Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVÖ ár eru nú liðin frá því að Vlad- ímír Pútin, þá um flest með öllu óþekktur maður á leiksviði rúss- neskra stjórnmála, tók við embætti forseta. Pútin þykir hafa vaxið mjög í embætti og framganga hans nú einkennast af yfirvegun og sjálfs- öryggi. En margt er það sem for- setanum hefur ekki tekist að leiða til lykta. Hæst ber trúlega stríðið í Tsjets- níju sem Pútín lofaði að binda enda á. Nú vorar senn þar eystra og þá má búast við að bardagar hefjist á ný. Það verður þriðja vorið í röð sem blóði er úthellt þar í valdatíð Pútíns. Stærsta pólitíska verkefni forsetans er að koma á friði í Tsjetsjníju, sem verið hefur sem fleinn í holdi Rússa í hartnær tíu ár og hefur stórlega skaðað ímynd og stöðu þeirra erlendis. Pútín varð forseti Rússlands 31.12 árið 1999 þegar Bortís Jeltsín sagði óvænt af sér. Þremur mán- uðum síðar var hann svo kjörinn forseti í almennum kosningum. Athyglin á Vesturlöndum hefur mjög beinst að utanríkisstefnu for- setans. Hún hefur almennt mælst vel fyrir á erlendum vettvangi en á heimavelli kann staða forsetans ekki að vera jafn sterk. Frekari stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem kann að reynast mun umfangsmeiri en talið var fyrir að- eins örfáum mánuðum, er á næsta leiti. Í Rússlandi telja margir að forsetinn hafi sýnt óþolandi linkind í viðskiptum sínum við vesturlönd. Ólík viðbrögð Rúmir sex mánuðir eru liðnir frá árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin og ljóst er að ráða- mönnum í Moskvu hefur enn ekki tekist að samræma viðbrögð sín við næstu skrefum í því hnattræna stríði gegn hryðjuverkavánni sem Bandaríkjamenn hafa boðað. Ýmsir spyrja hvort verið geti að Pútín Rússlandsforseti sé að einangrast í Moskvu og sú skoðun hefur heyrst að staða forsetans minni um margt á valdatíð Míkhaíls S. Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna. Eitt skýrasta dæmi þess að rúss- neskir ráðamenn tali ekki einni röddu barst á dögunum frá Moskvu þegar stjórnvöld í Georgíu skýrðu frá því að þau hefðu beðið Banda- ríkjamenn að senda hernaðarráð- gjafa til landsins. Það var gert í því skyni að gera stjórnarhernum kleift að leita uppi og uppræta liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, sem sagt er að hafi tekið sér ból- festu í fjallendi í Georgíu. Pútín Rússlandsforseti sagði þegar tíðindi þessi voru borin undir hann að Rússar teldu það „ekki harmleik“ þótt bandarískir ráðgjaf- ar yrðu sendir til landsins. Ígor Ív- anov utanríkisráðherra og nokkrir aðrir undirsátar forsetans lýstu sig hins vegar andvíga þessum áform- um og kváðu þau fallin til að „flækja enn frekar“ stöðu mála á Kákasus- svæðinu. Svipuð ósamkvæmni hefur einnig komið fram varðandi væntanlega afvopnunarsáttmála Rússlands og Bandaríkjanna. Ívanov sagði á dög- unum að ólíklegt væri að formlegur sáttmáli yrði tilbúinn til undirritun- ar þegar George W. Bush Banda- ríkjaforseti kæmi til leiðtogafundar með Pútín í Moskvu í lok maí. Nokkrum klukkustundum síðar skýrði skrifstofa forsetans frá því að fundurinn færi fram 23. til 26. maí. Þykir víst að samkomulag um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna verði þá undirritað. Ágreiningur um Mið-Asíu Þremur dögum eftir árásina á Bandaríkin 