Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 9
Sérhver viöbót viö flotann mun einungis auka á skömmtun, rýra afkomu sjómanna og útvegsmanna og þar meö þjóöarinnar allrar, segir Kjartan Jóhannsson f þessari grein. VÍSIR Mánudagur 2. júni 1980. SKIPAINHFLUTNIHGUR OG LÍFSKJÖRIH í LANDINU Við búum nú við þær aðstæður, að togurum eru bannaðar þorskveiðar i 80-100 daga á ári. Loðnuskipaflotinn lýkur verki sinu á 4-5 mánuðum. Sild- veiðar eru skammtaðar. Það birtist þvi VERKEFNASKORTÚR hjá flotan- um. Af þessu ætti að vera augljóst að flotinn er of stór miðað við núverandi aðstæður og sérhver viðbót við flotann muni einungis auka á skömmtun, rýra afkomu sjómanna og útvegsmanna og þar með þjóðarinnar allrar. Menn geta haft til viðmiðunar að á s.l. ári voru þorskveiðar bannaðar i um 100 daga. Ef togaraflotinn væri 60 skip, þá hefðu þessi skip miðað við sömu forsendur og sama hlutfall milli togaraveiða og bátaafla getað stund að veiðar þvi sem næst allt árið. En 100 togara floti þýddi hins vegar að þeir yrðu að vera frá þorskveiðum i næstum þvi hálft ár miðað við sömu for- sendur. Opnað fyrir skipainn- flutning. Viö þessar aöstæöur hefur rikisstjórnin ákveöiö aö opna aö nýju fyrir innflutning á fiski- skipum erlendis frá. Ég tel og hef látiö hafa þaö eftir mér, aö þessi ákvöröun sé flaustursleg og vanhugsuö og muni hefna sin. Ekki slst hef ég taliö þetta vegna þess aö meö þessari ákvöröun muni skriöa veröa sett af staö. Þaö er viöa sem menn leita eftir endurnýjun á skipum erlendis frá. Liklega liggja um 20 umsóknir fyrir um þetta efni. Og hvar á aö draga markalinu? Hvers vegna ættu tsfiröingar aö fá skip en ekki Reyöfiröingar? Hvers vegna Eskfiröingar en ekki Vest- mannaeyingar? Hættan er sú aö markalinan veröi ekki dregin. Endurnýjunarþörf er minni en afköst á inn- lendum skipasmiðum. 1 fiskiskipaáætlun Fram- kvæmdastofnunar rikisins er taliö aö úrfall (þ.e. skipstapar og skip dæmd óviögeröarhæf) fiskiskipa veröi aö jafnaöi 1700 brúttórúmlestir á ári næstu ár- in. Nýsmiöi og skipakaup mega þvi aöeins nema 1700 brúttó- rúmlestum á ári til þess aö viö- halda óbreyttri stærö . skipa- stólsins. Sem stendur er taliö að innlend skipasmiöi muni af- kasta um 2000 brúttórúmlestum á ári og margir telja æskilegt að auka þessa afkastagetu upp i t.d. 3000 brúttórúmlestir eöa meira. Af þessu er ljóst aö inn- lend skipasmiöi gerir meira en aö mæta venjulegri úreldingu flotans miöaö viö núverandi smiöaafköst, hvaö þá ef af- kastagetan er aukin samkv. þeim óskum sem uppi eru. Þessu til viöbótar má reyndar benda á þaö, aö á grundvelli fyrri ákvaröana mun skipainn- flutningur nema a.m.k. 1000 lestum á þessu ári. Þaö er þvl ljóst, aö endurnýjunarþörf fiski- skipastólsins veröur meira en mætt á þessu ári og hinu næsta þótt enginn frekari innflutn- ingur komi til og skipastóllinn muni af þeim sökum frekar vaxa heldur en hitt. Samdráttur i innlendri skipasmiði? Nú heldur Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráö- herra þvl fram, aö fari skip úr landi I staö innflutts fiskiskips þá muni skipastóllinn ekki vaxa. En hvernig horfa málin viö, þegar litiö er á þaö sem stefnumiö aö efla innlenda skipasmiöi, eins og gjarnan er taliö æskilegt, og meira aö segja núverandi rlkisstjórn telur stefnuatriði og er reyndar eitt af þvi fáa sem skýrt er og skiljan- legt I málefnasamningi rikis- stjórnarinnar. Ef smlöaöar eru 1700 brúttórúmlestir, sem er nálægt núverandi afköstum, þá svarar þaö til allrar úreldingar flotans og hann stendur þá i staö stæröarlega af þeim sökum ein- um, en vex sem innflutningi nemur. Ýmsir hafa áhyggjur af aö innlenda skipasmiöin mæti ekki úrfalli skip fyrir skip eöa staö fyrir staö. Þaö vandamál leysist auövitaö meö öörum hættiog hefur ekki meö heildar- stærö skipastólsins aö gera. Hins vegar er ljóst, aö