Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 39

Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 39 ✝ Steinunn Gunn-arsdóttir fæddist í Grænumýrartungu 28. júní 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnar V. Þórðar- son, f. 1890, d. 1980, og Ingveldur Björns- dóttir, f. 1894, d. 1981. Systir Stein- unnar er Sigríður Gunnarsdóttir, f. 21.8. 1916, gift Ragn- ari Guðmundssyni, f. 17.7. 1911. Uppeldisbræður Stein- unnar eru Þórður Guðmundsson, látinn, kona hans var Ísgerður Kristjánsdóttir, látin, og Björn Svanbergsson, látinn, hann var kvæntur Bergþóru Jónsdóttur. Hinn 24. október 1943 giftist Steinunn Guðbrandi Benedikt Jó- hannessyni, f. 4.1. 1914, d. 25.10. 1983, bónda og húsasmið á Saur- um í Laxárdal. Hann var sonur Jóhannesar G. Benediktssonar bónda og söðlasmiðs á Saurum og Jófríðar M. Guðbrandsdóttur konu hans. Börn Steinunnar og Benedikts eru: 1) Melkorka, f. 9.7. 1945, gift Sigurbirni Sigurðssyni, f. 30.6. 1941. Börn þeirra eru: a) Stein- unn Margrét, f. 1966, gift Haraldi Reynissyni, f. 1966, og eiga þau tvo syni, Steinar og Reyni. b) Sig- urborg Hrönn, f. 1970, gift Sveini Sigurðssyni, f. 1969, börn þeirra eru Melkorka Rún, Davíð, látinn, og Rakel Hrönn. c) Sigurður, f. 1976, sambýliskona hans er Henný Árnadóttir, f. 1977. 2) Jó- hannes, f. 6.3. 1950, d. 18.9. 1999, sambýliskona Vil- borg Eggertsdóttir, f. 1.4. 1950, börn þeirra eru: a) Birgir, f. 1971. b) Ólafur, f. 1975. c) Sunneva, f. 1981, og d) Bene- dikt, f. 1983. Dóttir Jóhannesar og Sig- rúnar Guðjónsdótt- ur er Addbjörg Erna, f. 1969, gift Hermanni Þór Er- lingssyni, f. 1969, börn þeirra eru a) Birkir Freyr, b) Andri Már, c) Elísa Sif. 3) Jófríður, f. 23.6. 1952, gift Hafliða Má Aðalsteinssyni, f. 24.3. 1949. Dætur þeirra eru a) Hugrún Björk, f. 1972, gift Hermanni Má Þórissyni, f. 1972, dóttir þeirra er Signý Rut. b)Benedikta Steinunn, f. 1973. Steinunn ólst upp í Grænumýr- artungu í Hrútafirði, hún stund- aði barnaskólanám við farskól- ann í Grænumýrartungu og síðar nám við Héraðsskólann á Reykj- um í tvo vetur 1935–1937, einnig starfaði hún við skólann 1937– 1938. Eftir það lærði hún kjóla- saum hjá Magðalenu Sigþórsdótt- ur í Reykjavík árin 1938–1940. Hún var símamær á Símstöðinni á Borðeyri 19401942. Steinunn átti heima í Grænumýrartungu þar til hún fluttist að Saurum í árslok 1942, þar var hún húsmóðir og annaðist bústörf til ársins 1991 er hún flutti í leiguíbúð á Silfurtúni í Búðardal. Útför Steinunnar fer fram frá Dalabúð í Búðardal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hjarðarholtskirkjugarði. Hún amma á Saurum er dáin. Vertu sæl, elsku amma, og takk fyrir allar ljúfu stundirnar og minn- ingarnar gamlar og nýjar. Það er ekki hægt að segja annað en að samband okkar hafi verið hlýtt og gott alla tíð frá því að ég man eftir mér. Það var alltaf gott að koma til þín og Benna afa og Munda frænda á Saura. Það eru margar minningar um Saura frá þeim tíma þegar allur dagurinn fór í það hjá manni að leika sér. Smíðahúsið hjá afa sem var fullt af ævintýrum, tjörnin fyrir neðan veginn og flekarnir sem voru á henni, hjallurinn og gömlu fjárhúsin. Þarna gat maður leikið sér allan daginn og það var varla að maður gæfi sér tíma til þess að koma inn í kaffi þegar kallað var á mann. En það sem dró mann inn í kaffi voru kræs- ingarnar sem alltaf voru með kaffinu hjá þér og þá sérstaklega pönnukök- urnar