Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG GEF þér samband viðBilly Bob Thorton.Gjörðu svo vel,“ segir vél-ræn kvenrödd á hinum
enda línunnar.
Enginn Billy Bob. Bið. Hann heyr-
ist tala við einhvern annan. Það er
víst nóg að gera hjá náunganum, sem
við þekkjum flest sem afkastamikinn
leikara, leikstjóra og handritshöfund,
en sem er þessa dagana á tónleika-
ferðalagi um Evrópu.
Skyndilega: „Is everything okay
over there?“ [er í lagi þarna hinum
megin] og ég þekki suðurríkjahreim-
inn hans Billy Bob.
Blm: Ha? Já. Hvað segiðu gott?
BBT: Fínt, þakka þér.
Blm: Ég heiti Hildur og hringi frá Ís-
landi.
BBT: Já, ég hlakkaði einmitt til að
tala við þið því mig langar mikið að
koma til Íslands.
Blm: Já, ég ætlaði einmitt að spyrja
hvort þú ætlaðir ekki að heimsækja
okkur.
BBT: Jú, ég hitti kvikmyndafarðara
frá Íslandi sem sagði að það væri svo
fallegt þar.
Blm: Sagði frúin þér ekki hversu
dásamlegt landið er?
BBT: Jú reyndar, en hún vann þar
svo stutt og sá ekki mikið, en sagði að
þar væri mjög fallegt.
Blm: Jæja, eigum við að snúa okkur
að samtalsefninu kvikmyndinni
Monster’s Ball ?
BBT: Ókei.
Ég þekki svona fólk
„Ég hef alltaf áhuga á persónum
sem á yfirborðinu líta út á einn veg-
inn, en síðan kemst maður að því að
þær eru í raun mun flóknari persónu-
leikar,“ segir Billy Bob til að útskýra
hvað í persónu Hank hafi heillað
hann. Í Skrímslaballinu er Hank
kynþáttahatari. Hann verður ást-
fanginn af svartri konu, Leticiu, sem
Halle Berry leikur og fékk Óskarinn
fyrir. En Hank hafði einmitt að-
stoðað við aftöku mannsins hennar.
„Mig langaði líka til að rannsaka
allt sambandið sem hann á í við föður
sinn.
Það gerist oft að við hlýðum for-
eldrum okkar og lifum sama lífsstíl
og þau, þótt það sé alls ekki það sem
við viljum. Þannig er því komið fyrir
Hank, en hann uppgötvar vegna
harmleiks í eigin lífi að hann hefur
verið vondur faðir og hatað son sinn,
þegar hann í rauninni hatar föður
sinn. Þetta er mjög þungt hlutverk,
en sérlega vel skrifað. Auk þess kem
ég frá Suðurríkjunum þar sem þessi
mynd gerist, og hef þekkt svona
fólk.“
– Finnst þér myndin gefa rétta
mynd af Suðurríkjunum?
„Af þessum hluta Suðurríkjanna,
já. Þetta er mjög raunsæ mynd, en
hún einskorðast ekki við suðrið held-
ur er kynþáttahatur mjög víða. En
það sem snýr að tóni, stemmningu og
útliti myndarinnar er mjög raun-
sætt.“
– Vakti það einnig áhuga þinn að
Hank starfar við aftökur?
„Já, það er áhugavert rannsókn-
arefni, því hvers konar manneskju
þarf til þess að geta gert slíkt? Jafn-
vel þótt fólk sé hræðilegir glæpa-
menn, hlýtur að vera mjög skrítið að
drepa það.“
Á einhver skilið Óskar?
– Þekktirðu leikstjórann Mark
Forster fyrir samstarfið?
„Nei, en þegar við hittumst vissi
ég strax að þetta væri rétti gæinn.
Hann hefur frábæra sýn og reyndist
síðan frábær leikstjóri. Ég er sann-
færður um að það muni koma meira
forvitnilegt frá honum í framtíðinni.“
– Vissirðu að Halle Berry myndi
leika Leticiu þegar þú tókst að þér
hlutvekið?
