-
mengaður jarðvegur verður fluttur
til Danmerkur til förgunar.
Nýr urðunarstaður fyrir ösku og
tregrotnandi úrgang er fyrirhugað-
ur um hálfan kílómetra sunnan við
núverandi urðunarstað. Landið sem
nýi urðunarstaðurinn verður á er
innan varnarsvæðis en verður á
næstunni fært út fyrir, að sögn Guð-
jóns Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum og Sorpeyðingarstöðv-
ar Suðurnesja. Varnarliðið á gamla
urðunarstaðinn en Sorpeyðingar-
stöðin mun sjá um rekstur nýja stað-
arins.
Landeigendur segja
samninga brotna
Margrét Guðjónsdóttir er einn
landeigenda Stafnestorfunnar sem
tilheyrir Sandgerðisbæ og á landa-
mörk að varnarsvæðinu. Stór hluti
lands Stafness var tekinn eignar-
námi undir flugrekstur á sínum tíma
en að sögn Margrétar var aldrei til
umræðu að á því yrði önnur starf-
semi, en urðunarstaðurinn er við
landamörkin. „Í samningi sem var
gerður við landeigendur var kveðið á
um að ekkert mætti byggja eða gera
á svæðinu án samráðs við þá,“segir
Margrét. „Við það hefur ekki verið
staðið.“
Margrét segir landeigendur oft
hafa kvartað til Heilbrigðiseftirlits
Suðurnesja, en án árangurs. Þá hafi
þeir sent kæru til umhverfisráð-
herra þar sem farið var fram á að
urðunarstaðnum yrði lokað og að
annar kæmi ekki í staðinn eins og
fyrirhugað er. Umhverfisráðuneytið
vísaði kærunni frá, á þeim forsend-
um að málefni varnarsvæðisins féllu
undir utanríkisráðuneytið. „Haug-
arnir liggja að landamörkum okkar
og efni frá þeim hefur farið inn á
okkar land,“ segir Margrét. „Það er
ekki starfsleyfi fyrir haugunum.
Þarna hefur verið urðað heimilis-
sorp, járn, timbur, asbest og annað.
Það var ekki haft samráð við okkur
við ákvörðun um nýja hauga, við
heyrðum það í útvarpsfréttum.“
Margrét segir að mikið sé um að
fólk gangi um svæðið þar sem sögu-
fræga staði er að finna. „Frá haug-
unum er stutt niður á vatnsból okkar
og niður að sjó. Þetta mengar allt
svæðið, bæði á sjó og landi. Þarna
var mikið kríuvarp en nú sést varla
fugl á svæðinu. Við landeigendur er-
um mjög óánægðir með hvernig
staðið hefur verið að þessu máli. Það
er alveg ótrúlegt að verið sé að flytja
mengaðan jarðveg úr einu bæjar-
félagi í annað og höfða svo til þess að
þetta sé innan varnarsvæðis.“
Sveitarfélögin hafa lítið með
ákvörðun um flutning að gera
„Við hefðum viljað að efnið yrði
sett fullhreinsað á svæði þar sem
lokaður jarðvegur væri undir eða
malbik,“ segir Óskar Gunnarsson,
forseti bæjarstjórnar Sandgerðis-
bæjar. „Við stóðum í þeirri trú að
verið væri að athuga þann mögu-
leika að hreinsa efnið á Pattisons-
flugvelli, af því hefur greinilega ekki
orðið.“
Óskar segir að urðunarstaðurinn í
Stafnesi sé innan bæjarmarka Sand-
gerðis þó að hann sé innan varnar-
svæðis. „Nikkelsvæðið er einnig inn-
an varnarsvæðis og því er verið að
flytja efni milli staða innan varnar-
svæðisins. Sveitarfélögin geta ekki
haft mikið um það að segja annað en
að lýsa yfir óánægju og fullri ábyrgð
á hendur þeim sem að þessu standa.“
Í bréfi bæjarstjórnar Sandgerðis
til Varnarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins og Heilbrigðiseftirlits
Suðurnesja (HES) segir að bæjar-
stjórnin lýsir því yfir að leiði flutn-
ingur á jarðvegi af Nikkelsvæðinu til
tjóns eða skemmda á umhverfinu sé
það á ábyrgð HES og varnarmála-
skrifstofunnar. Bæjarstjórn ítrekaði
í bréfinu athugasemdir sínar vegna
málsins og lagði áherslu á að meng-
aður jarðvegur yrði meðhöndlaður
utan sveitarfélagsmarka Sandgerð-
isbæjar.
