Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 57
undirfataverslun
Á nýjum stað
Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355
Opið mánudaga-föstudaga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15.
FLÓAHLAUP UMF Samhygðar,
sem er hluti af götu og víðavangs-
hlaupi Íslands verður haldið í dag,
laugardaginn 6. apríl kl. 14 við Fé-
lagslund, Gaulverjarbæjarhreppi.
Vegalengdir: 3 km, 5 km og 10
km með tímatöku. Flokkaskipting
bæði kyn: 14 ára og yngri (3 km),
konur 39 ára og yngri, 40 ára og
eldri (5 km), opinn flokkur kvenna
(10 km), karlar 39 ára og yngri, 40–
49 ára, 50–59 ára, 60 ára og eldri (10
km), opinn flokkur karla (5 km).
Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum
flokki. Upplýsingar á netfangi:
markusiv@binet.is.
Flóahlaup UMF
Samhygðar
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna heldur forystumannaráð-
stefnu fyrir unga sjálfstæðismenn
vegna sveitarstjórnarkosninganna
2002 í dag, laugardaginn 6. apríl,
kl. 15–17.30 í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
Ingvi Hrafn Óskarsson – for-
maður SUS setir þingið. Erindi
halda: Gísli Marteinn Baldursson,
fréttamaður og frambjóðandi,
Skapti Örn Ólafsson, varastjórn-
armaður SUS, Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins og
frambjóðandi, Birgir Tjörvi Pét-
ursson lögmaður, Pétur Árni Jóns-
son laganemi, Björn Bjarnason,
borgarstjóraefni sjálfstæðismanna
í Reykjavík, og Helga Árnadóttir,
kosningastjóri ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, segir í frétta-
tilkynningu.
Forystumanna-
ráðstefna SUS
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð í Kópavogi boðar til fé-
lagsfundar í dag, laugardag 6. apr-
íl, kl. 11.15 í Þinghóli, Hamraborg
11.
Á fundinum verður lögð fram og
borin upp til samþykktar tillaga
uppstillingarnefndar að framboðs-
lista VG í Kópavogi í sveitarstjórn-
arkosningunum 25. maí nk., segir í
fréttatilkynningu.
Félagsfundur VG
í Kópavogi
NÆSTA haust verða fjórar náms-
brautir í boði hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands fyrir fólk sem vill
endurmennta sig á háskólastigi
samhliða vinnu. Þar af er ný eins
misseris námsbraut í Tengslanet-
um í félagsþjónustu (socialt nät-
verksarbete) ætlað fyrir þá sem
starfa í félags- og geðheilbrigð-
isþjónustu og vilja sérhæfa sig á
þessu sviði. Kennarar eru sálfræð-
ingar og félagsráðgjafar frá Sví-
þjóð.
Einnig verður boðið upp á nám í
starfsmannastjórnun, en sú náms-
braut fór af stað í fyrsta sinn á
liðnu hausti. Þetta er þriggja miss-
era nám og er það einkum ætlað
háskólamenntuðu fólki. Rekstrar-
og viðskiptanám verður einnig
kennt og samsvarar 18 háskólaein-
ingum. Markaðs- og útflutnings-
fræði er tveggja missera nám. Það
hentar öllum sem vinna að mark-
aðs- og útflutningsmálum eða hafa
áhuga á að hasla sér völl á því
sviði. Ekki eru gerðar kröfur um
að nemendur hafi lokið háskóla-
prófi.
Umsóknarfrestur um rekstrar-
og viðskiptanám og markaðs- og
útflutningsfræði er 15. apríl en 1.
maí fyrir tengslanet í félagsþjón-
ustu og starfsmannastjórnun.
Frekari upplýsingar um lengri
námsbrautir sem kenndar verða í
haust hjá EHÍ eru á vefsíðunni
www. endurmenntun.is, segir í
fréttatilkynningu.
Lengra nám hjá
Endurmenntun HÍ
TÖLVUDREIFING stendur fyrir
árlegri Microsoft TechNet-nám-
stefnu á Radisson SAS hótel Sögu,
Sunnusal, fimmtudaginn 11. apríl, kl.
9–17.