„Nei, ég var fyrstur til að tengjast
myndinni, síðan kom hún inn.“
– Hvað fannst þér um það?
„Mér fannst það fín hugmynd og
vissi að hún gæti túlkað hlutverkið
vel. Ég sá hana í Introducing Dor-
othy Dandridge og fleiri myndum og
finnst hún frábær leikkona. Síðan
reyndist hún standa sig stórkostlega.
Eins og reyndar hinir leikararnir
líka. Mér fannst Peter Boyle einnig
frábær.“
– Fannst þér hún eiga Óskarinn
skilið fyrir frammistöðuna?
„Ég veit ekki hvort nokkur á yf-
irleitt skilið verðlaun og finnst þau
skrítin. Ef maður fær verðlaun í
kapphlaupi, þá var maður fyrstur í
mark og vann. Hvernig er hægt að
segja um eitthvað jafn ósnertanlegt
og leik, að einhver hafi unnið? Mér
fannst allir í myndinni standa sig svo
vel, en ég samgleðst henni og óska
henni innilega til hamingju, því hún
stóð sig frábærlega. Á hverju ári um
allan heim, eru leikarar að standa sig
frábærlega og það er ekkert tekið
eftir stærstum hluta þeirra.“
Sanngjarnt gagnvart
áhorfendum
– Þú ert þekktur fyrir að túlka
skrítna náunga. Finnst þér það meiri
áskorun sem leikari?
„Ég leik þá karaktera sem mér
finnst ég geta sagt eitthvað með. Ég
leik ólíka karaktera í hverri mynd því
mér finnst það sanngjart gagnvart
áhorfendum. Ef maður leikur sjálfan
sig í hverri mynd, þá sjá áhorfendur
þig ekki lengur sem persónuna í sög-
unni heldur sem leikara. Ég vil vera
karakterinn í sögunni, því áhorf-
endur eiga það skilið að fá að gleyma
sér í sögunni, án þess að frægt andlit
leikarans komi í veg fyrir það.“
– Einhver sagði mér að þú værir
skrítin skrúfa sjálfur. Er það satt?
„Ó, nei. Það er bara bull sem er
verið að skrifa í blöðin. Ég er ósköp
venjulegur náungi. Við höfum hvorki
dýflissu né rafmagnsstól heima hjá
okkur, auk þess sem ég borða ekki
bara appelsínugulan mat. En það er
ekki skrifað illa um okkur, bara
hversu sérvitur við erum og ást-
fangin. Það er í þessu fína, en ef ein-
hver skrifar illa um konuna mína eða
ræðst á börnin mín, þá verð ég brjál-
aður.“
– Að hvaða mynd ertu að vinna?
„Eins og er er ég á hljómleika-
ferðalagi í Evrópu, en ég var tónlist-
armaður áður en ég gerðist leikari.
Ég fer víða og kynni plötuna mína
Private Radio. Þegar við ljúkum því,
ætlum ég og konan mín að fara heim
til Los Angeles og fara í algert frí í
tvo mánuði. Líklega leik ég í mynd í
ágúst og þá verður hún með mér.
Síðan leikur hún í mynd og þá verð
ég með henni. Þannig getum við
skipst á að vinna og verið saman um
leið.
Annars var ég að klára að leika í
myndinni Levity eftir Ed Solomon
með Morgan Freeman. Það er svona
yfirnáttúrulegt drama, sem mér
fannst frábær mynd.“
Reddum því
á Íslandi!
– Hvað með þínar myndir? Hefur
„Daddy and Them“ verið frumsýnd í
Bandaríkjunum?
