Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Hafnarfjarðarhöfn:
Wolthausen fór í gær.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43. Harm-
ónikkuball verður
fimmtudagin 11. apríl kl.
16. Ragnar Leví spilar á
nikkuna. Kaffi og með-
læti. Skáning í síma
568 5052. Allir velkomn-
ir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga á föstudögum kl.
11. Kóræfingar hjá Vor-
boðum, kór eldri borg-
ara í Mosfellsbæ á Hlað-
hömrum fimmtudaga kl.
17–19. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Uppl. um
fót-, hand- og andlits-
snyrtingu, hárgreiðslu
og fótanudd, s. 566 8060
kl. 8–16. Kennsla í Línu-
dansi byrjar í Damos
mánud. 15. apríl kl. 20.
Ferð verður á Sæ-
dýrasafnið í Höfnum og
til Keflavíkur 16. apríl,
lagt af stað kl. 13 frá
Damos. Skráning í s.
586 8014 e.h.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Opið hús í
Gullsmára 13 kl. 14.
Dagskrá: upplestur,
hljóðfæraleikur o.fl.
Kaffi og meðlæti.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á mánu-
dag púttað í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30, fé-
lagsvist kl. 13.30.
Leikhúsferð miðviku-
daginn 10. apríl kl. 14 að
sjá leikritin „Í lífsins
ólgusjó“ og „Fugl í búri“
sem Leikfélagið Snúður
og Snælda sýnir í Ás-
garði, Glæsibæ. Skrán-
ing og upplýsingar í
Hraunseli, sími
555 0142. Fimmtudag-
inn 11. apríl verður
kvöldvaka Lions kl. 20.
Skemmtiatriði, kaffi-
hlaðborð og dans.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Sunnud.:
Félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20 Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði í
Glæsibæ söng- og gam-
anleikinn „Í lífsins ólgu-
sjó“ og „Fugl í búri“.
Næstu sýningar: sun-
nud. 7. apríl kl. 16 og
miðvikud. 10. apríl kl.
14. Sýningum fer fækk-
andi. Miðapantanir í s.
588-2111 og 568-9082.
Mánud. Brids kl. 13.
Danskennsla framhald
kl. 19 og byrjendur kl.
20.30. Þriðjud. Skák kl.
13 og alkort kl. 13.30.
Miðvikudag Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Ásgarði, Glæsibæ kl. 10.
Heilsa og hamingja
laugardaginn 13. apríl
kl. 13.30 í Ásgarði,
Glæsibæ. Sparidagar á
Örkinni 14.–19. apríl,
skráning á skrifstofu
FEB. Silfurlínan er op-
in á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt að
Faxafeni 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Vorfagnaður í
Kirkjuhvoli 11. apríl kl.
19.30 á vegum Odd-
fellow. Mán. 8. apr. kl. 9
gler, kl. 9.45 boccia, kl.
11.15 og 12.15 leikfimi,
kl. 13.05 róleg stóla-
leikfimi, kl. 13 gler-
skurður/glerbræðsla,
þrið. 9. apríl kl. 9 vinnu-
stofa gler, kl. 13 málun,
kl. 13.30 spilað í Kirkju-
hvoli og tréskurður,
mið. 10. apríl kl. 11.15
og 12.15 leikfimi, kl.
13.05 róleg stóla-
leikfimi, kl. 13.30 handa-
vinnuhornið, kl. 16 tré-
smíði, fimmtud. 11. apríl
kl. 9 vinnustofa, kl. 9.45
boccia, kl. 13. postulíns-
málun, málun og ker-
amik, kl. 19.30 vorfagn-
aður í Kirkjuhvoli á
vegum Oddfellow.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug á
vegum ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 9.30,
umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Myndlistarsýning
Braga Þórs Guðjóns-
sonar opin í dag frá kl.
13–16. Boccia á þriðju-
dögum kl. 13 og á föstu-
dögum kl. 9.30. Veit-
ingar í veitingabúð.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópavogi
alla laugardagsmorgna.
Krummakaffi kl. 9. Allir
velkomnir.
