Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 17 Til hluthafa Útgerðarfélags Akureyringa hf. k t . 670269-4429, F i s k i tanga, 600 Akurey r i Útgerðarfélag Akureyringa hf Í kjölfar þess að Eimskip hefur eignast yfir 50% hlutafjár í ÚA stofnaðist skylda til að gera yfirtökutilboð í aðra hluti í ÚA. Í framhaldi gerir Eimskip öðrum hluthöfum ÚA tilboð um að selja hluti sína í skiptum fyrir hluti í Eimskip. Tilboðið er gert með vísan til V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sem og reglugerð nr. 432/1999 um yfirtökutilboð. Mánudaginn 8. apríl 2002 verður öllum hluthöfum, skv. hlutaskrá ÚA í lok fimmtudagsins 4. apríl 2002, send tilboðsyfirlit og eyðublöð til samþykkis tilboðs. Frá sama degi munu gögnin einnig liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum á 3. hæð í Hafnarstræti 5, Reykjavík, og útibúi Búnaðarbankans að Geislagötu 5, Akureyri, auk þess sem nálgast má eyðublöð á vefsíðu Búnaðarbankans www.bi.is. Tilboðsverð og greiðsluskilmálar Verð samkvæmt tilboði þessu miðast við gengið 7,2 fyrir hverja krónu nafnverðs hlutabréfa í ÚA. Bréfin verða greidd með afhendingu nýrra hlutabréfa í Eimskip á genginu 5,5. Skiptigengi bréfanna er því 1,30909091 kr. hlutafjár í Eimskip á móti 1 kr. hlutafjár í ÚA. Þetta samsvarar hæsta gengi sem Eimskip hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði. Gildistími tilboðsins Tilboðið gildir til kl. 16.00 miðvikudaginn 8. maí 2002. Samþykki tilboðs verður að hafa borist fyrir þann tíma á þar til gerðum eyðublöðum til Búnaðarbankans Verðbréfa, 3. hæð, Hafnarstræti 5 í Reykjavík eða Búnaðarbanka Íslands, Geislagötu 5, Akureyri. Umsjónaraðili Búnaðarbanki Íslands hf., kt. 490169-1219, Austurstræti 5, 155 Reykjavík. Hf. Eimskipafélag Íslands, kt. 510169-1829, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík MÁLÞING um gönguleiðir á Aust- urlandi var haldið á Borgarfirði eystra skömmu eftir jafndægur á vori. Nú er búið að kortleggja göngu- leiðir allt frá Héraðsflóa suður í Berufjörð og er þetta stærsta ein- staka göngusvæði sem kortlagt er á Íslandi. Gönguferðir eru enda að verða einhver mest áberandi sölu- vara ferðaþjónustunnar á Austur- landi og var kjarni málþingsins frek- ari uppbygging og markaðssetning gönguferða. Liðlega 40 manns sóttu þingið og voru framsöguerindi 6 talsins. Þau fjölluðu m.a. um skipulag gönguleiða á Víknaslóðum, kortagerð, mögu- leika í vetrargönguferðum og styrk- leika og veikleika svæðisins hvað gönguferðir varðar. Skipaður var á málþinginu sam- starfshópur fólks alls staðar að úr fjórðungnum. Hann kemur til með að vinna úr niðurstöðum vinnuhópa þingsins og samhæfa merkingar, kynningu og í raun alla uppbyggingu í kringum gönguleiðirnar. Jóhanna Gísladóttir hjá Markaðs- stofu Austurlands sagði nú í undir- búningi kortagerð fyrir Fljótsdals- hérað og síðar verður Jökuldalsheiði einnig kortlögð. Þá munu Vopnfirð- ingar kortleggja sitt svæði þannig að skarist við Hérað og hefst sú vinna á hausti komanda. Áskell Heiðar Ás- geirsson landfræðingur hefur annast kortagerðina frá árinu 1998, en einn- ig liggja til grundvallar eldri kort og merk samantekt vinnuhóps um vörð- ur og forna fjallvegi á Austurlandi. Jóhanna segir menn nú vera að komast á bragðið með að nota göngu- leiðirnar vítt um fjórðunginn. „For- svarsmenn gönguleiða á Víknaslóð- um, sem er orðið þekktasta svæðið, segja að í fyrra hafi orðið sprenging í fjölda. Þá voru þó mest íslenskir göngumenn, en í sumar eru að koma fleiri útlendingar. Það bendir því allt til að í fyrsta skipti séum við nú að fá umtalsverðar gönguferðapantanir frá erlendum ferðaskrifstofum og er það vel“ segir Jóhanna. Í herkví virkjanaframkvæmda Óskar Guðjónsson framkvæmda- stjóri