11. september var haft eftir varnarmálaráðherra Rúss- lands að hann teldi „óverjandi“ að hermenn NATO fengju aðstöðu í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna í Mið-Asíu til að styðja við aðgerðir gegn talibanastjórninni í Afganist- an en herför gegn henni og al- Qaeda-hryðjuverkasamtökunum hafði þá enn ekki verið ákveðin. Tíu dögum síðar gekk Pútín forseti þvert gegn þessari yfirlýsingu og sagði efnislega að Rússar hefðu ekkert við það að athuga að stjórn- völd í ríkjum þessum aðstoðuðu Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðjuverkaógninni. Halda fast við hugmyndir Prímakovs Þessi afstaða Pútíns kom mjög á óvart. „Pútín er kominn langt fram úr almenningsálitinu og embættis- mannastéttinni yfirleitt,“ segir Víktor Kremenjúk, sérfræðingur við Rannsóknarstofnun vegna Bandaríkjanna og Kanada. „Utan- ríkisráðuneytið var ekki undir þessi umskipti búið og ráðuneytismenn halda enn í hugmyndina um marg- póla heim, sem Jevgeníj Prímakov hélt svo mjög á lofti,“ bætir hann við. Prímakov var utanríkisráð- herra Rússlands fram í september 1998 er Ívanov tók við því starfi. Einangrunin, sem mörgum þykir einkenna stöðu Pútíns, hefur verið borin saman við stöðu Míkhaíls S. Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Almennt er litið svo á að Gorbatsjov hafi einangrast í umbótaviðleitni sinni frá félögum sínum í kommún- istaflokknum og það hlutskipti hafi átt þátt í falli hans. „Í tíð Gorbat- sjovs var utanríkisstefnan líka mót- uð í félagi við fámennan hóp ráð- gjafa. Þetta er mjög hættuleg staða fyrir Pútín,“ segir Andrej Ríbakov, sem starfar við Ríusslandsskrif- stofu Carnegie Endowment-mið- stöðvarinnar. Einangrun Pútíns þykir til marks um að pólitískt bakland hans sé við- kvæmt. Pútín, sem er fyrrum for- ingi í sovésku öryggislögreglunni, KGB, hafi hlotið svo skjótan frama að honum hafi ekki gefist tími til að byggja upp net traustra stuðnings- manna sem hæfir séu til að koma að ákvarðanatöku á æðstu stigum. Þaulhugsað og skipulagt? Ekki eru þó allir sammála þess- ari greiningu. Til eru þeir sem telja að misvísandi yfirlýsingar rúss- neskra ráðamanna séu í senn þaul- hugsaðar og skipulagðar. „Ég get ekki ímyndað mér að ut- anríkisráðherrann láti frá sér fara mikilvægar yfirlýsingar án þess að leita fyrst samþykkis skrifstofu for- setans,“ segir Vjastjeslav Bakhmín, fyrrum andófsmaður sem starfaði í útanríkisráðuneytinu í tíð Andreis Kozyrevs sem var hæstráðandi þar á undan Jevgeníj Prímakov. Að mati Bakhmíns er Pútín forseti að gefa til kynna að andstaða sé við þá vinsamlegu stefnu sem hann rekur gagnvart Vesturlöndum. Með því móti vonist hann til að þess að ráða- menn á Vesturlöndum fallist á viss- ar tilslakanir á ýmsum sviðum. Bakhmín telur og að Pútín sé með þessu að stíga ákveðinn línudans á heimavelli; honum sé í mun að sýna að almenningi fram á að rússnesk stjórnvöld fari ekki án skilyrða að vilja vestrænna ríkisstjórna. