Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 35
Hún var farin að kveða áð-
ur en hún gat talað og sex
ára gömul kunni hún nóg
af vísum til að kveða með bróður sínum inn á heil-
an vals án þess að vera nokkurn tíman minnt á.
Sjötíu og sjö árum síðar segir hún mér, að hún
hafi enga tölu á þeim kveðskap, sem hún kann, en
skýtur á að hún kunni eitthvað á fimmta hundrað
rímnalög.
Margrét Hjálmarsdóttir horfir til mín í gegn
um sígarettureykinn.
„Það er litlu logið, þótt ég sé kölluð kvæða-
manneskja,“ segir hún og það er stutt í brosið.
Faðir hennar, Hjálmar Lárusson, var dóttur-
sonur Bólu-Hjálmars. Hann var listaskurðmaður,
skar út í fílabein og fleiri efni, kvað og orti. Móðir
hennar, Anna Halldóra Bjarnadóttir, var líka fyr-
ir kveðskap og gat sett saman vísur. Og bæði
héldu þau kveðskapnum að börnum sínum; „Við
vorum alltaf að kveða,“ segir Margrét og andlit
hennar lýsist upp við minninguna frá bernsku-
heimilinu í Grímsstaðaholtinu. „Kveðskapurinn
var svo ríkur í okkur öllum.“
Réð hann miklu á hennar eigin heimili?
„Já, já. Ég hef verið síkveðandi allt mitt líf.
Ég er tvígift og seinni maðurinn minn var mik-
ill kvæðamaður; alveg á
sömu línu og ég, safnaði
kveðskap og tók upp.
Ein dóttir mín kveð-
ur ekki, en hinar tvær
geta það og önnur
þeirra er sérstaklega
áhugasöm. Svo er ein
dótturdóttir, sem hefur
gaman af kveðskap.“
En strákarnir?
„Ég á þrjá stráka.
Þeir hafa ekkert haldið
í kveðskapinn. Þó getur
nú einn þeirra kveðið,
þegar vel liggur á hon-
um!“
Margrét á mikið safn
af kveðskap á spólum.
Margt hefur hún sjálf
kveðið, en þó meiru
safnað, þar á meðal því,
sem faðir hennar kvað
við annan mann inn á
vaxhólka 1923, en hefur
síðan verið fært yfir á
segulbönd og kass-
ettur.
Í þetta safn sækir
Margrét sér stöðuga
gleði og því meiri nú,
sem sjónin er farin að
baga hana. Hún gaf því
sjónvarpið sitt á dögun-
um. „Ég lá nú aldrei
mikið yfir sjónvarpinu.
Hef alltaf hlustað þeim
mun meir á útvarpið.
Það var því lítið mál
fyrir mig að missa sjón-
varpið. En það er
verra, hvað ég get orðið lítið lesið á bókina.
Má ég annars bjóða þér bjór?!“
– Nei, takk. Ekki núna. Ég yrði bara fullur og
færi þá kannski að syngja!
„Það væri nú ekkert að því að þú tækir þá eins
og eina stemmu!“
Það verður ekkert af því. Ég þigg bara soðið
vatn. Aftur á móti tekur Margrét stemmu fyrir
mig og kveður lýsinguna á Andra í Andrarímum:
Kjaftinn þandi kolsvartan,
kampurinn tók á bringu.
Enginn brandur bíta kann,
berserk Andra hamramann.
En Margrét sýnir mér líka ljúfari strengi í
kvæðahörpunni, þegar hún kveður þessar vísu
eftir Þorstein Erlingsson úr Litla skáldi á grænni
grein:
Litla skáld á grænni grein,
gott er þig að finna;
söm eru lögin, sæt og hrein,
sumarkvæða þinna.
Og úr Lágnætti Þorsteins:
Margoft þángað mörk og grund
mig að fángi draga,
sem þær ánga út’við sund
eftir lánga daga.
Hvað var það við kveðskapinn, sem heillaði
hana barn?
„Þessum gamla íslenzka kveðskap var haldið
svo að okkur, að hann síaðist ósjálfrátt inn. Efnið
voru riddarasögur settar í rímur. Það gerðu Sig-
urður Breiðfjörð og fleiri. Og svo voru líka vís-
urnar. Við kváðum margar vísur og vísnaflokka.
Sjálfar stemmurnar, sem valdar voru við rím-
urnar, skiptu höfuðmáli. Það getur nefnilega ver-
ið nokkur kúnst að velja rétta lagið. Það þarf að
falla að efninu. Þess vegna velur maður annað lag
við rímur en vísur eða vísnaflokka.
