Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 42

Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Strandfæddist á Kot- strönd í Ölfusi 29. mars 1913. Hún lést á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti 17. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Einarsdóttir, f. 19.12. 1888, d. 3.8. 1971, og Sigurður Benediktsson, kenn- ari og bóndi, f. 19.4. 1878, d. 25.4. 1961, en þau bjuggu að Gljúfri í Ölfusi. Systkini Margrétar eru Karen, f. 11.11. 1909, Björg, f. 7.4. 1911, d. 5.5. 1978, Halla, f. 21.1. 1915, d. 28.5. 2000, Sigmar, f. 18.2. 1920, d. 6.4. 2001, Álfheiður, f. 6.1. 1921, d. 7.9. 1999, og Einar, f. 3.5. 1928. Hinn 18. október 1941 gift- ist Margrét Karli Strand geð- lækni, f. 24.10. 1911, d. 13.8. 1998. Foreldrar hans voru Carl Strand, kaupmaður og fiskverkandi í Haugesund í Noregi, f. 13.10. 1882, d. 29.11. 1943, og Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir, hjúkr- unar- og nuddkona á Akureyri, f. 18.3. 1889, d. 16.7. 1961. Margrét og Karl eiga tvö börn: 1) Viðar Strand, svæfingalæknir í Svíþjóð, f. 5.5. 1944, fyrri kona hans er Borghildur Einarsdóttir geð- læknir, f. 24.2. 1946, dætur þeirra eru Una Strand Viðars- dóttir, mannfræð- ingur í Durham, f. 19.2. 1971, trúlofuð Paul Jeffery safn- verði, f. 14.2. 1964, og Æsa Strand Við- arsdóttir bókasafns- fræðingur, f. 20.10. 1972, gift Jóhannesi Þór Skúlasyni sagn- fræðingi, f. 24.1. 1973, dóttir þeirra er Eygló Strand Jó- hannesdóttir, f. 4.5. 2000. Seinni kona Viðars er Titti Strand hjúkrunarkona, f. 15.3. 1952, sonur þeirra er Karl Johan Freyr Strand, f. 16.9. 1991. 2) Hildur Strand stærðfræðingur, búsett í Wales, f. 15.7. 1947, sonur hennar er Charles Strand, stílisti í London, f. 13.8. 1975. Stuttu eftir að þau Margrét og Karl gengu í hjónaband flutti hann til London en Margrét fylgdi honum árið eftir. Þar bjuggu þau til ársins 1968 er þau fluttu heim og Karl tók við stöðu yfirlæknis geðdeildar Borgarspít- alans. Frá 1983 til 1990 var hann svo yfirlæknir Tryggingastofnun- ar ríkisins. Útför Margrétar hefur farið fram í kyrrþey. Það fylgdi alltaf ömmu minni sér- stakur ilmur. Líklegast hefur það verið kremið sem hún bar á sig en ég tengdi það mun frekar hlýju og ástúð. Hún hafði mjúkan og hlýjan faðm og þangað var gott að leita í sorg og gleði. Hún brosti alltaf blítt og andlit- ið var þakið fínlegum mjúkum hrukk- um, enda var amma mín með þá feg- urstu hvítu húð sem hægt var að hugsa sér. Hún var ákaflega glaðvær kona og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu enda tók hún sjálfa sig og aðra mátulega hátíð- lega. Ósjaldan lét hún eftir sér að taka nokkur dansspor með barna- börnum sínum ef svo bar undir. Urðu þá mjaðmasveiflurnar stundum slík- ar að við systurnar þeyttumst veggjanna á milli. Hjá afa Karli og ömmu Margréti var ávallt eitthvað gott að finna í skápum og þótti okkur stundum nóg um, ekki síst þegar komið var á ung- lingsár og baráttan við þyngdargenin hófst. Marga laugardaga lá ég í sóf- anum eftir að hafa drukkið kók og les- ið Moggann, afi hraut í stólnum sín- um og ég rumskaði við að amma var að breiða yfir mig teppi. Ég þóttist samt ekkert af því vita enda hefði ömmu leiðst að vekja mig. Þá var betra að bíða örlitla stund, rumska þá aftur og þakka fyrir umhyggjuna. Amma fylgdist vel með fréttum innan lands jafnt sem utan og þá ekki síst veðurfréttum til að vita hvernig viðr- aði á afkomendur hennar sem bjuggu erlendis. Henni þótti ákaflega vænt um fjölskyldu sína og því var ekki að undra að hún saknaði þeirra sem er- lendis bjuggu og reyndi því á meðan að heilsa leyfði að fara sem oftast að heimsækja þau. Hún hafði gaman af þessum ferðalögum en seinni árin taldi hún hvað eftir annað að þessi ferð yrði nú sú síðasta en lengi tókst henni samt að