Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 31
VÍSIR Mánudagur 2. júni 1980. Umsjdn: Kristin Þorsteinsdóttir, Útvarp Ki. 20.40: .Þelta leggst vel í mlg’ sagði Hildur Eiríksdóttir. nýr umsiónarmaður báttarins „Lög unga tólksins Þeir sem hlusta á þáttinn „Lög unga fólksins,” hafa væntanlega veitt þvi athygli, aö nýr um- sjónarmaöur hefur tekiö viö þætt- inum á móti Ástu R. Jóhannes- dóttur, en þaö er Hildur Eiriks- dóttir. Viö spjölluöum stuttlega viö Hildi nú fyrir skömmu, er hún var I sinni fyrstu upptöku. „Þetta leggst vel I mig,” sagöi Hildur, „og mér sýnist þetta skemmtilegt starf svona viö fyrstukynni. Ég hef mjög gaman af poppi.sérstaklega þvi nýjasta, og þvi er starfiö alveg viö mitt hæfi. Þaö eina, sem er aö, er aö þvi miöur kemst maöur ekki yfir aö lesa öll bréfin, sem berast þættinum.” Hildur sagöi, aö hún væri starfsstúlka Tónlistardeildar og ynni þar viö tónlistarskýrslur, en þaö heföi hún gert I fjögur ár. Þátturinn hefst kl. 20.40 og er rúmrar klukkustundar langur. — K.Þ. ' m----------------------------► Hildur Eiriksdóttir, hinn nýi umsjónarmaöur þáttarins „Lög unga fólksins.” Sjónvarp kl. 21.15: „Létt og skemmtilegt” sagði Jón 0. Edwaid pýðandi myndarinnar ..Tilhugaiír Á dagskrá sjónvarpsins I kvöld er leikrit, sem heitir „Village Wooing,” og útleggst á Islensku „Tilhugallf.” Leikritiö er eftir Bernard Shaw. I verkinu segir frá ungri konu úr ensku þorpi. Hún fer I siglingu, hittir þar rithöfund, sem lifir á þvl aö skrifa feröasögur. Hún hef- ur áhuga á aö kynnast honum, en þaö er hins vegar ekki gagn- kvæmt. Siöan llöa nokkur ár. Þá gerist þaö aö I verslunina sem hún vinnur I, kemur dag einn inn maöur og er þaö enginn annar en fyrrum feröafélaginn af skipinu. Hún þekkir hann strax, en hann ekki hana. Henni list eftir sem áöur vel á hann og er staöráöin I aö krækja ihann, en eins og áöur er hann ekkert yfir sig spenntur. Leikritiö gengur síöan út á þetta tafl. Aö sögn Jóns O. Edwalds er þetta skemmtilegt verk. Þaö er I samtalsformi, og skiptist leikritiö i þrjá þætti, þaö tekur tæpa klukkustund I flutningi. — K b útvarp 9.05 Morgunstund barnanna: Guörún Guölaugsdóttir helduráfram aölesa söguna „Tuma og trltlana ósýni- legu” eftir Hilde Heisinger I þýöingu Júnfusar Kristins- sonar (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaöarmál. Um- sjónarmaöur: Jónas Jóns- son búnaöarmálastjóri. Rætt viö Hákon Sigurgrims- son framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Morguntónleikar. Con- certgebouw-hljómsveitin i Amsterdam leikur Sinfónlu nr. 4 I G-dúr op. 88 eftir Antonln Dvorák, George Szell stj./ Tékkneska kammersveitin leikur Serenööu I Es-dúr fyrir strengjasveit op. 6 eftir Josef Suk, Josef Vlach stj./ Sinfóniuhljómsveit franska útvarpsins leikur Sinfóníu nr. 1 I Es-dúr op. 2 eftir Camille Saint-Saens, Jean Martinon stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Leikin létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miödegissagan: „Krist- ur nam staöar I Eboli” eftir Carlo Levi. Jón Óskar les þýöingu sina (19). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. Adrian Ruiz leikur Planó- sónötu I Ss-mollop. 184 eftir Joseph Rheinberger/ Leo Berlin og Lars Sellergren leika Fiölusónötu nr. 2 I e- moll op. 24 eftir Emil Sjö- gren. 17.20 Sagan „Vinur minn Talejtin” eftir OUe Mattson. Guöni Kolbeinsson les þýö- ingu sina (11). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Mælt mái. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Einar Tjörvi Ellasson yfir- verkfræöingur talar. 20.00 Viö, — þáttur fyrir ungt fóik. Umsjónarmenn: Jór- unn Siguröardóttir og Érni Guömundsson. 20.40 Lög unga fólksins. Hild- ur Eiriksdóttir kynnir. 21.45 Ctvarpssagan: „Sidd- harta” eftir Hermann Hesse. Haraldur ólafsson les þýöingu sina (6). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Sálarlif hópa. Esra Pét- ursson læknir flytur erindi. 23.00 Frá tónieikum Sinfónfu- hljómsveitar tslands I Há- skólabiói 22. f.m. Sinfónia nr. 4 I e-moll op. 98 eftir Jo- hannes Brahms. Stjórn- andi: Gilbert Levine frá Bandarikjunum.— Jón Múli Arnason kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Tommi og Jenni 20.40 iþróttir Umsjónarmaöur Jón B. Stefánsson. 