Það segir sig eiginlega sjálft, að það gengur
ekki að nota sama lagið við ástina og bardagann!
Ég tók ung ástfóstri við Andrarímur og Jóns-
víkingsrímur og svo held ég alltaf upp á Núm-
arímur og Hjálmarskviðu eftir Sigurð Bjarnason.
Af vísunum hefur mér alltaf þótt vænzt um vísur
Þorsteins Erlingssonar. Við hjónin kváðum einu
sinni inn á spólur allar vísur eftir Þorstein Erl-
ingsson, sem við kunnum og vissum um.“
Nærri má geta, að skáldskapur Bólu-Hjálmars
hafi mikið verið hafður um hönd á æskuheimili
Margrétar.
„Við vissum vel af því að við vorum afkomendur
hans. En við vorum ekki í neinum sérstökum
stellingum þess vegna. Við kváðum auðvitað mik-
ið eftir hann; sérstaklega Göngu-Hrólfsrímur.“
– Með allan þennan kveðskap í þér og í kring-
um þig. Hefur þú ekki ort eitthvað sjálf?
„Ekki rímur.“
– En...
„Ég hef stundum gert eina og eina vísu.“
Eftir nokkra eftirgagnsmuni, þar sem Margrét
ber fyrir sig minnisleysi og sjónleysi, fer hún með
þessa vísu:
Úti er svalt, þig inni halt,
orku valt er gengið.
Mér er kalt og meinað allt,
meira galt en fengið.
– Þessi er nú ekki beint í takt við glaðlegt yf-
irbragð þitt.
„Nei. Ég er létt í lund sem betur fer.
En það getur nú líka komið yfir mann svona
samt.“
Hvað finnst Margréti Hjálmarsdóttur um
stöðu stemmunnar í dag?
„Ég er stundum að gera mér upp áhyggjur af
því að þetta hverfi allt með okkur gamlingjunum.
En svo tek ég gleði mína aftur, þegar ég sé unga
fólkinu fjölga hjá Iðunni. Það koma alltaf nýir
hópar í skörðin. Og þá veit ég, að það verður ekki
þaggað niður í kveðskapnum.
Reyndar er ekkert ort af rímum lengur. En það
kemur ekki að sök. Þær duga okkur alveg þessar
gömlu. Svo er mikið til af vísum og vísnaflokkum
og enn eru margir að setja saman vísur, sem eru
kvæðahæfar.
En það verð ég að segja eins og er, að ég felli
mig ekki við að spilað sé undir kveðskapinn. Það
var aldrei gert og nú er ég orðin nógu gömul og
íhaldssöm til að mega vera á þessari skoðun, þótt
ég vilji ekki taka fyrir það, að þetta haldi kveð-
skapnum við og komi honum út til unga fólksins.“
Margrét Hjálmarsdóttir kveður mig með
stemmu, sem hún segir Guðrúnu, dóttur Bólu-
Hjálmars, hafa kveðið oft. Sjálf tók Margrét ást-
fóstri við hana barn og grét jafnan, þegar hún
kvað hana. Stemman er úr Hjálmarskviðu Sig-
urðar Bjarnasonar og Guðrún fór þannig með
hana, að hún endurtók síðustu línuna þrisvar
sinnum. „Það gerði enginn nema hún“:
Samfunda um sælufrið,
sætan bar hugsmíði,
ennþá var á aðra hlið,
ólánsfararkvíði.
Ólánsfararkvíði.
Ólánsfararkvíði.
Ólánsfararkvíði.
Síkveðandi allt sitt líf
Eftir Freystein
Jóhannsson
Morgunblaðið/Ásdís
SIGURÐUR
BREIÐFJÖRÐ.
Margrét kann að
vonum marga rím-
una eftir hann.
ÞORSTEINN
ERLINGSSON. Vísur
hans þykir Margréti
vænzt um og hefur kveð-
ið þær allar inn á spólu.
BÓLU HJÁLMAR var langafi
Margétar Hjálmarsdóttur og
kveðskapur hans að vonum
mikið hafður við höndina á
heimili hennar.
freysteinn@mbl.is
MARGRÉT HJÁLMARSDÓTTIR. Hún kann ósköpin öll af kveðskap og er með
á fimmta hundrað rímnalög á hraðbergi.
rs veitu-
æmt að
um svið-
nlega að
við hlið
gja fleiri
ert hús.
greina.
