Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Þriðjudagur 3. júni 1980 UTFLUTIIINBS- OG INNFLUTNINGSVERSLUN: Markaðslönd okkar fyrir fiskimjöl eru nú orðin 20 en voru 14 árið 1970 og er þessir þróun til marks um það, að útf lutningsaðilar eru sívak andi fyrir nýjum sölumöguleikum. L « W&" i TUTTUGU MJÚL AF Llklega mætti ráöa af þeim árdðri, sem beint hefur verið gegn verslunarstéttinni á und- anfömum árum, að hún væri uppspretta alls ills og hugsaði ekki um annaö en að svikja og pretta náungann. Þessi áróöur gegn heilli stétt þjóöfélags- þegna hefur gengiðsvo langt, að ég fullyröi aö hann hefur valdið verulegum skaða og vegna tor- tryggni og vantrausts nánast gert óstarfhæfan mikilvægan hlekk I llfæð þjóðarinnar. Hvaö er verslun? Verslun er tengiliðurinn sem á slöasta stigi framleiðslunnarkemur henni til neytenda, hún er einfaldlega skipti á verðmætum sem báðir aöilar telja sér hagkvæm. Ef svo væri ekki myndu viðskipti ekki eiga sér stað. Mikilvægt er að verslunar- stéttin snúi nú vörn I sókn, hreki þennan áróður og vinni aftur traust fólksins I landinu. Þetta gerum viö best meö fræöslu um störfin, sem unnin eru I þessari atvinnugrein. Hér á eftir ætla ég stuttlega aö gera grein fyrir einum þætti verslunar, útflutningi fiskimjöls og lýsis á vegum einkafyrir- tækja. Útflutningur Islendinga á siö- asta ári nam alls 278,5 milljörð- um króna. Þar af voru sjávaraf- urðir 75% eða 208 milljarðar. Iönaðarvörur voru fluttar út fyrir 60 milljaröa, landbúnaðar- vörur rúma 7 milljaröa og ann- að fyrir rúma 3 milljarða. 80 af hundraði allra útfluttra sjávarafurða fara i gegnum sölusamtök sjávarútvegsins og verður ekki fjallað um þann þátt hér. Afgangurinn, aö verðmæti 41 milljarður króna var seldur af einkafyrirtækjum, sem flest stunda einnig innflutningsversl- un. Fyrirtæki það sem ég veiti forstöðu, hefur allt frá stofnun þess 1923 stundaö allverulegan útflutning samfara innflutningi og umboðssölu. Hér fyrr á árum var einkum um að ræða smjör og saltfisk, en á síðari árum fiskimjöl og lýsi. Gifurleg aukn- ing hefur orðið á fiskimjöls- og lýsisframleiðslu hér á landi. A siðustu 10 árum nam útflutning- urinn sem hér segir: Ar Fiskimjöl Lýsi 1970 62.300 tonn 6000 tonn 1975 113.500 tonn 22000 tonn 1979 203.500 tonn 87000 tonn Ekki fer á milli mála að sala útflutningsafurða fellur I mörg- um tilvikum afar vel að starf- semiinnflutningsverslunar. Þar gefst tækifæri til aukinnar nýt- ingarþeirrar þekkingar og þess mannafla sem innflutnings- verslunin hefur þróaö innan fyrirtækjanna. Útflutningur fiskimjöls og lýsis er frjáls og ræður framboö og eftirspurn þvl veröinu. Eftirlit með lágmarks- söluverði er I höndum viöskipta- ráðuneytisins, en eftirlit meö greiöslum afurða til framleiö- enda er I höndum Landsbank- ans og útvegsbankans. Lltum nú á þá meginþætti, sem söluaðilinn þarf aö hafa þekkingu á: 1. Framleiösluaöilar a) Gæði framleiðslunnar b) Framleiðslugeta c) Framleiðslutlmi (árstlmi) 2. Framleiösla og framboö ann- arra landa af sömu og/eöa sam- ÞJÖBIR KAUPA ISLENDINGUM bærilegum vörutegundum 3. Markaösaöstæöur a) Stærð markaöar b) Verðhugmyndir kaupenda c) Greiðslugeta kaupenda d) Samkeppnisaöilar á markaðinum. 