Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 18

Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í ÁLITI Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gefið var út í vikunni, er varað við lánum lífeyrissjóða á skulda- bréfum til fjármálafyrirtækja, en ástæðan fyrir þeim mun vera sú að fjármálafyrirtæki nota tiltekin skuldabréf í endurhverfum við- skiptum við Seðlabankann. Í álitinu kemur fram að þessi lán geti mynd- að lánaáhættu sem ekki sé nægi- lega fylgst með. Þá segir að lán á skuldabréfum til tengdra fjármála- fyrirtækja auki hagsmunatengsl og gætu valdið freistnivanda sem kynni að hindra markvissa innri áhættustjórnun. Í samtölum Morgunblaðsins við framkvæmdastjóra stærstu lífeyr- issjóða landsins kemur fram að þeir kannast flestir, þó ekki allir, við að slík viðskipti hafi átt sér stað, en telja þó að það hafi aðeins verið í litlum mæli og fæstir þeirra segja sína sjóði hafa átt slík viðskipti. Þá segja þeir sem til þekkja að þetta sé tiltölulega ný tegund viðskipta á íslenska markaðnum, hafi lítillega farið af stað seint á síðasta ári en aðallega verið stundað á þessu ári. Viðskipti sem þessi séu hins vegar vel þekkt erlendis og er jafnvel tal- ið að þau kunni að aukast hér. Þeir sem þekkja af eigin raun til þessara viðskipta segja að yfirleitt ekki sé um bein lánsviðskipti að ræða heldur séu gerðir framvirkir samningar við viðkomandi fjár- málafyrirtæki. Þessi framvirku við- skipti munu vera með þeim hætti að lífeyrissjóður selur fjármálafyr- irtæki skuldabréf og fær í staðinn bankabréf frá viðkomandi fjár- málafyrirtæki. Um leið er gerður samningur um að eftir tiltekinn tíma, sem getur verið allt frá ein- hverjum vikum upp í fáeina mán- uði, muni lífeyrissjóðurinn kaupa skuldabréfin til baka og fjármála- fyrirtækið bankabréfin. Ávöxtun nálægt 1% á ári Ávinningur lífeyrissjóðsins er að ná hærri ávöxtun af safni sínu, en fjármálafyrirtæki munu hafa boðið 0,75%–1,00% ársvexti fyrir þessi viðskipti. Það þýðir að ef lífeyris- sjóður lánar 1 milljarð króna fær hann allt að 10 milljónum króna á ári, en þar sem viðskiptin eru til skemmri tíma verður greiðslan lægri sem því nemur. Mikil um- sýsla og pappírsvinna fylgir við- skiptum af þessu tagi og heyrast jafnvel þau sjónarmið að í sumum tilvikum séu þau varla ómaksins virði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var inntur álits á þessum viðskiptum og um- fangi þeirra og sagði hann að Fjár- málaeftirlitið hefði ekki tekið sam- an samandregnar upplýsingar um umfang þessara lána og að upplýs- ingar um einstök tilvik gæti Fjár- málaeftirlitið ekki látið af hendi. Umfangið hefur ekki verið talið fela í sér mikla áhættu „Að öðru leyti má segja að Fjár- málaeftirlitið hefur hingað til ekki haft ástæðu til að ætla að umfang þessara lána feli í sér mikla áhættu. Fjármálaeftirlitið mun hins vegar taka þetta til nánari athugunar í framhaldi af ábendingum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins,“ sagði Páll Gunnar Pálsson. Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, var spurður um afstöðu bankans til þessara viðskipta. Hann sagði að reglurnar um endurhverfu lánin við Seðlabankann séu alveg skýrar. „Menn selja okkur skuldabréf til hálfs mánaðar og svo kaupa þeir þau af okkur aftur. Við skiptum okkur ekkert af því hvernig þeir afla sér bréfanna, en við vitum að í sumum tilfellum er menn með bréf að láni en gagnvart okkur kemur það alltaf fram eins og þeir séu full- ir rétthafar bréfsins. Það er komið með bréfin sjálf hingað til okkar og þau eru framseld okkur,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lífeyrissjóðir kannast við lán á skuldabréfum til fjármálafyrirtækja en fæstir hafa átt slík viðskipti Lán á skuldabréfum nýjung hérlendisHeildareignir félagsins eru um2.600 milljónir króna og eiginfjárhlut-fallið 40%. Fram kemur í tilkynningu Línu.- Nets að mánaðartekjur félagsins hafi aukist verulega á síðasta ári, en rekstrarkostnaður hafi lækkað í kjöl- far hagræðingar. Rekstrartekjur séu nú hærri en mánaðarlegur kostnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Um 250 fyrirtæki í viðskiptum við Línu.Net Segir í tilkynningunni að félagið hafi samið við stærstu stofnanir og fyrirtæki landsins um gagnaflutn- inga. Allar háskólastofnanir landsins, stærstu menntaskólarnir og meiri- hluti grunnskóla á höfuðborgarsvæð- inu séu að kaupa þjónustu af félaginu. Í heild séu 33.500 nemendur og starfsmenn þessara menntastofnana að nota ljósleiðaranet félagsins. Með samningum við Landspítala – há- skólasjúkrahús svo og allar heilsu- gæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafi um 21 heilbrigðisstofnun verið tengd ljósleiðaranetinu. Einnig séu 6 af stærstu rannsóknarstofum lands- ins og 13 bankastofnanir með samn- inga við Línu.Net um aðgang að ljós- leiðarakerfi félagsins. Nokkrir bankar hafi óskað eftir ljósleiðara- tengingum á allar starfstöðvar bank- anna. Um 250 fyrirtæki og mikill fjöldi einstaklinga séu í viðskiptum við félagið. Hjá fyrirtækinu starfa 17 manns. Stjórn og endurskoðandi voru endur- kosnir á aðalfundinum í gær. TAP Línu.Nets á árinu 2001 nam 172 milljónum króna, sem er 200 milljón- um króna minna tap en árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliðið var 84 milljónir en 59 milljónir árið 2000. Rekstrartekjur félagsins námu 510 milljónum í fyrra en 316 milljónum árið 2000, sem er 61% aukning milli ára. Greint var frá þessu í fréttatilkynningu frá Línu.- Neti í gær í framhaldi af aðalfundi fé- lagsins. Fjármagnsgjöld Línu.Nets á árinu 2001 voru 270 milljónir króna og segir í tilkynningu félagsins að gengis- breytingar síðasta sumars vegi þar mjög þungt. Lína.Net tapar 172 milljónum króna Rekstrartekjur aukast um 61% SAMHERJI hf. keypti í gær hluta- bréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar (HÞ) að nafnvirði 73,8 milljónir króna á genginu 2,73 eða fyrir tæplega 202 milljónir króna. Þetta var tilkynnt á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Þar með á Samherji hlutafé í HÞ fyrir um 243,3 milljónir króna að nafnvirði eða um 49,6% af hlutafé fyrirtækisins. Samherji keypti bréfin af Olíufélag- inu hf. sem hefur þá selt allan hlut sinn í HÞ. Fyrir átti Olíufélagið 12,87% hlut í HÞ, að nafnvirði ríflega 63 milljónir króna. Þá seldi dóttur- félag Olíufélagsins, Ker ehf., í gær allt hlutafé sitt í HÞ, um 12,5 milljónir króna að nafnvirði, á genginu 2,76. Þá tilkynnti Samherji í gær um sölu á eigin bréfum að nafnvirði 12,4 milljónir króna á genginu 11, eða fyrir um 136,4 milljónir króna. Félagið á eftir viðskiptin eigin bréf að