Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 21
sandkassinn „SJALFSTÆÐISFLOKKUR- INN KLOFNAÐI” segir I stbrri fyrirsögn I Þjóöviljanum i gær. Þaö er auOséö aö Þjóöviljinn er ekki fyrstur meö fréttimar. „ÞRIR MENN SITJA A ALÞINGI í TVO DAGA” segir I fyrirsögn i Visi. Þaö ætti aö vera riimt um þremenningana og þeir hljóta aö geta skipt ræöu- timanum bróöurlega á milli sfn. Kannski aö þetta sé heppileg framtiöarlausn á þrengslunum sem kvartaö er yfir f Alþingis- húsinu? „EINN UMSÆKJANDI VAR DÆMDUR HÆFUR” upplýsir Morgunblaöiö. Ekki er getiö um hvaö hinir fengu þungan dóm. Ný verslun hefur veriö opnuö á Eskifiröi og ber hún nafniö ESKIKJÖR. Ég var aö velta þvi fyrir mér hvort ný verslun á Sauöárkróki veröi þá látin heita SAUÐAKJÖR. „FOLALDÁkTöT" ÆTTI AÐ VERA EFTIRLÆTI SÆLKER- ANNA” segir I Timanum. Ef- laust er þetta haft eftir forráöa- mönnum Fáks. „SKOÐANIR SJALFSKIPAÐRA POSTULA EKKI MARKTÆKAR” er fyrirsögn á grein frá Kaup- mannasamtökunum sem birt var I VIsi. Þvf I ósköpunum voru mennirair þá aö berja saman þessa grein? t landsleiknum viö Norömenn um daginn var Pétri Péturssyni brugöiö illa og daginn eftir skömmuöu biööin óla Ólsen dómara fyrir aö hafa ekki dæmt vltaspyrnu á brotiö. Þar næsta dag sagöi svo Mogginn: „DÓMUR ÓLA ÓLSEN VAR RÉTTUR” Þar meö hélt ég aö allir væru ánægöir, en svo var ekki. Næsta dag á eftir kom enn frétt I Mogganum: „VAR DÓMUR ÓLA EKKI RÉTTUR?” I Mogganum I dag hlýtur svo aö vera fyrirsögn eitthvaö á þessa leiö: „EKKI LEIKUR VAFI A AÐ HINN RÉTTI DÓMUR ÓLA VAR RANGUR” Nýlega var efnt til samkeppni um teikningar aö Ibúöarhúsum á Eiösgranda. Margar tillögur bárust og veitt voru þrenn verö- laun. 1 einni verölaunateikningunni var gert ráö fyrir sérplássi fyrir heimabrugg og einnig var sér- pláss fyrir hákarl. Dómnefndin var sammála um aö þessi tiUaga væri „gott fram- lag I umræöu um gerö Ibúöar- húsnæöis, þar sem samvera fjölskyldunnar er gert aö höfuö- atriöi.” Ég sé fjölskylduna fyrir mér, húsbóndinn kófsveittur aö gefa fyrirskipanir: „Þú veröur I hákarlinum I dag, kona. Þú þaraa strákur, komu meö kút- inn og hjálpaöu mér viö brugg- iö.” Forsetaframboöin eru nú svo viökvæm aö varla er þorandi aö drepa á þau án þess aö eiga á hættu aö vera talin hlutdrægur eöa þá aö móöga einhvern. Jafnvel saklausar fréttatilkvnn- ingarfrá skrifstofum frambjóö- enda veröur aö meöhöndla meö gætni svo ekki hallist á. Eflaust hafa einhverjir hugsaö illt til Tlmans þegar lesnar voru tvær fyrirsagnir er birtust hliö viö hliö I blaöinu I gær: „VIGDIS VIÐFÖRUL” sagöi I annari, en hin var svohljóö- andi: „ALBERT A SKAGAN- | ^ Rannsóknarlögreglan upplýsti þjófnaöinn. S snillingar Háskólabíó 3. júní ALICIA DE LARROCHA Freegasti pianóleikari Spánar leikur verk eftir Beethoven, Bach, De Falla og Ravel. ( stórblaðinu New Vork Times 4. mai eru tónleikar Alicia de Larrocha, sunnudaginn á Listahátið i Reykjavik, taldir einn af f jórum helstu viðburðum ársins á sviði píanóleiks i Evrópu. Miðasala í Gimli opin daglega kl. 14-19.30, sími 28088 Háskólabíó 1. júní RAFAELFRUBECK DE BURGOS frægasti hljómsveitarstjóri Spánar, stjórnar Sinfónluhljómsveit Islands á opnunartónleikum i Háskólabiói. Aefnis- skránni eru „Ræða nautabanans" eftir Turina, „Concierto de Aranjuez" eftir Rodrio. Frægasti gitarkonsert veraldar fluttur i fyrsta sinn á fslandi. Einleikari er Göran Söllscher, sem vann siðustu heimskeppni gitarleikara I Parls og er nú jafnað við fremstu gltarsnillinga nú- tlmans. Eftir hlé leikur hljómsveitin sinfóniu Dvoráks „Or nýja heiminum." Listahátíð Háskólabíó 5. júnl GÖRAN SÖLLSCHER frá Svlþjóð, nýjasta stórstjarnan I gltar- leik, aðeins 24 ára gamall. Hann leikur verk eftir Dowland, Barrios, Yocoh og Ponce.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.