sigrast á Elli kerlingu og fara í enn eitt „síðasta sinn“. Amma mín var orðin ósköp ein- mana síðustu árin enda hafði afi Karl látist haustið 1998 og vinir og ætt- ingjar einnig að hverfa eitt og eitt yfir móðuna miklu. Hún flutti í þjónustuí- búð á Lindargötunni þar sem var ákaflega vel hugsað um hana. Ná- lægðin við miðbæinn var henni mikil huggun en með tímanum urðu ferð- irnar færri og erfiðari. Hversdagur- inn varð tilbreytingarsnauðari og lítið við að vera. Það var henni því mikil gleði að sjá sitt fyrsta barnabarn, þetta litla ljós sem var svo hrifið af löngu sinni. Eygló litlu fannst ósköp gaman að heimsækja langömmu sína og fór að söngla „langa mín, langa mín“ um leið og hún sá húsið þar sem hún bjó. Langa tók á móti henni með útbreiddan faðminn, kossa og knús og kex í ísskápnum. Því amma sjálf hafði ekkert breyst frá því að við syst- urnar vorum litlar. Hrukkurnar voru kannski fleiri, kroppurinn allur minni og ekki var lengur þrek til þess að dansa og leika við litlu stúlkuna. En brosið, hlýjan og ilmurinn, allt var þetta enn til staðar. Síðasta haust fór að draga verulega af ömmu og tók hún því með einstakri ró. Hún var sátt við líf sitt og fagnaði endalokunum því hún vildi ekki verða veikburða og upp á aðra komin. Er ljóst var hvað verða vildi nokkrum dögum fyrir andlátið var kallað í börnin heim og með þrautseigju tókst ömmu að bíða þar til þau komu til að kveðja hana. Amma er nú farin til móts við alla þá sem hún hefur þurft að kveðja um ævina. Ég á eftir að sakna hennar en minningarnar munu ylja mér um ókomna tíð. Æsa Strand Viðarsdóttir. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk regin-sanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess, er við líkjast viljum, og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörku-byljum. (Kristján frá Djúpalæk.) Lífshlaupinu hefur oft verið líkt við vegferð og nú er langri og gifturíkri vegferð yndislegrar vinkonu okkar fjölskyldunnar, Margrétar Strand, lokið. Sagt er um sumt fólk að það sé gull að manni. Sjaldan hafa í minni reynslu þau orð átt betur við en um Margréti og er það mikið happ að hafa borið gæfu til að eiga vináttu slíkrar öðlingskonu. Hún bjó yfir sér- stakri hlýju, mannkærleika og djúpri réttlætiskennd. Margrét fæddist að Gljúfri í Ölfusi 29. mars 1913, þegar vorið var á næsta leiti og í nærveru hennar var ætíð sólskin og hlýja. Ung að árum kynntist hún Karli Strand sem þá stundaði nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands og upp frá því slógu hjörtu þeirra í takt. Í miðri heimsstyrjöldinni síðari flutti Margrét til Karls í Lundúnum, sem þar stundaði nám í geðlækning- um og í stórborginni ílentust þau næstu 27 árin. Margrét og Karl áttu afar vel skap saman og voru þau hverjum manni glaðari á góðri stund. Samstilltari og gestrisnari hjón er ekki hægt að hugsa sér. Þau tóku okkur fjölskyldunni opn- um örmum í London sumarið 1951. Þá var nú aldeilis gott fyrir ferðalúna og fróðleiksfúsa foreldra mína með krakkana sína þrjá í farteskinu, 10 ára son og 2 ára tvíburadætur, að koma í Grófina til Margrétar og Karls og krakkanna þeirra eftir hálfsmán- aðarferð um lendur Bretlands á gömlum Vauxhall. Íslenski grjóna- grauturinn hennar Margrétar sló þá allt út sem litlu tvíburarnir höfðu snætt í ferðinni. Loksins, loksins var góður matur sem minnti á Ísland. Upp frá þessum tíma urðu Margrét og Karl ævivinir okkar fjölskyldunn- ar allrar en pabbi og Karl voru æsku- vinir úr Mývatnssveit. Varð líf okkar allra mjög samofið síðan eftir þessa ógleymanlegu Lundúnadvöl fyrir hálfri öld. Yfir minningu Margrétar og Karls ríkir heiðríkja og gleði frá óteljandi ánægjustundum á Fróni og í Eng- landi; ferðalög, veiðiferðir, heimsókn- ir og boð. Í London var heimili þeirra eins og um þjóðbraut