Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Laugardagur 31. mal 1980. Kristján Róbert Kristjánsson skrifar. lögin voru ekki öll eftir hann sjálfan. Ronnie Lane úr The Faces starfaöi meö honum á plötunni og söng eitt laganna. Fyrir tveimur árum kom svo platan „Rough Mix” sameiginleg plata þeirra Townshends og Lane. beir félagarnir fengu meö sér ýmsa þekkta tónlistarmenn svo sem Eric Clapton, Charlie Watts, John Entwistle og fleiri. Plata þessi sem teljast veröur nokkuö góö vakti litla athygli og fékk ekki þá kritik sem hún átti skiliö. Nú er Townshend enn á feröinni meö plötu sina „Empty Glass” og veröur aö segjast aö hún er mun betri en þaö sem Who hafa gefiö út aö undan förnu enda hafa þeir ekki sent frá sér verulega góöa plötu siöan 1971 er „Who’s Next? ” kom út. Lagasmióur og tónlistarmaöur Mod-imyndin Þaö var náungi aö nafni Peter Meaden sem kom sér I kynni viö þá og geröist nokkurs konar um- boösmaöur þeirra. Hann breytti nafni þeirra i The High Numbers og breytti einnig Imynd þeirra, þannig aö þeir uröu fyrsta meiri- háttar Mod-hljómsveitin. Meaden var ekki lengi meö þeim og viö tóku Chris Stamp og KitLambert. Nafninu var breytt i The Who og frægöin var framund- an. í fyrstu spiluöu þeir ýmis kunn „rythm and blues” lög, en siöan fór Pete Townshend aö semja á fullu og útkoman varö sigild rokklög á borö viö „My Generation”, „Happy Jack”, „I can See for Miles”, „Magic Bus” og fleiri. Tommy The Who höföu aöeins gefiö út þrjár LP-plötur l Bretlandi er þeir sendu frá sér tveggja plötu albúmiö meö rokkóperunni Tommy. Tommy er fyrsta rokk- óperan sem vakti einhverja athygli og geröi þaö svo um munaöi. Townshend segir sjálfur svo frá, aö hann hafi oröiö fyrir áhrifum frá The Pretty Things en þeir voru búnir aö gefa út óper- una „S.F. Sorrow”. Einnig fékk hann hugmyndir af „Arthur”, sem Kinks höföu gefiö út. Upp- haflega haföi Townshend hugsaö sér aö gera óperu er nefndist „Rael” og má heyra hluta af þeirri hugmynd á plötunni „The Who Sell Out”. Þar má einnig heyra stef úr Tommy. Meö „Tommy” voru Who veru- lega stórir I rokkbransanum og Townshend var skipaö I hóp allra bestu rokklagasmiða. Townshend haföi gert sér þær hugmyndir aö kvikmynda Tommy og ætlaöi aö semja viö Decca i Bandarikj- unum um aö fjármagna fyrirtæk- iö. Ekkert varö þó af samningum I þaö skiptiö, þvi Decca buöu aö- eins hálfa milljón dollara, en Townshend vildi tiu. Um tveimur árum eftir útgáfu „Tommy” var gefin út önnur út- gáfa meö öörum listamönnum og Sinfóniuhljómsveit Lundúna- borgar en hún vakti litla athygli og þótti standa Who-útgáfunni langt aö baki. Tommy var ekki eina verkiö sem Townshend gekk meö hann var búinn aö semja nokkur litil verk og upp úr einu þeirra varö „Quadrophenia”. Þaö verk varö Eric Clapton — Just One Night RSO Records RS-2-4202 Budokan leikhúsiö I Tokyo laöar til sin poppara i rikum mæli, enda ku hljómburður vera þar fyrsta flokks og svo eru japanskir áheyrendur annálaöir fyrir góöar móttök- ur. Bob Dylan, Cheap Trick og Eric Clapton hafa allir hljóö- ritaö hljómleika i þessari jap- önsku höll og er plata Clap- tons, „Just One Night” ný- komin út. Þessi firnasterki breski gitarleikari lék á als oddi þarna austur frá, ófullur og ákaflega