21.15 Tilhugalif (Village Woo- ing) Ungkona úr fámennu byggöarlagi fer i hnattsigl- ingu og hittir þar rithöfund sem sknfar feröasögur. Hún reynir aö kynnast hon- um en fær dræmar undir- tektir. Þýöandi Jón O. Ed- wald. 22.10 Astandiö á Kúbu (Cuba Refugees) Ný bresk heim- ildamynd frá Kúbu. Landiö er efnahagslega mjög háö Sovétrikjunum, og mörgum finnst þjóölifiö svo illbæri- legt aö þeir vilja fyrir hvern mun komast úr landi. Engu aö siöur hafa margvislegar framfarir oröiöáliönum ár- um, og Fidel Castro nýtur ennþá töluverörar hylli. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok. M VEHBA SÉR TIL SKAMMAR Fyrsta sunnudag i júni ár hvert halda sjómenn hátiöisdag. Þessi dagur, sjómannadagur- inn, hefur um áratuga skeiö veriö helgaöur málefnum sjó- manna. Samtök þeirra hafa gengist fyrir margháttuöum samkomum um ailt land til þess aö minna á mikilvægi sjó- mannsstarfsins fyrir islenska þjóö. Svo var enn I gærdag. Þótt oft sé erfitt aö fullyröa, aö ein stétt manna sé nauösyn legri en önnur, þá er enginn vafi á þvi, hvaöa stétt manna skiptir höfuömáli fyrir okkur Islend- inga. An sjómannastéttarinnar væri ekki Hfvænlegt samfélag hér á landi. Viö byggjum efna- hagslega tilveru þjóöarinnar á þvi aö fiskimenn okkar fari á sjóinn. Þaö er okkar auöur og hann veröur aö sækja. Sjómannadagurinn var aö þessu sinni haldinn þegar ýmsir erfiöleikar steöja aö I sjávarút- veginum. Staöreyndin er sú, aö fiskiskipafloti okkar er oröinn alltof stór miöaö viö þaö magn, sem skynsamlegt er aö veiöa af helstu fiskstofnum á Islands- miöum. Þetta hefur leitt til þess, aö fiskiskip eru skylduö til þess af stjórnvöldum aö vera bundin viö bryggju, eöa þvi sem næst, umtalsveröan hluta árs- ins. Þetta skipulagsleysi f sjávarútvegi er þó ekki sjó- mönnum aö kenna. Þar bera stjórnmálamennirnir mesta ábyrgö. Sjómannadagurinn hefur veriö fasturþáttur I islensku þjóölifi um áratuga skeiö. Þvi skyldi maöur ætia aö allir tslendingar vissu, hvenær sjó- mannadagurinn er haldinn, og sæju sóma sinn i aö viröa hann. Þessu er þó á annan veg fariö. Nokkrir áhrifamenn f menntamannakiiku Alþýöu- bandalagsins hafa aö þvi er viröist ekki hugmynd um sjó- mannadaginn. Þeir voru aö koma Listahátiö I Reykjavik af staö, og þurftu endiiega aö hefja hana meö brambolti á miöjum sjómannadeginum. Þannig drógu þessir menntamanna- postular athygli fjölmargra frá dagskrá sjómannadagsins, og reyndar sumra fjöimiöia Hka. Þaö var t.d. leiöinlegt til þess aö vita, aö fyrsta og fyrirferöar- mesta frétt sjónvarpsins á sjó- mannadagskvöld skyldi vera frá setningu Listahátiöar en ekki frá hátiöahöldum sjó- ég segi, aö ég hef miklu meiri ánægju af aö umgangast fólkiö hér i dalnum, eöa sjómennina I plássunum, heldur en menn- ingarslegtiö I Reykjavik, þaö sem lætur mest á sér bera .... þessir menningarhópar, sem ég minntist á, hafa mist tengslin viö alþýöuna. Þeir eru eins og persónur I ieikritum eftir Tsékof, Gorkij eöa Jökul.... Fyrr en varir getur svona fólk oröiö eins og Dagblaös-Jónas Kristjánsson, sem afgreiöir manniff meö tómri matematik”. 1 þessum pistium hefur ekki oft veriö tekiö undir yfirlýs- ingar, sem forystumenn I Alþýöubandalaginu hafa iátiö frá áér fara, þótt þaö hafi komiö fyrir. En hér hefur Jónas Arna- son lýst „menningarslegtinu” I Alþýöubandalaginu af raunsæi. Hann hefur alltaf gætt þess sjálfur aö halda tengslum viö aiþýöufólk. Hann veit þvi vafa- laust hvenær sjómannadagur- inn er haldinn. Kannski heföi veriö þarft aö hann umgengist „menningarslegtiö” aöeins meira svo aö þaö yröi sér ekki tii jafn fækilegrar skammar og reyndin varö I gær. Svarthöföi. manna á deginum þeirra. En þaö þarf svo sem ekki aö koma á óvart, aö þessir menn skyldu ekki vita til þess aö sjó- menn halda hátiöisdag sinn árlega fyrsta sunnudag I júni. Staöreyndin er auövitaö sú, aö þetta fólk er löngu komiö úr snertingu viö almenning I land inu. Og þaö er ekki bara skoöun vondra Svarthöföa, eins og þeir á Þjóöviljanum halda vafalaust. Nú siöast staöfesti Jónas Árna- sn, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaöur Alþýöubanda- lagsins, þetta meö eftirminni- legum hætti I viötali I Helgar- blaöi Vfsis. t þessu ágæta viötali fjallar Jónas nokkuö um þessa menntamannakliku, og segir þá m.a.: — „Ég er ekki aö hræsna-þegar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.