Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 17
Til hluthafa Útgerðarfélags Akureyringa hf.
k t . 670269-4429, F i s k i tanga, 600 Akurey r i
Útgerðarfélag Akureyringa hf
Í kjölfar þess að Eimskip hefur eignast yfir 50% hlutafjár í ÚA
stofnaðist skylda til að gera yfirtökutilboð í aðra hluti í ÚA.
Í framhaldi gerir Eimskip öðrum hluthöfum ÚA tilboð um að selja
hluti sína í skiptum fyrir hluti í Eimskip. Tilboðið er gert með vísan
til V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra
tilboðsmarkaða, sem og reglugerð nr. 432/1999 um yfirtökutilboð.
Mánudaginn 8. apríl 2002 verður öllum hluthöfum, skv. hlutaskrá
ÚA í lok fimmtudagsins 4. apríl 2002, send tilboðsyfirlit og
eyðublöð til samþykkis tilboðs. Frá sama degi munu gögnin
einnig liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum á
3. hæð í Hafnarstræti 5, Reykjavík, og útibúi Búnaðarbankans
að Geislagötu 5, Akureyri, auk þess sem nálgast má eyðublöð
á vefsíðu Búnaðarbankans www.bi.is.
Tilboðsverð og greiðsluskilmálar
Verð samkvæmt tilboði þessu miðast við gengið 7,2 fyrir hverja
krónu nafnverðs hlutabréfa í ÚA. Bréfin verða greidd með afhendingu
nýrra hlutabréfa í Eimskip á genginu 5,5. Skiptigengi bréfanna er
því 1,30909091 kr. hlutafjár í Eimskip á móti 1 kr. hlutafjár í ÚA.
Þetta samsvarar hæsta gengi sem Eimskip hefur greitt fyrir hlutabréf
í félaginu síðustu sex mánuði.
Gildistími tilboðsins
Tilboðið gildir til kl. 16.00 miðvikudaginn 8. maí 2002. Samþykki
tilboðs verður að hafa borist fyrir þann tíma á þar til gerðum
eyðublöðum til Búnaðarbankans Verðbréfa, 3. hæð, Hafnarstræti 5
í Reykjavík eða Búnaðarbanka Íslands, Geislagötu 5, Akureyri.
Umsjónaraðili
Búnaðarbanki Íslands hf., kt. 490169-1219, Austurstræti 5,
155 Reykjavík.
Hf. Eimskipafélag Íslands, kt. 510169-1829, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík
MÁLÞING um gönguleiðir á Aust-
urlandi var haldið á Borgarfirði
eystra skömmu eftir jafndægur á
vori. Nú er búið að kortleggja göngu-
leiðir allt frá Héraðsflóa suður í
Berufjörð og er þetta stærsta ein-
staka göngusvæði sem kortlagt er á
Íslandi. Gönguferðir eru enda að
verða einhver mest áberandi sölu-
vara ferðaþjónustunnar á Austur-
landi og var kjarni málþingsins frek-
ari uppbygging og markaðssetning
gönguferða.
Liðlega 40 manns sóttu þingið og
voru framsöguerindi 6 talsins. Þau
fjölluðu m.a. um skipulag gönguleiða
á Víknaslóðum, kortagerð, mögu-
leika í vetrargönguferðum og styrk-
leika og veikleika svæðisins hvað
gönguferðir varðar.
Skipaður var á málþinginu sam-
starfshópur fólks alls staðar að úr
fjórðungnum. Hann kemur til með að
vinna úr niðurstöðum vinnuhópa
þingsins og samhæfa merkingar,
kynningu og í raun alla uppbyggingu
í kringum gönguleiðirnar.
Jóhanna Gísladóttir hjá Markaðs-
stofu Austurlands sagði nú í undir-
búningi kortagerð fyrir Fljótsdals-
hérað og síðar verður Jökuldalsheiði
einnig kortlögð. Þá munu Vopnfirð-
ingar kortleggja sitt svæði þannig að
skarist við Hérað og hefst sú vinna á
hausti komanda. Áskell Heiðar Ás-
geirsson landfræðingur hefur annast
kortagerðina frá árinu 1998, en einn-
ig liggja til grundvallar eldri kort og
merk samantekt vinnuhóps um vörð-
ur og forna fjallvegi á Austurlandi.
Jóhanna segir menn nú vera að
komast á bragðið með að nota göngu-
leiðirnar vítt um fjórðunginn. „For-
svarsmenn gönguleiða á Víknaslóð-
um, sem er orðið þekktasta svæðið,
segja að í fyrra hafi orðið sprenging í
fjölda. Þá voru þó mest íslenskir
göngumenn, en í sumar eru að koma
fleiri útlendingar. Það bendir því allt
til að í fyrsta skipti séum við nú að fá
umtalsverðar gönguferðapantanir
frá erlendum ferðaskrifstofum og er
það vel“ segir Jóhanna.