hnitmiöaöur ef marka má plöturnar tvær. Aödáendur hans voru heidur ekkert aö tvinóna viö hlutina er platan kom I verslanir og þeyttu henni langleiðina upp á topp sölulistanna. Fjölbreytni plötunnar er mikil, auk eigin laga flytur Clapton og félagar nokkur griöarsterk blúslög svo og lög eftir J.J. Cale og Mark Knopfler. Sem sagt, all- ar bestu hliöar Claptons i tvö- faldri hljómleikaplötu frá Japan. —-Gsal Önnur rokkópera ekki eins vinsælt og Tommy enda ekki eins gripandi. „Quadrophenia” fjallar um ráövilltan Mod-ungling og á per- sónuleiki Who-meölima hlutdeild I honum. 1 umfjöllun um verkiö sagöi Townshend aö Mod hreyf- ingin ætti mikil Itök i sér og heföi haft mikil áhrif á sig. Nú er svo komiö aö „Quadrop- henia” hefur einnig veriö kvik- mynduö. Sólóverkefni Townshend Ariö 1972 sendi Townshend frá sér sólóplötu og bar hún nafniö „Who Came i First”. Vildi hann með nafni plötunnar undirstrika þaö aö Who hafi veriö I fyrirrúmi. Townshend kom ekkert á óvart meö plötu þessari, nema þaö aö Townshend hefur alla tiö veriö leiötogi The Who, svo og vöru- merki þeirra. Strax áriö 1964 vakti hann athygli sem góöur git- arleikari og fyrir þaö aö brjóta einn gitar á hverjum hljómleik- um. Þeim siö hélt hann lengi vel, en segist núna vera vaxinn upp úr slikum uppátækjum. Hann er einnig þekktur fyrir „handsveifl- ur” sinar á hljómleikum, en þvi segist hann hafa stoliö frá Keith Richard. Townshend segist hafa fengiö margt aö láni frá Rolling Stones og nefnir m.a. part úr „Gimme Shelter” sem heyra megi I Won’t Get Fooled Again”. Hitt er svo annaö aö Townshend er frumkvööull á margan hátt, bæöi sem tónlistarmaður og laga- smiöur. Honum hefur tekist aö semja sigild rokkverk, sem eru „Tommy”og „Quadrophenia” og bara fyrir þaö mun nafn hans ætiö vera nefnt ef fjallaö veröur um tónlist siöustu tvo áratugina. Pete Townshend er Who og án hans heföu hinir sennilega náö litlum árangri. KRK Þar kom þó aö þvi aö draumur Townshends rættist, er kvik- myndaleikstjórinn Ken Russell kom „Tommy” á hvita tjaldiö. Boz Scaggs — Middle Man CBS 86094. Fyrir fjórum árum gaf Boz Scaggs út hörkufina plötu, „Silk Degrees”, meö lögum eins og „Lowdown”, „Lido Shuffie” og angurværu ball- ööunni „We’re All Alone” sem Linda Gisladóttir og Rita Coll- idge geröu heimsfrægt. Áriö eftir gaf Boz enn frá sér hljóö á plötunni „Down Two Then Left” og þótti platan best gleymd. Nú — tveimur og hálfu ári siöar kemur ný plata frá Boz, hálflúin hugmynda- fræöilega, en þó ekki alveg út i hött. Þaö er verst hversu staðnaður Boz er oröinn, enga þróun er hægt aö merkja, en þetta er margt ákaflega vel gert og þekkilegt á köflum þþ upptuggiö sé. Auk iiösmanna Toto, sem hafa ævinlega stutt viö bakiö á Boz viö plötugerö, leikur Carlos Santana i einu laganna. Allt eru þetta sérlega geöslegir hljóöfæraleikarar, en þeir flytja ekki fjöll fremur en sendibilstjórar. —Gsal Gunnar Salvarsson skrifar. Þær eru ekki margar rokk- hljómsveitirnar sem geta státað af jafn litríkum ferli og The Who. Allt frá árinu 1964 hafa liðsmenn Who sifellt komið á óvart með hinum ýmsu uppátækjum og er það mest að þakka hinum frá- bæra leiðtoga þeirra og gítarleik- ara Pete Townshend.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.