Hláturklúbbur Hana-
nú Munið stefnumótið
við Smáraskóla við
Kópavogslæk kl. 10.15
árdegis í dag, laug-
ardag. Kynslóðirnar
mætast og hlæja og
syngja saman. Allir vel-
komnir.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund. Þorsteinn H.
Þorsteinsson tollvörður
kemur í heimsókn á
samverustund ásamt
hundinum Bassa.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti,
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Hóp-
þjálfun Gigtarfélagsins
fer af stað aftur eftir
páskafrí mánud. 8. apríl.
Hádegsileikfimi, létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Leik-
fimi fyrir gigtarfólk og
aðra fullorðna sem vilja
góða, styrkjandi og liðk-
andi leikfimi í notalegu
umhverfi. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Skráning uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3–5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20 á
Sólvallagötu 12. Stuðst
er við 12 spora kerfi AA-
samtakanna.
(H)eldri félagar Sam-
fylkingar í Hafnarfirði
verða með samveru milli
kl. 14 og 16 á morgun,
sunnudaginn 7. apríl, í
Alþýðuhúsinu, Hafn-
arfirði. Dagskrá: Þórður
Marteinsson á nikkuna
og Stígur Herlufsen á
saxófóninn, söngur,
ljóðalestur Sigurður
Þorsteinsson, Hafrún
Dóra og Guðmundur
Rúnar segja kosn-
ingafréttir, Ásgeir
Guðnason með nýjar
fréttir af bygging-
arframkvæmdum á
Hrafnistu, Hafnarfirði,
kaffi og meðlæti.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arkortin fást nú í Lyfj-
um og heilsu, versl-
unarmiðstöðinni Firði í
Hafnarfirði. Kortið kost-
ar 500 kr.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir sem
hafa áhuga á að kaupa
minningarkort vinsam-
legast hringi í síma 552-
4994 eða síma 553-6697,
minningarkortin fást
líka í Háteigskirkju við
Háteigsveg.
Lífeyrisdeild Lands-
sambands lögreglu-
manna. Hefðbundinn
sunnudagsfundur deild-
arinnar verður á morg-
un sunnudag 7. apríl.
Fundurinn hefst að
venju kl. 10 og athugið
að þessu sinni verður
hann haldinn í mötu-
neyti Lögreglustöðv-
arinnar við Hverfisgötu.
Félagar fjölmennið.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju s.
520-1300 og í blómabúð-
inni Holtablómið, Lang-
holtsvegi 126. Gíróþjón-
usta er í kirkjunni.
Í dag er laugardagur 6. apríl, 96.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sælir eruð þér, þá er menn hata
yður, þá er þeir útskúfa yður og
smána og bera út óhróður um
yður vegna Mannssonarins.
(Lúk. 6, 22.)
LÁRÉTT:
1 óhreint vatn, 4 fín
klæði, 7 spil, 8 auðugum,
9 skýra frá, 11 ólykt, 13
kvenmannsnafn, 14 fram
á leið, 15 lögun, 17 kássa,
20 hryggur, 22 krumla,
23 snagar, 24 kvars-
steinn, 25 sonur.
LÓÐRÉTT:
: 1 rithöfundur, 2 skel-
dýrs, 3 garður að húsa-
baki, 4 dreifa, 5 ávinning-
ur, 6 lengdareining, 10
blóma, 12 lærdómur, 13
bókstafur, 15 drukkið, 16
niðurgangurinn, 18 fisk-
að, 19 hímir, 20 vísa, 21
þekkt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hljómfall, 8 þróum, 9 ótukt, 10 áum, 11 læsir,
13 teikn, 15 stund, 18 snæða, 21 átt, 22 fumið, 23 aular,
24 hlunnfara.
Lórétt: 2 ljóns, 3 ósmár, 4 frómt, 5 laufi, 6 óþol, 7 étin, 12
iðn, 14 ern, 15 saft, 16 urmul, 17 dáðin, 18 starf, 19 ætlar,
20 akra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
DAGSKRÁ Listahátíðar íReykjavík 2002 var kunn-
gjörð á dögunum og sýnist Vík-
verja margt áhugaverðra og menn-
ingarauðgandi listviðburða vera í
boði.