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar horft er til ástandsins á heimavelli forsetans. Efnahags- ástandið hefur að vísu batnað nokk- uð en er í meira lagi óstöðugt. Glæpatíðnin eykst ef eitthvað er og stór hluti landsmanna dregur nú sem áður fram lífið í sárri fátækt. Einangrun frá þessum veruleika kann að reynast Pútín erfið. Án baklands í Kreml? Tvö ár eru liðin frá því að Vladímír Pút- ín var kjörinn for- seti Rússlands. Staða hans er talin sterk en ýmsir telja að erfiðleikar kunni að bíða hans. ’ Þetta er mjöghættuleg staða fyrir Pútín ‘ Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti ásamt starfsbróður sínum frá Georgíu, Edúard Shevardnadze. Aðstoð Bandaríkjamanna við stjórn- völd í Georgíu í nafni stríðsins gegn hryðjuverkaógninni hefur mælst misjafnlega fyrir í Rússlandi og athygli hefur vakið hversu misvísandi yfirlýsingar Pútíns og undirsáta hans hafa verið í því efni. ÍRSK stjórnvöld hafa ákveðið að efna til formlegrar rannsóknar á ásökunum þess efnis að kaþólskur prestur, sem svipti sig lífi fyrir þremur árum, hafi um langt árabil misnotað unga drengi kynferðislega. Láta stjórnvöld þar með undan þrýstingi sem jókst til muna í vik- unni þegar Brendan Comiskey, biskup í Ferns-umdæmi, sagði af sér embætti sökum gagnrýni á hvernig hann tók á málefnum prestsins á sínum tíma. Mál prestsins, Sean Fortune, komust í hámæli fyrir skömmu þeg- ar breska ríkissjónvarpið, BBC, fjallaði um þau í heimildarþætti en m.a. var þar rætt við nokkur fórn- arlamba Fortune. Hann framdi sjálfsmorð fyrir þremur árum, stuttu áður en réttarhöld áttu að hefjast yfir honum vegna ásakana um að hann hefði misnotað unga drengi kynferðislega. Micheal Martin, ráðherra heil- brigðismála í írsku stjórninni, sagði í gær að nauðsynlegt væri að kom- ast til botns í málinu. Græða þyrfti sárin sem þessi mál hefðu óumdeil- anlega valdið, ekki aðeins hjá meint- um fórnarlömb- um heldur í samfélaginu sem heild en kaþólska kirkjan hefur lengi verið ein af grundvallarstofn- unum í írsku þjóðlífi. Vissi um ásak- anirnar 1984 Comiskey biskup viðurkenndi, þegar hann tilkynnti afsögn sína í vikunni, að hann hefði ekki gætt nógu vel að því að vernda börn í um- dæmi sínu. Kom fram í The Irish Times að Comiskey hefði verið kunnugt um ásakanir á hendur For- tune allt frá árinu 1984 en lítið að- hafst. Sagði jafnframt í blaðinu að tengja mætti sjálfsvíg fjögurra ungra manna þeirri staðreynd að þeir hefðu verið misnotaðir af For- tune. Þau málaferli sem í undirbún- ingi voru þegar Fortune svipti sig lífi tengdust einungis ásökunum átta pilta en síðan þá hafa hins vegar margir til viðbótar greint frá því, að þeir hafi verið áreittir af prestinum. Stjórnvöld á Írlandi láta rannsaka framferði kaþólsks prests Misnotaði unga drengi um árabil Dublin. AP. Brendan Com- iskey biskup. KISTA Elísabetar drottning- armóður í Bretlandi var borin um götur Lundúna í gær. Lá leiðin frá Buckinghamhöll til Westminster Hall. Áætlað er að um 250 þúsund manns hafi fylgst með fylkingunni og vottað drottningarmóðurinni, sem naut mestra vinsælda af með- limum konungsfjölskyldunnar, hinstu virðingu. Að sögn BBC er þetta umfangsmesta minning- arathöfn sem haldin hefur verið í Bretlandi frá því Winston Churchill var borinn til grafar 1965. Elísabet lést 30. mars sl., 101 árs. Kistan stendur í Westminster Hall þar til jarðarförin fer fram frá Westminst- er Abbey á þriðjudaginn. Elísabet verður greftruð í St. George- kapellu í Windsor við hlið manns síns, Georgs konungs sjötta. AP Drottningarmóður minnst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.