„Nei, Daddy and Them er mjög lít-
il karaktermynd sem verður aðeins
sýnd á takmörkuðu svæði í suð-
urríkjunum. Framleiðslufyrirtækið
er það sama og gerði All The Pretty
Horses, og okkur samdi ekki sérlega
vel, þar sem þeir tóku myndina og
klipptu að eigin vild. Þetta er þeirra
ákvörðun, en ég mér þykir vænt um
hana og vona að fólk geti seinna nálg-
ast hana á myndbandi. Þetta er gam-
anmynd um vanheila fjölskyldu.“
– Þegar þú kemur til Íslands, þá
kemurðu bara með hana með þér!
„Já, auðvitað, frábær hugmynd!
Við reddum þessu þannig!
Heyrðu, þegar ég kem til Íslands
viltu þá kenna mér nokkur orð í ís-
lensku?“
– Já, nokkur dónaleg orð.
Þögn. Úpps! Ekki tókst mér að
ganga fram af eiginmanni Angelinu
Jolie?
„He, he. Já, það er einmitt það sem
allir læra fyrst,“ segir Billy Bob
vandræðalegur. Hjúkk.
Ekkert, nema eigin lífsreynslu
– Já, já, hvað finnst þér annars
skemmtilegast í kvikmyndum?
„Mér finnst skemmtilegast að
leika, því ég var leikari upphaflega.
Það er hjarta mínu næst og ég fæ
mest út úr því. Ég veit að það erf-
iðasta er að skrifa. Maður byrjar
með ekkert í höndunum. Nema eigin
lífsreynslu.“
– Og samtölin eru ávallt mjög
sannfærandi.
„Já, fyrir mér skipta persónurnar
og samtölin mestu. Mér finnst líka
gaman að finna rétta leikara til að
segja setningarnar á réttan hátt. Oft
er það ekki gert. Í suðurríkjamynd-
um koma oft leikarar frá New York
eða Kaliforníu til að leika hlutverkin.
Mér finnst það alltaf mjög leiðilegt,
enda myndi það aldrei vera öfugt.
Að mínu leyti eru handritaskrifin
mikilvægust í greininni, því ef fólk er
ekki með góða sögu, persónur og
samtöl, þá verður myndin ekki góð.
Og mér finnst handritshöfundar alls
ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skil-
ið. Ég vel alltaf hlutverk eftir hand-
ritinu.“
– Ertu að skrifa annað handrit?
„Já, það er handrit sem ég hef ver-
ið að skrifa í nokkur ár og er um
reynslu mínu sem sálarsöngvari þeg-
ar ég var unglingur. Það heitir East
End. Ég vonast til að geta klárað það
því það er eitt af mínum uppáhalds-
handritum.“
– Er þér í mun að koma suðurríkj-
unum á tjaldið?
„Já, og það í réttri mynd. En svo
þekki ég þau líka best. Bestu verk
manns verða alltaf byggð á því sem
maður þekkir best og þá á maður
auðvitað að gera það. Ég held t.d að
ég gæti aldrei skrifað vísindaskáld-
sögu,“ segir Billy Bob og hlær við til-
hugsunina.
Svona til að enda samtalið, gef ég
honum tækifæri til að spyrja um
gengi Monster’s Ball á Íslandi.
–Er eitthvað sem þú vilt spyrja um
að lokum?
„Já, endilega. Bíddu nú við... ertu
ljóshærð?“
– Já! Ha, ha... og bláeygð líka!
„Í alvöru? En fyndið!“
Billy Bob Thornton leikur á móti Óskarshafanum Halle Berry í Skrímslaballinu sem sýnd er hér landi
Ósköp venju-
legur náungi
Billy Bob Thornton er ekkert meðalmenni, heldur marghæfur
listamaður. Hildi Loftsdóttur finnst hann sérstakur af stjörnu
að vera. Jafnvel svolítið venjulegur, en sérstaklega vinalegur.
hilo@mbl.is
Sálufélagar í sorginni. Leticia og Hank eru sérstakir elskhugar.
Svona lítur hinn ósköp venjulegi Billy Bob Thornton út.
KL. 12.00 - 15.00
KL. 17.00 - 19.00
KL. 12.00 - 22.00