þínar sem þú gerðir svo góðar. Og svo man ég líka eftir því að þú varst að reyna að ala okkur Óla frænda upp við matarborðið og sagð- ir við okkur að vera ekki alltaf með olnbogana uppi á borði, og ég grín- aðist nú oft með þetta við þig síðustu árin þegar við spjölluðum saman. Annað slagið hrekkur maður upp við vondan draum í hinu daglega amstri og áttar sig á því hvað lífið líð- ur hratt í raun og veru. Það er að vísu talsvert síðan ég áttaði mig á því. Það er allt of algengt að við sökkvum okk- ur í allt of mikla vinnu og látum fjöl- skyldur okkar og vini sitja á hakan- um. Það er okkur sjálfum að kenna og að einhverju leyti þjóðfélaginu okkar. Alltaf þegar ég kom heim í Dali síðustu ár þá vandi ég mig á það að reyna að koma alltaf til þín. Ég var að hugsa um það núna, amma, á með- an ég er að skrifa þér þetta: Hvað ætli þú hafi prjónað marga ullar- sokka og ullarvetlinga á mig í gegn- um tíðina? Það er nú talsvert af ull sem hefur farið í það. Flestir tala um hvað það sé leiðinlegt að fá mjúka pakka á jólunum, en alltaf var jafn- yndislegt að fá mjúku pakkana frá þér, ullarsokkana og vettlingana sem þú varst svo lagin við að gera. Bara svo þú vitir það, þá er ég í ullarsokk- um frá þér núna þegar ég er að skrifa þetta. Elsku amma, ævi þín hefur ekki alltaf verið dans á rósum veit ég. Afi Benni á Saurum fór allt of snemma frá okkur að mér fannst, 1983, þá að- eins 69 ára gamall. Og svo þegar hann Jói Ben okkar, einkasonur þinn, lést árið 1999, þá 49 ára gamall. Það hlýtur að taka svakalega á sálina að horfa á eftir börnum sínum hverfa úr þessari jarðvist. En þú varst hörð af þér. Þú varst líka hörð af þér að hafa verið með kindabúskap á Saur- um þetta lengi. Ég man þegar öllum kindunum þínum var smalað saman í hólfið milli fjárhúsanna og smíða- hússins og allir sem vettlingi gátu valdið, eða öllu heldur rúningsklipp- um, komu og tóku til við að rýja kind- urnar. Því miður vorum við Óli frændi ekki nógu háir í loftinu til þess að geta rúið, en við fórum bara á meðan inn í smíðahús og prófuðum sagirnar og hamrana hans afa Benna. Ég held að ég hafi erft stóran hluta af húmornum frá þér, amma. Þú varst húmoristi. Alltaf hress og ger- andi að gamni þínu og ég held að það hafi nú fleytt þér langt hvað þú varst mikill húmoristi. Ég hafði gaman af því að heyra það að þú hafðir verið að gera að gamni þínu við hjúkrunar- konurnar á Akranesi og segja þeim brandara þína síðustu daga hérna. En ég held að það sem fleytir manni lengst og best áfram í lífinu sé að- allega þrennt, ást, kærleikur og húm- or. Þegar þú varðst 80 ára 1999 fórum við ættingjarnir þínir með þig í sigl- ingu út í Breiðafjarðareyjar en það var stuttu áður en Jói Ben dó. Ég og Óli frændi gerðum myndband um ferðina. Ég sé það svo vel núna hvað þetta myndband er orðið gríðarlega dýrmætt og þakka ég Óla frænda fyrir það að stinga upp á þessu. Við Óli tókum meðal annars viðtal við þig um borð í bátnum. Þá sagðir þú að það væri söknuður hjá þér yfir því að Biggi frændi og Steina Magga systir gátu ekki komið í siglinguna en þau eru búsett erlendis. Þú sagðir svo að lífið væri nú þannig að það gætu ekki alltaf allir verið á sama stað á sama tíma, það væri nú bara þannig. Og mér finnst þessi orð þín passa vel við núna þegar fjögur barnabörn þín og tvö barnabarnabörn þín eru stödd er- lendis þegar útför þín fer fram, Birg- ir og Óli í Berlín, Steina