Skipulagsstofnun samþykk
framkvæmdum
Utanríkisráðuneytið bar með-
höndlun á jarðveginum af Nikkel-
svæðinu undir Skipulagsstofnun
sem hafði samráð við Heilbrigðiseft-
irlit Suðurnesja, Náttúruvernd og
Hollustuvernd ríkisins. „Að höfðu
samráði við þessa aðila komst Skipu-
lagsstofnun að þeirri niðurstöðu að
þessi framkvæmd væri ekki líkleg til
þess að valda umtalsverðum um-
hverfisáhrifum og því ekki háð mati
á umhverfisáhrifum,“ segir Bergur
Sigurðsson, umhverfisfulltrúi Heil-
brigðiseftirlits Suðurnesja. „Núna
er verið að flytja jarðveginn af Nikk-
elsvæðinu til hreinsunar í samræmi
við leiðbeiningar Hollustuverndar
ríkisins á svæði sem kallast Dye-5 og
er innan varnarsvæðisins. Með-
höndlunarsvæðið á Dye-5 er nokkur
hundruð metra frá urðunarstaðnum
á Stafnesi. Að meðhöndlun lokinni
verður jarðvegurinn notaður sem
huluefni á urðunarstaðnum á Staf-
nesi.“
Á Nikkelsvæðinu var staðbundin
PCB-mengun við tvær spennistöðv-
ar. Fram kemur í úrskurði Skipu-
lagsstofnunar að PCB-mengaði jarð-
vegurinn verði fluttur til eyðingar
erlendis en ekki urðaður á Stafnesi.
Niðurstöðu Skipulagsstofnunar er
að finna á heimasíðu Heilbrigðiseft-
irlits Suðurnesja, hes.is.
Bergur segir það rétt að urðunar-
staðurinn á Stafnesi hafi ekki starfs-
leyfi en starfsleyfi sé í vinnslu hjá
Heilbrigðiseftirlitinu. „Þó svo að
starfsleyfi sé ekki fyrir hendi hefur
verið virkt eftirlit með starfseminni
undanfarin ár.“
Mengun í grunnvatni
innan viðmiðunarmarka
Á urðunarstaðnum á Stafnesi er
urðuð aska frá Sorpbrennslustöð
Suðurnesja þar sem brennsla á sorpi
allra sveitarfélaga auk varnarliðsins
fer fram. „Það er eðlismunur á þeim
úrgangi sem þarna er urðaður og
þeim sem urðaður er á öðrum urð-
unarstöðum. Þess má geta að blý-
styrkur í öskunni er sex sinnum
hærri en hæsta gildi í jarðveginum á
Nikkelsvæðinu og ekki ástæða til að
ætla að jarðvegurinn valdi mengun
umfram þá sem rekja má til öskunn-
ar sem þar hefur verið urðuð í 20 ár,“
segir Bergur. Hann segir að grunn-
vatnssýni hafi verið tekin við rætur
hauganna og niðurstöður þeirra
mælinga sýni að styrkur þungmálma
sé undir viðmiðunarmörkum fyrir
neysluvatn. „Vatnið undan haugun-
um rennur ekki í áttina að vatns-
bólum landeigenda í Stafnesi.“
Bergur segir það rétt að fuglalíf
hafi minnkað víða í nágrenni flug-
vallarins enda sé markvisst unnið að
því að útrýma fugli á svæðinu til þess
að stuðla að bættu flugöryggi. Berg-
ur nefnir í því sambandi lúpínurækt,
skotveiði, gervifálka við flugstöðina
auk þess sem refir séu velkomnir
landnemar á svæðinu ólíkt því sem
gerist víða um land, þar sem fugl
þrífst ekki í nágrenni við refagreni.
Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur
boðað landeigendur við Stafnes á
fund næstkomandi fimmtudag þar
sem farið verður yfir stöðu mála.
Landeigendur ósáttir
við framkvæmdir
!
"!#
"!# !
% #
Sandgerði
Mengaður jarðvegur af Nikkelsvæði hreinsaður og síðar urðaður í Stafnesi
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Olíumengaður jarðvegur er fluttur af Nikkelsvæðinu til hreinsunar á
Dye-5-svæðinu innan vallar og þaðan í urðunarstaðinn í Stafnesi.
SUÐURNESJAMENN stóðu sig vel
á Íslandsmótinu í kappakstri með
fjarstýrða bíla sem Smábílaklúbbur
Íslands stóð fyrir í Mosfellsbæ fyrir
skömmu. Suðurnesjamenn hafa
reyndar alltaf verið áberandi á Ís-
landsmótinu og jafnframt staðið
fyrir því, enda eru stofnendur
klúbbsins tveir bræður úr Innri-
Njarðvík. Morgunblaðið hitti þá
bræður að máli, Emil Örn Víðisson,
sem vann mótið og Andra Örn Víð-
isson, sem hafnaði í 3. sæti, en þeir
hafa verið forfallnir mótorsport-
áhugamenn frá 1993 og ætla í til-
efni 10 ára afmælisins á næsta ári
að berjast fyrir því að fá aðstöðu
fyrir íþróttina í Reykjanesbæ.
