Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8. B.i.12. Vit 353 Sýnd kl. 4 og 6. Vit 349.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
Sýnd kl. 8. B.i.12. Vit nr. 356
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 363
Forsýnd kl. 2 og 4.
Eitt magnaðasta ævintýri
samtímans eftir sögu H G Wells
Forsýnd kl. 10.15. Vit 367
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 358.
4 ÓSKARSVERÐLAUN...
M.A Besta mynd, besti leikstjóri (Ron Howard), besta aukahlutverk kvenna
(Jennifer Connelly)og besta handrit (Akiva Goldman)
½SG DV
kvikmyndir.com
½kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
½HJ Mbl
Sýnd í Lúxus VIP kl. 2, 5.30, 8 og 10.40. B.i. 16. Vit 335.
Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 357
DV
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2. Íslenskt. tal. Vit 338
Þú ert boðin í hreint ótrúlega fjölskyldusamkomu!
Stórstjörnurnar Danny Glover, Gene Hackman, Anjelica Huston, Bill Murray,
Gwyneth Paltrow, Ben Stiller, Luke Wilson og Owen Wilson í magnaðri
gamanmynd sem var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna og vann Gene
Hackman Golden Globe verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki.
Golden Globe verðlaun: BESTI LEIKARINN
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 337
R íkey s ýn i r v e r k s í n í a nddy r i b í ó s i n s
Sýnd kl. 4, 7 og 10. B. i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B. i. 16.
kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
kvikmyndir.com
DV
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
tilnefningar til Óskarsverðlauna5
Sýnd kl. 5.45 og 10. Síðustu sýningar.
Ó.H.T Rás2
Strik.is
SG. DV
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 2 og 4.
DV
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2 og 4.
SIDEWALKS
OF NEW YORK
Sýnd kl. 4.30, 7 og 9.30. B.i. 12.
Frumsýning
SG DV
Frá framleiðanda Snatch og Lock, Stock
And Two Smoking Barrels kemur ný
kvikmynd sem hittir beint í mark. Með hinum
gallharða Vinnie Jones (Snatch, Swordfish).
Sunnudag kl. 2. Lokasýning
Sýnd kl. 6 og 8. Miðaverð kr. 800.
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.
Sýnd kl. 8.
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
RÉTT rúmu ári eftir að
hann lét eiginkonuna
sigla sinn sjó hefur
bandaríski kvikmynda-
leikarinn Tom Cruise
sagt upp spænsku leik-
konunni Penelope Cruz,
að því er segir í frétt
BANG Showbiz. Cruise
hafði beðið Cruz um að
giftast sér og hafði parið
í hyggju að láta verða af
því á næstunni.
Ekki nóg með að Cruise vilji ekki
giftast Cruz heldur hefur hann beð-
ið hana að hafa sig og sitt hafurtask
á brott úr íbúð hans í Los Angeles.
Samband þeirra mun hafa dalað
jafnt og þétt frá því um jólin þegar
Cruise varði tíma sínum með fyrr-
verandi spúsu sinni, Nicole Kid-
man. Þessi vinátta þeirra fyrrver-
andi hjóna mun hafa verið eilíft
þrætuepli í sambandi Cruise og
Cruz. Það bætti svo ekki
úr skák að Cruise skyldi
neita að fara með Cruz á
Óskarsverðlaunaafhend-
inguna. Kornið sem fyllti
mælinn hefur væntanlega
verið þegar Cruise lýsti
því yfir opinberlega að
hann myndi ávallt elska
Kidman.
Cruise og Cruz kynnt-
ust við töku á myndinni
Vanilla Sky og herma sögusagnir
að ástarævintýri þeirra hafi hafist
þá og það hafi verið ástæðan fyrir
því að tíu ára hjónaband Cruise og
Kidman fór út um þúfur.
Hjónabandi Cruise og Mimi Rog-
ers lauk árið 1990 og þá var Cruise
óðara búinn að biðja Kidman. Þau
ættleiddu síðar tvö börn.
Lögmaður Cruise, Bert Fields,
vísar á bug fregnunum um sam-
bandsslit Cruise og Cruz.
Cruise lætur Cruz róa
Búið spil?
ELÍSABET Ólafsdóttir, stundum köll-
uð Beta rokk, hefur verið áberandi í
afþreyingar- og skemmtiiðnaði land-
ans undanfarin ár. Hún hefur svo
sem ekki borið neinn sérstakan
embættistitil vegna þessa, en kom-
ið að ýmsum störfum því tengdum,
starfað við ljósmyndun, greinaskrif
fyrir prent- og netmiðla og komið að
sjónvarpsmennsku svo eitthvað sé
nefnt. Mest áberandi um þessar
mundir eru þó skelegg innslög henn-
ar í þáttinn Sigurjón Kjartansson og
Co, morgunþátt Radíó X. Morgun-
blaðinu fannst því gráupplagt að
leggja nokkrar smellnar spurningar
fyrir þessa kátu hnátu.
Hvernig hefur þú það í dag?
Ég er með smá fiðring í mag-
anum og líður ofsalega
vel.
Hvað ertu með í vösun-
um í augnablikinu?
Debetkort, bíókort, nafn-
spjald einhvers útlendings,
lykla og síma.
Ef þú værir ekki útvarpskona,
hvað vildirðu þá helst
vera?
Rithöfundur með allavega
tvær metsölubækur að
baki.
Bítlarnir eða Rolling
Stones?
Bítlarnir.
Hverjir voru fyrstu tón-
leikarnir sem þú fórst
á?
Whitesnake og Qui-
reboys í Reiðhöll-
inni þegar ég var
13 ára. Tapaði
mér þegar „I
Don’t Love You
Anymore“ með
Quireboys hljómaði. Vá, hvað mér fannst
þeir sætir.....skil það ekki núna.
Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr elds-
voða?
Fjölskyldunni.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Kann mér ekki hóf.
Hefurðu tárast í bíói?
Vá, eiginlega alltaf. Ég er mjög mikil
„vægð“ þegar kemur að kvikmyndum. Fór
meira að segja næstum að skæla með
ekkasogum þegar ég horfði á
sjónvarpsmyndina um Önnu
Frank um daginn.
Finndu fimm orð sem lýsa
persónuleika þínum vel.
Offors. Kímnigáfa. Læti. Sjálf-
miðuð. Heilindi.
Hvaða lag kveikir blossann?
„Moaner“ með Underworld.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Þar sem ég er voðalega dugleg að
brenna mína eigin diska hef ég ekki
keypt plötu síðan um jólin og þá minnir
mig að ég hafi keypt fyrstu Winter Chill
plötuna í Hed Kandi safnið.
Hvert er þitt mesta prakkarastrik?
Morfís ́97. Við í MS töpuðum fyrir ME á Eg-
ilsstöðum. Rokkuðum feitast á heima-
vistinni. Brutum óvart ryksugu og ramma,
brutumst ekki svo óvart inn í sundlaugina.
Vorum rekin úr skólanum í viku en fengum
alveg þúsund rokkstig í kladdann.
Hver er furðulegasti matur sem þú hefur
bragðað?
Nú sé ég eftir því að hafa ekki fengið mér
kálfaheilann í Brussell!!
Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér?
Britney Spears.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu?
Það var eitthvað...........en ég er búin að
gleyma því!
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Auðvitað. Hvar væri Elvis ef maður gerði
það ekki?
Betu rokk fannst
Quireboys sætir
SOS
SPURT & SVARAÐ
Elísabet
Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Golli