þvera. Þeir voru ófáir Íslendingarnir sem Margrét og Karl tóku á móti í 22 Victoria Grove og greiddu götu meðan á Lundúnadvöl stóð. Þau voru þar, allt í senn, góðir vinir og sálusorgarar, þar sem þau bjuggu yfir djúpri lífsvisku og hjarta- hlýju. Heim til Íslands fluttust þau al- komin árið 1968, alþjóðaborgarar en þó meiri Íslendingar en flestir þrátt fyrir 27 ára veru á erlendri grund. Mesta gæfa Margrétar og Karls í lífinu voru þeirra góðu börn og fjöl- skyldur þeirra, Hildur, búsett í Eng- landi og Viðar, búsettur í Svíþjóð. Andlát Karls árið 1998 og vaxandi heilsuleysi Margrétar urðu henni þungbær en alltaf skein glettni úr augum hennar í góðra vina hópi og kímnigáfunni hélt hún alla tíð. Um- hyggja Æsu og Jóhannesar í lokabar- áttu Margrétar var einstök. Nú er komið að leiðarlokum. Löngu og gjöfulu lífi Margrétar Strand er lokið. Hún er ógleymanleg öllum sem kynntust henni, þar sem hún „eitt sinn gekk en framar ei og virðist þó nýgengin hjá“. Ég veit að Margrét stefnir nú glöð þangað sem Karl hennar var fyrr kominn. Allir sem kynntust Margréti trega hana. Þeir mest sem þekktu hana best. Megi hin eilífa hvíld verða henni góð. Guðrún Eggertsdóttir. Kynni okkar Margrétar Strand hófust þegar við ásamt mönnum okk- ar þeim Arinbirni Kolbeinssyni og Karli Strand yfirlækni á geðdeild Borgarspítalans byggðum okkur hús hlið við hlið í Árlandi í Fossvogi. Þau Margrét og Karl voru að flytjast til landsins eftir langa dvöl í Englandi. Ég hafði heyrt ákaflega vel látið af þeim hjónum í London þar sem þau höfðu búið, reyndar svo vel að nánast var litið á þau sem hálfgerða ræðis- menn Íslands í þeirri borg. Við heim- komuna tókust með okkur hjónum góð kynni og ávallt voru þau reiðubú- in að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Eftir eljusamt starf erlendis drógu þau hjón sig nokkuð í hlé og kusu að eyða sem mestum tíma á heimili sínu og með börnunum þeim Hildi og Við- ari á þeirra heimilum. Með árunum kynntumst við Margrét æ betur. Við drukkum kaffi hvor hjá annarri fylgd- umst með skólagangi og síðar störf- um hjá börnum og barnabörnum hvorrar annarrar. Margrét eins og flestar konur okkar kynslóðar kaus að helga sig manni og börnum. Í sam- skiptum var Margrét afar prúð kona. Hún var yfirlætislaus og lítið fyrir að berast á, trygglynd, heiðarleg og traust. Bros átti hún blítt og gat gert að gamni sínu á saklausan hátt. Árin í Árlandinu liðu hratt og þótt börnin væru löngu flogin fylgdumst við alltaf með tíðindum hvor hjá annarri. Þann- ig fylgdist ég með þegar von var á börnum eða barnabörnum að utan og þegar Margrét var að pakka í ferða- töskur til þess að fara út til London. Svo kom sá tími að báðar yfirgáfum við húsin okkar og fluttumst í minni íbúðir. Tengsl okkar Margrétar rofn- uðu ekki við það. Við héldum áfram að hittast, spyrja frétta og spjalla. Hvert æviskeið hefur sínar gleði- og sorgarstundir. Erfiðleikar efri ár- anna eru ekki hvað síst fólgnir í því að þurfa að sjá á eftir góðum vinum sín- um. Angurværðin grípur mann á stundum sem slíkum og manni finnst maður ekki hafa bankað nógu oft upp á eða lyft tólinu nógu oft. Gleði efri ár- anna felst hins vegar bæði í að njóta líðandi stundar og geta minnst allra góðu daganna. Það gerðum við Mar- grét svo oft saman. Henni þakka ég samfylgdina öll árin. Elsku Hildur og Viðar og börnin ykkar öll, megi hinar góðu minningar um foreldra ykkar, afa og ömmu, fylgja ykkur alla tíð. Sigþrúður Friðriksdóttir. MARGRÉT STRAND Leiðir okkar Magn- úsar lágu fyrst saman þegar faðir hans, at- hafnamaðurinn Sig- hvatur Bjarnason, réð mig til starfa sem verkstjóra í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum 19 ára gamlan. Alla tíð síðan hef ég verið í tölu- verðu sambandi við þá fjölskyldu, einkum Bjarna bróður hans og konu hans