Magga, Steinar og Reynir í Kaupmannahöfn og Benný í Boston. En ég veit að hugur þeirra allur er hjá þér núna, amma mín. Það var eitthvað ólýsanlegt við þá stund amma, þegar ég, Steina Magga og Bogga komum upp á Akranes 26.mars sl. og heimsóttum þig í síð- asta skipti. Mamma var hjá þér og þegar við vorum að fara og mamma var að kveðja þig gerðist svolítið sem ég á aldrei eftir að gleyma. Mamma kyssti þig á ennið og sagði bless og þú rankaðir aðeins við þér og opnaðir augun, en þú hafðir verið sofandi. Það var eitthvað við þessa stund sem ég gleymi ekki. Að lokum ætla ég að minnast á eitt sem mér finnst styrkja tilgátu mína um lífið. Mín tilgáta er sú að líftími okkar hér í þessari jarðvist sé fyr- irfram ákveðinn og einnig lífsmynst- ur okkar. Við fáum úthlutað sér- stakri þrautabraut í byrjun sem við eigum svo að leysa í gegnum lífið, en í þrautabrautinni eru margar leiðir sem við getum valið úr um að fara. Þegar mamma sagði mér að þú hefð- ir dáið sama dag og Guðmundur Jó- hannesson (Mundi frændi á Saurum) en Mundi frændi dó 31. mars fyrir nákvæmlega fimm árum, þá styrkti það eitt tilgátur mínar um lífið. Það var fallegur friður yfir þér á kistu- lagningunni þinni 3. apríl sl., amma mín, og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Takk fyrir allt gamalt og gott. Hvíl þú í friði. Drottinn vakir, Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, -Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, -Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. Þegar freisting mögnuð mætir, mælir flátt í eyra þér, hrösun svo þig hendir, bróðir, háðung að þér sækja fer, vinir flýja, - æðrast ekki, einn er sá, er tildrög sér. Drottinn skilur, - Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Sigurður Sigurbjörnsson, Vígholtsstöðum. Elsku amma, nú er jarðvist þinni lokið. Ég veit að afi og Jói taka þér opnum örmum. Það verður skrítið að koma vestur og fara heim án þess að koma við hjá þér og fá pönnsur, þú varst alltaf búin að baka stafla af þeim áður en við komum, svo sýndir þú mér allt sem þú varst búin að sauma og prjóna og það var nú ekki svo lítið því þú varst alltaf að. Þú sást svo sannarlega fyrir því að engum í ættinni yrði kalt á höndum eða fót- um, jafnvel dúkkur fengu að njóta þess líka. Þú seldir líka handavinnu þína út um allt land. Við grínuðumst oft með það að þeir sem voru í Saura- ættinni fengu afslátt af vörunum og ég naut góðs af því. Ég man að einu sinni þegar við komum til þín keypti Svenni nokkra dúkkukjóla því hon- um fannst þeir vera listaverk og skil- ur ekki hvernig þú fórst að þessu. Okkur þykir svo vænt um að þú komst í brúðkaupið okkar fyrir tæpu ári, þar sem þú slóst í gegn, elsti gesturinn, og dansaðir eins og ung- lingur fram eftir nóttu. Það höfðu margir orð á því við mig hvað þú vær- ir hress, það geislaði af þér og grínið lét ekki á sér standa frekar en fyrri daginn því þú varst alltaf hress og kát þótt þú hafir þurft að glíma við ýmsa erfiðleika, meira að segja þeg- ar þú varst orðin veik varstu að grín- ast við læknana. Við erum svo ánægð yfir því að hafa komið til þín daginn áður en þú skildir við og Melkorka og Rakel fengu að kveðja langömmu sína. Rakel skildi þetta ekki alveg en hún veit að þú ert hjá englunum og þeir passa þig. Ég á margar fleiri minningar um þig sem ég geymi hjá mér. Að lokum þakka ég þér allar þær góðu stundir sem við höfum átt í gegnum árin og bið guð að styrkja mömmu, Fríðu frænku og aðra að- standendur. Guð blessi minninguna um þig, elsku amma og langamma. Sigurborg Hrönn, Sveinn, Melkorka Rún og Rakel Hrönn. Elsku amma, okkur systurnar langar til að skrifa til þín nokkur orð. Það er nú ekki langt síðan við vorum í sveit hjá þér og lékum okkur í blóma- garðinum og litla rauða húsinu sem afi smíðaði handa okkur. „Það er sól- skin í blómagarðinum!