4. Afskipunarmöguleikar Allar þessar upplýsingar læt- ur hann framleiðanda I té, sem slðan vegur þær og metur, áður en ákvörðun um sölu er tekin. Sllk ákvörðun skiptir miklu máli fyrir afkomu fyrirtækis hans, og er honum oft allmikill vandi á höndum. Hann verður þvl að geta treyst þeim aöilum sem gefa honum upplýsingar um sölumöguleika hverju sinni. Nokkrir aöilar berjast jafnan um þetta traust framleiðenda og þurfa þvl að vera I stöðugu sambandi við þá með nýjustu upplýsingar á hverjum tíma. Hér er heilbrigð og eðlileg sam- keppni á ferðinni, og á grund- velli þessara upplýsinga er ákvörðun tekin um hagkvæm- asta tilboöiö. Þessi söluaðilar hafa með höndum innflutning og skilja mikilvægi þess að upplýsingar þeirra um markaðinn séu áreið- anlegar. Framleiðandinn nær bestum árangri með þvl að nýta sölumöguleikana jafnt og þétt, en ekki blöa eftir hugsan- legum sölutoppum, sem geta hrunið jafnskjótt og þeir rísa. Athyglisvert er að llta á þróun markaðsmálanna I sölu mjöls slöustu 10 ár. 1970 ermest selt til Bretlands, Svlþjóöar og Dan- merkur en einnig til Póllands, Finnlands og Ungverjalands. Þannig er staðan fram til neöanmóls Richard Hannesson skrifar hér um þann þátt verslunar sem lýtur að útflutningi fiskimjöls og lýsis á vegum einkafyrir- tækja. Meðal annars kemur fram í greininni að um 20% útfluttra sjávarfurða eru seld af einkafyrirtækjum, sem einnig stunda innflutn- ingsverslun. 1973/74 er Belgía og Þýskaland koma inn I myndina, en sala dregst saman til Svlþjóöar og Danmerkur og er ekki teljandi eftir 1975. Þá bætist hins vegar Tékkóslóvakla við sem stöðugur markaður. Hefðbundnu markaöirnir fyr- ir fiskimjöl eru þvl: Bretland, Finnland, Pólland, Ungverja- land, Belgla, Tékkóslóvakla og V-Þýskaland auk þess sem Júgóslavla og Italla hafa bæst I hópinn á s.l. 3-4 árum. Rússar keyptu allmikið magn 1974, 1975 og 1977 en geta ekki talist stöð- ugur kaupendur. A s.l. 2 árum hafa orðið allst- órar sölur til Iran, Kúbu og Rúmeníu, og ég veit, aö þessir aðilar óska eftir stööugum viö- skiptum viö Island og eru til- búnir til aö greiða hærra verö , fyrir m jölið en gerist á eldri og ’heföbundnari mörkuöum. Nú eru markaðslöndin 20 I stað 14 árið 1970 og þessi aukn- ing sýnir glögglega aö útflutn- ingsaðilar eru sivakandi fyrir nýjum sölumöguleikum jafn- framt þvl sem heföbundnum viöskiptasamböndum er við- haldiö. Þessi stööuga markaös- leit gefur möguleika á hærra verði fyrir framleiðsluna I heild og þar með betri afkomu fram- leiðslufy rirtæk janna. Hvað varöar lýsissölu eru sölumarkaðir allmiklufærri. En s.l. 10 ár hafa Bretland, Holland og V-Þýskaland keypt megin- hluta framleiðslu okkar. 1 innflutningi er fyrir hendi faglært fólk, fólk sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu I viöskiptum og hefur viðskipta- leg og persónuleg sambönd ótrúlega vlða innanlands og ut- an. Það er skoöun mln að þessi sambönd mætti nýta I mun rflc- ari mæli en nú er gert. Við- skiptin sjálf gætu eftir sem áður fariö I gegnum stóru sölusam- tökin. Aukið samstarf þeirra og einkaaðila getur aöeins orðið til hagsældar fyrir framleiðsluaö- ilana og þar með þjóöarheild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.