nafnvirði um 6,6 milljónir króna. Þá var í gær tillkynnt að Kaldbakur hf. hefur greitt fyrir hlut í HÞ með hlut í Sam- herja að nafnvirði ríflega 3 milljónir króna. Eftir viðskiptin er hlutur Kaldbaks í Samherja um 297,3 millj- ónir króna. Eins var tilkynnt um sölu Fjárfest- ingafélagsins Fjörður á 12 milljóna hlut að nafnvirði í Samherja á geng- inu 11, eða fyrir 132 milljónir króna. Eignarhlutur Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. eftir söluna nemur 47,4 milljónum króna að nafnvirði. Þor- steinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja eru meðal eigenda í Fjár- festingafélaginu Fjörður. Nafta ehf. keypti í gær 7 milljónir króna að nafn- verði í Samherja á genginu 11, eða sem nemur 77 milljónum króna að söluverði. Eignarhlutur Nafta hf. eft- ir kaupin nemur 15 milljónum króna að nafnverði. Finnbogi Jónsson starf- andi stjórnarformaður Samherja sit- ur í stjórn Olís og Nafta ehf. sem er í 100% eigu Olís. Samherji eignast 49,6% í HÞ SKELJUNGUR hf. hefur gert samn- ing um kaup á hlutafé í Eimskipa- félagi Íslands af Búnaðarbanka Ís- lands hf. að nafnverði 54,5 milljónir króna á verðinu 5,5 kr. Nemur sölu- verð bréfanna því tæpum 300 millj- ónum króna. Um er að ræða bréf sem verða gefin út í framhaldi af hlutafjár- aukningu félagsins sem ákveðin var 4. apríl sl. Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs hf., og Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs hf., eru stjórnarmenn í Eimskip. Hlutur Skeljungs í Eimskip er nú að nafnverði 55.185.211 krónur en verð- ur eftir útgáfu hlutabréfanna 109.730.665 krónur. Skeljungur kaupir í Eimskip ALLT bendir til þess að afkoma Granda á árinu 2002 verði mun betri en nokkru sinni fyrr og sama eigi við um flest önnur fyrirtæki í sjávarút- vegi. Þetta kom fram í máli Árna Vil- hjálmssonar, stjórnarformanns Granda, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði jafnframt ljóst að hagn- aður Granda af sölu hlutabréfa í Bakkavör snemma árs í fyrra, hefði ráðið úrslitum um, að rekstrarreikn- ingur Granda fyrir árið 2001 kom út með hagnaði, en ekki lítilsháttar tapi. Síðastliðið ár hefði verið óvenjulegt fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, bæði vegna langvinns sjómannaverk- falls sem hafi haft mikil áhrif á rekst- urinn og vegna verulegs gengisfalls krónunnar annað árið í röð. Um afkomu félaga í eigu Granda sagði Árni m.a. að hlutdeild Granda í afkomu þeirra félaga þar sem eign- arhluturinn er meiri en 20%, hafa numið tapi upp á 85 milljónir króna. Þar af var hlutdeild í tapi Þormóðs ramma – Sæbergs 34 milljónir, tap vegna Isla ehf. með starfsemi félags- ins í Mexíkó var 88 milljónir, Deris í Chile skilaði 32 milljóna króna hagn- aði og Stofnfiskur skilaði Granda 5 milljónum. Önnur félög í eigu Granda eru Har- aldur Böðvarsson, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Hraðfrystihúsið Gunn- vör og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Árni sagði arð af þeim fjárfest- ingum hafa verið óvenju lágan á síðasta ári, aðeins tæpar 24 milljónir króna. „Af svona fyrirtækjum, sem hagnast og greiða aðeins lítinn hluta hagnaðarins í arð, er þess vænst og til þess ætlast, að þau hækki að mark- aðsvirði. Til þess er leikurinn gerður.