“ var hrópað snemma á morguns þegar sólin lét sjá sig í Dölunum. Þá var teppi skellt út í garð og þar lékum við okkur allan daginn meðan þú klipptir og hlúðir að garðinum þínum. Margar góðar minningar eru frá sumrunum sem við vorum hjá þér og afa meðan hann lifði. Manstu, eitt sinn fórum við systurnar í berjamó niður á Kambsnes og þegar við kom- um til baka valhoppuðum við upp túnið. Þú komst brosandi á móti okk- ur og sagðir að við létum eins og himpigimpi. „Hvað er nú það?“ hugs- uðum við en sögðum ekki neitt. Seinna þegar þetta orð heyrist mun- um við eftir þér og hvernig þú hlóst að ærslaganginum. Einnig minnumst við þess hversu handlagin þú varst og sagðir við okkur þegar eitthvað stóð til: „Klára prjóninn!“ Þú varst svo dugleg og iðin við allt sem sneri að handavinnu. Þakka þér, elsku amma, fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman. Minning þín lifi. Hugrún og Benedikta. Stórir staflar af pönnukökum, bar- bíkjólar með pallíettum, útprjónaðir vettlingar, ullarsokkar af öllum stærðum og gerðum og ótrúlegt magn af allri mögulegri handavinnu. Það var líka alltaf nóg að gera og oft ljós í glugganum á Saurum og seinna í herberginu á Silfurtúni, þó komið væri fram yfir miðnætti. Símtöl sem byrja með „halló halló halló“ og enda á „vertu blessuð“ áður en ég næ að klára það sem ég ætlaði að segja. Og svo húmorinn, það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Það var líka bara gert grín að því þegar fólk var of hátíðlegt. Og ekki verið að velta sér upp úr vandamálum – lífið heldur áfram! Þetta var amma á Saurum, tengda-amma, langamma. Steinunn M. Sigurbjörns- dóttir og fjölskylda. Er Hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. Ár og dagur er nú síðan við bund- um okkar vinabönd er aldrei bar skugga á, yngri systurnar frá Græn- umýrartungu, eins og hún sagði svo oft. Ég minnist hennar Steinu frænku minnar á dyrapallinum er ég geng heim götuna á Saurum, vor eitt end- ur fyrir löngu, með gítar í farangri og fátt annað. Steina og Benni taka á móti mér með föstu faðmlagi og koss á kinn. Hjá þeim má ég vera svo óráðið sem það er, tíminn taldi ekki svo mikið þá. Hver dagur ber eitt- hvað nýtt með sér. Einn dag kemur bóndinn á næsta bær og rennir tveimur lömbum inn á eldhúsgólfið hjá Steinu og segir hún megi eiga ef hún komi lífi í þau. Undir kvöld eru þessi lömb farin að tifa um gólfið. Ég er forviða, í minni sveit fengu lömbin að lifa og deyja heima hjá sér. En okkur Steinu kemur saman um það að í Dölum vestur væru menn léttir og lifðu ekki á eins alvarlegum nótum og menn norðan heiða. Og í Dölunum nýtur léttleiki og gáski hennar Steinu sín svo sannarlega. Á heim- ilinu er stöðugur gestagangur og mér finnst að hver maður í sveitinni þurfi að koma þar heim. Sum erindi þola enga bið og einstaka menn eiga svo brýnt erindi heim að Saurum að kvöldin nægja ekki og ósjaldan vakna þau Steina og Benni við að menn eru sestir á rúmstokkinn og hafa margt að