innflutn- ingur mun draga úr verkefnum fyrir innlenda skipasmiöi, ef halda á óbreyttri stærö skipa- stólsins því aö I innflutningnum felst endurnýjun sem dregur úr úreldingu flotans, jafnvel þótt jafnstórt skip sé flutt úr landi. óbreytt stærö skipastólsins og innflutningur getur þvl aö eöli- legum hætti ekki þýtt annaö en samdrátt I innlendri skipasmiöi I staö þeirrar eflingar skipa- smlöanna, sem oft eru höfö á oröi. Hin „gullna” útflutningsregla. Þess var getiö I tilkynningu rlkisstjórnarinnar um aö leyfa fiskiskipaútflutning, aö sam- bærilegt skip yröi þá aö flytja úr landi. Reynslan af þessari reglu er svona: ,,Nýr togari kemur til lands- ins I skiptum fyrir annan eldri, sem á aö heita fluttur úr landi. Af útflutningi veröur þó ekki, þvl aö sá togari, sem úr landi átti aö fara, er keyptur innan- lands I skiptum fyrir miðlungs stálbát, sem telst þá fluttur út. Af þvl veröur þó heldur ekki, þvl aö enn er skipt og nú á stál- neöanmóls Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra fjallar í þessari grein sinni um innflutning fiskiskipa og þær afleiðingar, sem það hefur að flotinn stækkar sifellt. Jafnframt gerir hann að umtalsefni af- stöðu núverandi ríkis- stjórnar í þessum málum og segir að dæmið gangi ekki upp. bátnum og 80 tonna trébáti, 20 ára gömlum.” Þaö er svo reyndar dæmigert, aö blekiö var varla þornaö á yfirlýsingu rkisstjórnarinnar um, aö sambærilegt skip skyldi fara úr landi I staö innflutts, þegar rlkisstjórnin flutti sér- stakt frumvarp um aö leyfa endurinnflutning á bátnum Hamravlk I skiptum fyrir helmingi minni bát, sem færi þá úr landi. Mér varö það ljóst, þegar ég var sjávarútvegsráöherra, aö þetta mætti ekki ganga til meö þessum hætti. Þaö yröi aö spyrna viö fótum og jafnvel þó menn töluðu um, aö ófært væri aö flytja ágætt skip úr landi, þá væri hér veriö aö skapa vita- hring, sem stækkaöi skipastól- inn. Þess -vegna greip ég til aö- geröa til þess aö stööva þessa vitleysu. Sá leikur haföi veriö leikinn, aö þó aö skip ættu aö heita flutt úr landi, þá voru þau ekki afmáö af skipaskrá. Þaö kostaöi þó nokkra fyrirhöfn aö sjá til þess aö þessum formleg- heitum væri fullnægt. Þaö tókst aö þvl er varöar þaö skip sem hér um ræöir, Hamravikina. Ein- mitt af þeim sökum neyddist rlkisstjórnin til aö flytja sérstakt lagafrumvarp um endurinnflutninginn til aö reyna aö koma fram vilja slnum. Ef skipiö heföi enn veriö á skipa- skrá, þá heföi rlkisstjórnin getaö afgreitt málið aö eigin geöþótta. Nú mun rikisstjórnin hins vegar hafa guggnað á aö koma frumvarpi slnu I gegnum Alþingi og veröur þá ekki af þessum skiptum aö sinni a.m.k. Dæmiö og tilburðir rlkis stjórnarinnar sanna engu aö slöur haldleysi þessarar „gullnu” reglu. Dæmið gengur ekki upp. Þaö er sama hvernig á þetta mál er litiö, þau markmiö veröa ekki samrýmd aö vera meö inn- lendan skipaiönaö, sem hefur jafnmikil eöa meiri afköst og svarar til endurnýjunarþarfa flotans, og aö leyfa innflutning á fiskiskipum. Meö þeirri stefnu sem rikisstjórnin hefur tekiö upp er þvl annaöhvort veriö aö ráöast gegn þvl stefnumiöi, sem fram er taliö I stefnuskrá rlkis- stjórnarinnar, aö efla innlendan skipaiönaö, ellegar þá aö hug- myndin er ab stækka flotann og rýra afkomu sjómanna og út- vegsmanna og þjóöarbúsins alls. Nýjasta uppfinning rlkis- stjórnarinnar um aö taka skip af frilista er nú reyndar ekki komin til framkvæmda enn þá. En jafnvel þótt þaö veröi efnt, en orö og athafnir fara nú ekki alltaf saman hjá rlkisstjórninni, þá breytir hún ekki öbru en þvi.að leyfisveiting verbur sér- staklega I höndum viöskipta- ráöherra. Ef stefna rikis- stjórnarinnar er óbreytt, þá er þannig ekki sérstaks árangurs aö vænta af þeirri ákvöröun aö taka skip af frllista. Þaö er stefnubreyting sem til þarf aö koma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.