Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 33 Mikið hættuástand skapaðist og vegna þess eru margar erf- iðar baráttur framundan. Hins vegar eru menn meðvitaðir um hættuna og búa sig undir hana varnarlega séð. Það er hins veg- ar háð peningalegum takmörk- unum en verð eru mjög há um þessar mundir. Stefnan er samt sett á að sigra leikinn. Líklega hrökkva þeir við, sem lesa þennan kostulega texta og eiga jafnvel erfitt með að skilja hann. Staðreyndin er hins vegar sú að málnotkun af þessu tagi er daglegt brauð í fjölmiðlum á Ís- landi og klausan hér að framan soðin saman upp úr fréttum síð- ustu daga. Það er ekki hægt að segja að máltilfinning þeirra, sem svona texta skrifa, sé hrein og tær. Þarna eru hreinlega á ferðinni slæmar villur og ambög- ur, sem fólk ætti ekki að láta frá sér fara. Sé reynt að koma umræddum texta á mannamál, sé þess nokk- ur kostur, gæti útkoman verið á þessa leið: Mikil hætta skapaðist og mikil barátta er því fram- undan. Hins vegar er mönnum hættan ljós og treysta varnir sín- ar. Það er dýrt en verðlag er mjög hátt um þessar mundir. Stefnan er samt sett á sigur í leiknum. Stundum er texti svo illa skrif- aður að varla er hægt að endur- skrifa hann svo vel fari, enda ekki alltaf ljóst hvað textinn á að þýða. Í títtnefndri klausu eru margar reglur brotnar. Orðin barátta og verð eru eintöluorð, sem taka alls ekki fleirtölu, líkt og hveiti og kaffi. Til allrar ham- ingju er ekki farið að panta þrjú köff í staðinn fyrir kaffi fyrir þrjá, en kannski kemur að því ef þróunin verður sú sama og með verð, sem er í sívaxandi mæli notað í fleirtölu. Hvað leikinn varðar þá vinnst hann eða tapast en sigrast ekki. Við vinnum leiki eða töpum, sigr- um þá ekki, en við getum unnið sigur í leiknum. – – – Það virðist færast í vöxt að orðmyndir eins og varnarlega, peningalega, uppeldislega og vinnulega séð, séu notaðar, en þær eiga illa heima í íslensku og kannski erfitt að átta sig á upp- runa þeirra. Það er auðvelt, eins og sýnt var hér að framan, að komast hjá þessum ambögum með því einfaldlega að nota nafn- orðið. Í stað þess að segja að eitthvað sé uppeldislega slæmt, er réttara að segja að eitthvað sé slæmt fyrir uppeldi eða enn betra, að eitthvað spilli uppeld- inu. Orðinu ástand er í of miklum mæli bætt við önnur nafnorð eins og dæmið um hættuástand sýnir. Hættuástand er einfaldlega bara hætta og ástandið því algjörlega óþarft. Svipað á við um orðið að- gerðir. Við lesum og heyrum í fréttum um ofbeldisaðgerðir og hernaðaraðgerðir í Aust- urlöndum nær og við heyrum um verkfallsaðgerðir hér heima og víðar. Þarna er aðgerðunum al- gjörlega ofaukið. Menn beita ein- faldlega ofbeldi eða hernaði og í orðinu verkfall felst allt sem segja þarf. Verk eða vinna er felld niður. Oft verður fólki á, þegar það notar orðtök og málshætti. Stundum er um misskilning að ræða, fólk skilur hreinlega ekki málsháttinn eins og hann er. Því breytist hann í meðförum þess. Það á til dæmis við um karlinn sem sagði að sjaldan launaði kálfur ofbeldi. Það skildi hann en ekki hina réttu mynd að sjaldan launaði kálfur ofeldi. Mörg svip- uð dæmi mætti tína til og því rétt að benda fólki á að nota hvorki orðtök né málshætti nema það sé visst um að rétt sé farið með og skilningurinn á orðtakinu eða málshættinum sé réttur. – – – Hlutverk þessa þáttar er ekki að vera eins konar dómstóll, hvorki rann- sóknarréttur miðalda né ta- líbanskur strang- trúardómstóll. Engu að síður viljum við benda á það sem miður fer og eins það sem vel er gert. Mark- miðið er að hvetja fólk til að halda vöku sinni, vera á verði og nota ástkæra ylhýra málið eins vel og kostur er. Markmiðið er líka að