Fyrirlesarar kynna m.a. nýjungar
hjá Microsoft, íslenska stafsetning-
arorðabók, nýjungar og viðbætur við
Office XP, Project 2002 og Visual
Studio NET. Í tengslum við Tec-
hNet-námstefnuna verður lokuð
námstefna fyrir samstarfsaðila
Microsoft þar sem nýjungar verða
kynntar. Fyrirlesarar eru Morten
Grundtvig og Torben Marcussen frá
Microsoft í Danmörku og Gísli Ólafs-
son frá IT Mobile.NET.
Nánari upplýsingar og skráning
er á www.td.is, eða hjá Jóhanni Áka
Björnssyni í síma eða í tölvupósti
jab@td.is. Aðgangur að námstefn-
unni er ókeypis, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Nýjungar hjá
Microsoft kynntar
FÉLAG heilbrigðis- og umhverfis-
fulltrúa stendur fyrir fundi í Nor-
ræna húsinu mánudaginn 8. apríl kl.
13– 17. Yfirskrift fundarins er „Heil-
næmi matvæla – heilbrigðiseftirlit
sveitarfélaga“. Framsögumenn á
fundinum eru úr röðum heilbrigðis-
fulltrúa og heilbrigðisnefndarmanna
og er markmið fundarins að auka
þekkingu almennings á matvælaeft-
irliti sveitarfélaga.
Á fundinum verður m.a. greint frá
þeim lagagrunni sem matvælaeftirlit
heilbrigðisnefnda stendur á. Fjallað
um faraldsfræði matarsýkinga og
aðkomu heilbrigðiseftirlits að hóp-
sýkingum.
Boðið verður uppá kaffi og með-
læti og í kaffitímanum mun Pharma-
co kynna ýmsar nýjungar í mæli-
tækni.
Dagskrá fundarins er að finna á
slóðinni www.hes.is/matvaelafundur.
Ræða matvælaeft-
irlit sveitarfélaga
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Hjálparstarfi kirkjunnar:
„Vegna stóraukinna átaka í Ísrael
og Palestínu að undanförnu eiga
læknar sífellt erfiðara með að ná til
særðra og sjúkra á hernumdu svæð-
unum. Mikil þörf er á lyfjum og mat.
Um það vitna samstarfsaðilar Hjálp-
arstarfs kirkjunnar og sjálfboðaliðar
frá Íslandi og Danmörku á mann-
réttindavakt þar í landi.
Síðustu daga hefur Ísraelsher ráð-
ist á heilsugæslustöðvar og skrif-
stofur aðila á sviði heilsugæslu og
tekið heilsugæslustöðina í Qalquiliya
undir starfsemi hersins. Fulltrúar á
norrænni mannréttindavakt hjálpar-
stofnana kirkna sem starfað hafa
með læknaliði Lútherska heimssam-
bandsins, sem Hjálparstarf kirkj-
unnar er aðili að, bera að ísraelskir
hermenn neiti fólki um að komast á
sjúkrahús, fólki blæði út og skotið
hafi verið á palestínska lækna.
Fulltrúar á mannréttindavaktinni
segja að meðaltali átta og hálfa klst.
á dag fara í bið við varðstöðvar, að
ganga með lyf og búnað gegnum slík
hlið og bíða eftir að verða sótt hinum
megin eða að aka um krókóttar hjá-
leiðir. Þetta tefur og dregur úr gæð-
um læknisþjónustunnar sem hægt er
að veita.
Erfitt er um aðföng á hernumdu
svæðunum og mikil þörf er á mat.
ACT Alþjóðaneyðarhjálp kirkna
hyggst dreifa matarpökkum á Gaza-
svæðinu og Vesturbakkanum. Mark-
hópurinn eru fjölskyldur án nokk-
urra tekna, fólk sem þolað hefur
skemmdir á ræktarlandi og upp-
skeru, flóttafólk og fleiri.
Öll framlög á reikning nr 27 í
SPRON á Skólavörðustíg munu
renna til þessara mála.
Tekið er við framlögum til að
kaupa hjúkrunargögn, matvæli og til
mannréttindavaktar Hjálparstarfs
kirkjunnar í Palestínu, á reikning nr.
27 í SPRON, Skólavörðustíg.“
Hjálparbeiðni
frá Palestínu
TÖLVUMYNDIR hf. og dóttur-
fyrirtæki halda ráðstefnu á Grand
Hótel í Reykjavík fimmtudaginn
11. apríl, klukkan 13.10 – 17.05.
Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hver
er ávinningur upplýsingatækni-
nnar?“
Ráðstefnan hefst með sameig-
inlegri dagskrá. Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins setur ráðstefnuna. Erindi
halda: Þorkell Sigurlaugsson,
stjórnarformaður TölvuMynda hf.,
Friðrik Sigurðsson, forstjóri
TölvuMynda hf., Hákon Guð-
bjartsson, framkvæmdastjóri upp-
lýsingatæknisviðs Íslenskrar
erfðagreiningar hf., Svavar G.
Svavarsson, framkvæmdastjóri
Skyggnis hf. Að sameiginlegri
dagskrá lokinni munu ráðstefnu-
gestir velja sér eina af fimm dag-
skrám dótturfyrirtækja Tölvu-
Mynda hf. þar sem innlendir sem
erlendir sérfræðingar munu flytja
erindi.
Ráðstefnan er öllum opin og er
ráðstefnugjald kr. 7.900. Sæta-
fjöldi er takmarkaður. Skráning er
til 9. apríl, á heimasíðu Tölvu-
Mynda www.t.is eða í síma, segir í
fréttatilkynningu.
Ráðstefna um
upplýsingatækni
SKÓLASKÁKMÓT Reykjavíkur
2002 – einstaklingskeppni hefst í
félagsheimili Taflfélags Reykjavík-
ur, Faxafeni 12, þriðjudaginn 9.
apríl kl. 18–20.40, einnig verður
keppt miðvikudaginn 10. apríl kl.
18–21.20.
Tefldar verða níu umferðir eftir
Monrad-kerfi, ef næg þátttaka
fæst.
Umhugsunartími verður 20 mín.
á skák fyrir hvern keppanda.
Keppnin skiptist í tvo flokka, eldri
flokk fyrir nemendur 8.–10. bekkj-
ar og yngri flokk fyrir 1.–7. bekk.
Rétt til þátttöku eiga tveir efstu
menn í skákmóti hvers grunn-
skóla, í hvorum flokki fyrir sig,
alls fjórir.
Þrír efstu menn í báðum flokk-
um fá rétt til þátttöku í Landsmóti
skólaskákar, sem fer væntanlega
fram á Ísafirði 9.–12. maí nk.
Þátttaka tilkynnist til Ólafs H.
Ólafssonar æskulýðsfulltrúa,
Rauðarárstíg 38, Reykjavík, segir í
fréttatilkynningu.
Skólaskákmót
Reykjavíkur
SJÁLFBÆR þróun á Íslandi verður
umræðuefni málstofu sem Land-
vernd og Umhverfisstofnun Háskóla
Íslands boða til mánudaginn 8. apríl
kl. 17 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í
aðalbyggingu. Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra, Hjörleifur Gutt-
ormsson, náttúrufræðingur og fyrr-
verandi alþingismaður, Stefán Gísla-
son, verkefnisstjóri Staðardagskrár
21, og Hafdís Ragnarsdóttir grunn-
skólakennari munu flytja stutt inn-
legg og taka þátt í pallborðsumræð-
um.
Aðgangur er ókeypis og öllum op-
inn, segir í fréttatilkynningu.
Málstofa um
sjálfbæra þróun
Leikaranöfn vantaði
Í upptalningu leikara í Stromp-
leiknum í blaðinu í gær vantaði nöfn
Þórunnar Lárusdóttur og Alberto
Sánchez Castellón.
LEIÐRÉTT
FÉLAG hjartasjúklinga á Reykja-
víkursvæðinu heldur aðalfund í dag,
laugardaginn 6. apríl, kl. 14–16 í Ár-
sal Hótel Sögu. Erindi heldur Guð-
mundur Þorgeirsson læknir. Jónas
Þórir og Jónas Dagbjartsson leika á
píanó og fiðlu. Jóhannes Kristjáns-
son flytur gamanmál, segir í frétta-
tilkynningu.
Fundur hjarta-
sjúklinga á Reykja-
víkursvæðinu
FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyr-
ir gönguferð á Keili á Reykjanes-
skaga, sunnudaginn 7 apríl.
Gönguleiðin upp og niður er 8 – 9
km og áætlað að hún taki um 4 klst.
Fararstjóri verður Sigurður Krist-
jánsson.
Þátttökugjald er kr. 1.500/1.800.
Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl.
10.30, segir í fréttatilkynningu.
Gönguferð á Keili