Wagner-óperan Hollendingurinn
fljúgandi er vissulega hvalreki á
fjörur íslenskra óperuunnenda,
Kronos-kvartettinn og rússneski
fiðluleikarinn Maxim Vengerov
himnasending fyrir unnendur sí-
gildrar tónlistar og argentínski
danshópurinn El Escote kærkomin
sending til dansunnenda sem einn-
ig fá að berja í fyrsta sinn augum
frumsamda íslenska dansupp-
færslu á Sölku Völku Laxness.
Ljósmyndasýning Mary Ellen
Mark ætti að opna augu ljós-
myndaáhugamanna, unnendur
myndlistar láta sýningu Ólafs Elí-
assonar vart framhjá sér fara,
djassáhugamenn sperra væntan-
lega eyrun þegar danski fiðluleik-
arinn Kristian Jörgensen og fé-
lagar leika í Listasafni
Reykjavíkur á kosningakvöldið og
einnig er Pétur Grétarsson og Sig-
urður Flosason flytja spunaverk
sitt og víðsýnir fylgismenn heims-
tónlistar eiga vafalítið eftir að
hreyfa leggi og limi í takt við sí-
gaunasveitina Taraf De Haïdouks
frá Rúmeníu og Vocal Sampling
frá Kúbu. Sem sagt eitthvað fyrir
alla...eða ekki.
x x x
HVAR eru viðburðirnir fyrirunnendur kvikmynda-dægur-
tónlistar? Eða er ef til vill end-
anlega búið að strika þau menn-
ingarfyrirbrigði út af heilögu
listasakramentinu? Aðstandendur
hátíðarinnar standa vafalítið í
þeirri meiningu að tveir viðburðir
séu ætlaðir fylgjendum þessa list-
greina; tónleikar Sigur Rósar og
Hilmars Arnar Hilmarssonar og
sýning á myndum Lofts Guð-
mundssonar. Með fullri virðingu
fyrir þessum viðburðum sem vissu-
lega eru allrar athygli verðir svala
þeir engan veginn þörfum unnenda
hinna útlægu listgreina. Það yrði
afar langsótt að ætla að flokka tón-
leika Sigur Rósar og Hilmars Arn-
ar, þar sem viðfangsefnið verður
túlkun á glötuðum Eddukvæðum,
Hrafnagöldrum Óðins, með stuðn-
ingi strengjasveitar og kórs, sem
dægur- eða rokktónlist og sýning á
verkum Lofts Guðmundssonar
höfðar ekki síður og kannski miklu
frekar til ljósmyndara en kvik-
myndaunnenda.
Hér áður fyrr voru rokktón-
leikar fastur liður á dagskrá
Listahátíðar og oft á tíðum há-
punktur hennar og Kvikmyndahá-
tíð Listahátíðar fékk ætíð mikla
athygli og aðsókn. Reyndar má
segja að Kvikmyndahátíð í Reykja-
vík hafi sumpart leyst þann hluta
Listahátíðarinnar af hólmi en það
breytir því ekki að aðstandendur
hennar gætu vel séð sóma sinn í að
sinna hinum fjölmörgu unnendum
þessarar miklu alþýðulistar.
Það væri líka auma afsökunin að
ætla að skýra áhugaleysið á kvik-
mynda- og rokktónlist með því að
halda fram að einkaaðilar full-
nægðu þörfinni fyrir slíka viðburði.
Öðrum listgreinum sem verða í há-
vegum á Listahátíð er nefnilega
lítið síður sinnt utan hennar og
það oftar en ekki með vænni að-
stoð almannafjár, t.d. með rekstri
Sinfóníuhljómsveitarinnar, at-
vinnuleikhúsanna og listasafna rík-
is og bæja.
Víkverji telur enga gjaldgenga
afsökun fyrir því að tvær af vin-
sælustu listgreinum þjóðarinnar
verði sniðgengnar enn einu sinni á
Listahátíð. Þetta er einfaldlega
enn eitt dæmið um að þeir sem
með valdið fara eru oftar en ekki
haldnir þeirri ranghugsun að sum
list sé æðri en önnur.