Í herkví virkjanaframkvæmda
Óskar Guðjónsson framkvæmda-
stjóri Ultima Thule, var einn fram-
sögumanna. Í máli hans kom m.a.
fram að hver ferð á hans vegum aust-
ur á Lónsöræfi, kostaði að jafnaði
einni milljón króna meira vegna
flutnings, heldur en ferðir upp af t.d.
Suðurlandi. Hins vegar væri um svo
stórkostlegar náttúruperlur að ræða
að slíkt væri á sig leggjandi. Lóns-
öræfin væru eina svæðið á landinu
sem ferðast mætti um svo dögum
skipti, án þess að sjá bílvegi eða önn-
ur mannanna verk, utan stöku skála.
Óskar sagði það gera þróun ferða-
mála á Íslandi mjög erfitt fyrir, að
landið væri í herkví virkjunaráforma.
Það ylli því að stórar ferðaskrifstof-
ur, til dæmis í Danmörku og á Bret-
landseyjum, sniðgengju Ísland sem
möguleika í gönguferðauppbygg-
ingu, en þessir aðilar leggja stórfé í
slíkt víða um heim.
Austfirðingar eiga alla möguleika
á að bjóða vetrargönguferðir, að mati
Jóhanns Tryggvasonar leiðsögu-
manns, sem þegar er byrjaður að
auglýsa slíkar ferðir, m.a. um Við-
fjörð. Hann sagði góðan markað fyrir
vetrarferðir t.d. í Bretlandi, en það
væri algerlega óplægður akur sem
Austfirðingar mættu vel athuga.
Einnig telja menn Víknasvæðið
henta afar vel til skíðagönguferða.
Hægt að þræða sig frá Borg-
arfirði niður á Berufjörð
Helgi Arngrímsson á Borgarfirði
eystra, er einn af þeim sem hafa
komið að uppbyggingu Víknasvæð-
isins. Hann segir menn nú geta lagt
upp frá Borgarfirði og þrætt sig nið-
ur í Berufjörð eftir gönguleiðum sem
séu flestar merktar, þó nokkuð eigi
þar eftir að vinna.
Emil Björnsson hjá Fræðsluneti
Austurlands tók saman helstu niður-
stöður í lok þingsins. Hann sagði
áhersluna vera á samstöðu um að
gera Austurland að gönguparadís.
„Það sem kom á óvart“ sagði Emil,
„var að þrátt fyrir að við teljum okk-
ur vera með hvað bestan húsakost á
öllu landinu fyrir göngufólk, segja
menn að það þurfi að koma fleiri hús
og þéttar og þau þurfi að vera enn
betur út búin. Jafnframt vakti at-
hygli nauðsyn þess að losna úr herkví
virkjanaumræðu, því það væri hvergi
frátekið land fyrir fólk og margir
göngumenn væru mjög uppteknir af
því að vera á ferð um friðland.“
Emil sagði niðurstöðu úr starfs-
hópum þingsins þá, að ljúka ætti við
að koma út gönguleiðakortum sem
spanna allt Austurland. „Við viljum
vinna að því sameiginlega með Mark-
aðsstofu Austurlands sem bakhjarl,
þannig að ekkert svæði detti út.“
Austfirðingar gera
út á gönguferðir
Stærsta samfellda
göngusvæði sem
kortlagt er á Íslandi
Egilsstaðir
MIKIÐ hefur verið að gera í salt-
fiskverkun á Húsavík að und-
anförnu enda mikið hráefni borist,
víða að af landinu, til GPG-
fiskverkunar. Grímur Kárason,
verkstjóri í saltfiskverkuninni, seg-
ir að auk þess afla sem landað sé á
Húsavík og komi til vinnslu hjá
GPG fái fyrirtækið hráefni víða af
landinu sem flutt er til Húsavíkur
með flutningabílum.
Grímur segir að unnið hafi verið
margar helgar í fyrirtækinu að
undanförnu og upp á síðkastið bæði
laugardaga og sunnudaga. Starfs-
fólki hefur fjölgað talsvert síðustu
daga og þegar fréttaritari leit inn á
dögunum var á fimmta tug manna
að störfum. Að sögn Gríms voru
þar af um fimmtán nemendur úr
Framhaldsskóla Húsavíkur og
Borgarhólsskóla, sem kjósa að
nýttu páskafríið sitt í saltfiskinn.
Á síðastliðnu ári keypti GPG
byggingu sem stendur við hlið salt-
fiskverkunar fyrirtækisins við
Húsavíkurhöfn. Í því húsnæði sem
áður hýsti netagerðina á staðnum
er fyrirtækið nú með fiskþurrkun,
þar eru þurrkaðir þorskhausar og
fleira sem til fellur úr salt-
fiskvinnslunni.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Jón Hafsteinn Jóhannsson t.v. og Sigurður V. Olgeirsson notuðu
páskafríið í skólanum til að vinna í saltfiski.
Nýttu páskafríið til vinnu
Húsavík