ræða. Það er rennt á könnuna og góðvild og hlýja þeirra hjóna á sér engin takmörk. Steina var kát og ótrúlega orðheppin og það var engin lognmolla í eldhúsinu á Saurum þá, skrafað og hlegið langt fram eftir nóttu. Í bláma minninganna er alltaf sól og vor í Dölunum hjá Steinu og Benna. Ég minnist þess einnig að draumur framtíðar hjá Jóa frænda mínum var sá, að verða vörubílstjóri í köflóttri skyrtu og sá draumur átti vissulega eftir að rætast er hann varð verktaki með eigin bíla og tæki. Hann var vinsæll og vinmargur en lést langt um aldur fram. Steina mín lét góðar minningar lýsa sér er það dimma él bar að. Sumar eftir sumar kem ég að Saurum, fólkinu mínu fjölgar en við erum alltaf velkomin og létta lundin hennar Steinu lyftir manni upp úr hversdagsleikanum. Hún kemur út á hlað og faðmar alla að sér, svo er gengið í bæinn, í eldhúsið sem er hjarta hússins, að vísu ekki sama eldhúsið og forðum daga en í því er sama hlýjan og áður. Alltaf og allstaðar hefur vinátta og væntumþykja þeirra Steinu og Benna verið söm og jöfn. Þau búa um tíma í Hveravík, þar sem Benni var kennari í Reykjaskóla og þar sem annars staðar er Steina á stéttinni þegar rennt er í hlað, býður gesti vel- komna og það er glatt á hjalla, spjall- að og spáð fram eftir kvöldi og tíminn hverfur hljóðlaust inn í nóttina. Seinna er Steina aftur á Saurum og þó hún sé nú ein lætur hún ekki deigan síga og býr þar í nokkur ár með kindur og alltaf eru þar ein eða tvær fallegar kisur. Og eins og áður er hlýtt og yndislegt hana heim að sækja. Síðasta heimilið er í Silfurtúni í Búðardal og ekkert breytist, það er alltaf vinafundur. Á árum áður skipt- umst við á sendibréfum sem smátt og smátt breyttust í símtöl ýmist löng eða stutt þar sem gamansemin henn- ar Steinu var söm við sig. Steina hafði lært kjólasaum á yngri árum en var einnig listamaður í hug og hönd. Eftir hana liggur ótrú- lega mikil handavinna, allt frá litlum, fínlegum dúkkukjólum, saumuðum myndum, púðum, dúkum og mörgum stólum að ógleymdu öllu prjónlesinu, sokkum og vettlingum, á stórar og smáar hendur. Auk þess allur sá fatnaði sem hún hefur saumað á óteljandi marga. Mikið af þessu var hennar eigin hönnun. Einnig var hún ein af fáum saumakonum sem lagði fyrir sig það vandaverk að sauma ís- lenska búninginn. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vin- áttu hennar og nú þegar mín góða frænka hefur kvatt fer ekki hjá því að með henni fer hluti af manni sjálfum. Hún var svo dugleg að halda sam- bandi við fólkið sitt og alltaf leitaði hún frétta af börnunum mínum og fylgdist með þeim, svo sannarlega var hún Steina hluti af lífi mínu og okkar fjölskyldu. Þegar ég hitti hana síðast á sjúkrahúsi, sagðist hún hlakka svo til að koma heim, að vet- urinn væri liðinn og sumarið að koma. Nú þegar ég lít í ljóðabók finnst mér þessar ljóðlínur Einars Ben. vera sem talaðar fyrir hana; „Fyrir handan vetrarkvöldin sé ég glampa á sólartjöldin...“ Hún bar engan aldur, átti samleið með öllum, ungum sem öldnum, var vinur vina sinna og sagði það sem henni bjó í brjósti, það var sú Steina sem við þekktum, hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að blessa elskulega frænku mína, megi sumarljós og geislar sólartjalda umvefja hana. Frændfólki mínu færi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn Ragnarsdóttir. STEINUNN GUNNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.