Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 61

Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 61 Optical Studio – hagstæð gleraugnakaup – OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL, SMÁRALIND - GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD - GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR - GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS OPTICAL STUDIO LEIFSSTÖÐ (TAX & DUTY FREE) OPTICAL STUDIO RX SMÁRALIND HARMONIKUBALL Dans fyrir alla aldurshópa - Harmonikufélag Reykjavíkur Dúndrandi Harmonikudansleikur í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, laugardag 6. apríl kl. 22.00. ÞÆR systur Jónína Erna og Unn- ur Hafdís Arnardætur ásamt Birnu og Theodóru Þorsteins- dætrum hafa stofnað systrakvart- ett. Hugmyndin kviknaði í haust, nánar tiltekið hjá Birnu þar sem hún var stödd við sláturgerð heima hjá Theodóru. Hún hringdi í Jónínu og Unni sem voru strax til í að vera með. Vegna anna varð kvartettinn ekki að veruleika fyrr en í febrúar þegar þær fóru að æfa saman. Tónlistin skipar stór- an sess hjá þeim öllum; Jónína er píanókennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og kórstjórnandi, Unnur hefur lært söng í nokkur ár og sungið einsöng og með kórum, Birna er tónlistarkennari og hefur bæði sungið og stýrt kórum ásamt því að hafa samið lög, og Theo- dóra er skólastjóri Tónlistarskól- ans en hún er menntaður söng- kennari og syngur bæði einsöng og með Kór Íslensku óperunnar. Systrakvartettinn æfir einu sinni í viku og að sögn þeirra er markmiðið að skemmta sjálfum sér og öðrum. Mikið er hlegið á æfingum og á dagskránni eru frekar lög í léttari kantinum, en þær segjast vera alætur á tónlist og yfirleitt sammála um val á lög- um. Þær eru þegar farnar að koma fram opinberlega, og syngja við öll tækifæri. Morgunblaðið/Guðrún Vala Systra- kvartett í Borgarnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. Systrakvartettinn í léttri sveiflu. Frá vinstri: Jónína Erna Arnardóttir, Theo- dóra Þorsteinsdóttir, Unnur Hafdís Arnardóttir og Birna Þorsteinsdóttir. Embættismaðurinn (The Commissioner) Spennumynd Belgía/Þýskaland/Bretland/ Bandaríkin, 1998. Myndform VHS. (110 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: George Sluizer. Aðalhlutverk: John Hurt, Rosana Pastor og Alice Krige. HOLLENSKI leikstjórinn George Sluizer kvaddi sér hljóðs um miðjan níunda áratuginn með hinum magnaða sálarhryllingi The Vanishing en hefur átt erfitt með að fóta sig upp frá því. Gerði t.d. mislukkaða endurgerð í Hollywood á áðurnefndri mynd og hefur lít- ið heyrst frá hon- um síðan. Í The Commissioner ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjallar um skæða spillingu innan Evrópusambandsins í Bruss- el sem snertir bæði æðstu stjórn- málamenn og valdamestu stórfyr- irtæki samtímans, lyfjafyrirtækin. Efnið er forvitnilegt og heldur áhorfanda áhugasömum framan af en aðstandendum myndarinnar fatast dálítið flugið í úrlausninni sem er dregin óþarflega á langinn og reynist heldur langsótt. John Hurt er sterkur í hlutverki breska ráðherrans Mortons sem kemst á slóð spillingarmálsins og aðrir minna þekktir leikarar standa sig sömuleiðis með prýði. Sérstaklega áhugaverð fyrir áhugamenn um samsæriskenningar.  Myndbönd Spilling á æðstu stöðum Heiða Jóhannsdóttir Hjátrú (Superstition) Yfirnáttúrudrama Lúxemborg/Holland/Bretland 2001. Há- skólabíó VHS. (93 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Kenneth Hope. Aðal- hlutverk Mark Strong, David Warner. ELDSVOÐI verður ungum ítölskum dreng að bana á heimili hans. Eldsupptök eru ókunn og kemur brátt á daginn að málið er allt hið dularfyllsta. Fljótlega bein- ist grunurinn að ungri breskri barn- fóstru drengsins og þegar farið er að rannsaka bak- grunn hennar nán- ar opinberast ým- islegt sem ekki kemur heim og saman. Þetta drunga- lega og yfirnátt- úrulega drama er sagt byggja á sönnum atburðum – nokkuð sem eitt og sér hlýtur að skipta áhorfendum rækilega í tvo hópa. Stærsti gallinn er þó sá að hér tekst ekki að sannfæra efasemda- menn sem sitja örugglega flestir eftir að lokinni myndinni og klóra sér í hausnum. Var í alvöru verið að gefa í skyn að yfirnáttúrlegar skýr- ingar liggi að baki hinum vofeng- legu atburðum eða er orsökin sál- ræns eðlis? Ekki veit ég það. Hitt veit ég að mér leiddist töluvert yfir þessari mynd. Hún er síður en svo spennandi og framvindan er ómark- viss. Trúlega verður myndarinnar því fyrst og fremst minnst vegna Siennu Guillory, sem þykir með efnilegri leikkonum Breta um þess- ar mundir. Skarphéðinn Guðmundsson Eldfim sannindi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.