skapa umræðu um mál- notkunina og þótt þátturinn sé enn í reifum, ef svo má að orði komast, hefur verið nokkuð um viðbrögð við honum. Sá sem þetta ritar þakkar þau viðbrögð og ábendingar sem hann hefur fengið, bæði um það sem miður hefur farið og hitt sem vel hefur verið gert. Það er hluti af lífi þáttar af þessu tagi að lesendur bregðist við og láti frá sér heyra. Eitt er það í fjölmiðlum sem oft er rætt, þegar málnotkun ber á góma. Það eru beinar lýsingar á íþróttakappleikjum. Þar falla stundum einstök „gullkorn“ í hita leiksins. Þeim sem íþrótta- leikjum lýsa er oft nokkur vandi á höndum og því skiljanlegt að þeim verði stundum á í mess- unni. Það er hins vegar ósann- gjarnt að halda því mikið á lofti, því lýsingin er oft erfið, leikurinn getur verið daufur og þá þarf að fylla í eyðurnar. Sá sem þetta skrifar vill því bera í bætifláka fyrir íþróttafréttamennina, því í flestum tilvikum gera þeir mjög vel við erfiðar aðstæður. – – – Gamanmál. Nú styttist í vor- próf í skólum landsins og von- andi gengur öllum vel. Því var þó ekki að heilsa í eftirfarandi dæmi, sem er orðið nokkurra áratuga gamalt. Það er ritgerð í gagnfræðaskóla og skrifa átti um Húnavatnssýslu. Ritgerðin var svona: „Húnavatnssýsla er hálend- asta sýsla landsins. Þar er ekk- ert nema fjöll og firnindi. Þó er þar einn dalur. Sá heitir Svarf- aðardalur. Í honum er ein á, Svarfaðardalsá, og rennur hún í Svarfaðardalsvatn.“ ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason Hlutverk þessa þáttar er ekki að vera eins kon- ar dómstóll hjgi@mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík w w w .t e xt il. is INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGINU HF. Mánudaginn 6. maí 2002 verða hlutabréf í Íslenska járnblendifélaginu hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Íslenska járnblendifélagsins hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Íslenska járnblendifélaginu hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Íslenska járnblendifélagsins hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Íslenska járnblendifélagsins hf., Grundartanga, 301 Akranesi eða í síma 432 0141. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Íslenska járnblendifélagsins hf. Frank Bjørklund, framkvæmdastjóri. ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 Velkomin í Fríform. Góð aðkoma og næg bílastæði. 4ra kerfa ofn, hvítur Verð áður kr. 45.300,- Nú aðeins kr. 29.990,- 4 kerfa ofn, burstað stál Verð áður kr. 61.200,- Nú aðeins kr. 45.900,- 7 eða 8 kerfa ofn hvítur, svartur, spegill, stál Verð áður kr. 69.900,- Nú aðeins kr. 55.900,- 2JA ÁRA ÁBYRGÐ FULLKOMIN VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Helluborð 25–40% afsláttur 2ja hellu Frá kr. 9.720,- 4ra hellu Frá kr. 18.230,- Keramikborð – 25% afsláttur Frá aðeins kr. 39.830,- 2 gas + 2 raf. – 25% afsláttur Burstað stál kr. 25.730,- Gasborð – 25% afsláttur 2 blúss: Frá kr. 14.850,- 3 blúss: Aðeins kr. 35.250,- 4 blúss: Frá kr. 28.800,- Vifta, hvít eða svört/stál Áður kr. 8.840,- Nú aðeins kr. 6.900,- Veggháfur, burstað stál Breidd 60cm: Áður kr. 35.700,- Nú aðeins kr. 26.900,- Breidd 90cm: Áður kr. 43.600,- Nú aðeins kr. 33.900,- Veggháfur, burstað stál Breidd 60cm: Áður kr. 39.500,- Nú aðeins kr. 29.900,- Breidd 90cm: Áður kr. 47.400,- Nú aðeins kr. 36.900,- Eyjuháfur 90x65cm Verð áður kr. 95.900,- Nú aðeins kr. 74.900,- O F N A R KOSTABOÐ Á HINUM RÓMUÐU OG EFTIRSÓTTU ÍTÖLSKU RAFTÆKJUM eldavélum, ofnum, helluborðum og viftum. Hvítir, svartir, spegill, burstað stál mánud.–föstud. 9–18 laugardaga 10-16 OPIÐ: E kk e rt e ld h ú s á n E L B A .. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.