“ Árni minntist sérstaklega á að tals- verðar væntingar væru bundnar við fjárfestingu félagsins í Stofnfiski og gætu aðild Granda að fyrirtækinu opnað gátt að tækifærum, sem gætu verið áhugaverð fyrir Granda. Hins vegar sagði hann allt benda til þess að tími sé kominn til að Grandi og ís- lenskir samstarfsaðilar dragi sig út úr öllum rekstri í Mexíkó enda virðist sem engin takmörk séu fyrir lánleysi þeirra á þeim slóðum. Skilyrði góð en blikur á lofti Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, fjallaði í erindi sínu á fund- inum um rekstrarskilyrði í sjávarút- vegi, sem hann sagði mjög góð um þessar mundir. Jafnframt sagði hann yfirstandandi ár hafa farið vel af stað og útlitið væri gott. „Raungengið er lágt og verð á flest- um afurðum er stöðugt og mjöl og lýs- isverð er hátt. Blikur eru þó á lofti. Í fyrsta lagi hefur orðið mikil olíu- hækkun á undanförnum vikum og hefur hækkunin orðið gríðarleg núna á allra síðustu dögum vegna þeirrar óvissu sem er í Mið-Austurlöndum. Eins og flestum er kunnugt er þáttur olíu gríðarlega mikill í sjávarútvegs- fyrirtækjum, sama hvort þar er verið að tala um olíu til eldsneytis eða úr- vinnslu í vörur eins og plast, veiðar- færi og fleira. Hér skiptir máli að á undanförnum árum hefur gjörbreyst staða útgerðarfyrirtækja í samning- um við olíufélög þar sem mögulegt hefur verið að semja um verð í er- lendri mynt og með viðmiðunum á skráningu á olíu erlendis. Auk þess er mögulegt að tryggja sér ákveðið magn við ákveðið verð og fleygir fram þekkingu fólks í greininni í þeim efn- um. Í öðru lagi liggur fyrir Alþingi frumvarp um auknar álögur á sjávar- útveginn sérstaklega. Slíkar álögur eru að sjálfsögðu íþyngjandi fyrir rekstur fyrirtækis eins og Granda en í dag greiðum við um 30 milljónir króna árlega í þróunarsjóð og veiði- eftirlit. En sú upphæð mun hækka í um 100 milljónir króna ef frumvarp það sem nú liggur fyrir verður að lög- um og komið að fullu í gildi,“ sagði Brynjólfur. Mesta aflaverðmæti í samfelldri veiðiferð Fluttar voru þær fregnir á aðal- fundinum að frystitogarinn Venus hefði í gær komið úr 40 daga veiðiferð í Barentshafi með afla að verðmæti 155 milljónir króna, sem er líklega mesta aflaverðmæti í samfelldri veiði- ferð hér á landi. Samtals eru verð- mæti afla Venusar á yfirstandandi ári 280 milljónir króna. Samþykkt var á fundinum að greiða 11% arð vegna ársins 2001, alls að fjárhæð tæpar 163 milljónir króna. Jafnframt var samþykkt að þóknun til stjórnarmanna yrði 600 þúsund krónur fyrir liðið ár og tvöfalt fyrir formann. Engar mannabreytingar urðu í stjórn félagsins. Þá var endurnýjuð heimild stjórnar félagsins til kaupa á eigin hlutum, allt að 10% heildarhlutafjár. Sagði stjórn- arformaður að sem fyrr væri heim- ildin sótt til hentugleika ef félagið skyldi eiga þess kost að fá álitlegan aðila til samruna við Granda. Yrðu bréfin þá notuð sem greiðsla fyrir bréf hins aðilans. Hann bætti við að enginn slíkur aðili hefði gefið sig fram, sem rúmaðist innan hinna gefnu stærðarmarka. Stjórnarformaður Granda segir stefna í metafkomu sjávarútvegs í ár Draga sig væntanlega út úr rekstri í Mexíkó Morgunblaðið/Þorkell Frá aðalfundi Granda á Norðurgarði í gær en þar kom fram að allt bendi til þess að tímabært sé að Grandi dragi sig út úr öllum rekstri í Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.