Gísla Martein
aftur í Kastljósið
GUÐRÚN hringdi í Velvak-
anda fyrir hönd samstarfs-
félaga og vildi koma eftirf. á
framfæri. Við erum stór
samstarfshópur sem höfum
verið að tala um það und-
anfarið að Kastljósið stóð og
féll frá upphafi með Gísla
Marteini. Hann gaf okkur
svo mikið sem á hann horfðu
með sinni frábæru útgeislun
og skemmtilegheitum. Við
erum þverpólitískur hópur,
en segjum – hættu í pólitík
og komdu aftur í Kastljósið.
Þeir sem stýra Kastljósinu
núna eru örugglega að gera
sitt besta, en bara því mið-
ur, þá sýnist okkur að nú-
verandi stjórnendum finnist
líka að það vanti svo mikið.
Tapað/fundið
Gucci-gleraugu
í óskilum
GUCCI-sólgleraugu fund-
ust á bílastæðinu við Naut-
hólsvík, föstud. 4. apríl.
Upplýsingar hjá Ester eða
Karli í síma 892-0160 eða
862-0160.
Dýrahald
Þetta er hann Monsi
MONSI er þriggja ára og
ógeldur. Hann er svartur og
með hvítan blett á hálsinum,
einnig hvíta sokka á öllum
fótum og hvítt á maganum.
Monsi er með rauða endur-
skinsól en að öðru leyti
ómerktur. Hann hvarf frá
Miðvangi 111 í Hafnarfirði
föstudaginn 22. mars sl. og
er hans sárt saknað. Þeir
sem vita eitthvað um hann
eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 565-3993 eða
659-3993.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÞRÖNGSÝNI og alhæf-
ingar eiga ekki að við-
gangast í umræðu um við-
kvæm málefni líkt og
fóstureyðingar. Ég held að
engin kona óski sér þess að
þurfa að ganga í gegnum
fóstureyðingu og það sem
henni fylgir. Algengt er að
konur finni fyrir lík-
amlegum og andlegum
kvillum eftir að hafa farið í
fóstureyðingu. En af
hverju fóstureyðing?
Ástæðurnar geta verið
margar, t.d. líkamlegar,
félagslegar, fjárhagslegar
eða jafnvel andlegar og er
þetta yfirleitt neyð-
arúrræði. Það er ekki
hægt að ala barn upp við
allar aðstæður, þú þarft
fyrst að geta séð fyrir
sjálfri þér áður en þú
stofnar fjölskyldu.
Það er ekkert voðaverk
að koma í veg fyrir harm-
leik. Ég er klár á því að
þær sem geta eignast börn,
gera það. En þær sem ekki
geta það gera það ekki.
Það er ekki sport hjá
ungum stelpum að kíkja
aðeins inn á Lansann og
láta eyða fóstri. Fóstur er
ekki manneskja, það er lítil
frumuþyrping sem getur
orðið að mennskri veru.
Það er ekki vitsmunavera
með skynfæri eða hugsun.
Það er hrein fáfræði og
heimska að líkja fóstureyð-
ingum við morð á börnum.
Ekkert vinnst með því
að strá salti í sár þeirra
sem nú þegar hafa farið í
fóstureyðingu. Ef einhver
ætlar sér að fækka fóstur-
eyðingum, þá mundi ég
telja málið í góðum farveg
ef hlutlaus aðili kynnti
fóstureyðingar og afleið-
ingar þeirra í gagn-
fræðaskólum, í líf-
fræðitímum tileinkuðum
kynfræðslu. Hlutlausar
forvarnir þar sem fóstur-
eyðingu er lýst á fræði-
legan hátt fyrir nemendum
ásamt hvernig hægt sé að
koma í veg fyrir getnað er
betri aðferð en hræðslu-
áróður í sjónvarpi upp-
runninn af einhverju
trúarlegu ofstæki.
K.K.K.
Fóstureyðingar