Ultima Thule, var einn fram- sögumanna. Í máli hans kom m.a. fram að hver ferð á hans vegum aust- ur á Lónsöræfi, kostaði að jafnaði einni milljón króna meira vegna flutnings, heldur en ferðir upp af t.d. Suðurlandi. Hins vegar væri um svo stórkostlegar náttúruperlur að ræða að slíkt væri á sig leggjandi. Lóns- öræfin væru eina svæðið á landinu sem ferðast mætti um svo dögum skipti, án þess að sjá bílvegi eða önn- ur mannanna verk, utan stöku skála. Óskar sagði það gera þróun ferða- mála á Íslandi mjög erfitt fyrir, að landið væri í herkví virkjunaráforma. Það ylli því að stórar ferðaskrifstof- ur, til dæmis í Danmörku og á Bret- landseyjum, sniðgengju Ísland sem möguleika í gönguferðauppbygg- ingu, en þessir aðilar leggja stórfé í slíkt víða um heim. Austfirðingar eiga alla möguleika á að bjóða vetrargönguferðir, að mati Jóhanns Tryggvasonar leiðsögu- manns, sem þegar er byrjaður að auglýsa slíkar ferðir, m.a. um Við- fjörð. Hann sagði góðan markað fyrir vetrarferðir t.d. í Bretlandi, en það væri algerlega óplægður akur sem Austfirðingar mættu vel athuga. Einnig telja menn Víknasvæðið henta afar vel til skíðagönguferða. Hægt að þræða sig frá Borg- arfirði niður á Berufjörð Helgi Arngrímsson á Borgarfirði eystra, er einn af þeim sem hafa komið að uppbyggingu Víknasvæð- isins. Hann segir menn nú geta lagt upp frá Borgarfirði og þrætt sig nið- ur í Berufjörð eftir gönguleiðum sem séu flestar merktar, þó nokkuð eigi þar eftir að vinna. Emil Björnsson hjá Fræðsluneti Austurlands tók saman helstu niður- stöður í lok þingsins. Hann sagði áhersluna vera á samstöðu um að gera Austurland að gönguparadís. „Það sem kom á óvart“ sagði Emil, „var að þrátt fyrir að við teljum okk- ur vera með hvað bestan húsakost á öllu landinu fyrir göngufólk, segja menn að það þurfi að koma fleiri hús og þéttar og þau þurfi að vera enn betur út búin. Jafnframt vakti at- hygli nauðsyn þess að losna úr herkví virkjanaumræðu, því það væri hvergi frátekið land fyrir fólk og margir göngumenn væru mjög uppteknir af því að vera á ferð um friðland.“ Emil sagði niðurstöðu úr starfs- hópum þingsins þá, að ljúka ætti við að koma út gönguleiðakortum sem spanna allt Austurland. „Við viljum vinna að því sameiginlega með Mark- aðsstofu Austurlands sem bakhjarl, þannig að ekkert svæði detti út.“ Austfirðingar gera út á gönguferðir Stærsta samfellda göngusvæði sem kortlagt er á Íslandi Egilsstaðir MIKIÐ hefur verið að gera í salt- fiskverkun á Húsavík að und- anförnu enda mikið hráefni borist, víða að af landinu, til GPG- fiskverkunar. Grímur Kárason, verkstjóri í saltfiskverkuninni, seg- ir að auk þess afla sem landað sé á Húsavík og komi til vinnslu hjá GPG fái fyrirtækið hráefni víða af landinu sem flutt er til Húsavíkur með flutningabílum. Grímur segir að unnið hafi verið margar helgar í fyrirtækinu að undanförnu og upp á síðkastið bæði laugardaga og sunnudaga. Starfs- fólki hefur fjölgað talsvert síðustu daga og þegar fréttaritari leit inn á dögunum var á fimmta tug manna að störfum. Að sögn Gríms voru þar af um fimmtán nemendur úr Framhaldsskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla, sem kjósa að nýttu páskafríið sitt í saltfiskinn. Á síðastliðnu ári keypti GPG byggingu sem stendur við hlið salt- fiskverkunar fyrirtækisins við Húsavíkurhöfn. Í því húsnæði sem áður hýsti netagerðina á staðnum er fyrirtækið nú með fiskþurrkun, þar eru þurrkaðir þorskhausar og fleira sem til fellur úr salt- fiskvinnslunni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jón Hafsteinn Jóhannsson t.v. og Sigurður V. Olgeirsson notuðu páskafríið í skólanum til að vinna í saltfiski. Nýttu páskafríið til vinnu Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.