Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 31. mal 1980. 2 Utan á þykka veggi gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu hefur einhver málað oröið: NEKRO- POLIS. En þrátt fyrir það er nóg líf að finna þar innan veggja og nú í vor laufgast trén einsog venju- lega og fuglarnir gera sér hreiður milli leiðanna. Þessi gamli kirkjugarður er dálítill griðastaður sem ekki nema fáir einir meðal hinna lifandi kunna að meta. Dauðinn er skuggalegur, sagði kerlingin, og líklega finnst mörgum óviðeigandi að njóta lífs- ins innan um hina dauðu. En þetta er góður staður, gróðurríkur og skjólsæll: kyrrðin og friðurinn náttúrlega ekki af þessum heimi. Stéttaskipting fyrir bí? Daubinn er stéttlaus, sagöi ein- hver, og væntanlega er heldur enginn munur á þeim sem liggja ofani jöröinni, hvort sem i lifanda lifi var þar um aö ræöa ráöherra eöa verkamann, bankastjóra eöa bónda. Þeir liggja allir hliö viö hliö, landfeöurnir, peningamenn- irnir, skáldin og hinir óbreyttu. En þaö er munur: á leiöum sumra eru stórir, miklir og út- flúraöir bautasteinar meöan Ólafur Sigurösson ökumaöur læt- ur sér nægja einfaldan trékross. Þeir sem eftir lifa halda stétta- skiptingunni viö. Jafnvel hafa sumir eftirlifendur ekki látiö sér nægja aö koma ættingjunum i jöröina, I garöinum eru einstaka grafhýsi á stangli og vandlega Myndarlegur járnkross gnæfir yfir fyrstu gröfinni f garöinum sem er fró 23. nóvember 1838. múraö íyrir, þar fer enginn hvorki inn né út. Þar til dauðinn aðskilur... Sumir liggja einir, aörir hafa I dauöanum stuöning ættmenna sinna sem liggja umhverfis. A af- viknum staö innan limgeröis eru tæplega 40 ættmenn grafnir, þar er legsteinn viö legstein og nafniö Briem á þeim öllum. Þessi einka- grafreitur Briem-ættarinnar er sá stærsti i garöinum og hann finna menn varla nema vita af honum. Sums staöar þar sem ættmenni liggja saman má sjá dæmi um timans rás: á einum stendur þetta: „Björn Lúövfksson Blöndal, sem fyrstur kom upp sundlaug Leiöi Hannesar Hafstein prýöa tvær miklar súlur. t baksýn má sjá grafhýsi Sigþrúöar Friöriks- son, háyfirdómarafrúar og skyld- menna hennar. viö Reykjavik, og kona hans, Guörún Sigfúsdóttir Blöndal. Sig- fús sonur þeirra lét reisa stein- inn”. Og efst hefur veriö bætt viö nafni sonarins sem lét reisa stein- inn: Sigfús B.B. Blöndal. Vfst eru svo dálitiö átakanlegir þeir steinar þar sem liggja hjón og annaö hefur dáiö i blóma llfs- ins um þritugt og siöan „elskaöur ektamaki” allt upp i 60 árum seinna. Þaö er langur viöskilnaö- ur... „Sigurður". Svo eru aörir sem liggja einir. Sums staöar eru ofurlitlar barna- grafir einar og sér, jafnvel ómerktar nema meö litlum krossi. A einum staö stingur yfir- lætislaus legsteinn upp kollinum nánast miöjum gangstig. A hon- um stendur nafniö „Siguröur” en heldur ekki meir. Ekkert fööur- nafn, engin ártöl. Siguröur þessi er likastil enn gleymdari meö þessum hætti en þó hann lægi i alls ómerktri gröf. Ekki þar fyrir — honum er væntanlega sama. Nefndar voru barnagrafir. A krossi I miöjum garöinum standa þessi orö: „Hjer hvilir óskirö dóttir hjónanna Jónu Guöjóns- dóttur og Karls Pálssonar. F. 30.8. 1928 og dó sama dag”. Bautasteinar. Þaö er margt skrýtiö I kirkju- garöinum ekki siöur en kýrhausn- Til minningar um franska sjó- menn sem farist hafa viö tsland var þessi stóri bautasteinn reistur. um. Heljarmikill bautasteinn gnæfir upp úr ofurlitlum hól og eru letraöar á hann rúnir og forn ar myndir. Þar er undir Siguröur Vigfússon, mikill áhugamaöur um fornöldina og gamlar minjar: vinir hans reistu honum þennan stein löngu eftir dauöa hans. Ann- ars staöar er enn stærri steinn sem reistur hefur veriö til minn- ingar um franska sjómenn sem farist hafa viö landiö. Þar á er letruö tilvitnun I Pierre Loti: „Hann kom aldrei aftur. Þaö var eina nótt I ágústmánuöi aö brúökaup þeirra Ránar og hans fór fram langt noröur I höfum úti viö Island: var þar skuggalegt umhorfs og hamfarir á alla vegu”. Af Pierre þessum Loti fer aö ööru leyti fáum sögum. Trjágróöur er óvföa meiri en I kirkjugaröinum og margt myndarlegt tréö ris upp af leiöi einhvers dánumanns eöa konu. Tískufyrirbrigði í leg- steinagerð. Kirkjugaröurinn er, ef út I þaö er fariö, mikiö rannsóknarefni og þar mætti ráfa um dögum saman og ætiö rekast á eitthvaö nýtt og harla forvitnilegt. Til aö mynda legsteinana, ekki veröur betur séö en tiskan sé i fullu gildi þar sem annars staöar. Sjá má aö á 19. öldinni hefur mjög tiökast aö reisa rammlegar giröingar kringum leiöin og gjarnan úr járni, á litlu svæöi er þannig hvert leiöiö af ööru vandlega afgirt og likjast þau fangelsum fremur en nokkru ööru. Þó var manni sagt aö andinn væri frjáls og flygi upp i himininn þegar likamanum væri holaö niöri jöröina... A öörum timum hafa stórir og Innan þessarar traustiegu giröingar hvflir Þorsteinn Erlingsson, skáid... Visismyndir: BG. Járngrindur miklar og rammlegar viröast sums staðar helst lfkjast f angelsisrimlum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.