Andri og Emil kynntust íþrótt-
inni í Danmörku ungir að árum og
fóru árið 1993 í sérstaka ferð
þangað til að kaupa fjarstýrða bíla
og taka þátt í sinni fyrstu keppni.
Þeir höfðu þá komist í samband við
klúbb þar í landi í gegnum verslun
sem þeir ætluðu að panta bílana
hjá. Þeir kepptu í Danmörku næstu
tvö árin en árið 1995 ákváðu þeir
að kanna áhugann fyrir íþróttinni
hér heima og komust að því að
hann var mikill. Í kjölfarið stofn-
uðu þeir Smábílaklúbb Íslands, sem
hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum
árin og telur nú rúmlega 100 fé-
lagsmenn. Andri og Emil segja að
áhuginn á íþróttinni sé þeim í blóð
borinn.
Enginn barnaleikur
„Pabbi okkar, Víðir Tómasson,
er mikill áhugamaður um mót-
orsport og keppti m.a. í hefð-
bundnum kappakstri á sérútbúnum
bílum á malbikuðum brautum þeg-
ar við bjuggum í Danmörku. Hann
var búinn að lofa því að ég fengi
Gokart bíl þegar ég yrði nógu
gamall, en þá var þessi íþrótt ekki
byrjuð hér og því urðu fjarstýrðir
bílar fyrir valinu. Þetta er bara ein
tegund mótorsports og ef maður á
eftir að breyta til færir maður sig
sjálfsagt yfir í Gokart eða Rally
Cross, “ segir Emil. Andri bætir við
að faðir þeirra hafi hvatt þá alveg
frá upphafi og stutt við bakið á
þeim m.a með því að fylgja þeim á
mót erlendis. „Þannig er byrjunin
oft, þ.e. pabbarnir draga strák-
ana.“
Kappakstur með fjarstýrða bíla
krefst mikilla æfinga, rétt eins og
annað mótorsport, og þeir bræður
segja það stundum erfitt að koma
því við. „Auðvitað hafði maður
miklu meiri tíma hér áður fyrr
þegar maður var yngri. Ég er kom-
inn með fjölskyldu og get því ekki
eytt eins miklum tíma í þetta, auk
þess sem engin aðstaða er hér til
æfinga sem gerir þetta enn erf-
iðara. Maður finnur það þegar
maður fer á mót erlendis að maður
þyrfti að gera betur og ekki batnar
það þegar atvinnumönnum í grein-
inni fer sífellt fjölgandi,“ segir Em-
il.
– En hvað er það sem fær full-
orðna menn til að leika sér með
fjarstýrða bíla?
„Ég fær gríðarlegt „kikk“ út úr
þessu. Þetta svalar þörfinni fyrir
að keyra hratt og má því segja að
íþróttin hafi forvarnargildi. Auk
þess er gaman að spekúlera í bíl-
unum, setja þá saman og breyta
þeim. Rally Coss mennirnir öfunda
okkur nú stundum af því hversu
auðvelt er fyrir okkur að breyta
bílunum, bara skella þeim upp á
stofuborð og taka þá í sundur. Það
er mesti misskilningur að þetta sé
barnaleikur sem gangi út á það að
fara út og keyra fjarstýrðan bíl.
Það var kannski þannig í upphafi,
en ekki lengur, auk þess sem akst-
ur fjarstýrðra bíla er ekki ætlaður
börnum yngri en 14 ára og þetta er
mjög dýr íþrótt. Nú gengur þetta
út á að keyra í brautum og æfa
aksturslag. Við þurfum að vita á
hvaða hraða við getum keyrt í
beygjunum og við þurfum að stilla
bílana eftir því hvernig brautin er
hverju sinni,“ segir Andri.
– En hvar getið þið æft ykkur? „
Á sumrin höfum við fengið afnot
af skólalóðum til æfinga og á vet-
urna hafa forráðamenn íþrótta-
hússins í Mosfellsbæ verið mjög
hjálplegir og boðið okkur afnot af
hluta hússins á laugardögum. Við
þurfum hins vegar að fá úr þessu
bætt og það er það sem við
stefnum að núna. Þá eigum við
einnig meiri möguleika á Norð-
urlandamótinu og Evrópumótinu
sem við stefnum að á næsta ári,
svona til að fagna árunum 10.
Draumurinn er að fá aðstöðu ofan
við Gokart brautina í Innri-
Njarðvík, svo akstursíþróttirnar
séu á einum stað,“ segja bræðurnir
að lokum.
Kappakstursáhugi
í blóð borinn
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Bræðurnir með bílana. Andri t.v. heldur á bíl úr jeppaflokki en Emil t.h.
heldur á bíl úr götubílaflokki, en keppt er í þessum tveimur flokkum í
kappakstri með fjarstýrða bíla.
Reykjanesbær