érleyfis-
gsfyrir-
erði háð
hún eigi
þess að
ir þjón-
hinum
g fram-
r á móti
al um
ár
ð frá og
llir raf-
nt stórir
yrirtæki
geti íbúi
upa raf-
kjavíkur
elji það
rirtækið
a verða
því raf-
á heim-
pandinn
nn. Eft-
md verð-
keppnis-
öðrum
arkaði.
Frumvarp til nýrra raforkulaga
var fyrst lagt fram á Alþingi í
fyrravor og vísað til iðnaðarnefnd-
ar eftir að hagsmunaaðilar höfðu
fengið að gera sínar athugasemdir
við frumvarpið. Af hálfu Lands-
virkjunar var lögð rík áhersla á það
að frumvarpið myndi ekki skerða
lánshæfi fyrirtækisins og þar með
möguleika Íslendinga á að bjóða
hagstætt raforkuverð til stóriðju.
Bókhaldslegur aðskilnaður í
stað fyrirtækjaaðskilnaðar
Frumvarpið var fyrir skemmstu
lagt fram á Alþingi á nýjan leik.
Helsta breytingin sem gerð var á
frumvarpinu felst í því að ekki er
lengur gerð krafa um fyrirtækja-
aðskilnað milli vinnslu og sölu ann-
ars vegar og dreifingar og flutn-
ings hins vegar. Á hinn bóginn er
kveðið skýrt á um bókhaldslegan
aðskilnað milli þessara þátta í
rekstri orkufyrirtækja en með
kröfunni um fyrirtækjaaðskilnað
var í reynd gengið lengra en þurfti
til þess að uppfylla ákvæði samn-
ingsins um Evrópska efnahags-
svæðið.
Hefðu þessar breytingar ekki
verið gerðar á frumvarpinu hefði
t.d. Orkuveita Reykjavíkur þurft
að stofna sérstakt fyrirtæki um
rekstur Nesjavallavirkjunar, ann-
að fyrirtæki um dreifingu raforku
á veitusvæðinu og þriðja fyrirtæk-
ið um dreifingu á heitu vatni.
Þorkell segir að þetta hafi þótt
óþarflega langt gengið og því hafi
verið ákveðið að krefjast þess ein-
göngu að fyrirtækin hafi skýran
aðskilnað í bókhaldi fyrir þennan
rekstur.
Landsvirkjun vel undirbúin
fyrir breyttan markað
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
fyrirtækið vera vel búið undir þær
breytingar sem stefnt sé að á raf-
orkumarkaði. Fyrir tveimur árum
hafi verið stofnað sérstakt flutn-
ingssvið Landsvirkjunar en rekst-
ur þess sé skýrt aðgreindur frá
öðrum rekstri.
Náist samkomulag á meðal
orkufyrirtækja um að þau leggi
flutningsvirki sín inn í hið nýja
flutningsfyrirtæki sem eignir telur
Þorsteinn að Landsvirkjun myndi
eiga um 75% hlut í fyrirtækinu.
Það sem mestu máli skipti sé þó
það að flutningsvirkin yrðu þá
áfram bókfærð sem eign og því
mundu breytingarnar ekki hafa
áhrif á lánshæfi Landsvirkjunar á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Góð lánshæfiseinkunn sé ein meg-
inforsenda þess að Landsvirkjun
verði samkeppnisfær á alþjóða-
markaði, þ.e. hún geti áfram boðið
hagstætt raforkuverð til fyrir-
tækja í stóriðju. „Okkar staða á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum
verður óskert þrátt fyrir þessar
skipulagsbreytingar,“ segir Þor-
steinn.
! "#"$
% &' (
% ") *
(
!
!
!
!
!
$%#$ &
'(
"!"! )*
!$ &
$
)
! $ &
%"
!$ &
$
)
$ &
!
#
! )
&!'#
*$ & !
#"!%
+,-
!&
!
$
!$ &
valið um raforkusala árið 2004
arðfræð-
kk við-
nar fyrir
ðsfundi
kur lætur
ndir og
við
fnun fyr-
mið með
myndir
i um-
í virkj-
rautryðj-
mælingar
á vatns-
hann
t.d. á
di og á
g sjáv-
r S.
on
ð-
ur
Morgunblaðið/Kristinn
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, af-
henti Hauki viðurkenninguna og sagði að samstarf Hauks og Lands-
virkjunar hafi alla tíð verið árangursríkt og borið góðan ávöxt.
ning Landsvirkjunar fyrir jarðfræðistörf