Dóru. Ég missti sjónar á Magnúsi um langt skeið, enda bjuggum við á sitt hvorum staðnum. Við kynntumst síð- an aftur þegar við háðum hvor um sig baráttu við sameiginlegan fjand- mann, Bakkus. Leið Magnúsar í því stríði lá oft um dimma dali en stundum skein sól og gengið var gott og þá var mjög bjart í kring um hann. Á góðum stundum var hann einstaklega skemmtilegur og næmt skopskyn hans var laust við meinfýsi og kom öllum í gott skap. Magnús var einstaklega greiðvik- inn og lipur maður og vildi allt fyrir vini sína gera. Snyrtimaður með af- brigðum, hafði fallegt í kring um sig ásamt því að vera einstakur mat- reiðslumaður, enda fékkst hann MAGNÚS TORFI SIGHVATSSON ✝ Magnús TorfiSighvatsson fæddist í Vestmanna- eyjum 19. ágúst 1944. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 20. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 4. apríl. löngum við það starf t.d. bæði hjá SÁÁ og Samhjálp. Í þessum störfum naut hann sín einkar vel enda átti það vel við hann að styrkja þá sem á hjálp þurftu að halda, einkum held ég að hann hafi fundið gleði í störf- um sínum fyrir Sam- hjálp, en þar eignaðist hann vini sem voru hon- um traustir æ síðan. Misjöfn er stríðs- lukkan í baráttunni við Bakkus eins og áður er sagt og mér finnst líklegt að við- kvæm lund og tilfinninganæmi Magnúsar hafi stundum hrakið hann af leið í því efni. Mig langaði til að setja þessar lín- ur á blað til að þakka samferðina og þakka góðum dreng sem ekkert aumt mátti sjá og öllum vildi hjálpa. Hann er væntanlega farinn að taka til og lagfæra á nýjum stað og verður þar ljós í húsi eins og annarstaðar og ekki mun fæðið versna. Magnús sótti styrk í trúna og fann oft sálarró í heilögu orði og er nú og um eilífð alla í Guðs friði. Gísli Ásmundsson. Elsku frændi. Mikið var mér brugðið er Hrafnhildur systir hringdi á miðnætti 20. mars sl. og tjáði mér það að þú hefðir fyrr um kvöldið kvatt þennan heim. Það voru orðnir nokkrir mánuðir síðan við hittumst síðast. Engu að síður hugs- aði ég alltaf reglulega til þín og von- aðist til að sá tími kæmi fljótlega að við hittumst á ný. En tíminn líður allt of hratt og núna streyma ljúfar minningar frá liðnum árum í gegnum hugann. Allar góðu jólagjafirnar frá þér er ég var lítil stúlka og ber þar hæst hjúkr- unarbúninginn fína. Þá hófst tíma- bundinn draumur í lífi mínu um að verða hjúkrunarkona þegar ég yrði stór en sá draumur rættist ekki. Fal- legi hundurinn þinn, tíkin hún Doppa, sem mér þótti svo mikið vænt um og fór ósjaldan með út í göngu- túra, mikil var sorg okkar systra þegar hún varð fyrir bíl og dó. Páska- eggin góðu sem þú varst farinn að framleiða á heimili þínu fyrir lítil frændsystkini nú síðustu ár. Ekki fannst börnunum mínum slæmt að fá slík egg að gjöf frá góðum frænda. Það var alltaf skemmtilegt og gott að vera í kringum þig. Þú varst svo einstaklega líflegur og léttur í lund svo ég tali nú ekki um góðan húmor. Það var oft hlegið mikið að góðum sögum. Atorkusamur og duglegur varstu og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum hvort heldur það var að mála, þrífa, kokka mat eða laga hárið á vin- konum þínum. Hvað sem var þá varst þú alltaf tilbúinn. Nú er komið að leiðarlokum. Ég sakna þín mikið, elsku frændi, og vona ég að þú hafir öðlast frið. Ég óska þér góðrar ferðar á nýjar slóðir, Guð blessi þig og varðveiti. Jesús, af hjarta þakka ég þér, þú, Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðarnótt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þín frænka, Guðmunda Magnúsdóttir.                                  !" ! !  !        #$  %&   !!" # $! ##  %&' (% !!"  !#) * *(!+ (% !!" , "-! ! ##  # .#% ! ##  /   0 *!"  *$% ! ##  1 23& (!!" 4 #% !!" 0"&5%  ! ##  -$!#  % !!" %50"(!!"+

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.