Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 21
Úrvalsbændaferðir 2002
(Bændaferðir = ódýrar rútuferðir, opnar fyrir alla)
Úrval Útsýn býður að þessu sinni eftirfarandi ferðir, sem eru mjög
vel skipulagðar af Friðriki fararstjóra. Gist verður á góðum hótelum
með morgunverðarhlaðborði og kvöldmáltíðir verða snæddar á út-
völdum veitingastöðum. Reynt verður að hafa akstur í lágmarki,
þannig að farþegar eiga að koma úthvíldir heim úr fjölbreytilegum
ferðum, þar sem margt verður skoðað. Verð ferðanna er mjög hag-
stætt, sérlega þegar tekið er mið af hve margt er innifalið.
Fararstjórinn
Friðrik G. Friðriksson
(Frissi) hefur undanfarin
23 ár áunnið sér vinsæld-
ir sem leiðsögumaður
víða um heim.
Bílstjórinn
Þórir Jens Ástvaldsson
hinn síkáti bóndasonur
mun sitja undir stýri á
nýju rútunni sinni og
skemmta farþegum.
1. ferð: Ítalía með viðkomu í Þýskalandi og Austurríki. 20. maí - 1. júní. (Örfá
sæti laus). Komið verðu við m.a. í þýsku og austurrísku Ölpunum, ítölsku
Dólómítölpunum, Feneyjum, Róm, Pompei, Flórens, Pisa og flogið heim frá
Mílanó að kvöldi síðasta dags. Verð kr. 119 þúsund
(innifaldir allir skattar, 9 kvöldverðir og 1 hádegisverður)
•
2. ferð: Þýskaland með viðkomu í Frakklandi 19. - 29. júní.
Í þessari ferð gefst mönnum kostur á að kynnast menningu vínhéraða í Þýska-
landi og Frakklandi, Mósel, Svartiskógur og Elsass. Sérfróður fararstjórinn mun
leiða farþega í allan sannleika um vínyrkju og því þægilega og friðsama and-
rúmslofti sem henni fylgir. Margir áhugaverðir staðir verða heimsóttir, svo sem
blómaeyjan Mainau í Bodenvatni.
Verð kr. 115 þúsund (innifaldir allir skattar og 9 kvöldverðir)
•
3. ferð: Ítalía/Þýskaland/Austurríki
2. - 13. júlí
Nánast sama ferð og ferð númer 1.
•
4. ferð: Þýskaland/Frakkland 16. - 26.
júlí Sama ferð og ferð númer 2.
Nánari upplýsingar veita Silja Rún og Helena í Hlíðasmára 15, Kópavogi,
eða í síma 585 4140 og taka þær einnig við pöntunum.
Ferðaávísun Mastercard gi ldir 5.000
ÚRVAL•ÚTSÝN
á 10 ára afmælisári klúbbsins
17. september - 8. október
Kr. 350 þús. á mann, ALLT innifalið,
þ.e. lúxushótel, fullt fæði, allar
kynnisferðir, allir skattar og gjöld
Upplýsingar gefur
Unnur Guðjónsdóttir
í símum 551 2596
og 868 2726
Til Kína með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
ÓÖLDIN sem nú geisar fyrir botni
Miðjarðarhafs er enn ein ógnunin við
stöðu Yassers Arafats sem leiðtoga
Palestínumanna, og vekur upp þá
spurningu, hver kunni að taka við
leiðtogahlutverkinu af honum. Svar
við þeirri spurningu er þó vandfund-
ið, ekki síst vegna þess að þeir sem
þykja koma helst til greina láta nú
fara lítið fyrir sér.
Tveir yfirmenn öryggslögreglu
Palestínumanna, einn helsti höfund-
ur Óslóar-samkomulagsins, palest-
ínskur þingmaður og vinsæll upp-
reisnarleiðtogi eru á meðal þeirra
sem nefndir hafa verið sem hugsan-
legir arftakar Arafats.
Ísraelar halda Arafat í herkví í að-
alstöðvum heimastjórnar Palestínu-
manna í Ramallah, og Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki
farið dult með, að hann vill losna við
Arafat. Leiðtogar Palestínumanna
telja, að hið raunverulega markmið
Sharons sé að uppræta heimastjórn-
ina, þ.á m. arftaka Arafats, segir Ed
Abington, helsti málsvari Palestínu-
manna í Washington.
Meðal þeirra sem nefndir hafa
verið sem hugsanlegir arftakar er
Mahmoud Abbas, einn þeirra sem
tóku þátt í gerð Óslóarsamkomu-
lagsins 1993, er leiddi til friðarum-
leitana er stóðu í sjö ár, uns uppreisn
Palestínumanna, intifada, er nú
stendur, braust út í september 2000.
Abbas fór ótroðna slóð um miðjan
síðasta áratug, er hann varð fyrsti
frammámaður Palestínumanna er
veitti samþykki við kröfum Ísraela
um yfirráð yfir hverfum í Jerúsalem
er Ísraelar hertóku 1967. Nýverið
tilnefndi Arafat Abbas annan af
tveimur yfirmönnum bráðabirgða-
stjórnar, skyldi hann sjálfur láta af
embætti.
Hinn bráðabirgðaleiðtoginn, sem
Arafat tilnefndi, er Ahmed Qureia,
forseti palestínska þingsins, sem
einnig tók þátt í gerð Óslóarsam-
komulagsins. Hann þykir þægilegur
í viðmóti, sem hefur á undanförnum
árum áunnið honum vináttu ísr-
aelskra starfsbræðra hans.
Qureia er staðráðinn í að aftur
skuli sest að samningaborðinu og
fyrir skömmu fundaði hann með Shi-
mon Peres, utanríkisráðherra Ísr-
aels.
Lögreglustjórarnir tveir, sem
þykja koma til greina sem arftakar
Arafats, eru Mohammed Dahlan, á
Gaza, og Jibril Rajoub, á Vestur-
bakkanum. Það sem helst gefur
þeim forskot á Qureia og Abbas er að
þeir eru yngri og „heimamenn“.
Margir Palestínumenn eru argir út í
úrvalshópana sem tóku völdin eftir
að hafa snúið heim úr útlegð 1994.
Bæði Dahlan og Rajoub fóru fremst-
ir í flokki í uppreisn Palestínumanna
1987–1993, og sátu í fangelsum í Ísr-
ael, þar sem þeir lærðu hebresku.
Báðir eru þeir hófsamir, en nú,
þegar þeir fara fyrir andspyrnu
gegn atlögum Ísraela, láta þeir lítið
fyrir sér fara. Ísraelski herinn jafn-
aði höfuðstöðvar Rajoubs í Ramallah
við jörðu sl. þriðjudag.
Af fregnum ísraelskra fjölmiðla
mátti ráða að skotmark Ísraela þá
hefði ekki verið Rajoub, heldur
Marwan Barghouti, leiðtogi upp-
reisnarinnar sem nú stendur, en
hann hefur einnig verið nefndur sem
hugsanlegur arftaki Arafats. Bargh-
outi hefur verið talinn hófsamur og
hefur enn ekki tekið undir þær af-
dráttarlausu yfirlýsingar gegn Ísr-
aelum sem nú heyrast sífellt oftar.
Hugsanlegir arftakar
láta lítið á sér bera
Veik staða Ara-
fats vekur spurn-
ingar um hver
gæti tekið við
hlutverki hans
Washington. AP.