Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 1
AOÚQ5 Sérprentun á efni úr Vikunni veldur deilum: Ritsljón Vikunnar ðskar eftir opinberri rannsókn Helgi Pétursson, rit- stjóri Vikunnar, kvaðst i samtali við Visi i morgunhafa fariðþess á leit við ríkissaksókn- ara, að kannað verði með hvaða hætti nokkrar siður úr Vik- unni voru sérprentaðar og þeim dreift i hús án vitundar hans. Á þessum síðum úr Vik- unni var gerð grein fyrir forsetaframboði Alberts Guðmunds- sonar í myndum og máli. „Ég er ábyrgðarmaður Vik- unnar" sagði Helgi, ,,og tel þvi hiklaust um brot að ræða varð- andi þessa sérútgáfu, þó svo fjármálavald þessa blaðs hafi gefið samþykki sitt fyrir útgáfu- unni og selt stuðningsmönnum Alberts umræddar siður. En til min var aldrei leitað." Helgi sagði, að sér skildist, að litgreiningar hefðu verið seldar stuðningsmönnum Alberts með samþykki eigenda Vikunnar. „Ég vil fá að vita, hvernig þetta er tilkomið og hver gaf þetta út", sagði Helgi. Ritstjórinn vildi taka fram, að ósk um raimsökn á tilurð þessa sérrits væri á engan hátt beint gegn framboði Alberts Guðmundssonar. t morgun tókst ekki að ná taii af Sveini Eyjólfssyni, stjórnar- formanni Hilmis hf. útgáfu- félags Vikunnar. —Gsal. Halldör Reynisson, blaðamaður Visis, var á dögunum i Teheran, höfubborg trans, og kom þá m.a. að bandariska sendiráðinu þar. a myndinnisésthannræða við iranskan borgara fyrir framan sendiráðsgirðinguna.en þar fyrir innan má sjá áróðursspjöld af ýmsu tagi. Nánar segir frá ferðinni til írans I opnu Visis i dag. Pi »» MiKIL FYLGIS AUKNING HJÁ MÉR - segir Pétur Thorsteinsson um skoðanakönnun Vísis ,,Ég hef ekki haft mikinn tima til að skoða niðurstöður könn- unarinnar, en mér sýnist hinir frambjóðendurnir standa i stað meðan mikil fylgisaukning er hjá mér," sagði Pétur Thorsteinsson i morgun, er Visir náði tali af honum i Þorlákshöfn og bað um álit hans á niðurstöðum skoðana- könnunar Visis, er birt var i gær. „Ég hef þvi miður ekki haft neinn tima til að lita á þetta og get þvi ekki tjáð mig um könnunina frekar," sagði Pétur. „Ég er nú eiginlega varla búinn að sjá niðurstöðurnar, en miðað við það sem ég hef heyrt af könn- uninni, koma mér tölurnar ekki á óvart," sagði Guðlaugur Þor- valdsson við Visi i morgun, er til hans náðist á Þingeyri. Vigdis Finnbogadóttir kvaðst i morgun ekki hafa séð könnunina og gæti þvi ekki tjáð sig um hana. Ekki tókst að ná i Albert Guðmundsson i morgun. Sjá einnig bls. 3. Gsal. 99 ROSALYNN CARTER I SAMTALI VIÐ OLAÐAMANN VÍSIS Ekki í vafa um sigur Jimmys PP Frá Þóri Guðmunds- syni, fréttamanni Vísis i Bandarikjunum, i morgun: „Ég er mjög stolt af Jimmy", sagði Rosalynn Carter, er blaðamaður Visis hitti hana á kosningaferðalagi i Providence i Rhode Island-riki I Bandarikj- unum i gær, og var ekki annað að heyra en hún væri viss um, að hann sigraði i forsetakosn- ingunum i haust. Rosalynn hefur verið á fleygi- ferð um Bandarikin að undan- förnu og þó að brosið sé farið að stirðna á andliti hennar var ekki að sjá að öðru leyti að hún væri þreytt á álaginu. „Ég er ekki f neinum vafa um að Jimmy sigrar Kennedy núna i forkosningunum", sagði eigin- kona Bandarikjaforseta enn- fremur. Hver sem úrslitin verða i dag er enginn vafi á að hún hefur smalað miklum fjölda kjósenda i kjörklefana, og fólk er hrifið af henni. Dæmi um það var, þegar hún var að fara inn i bil hér i borginni i gær, þá vék ein viðstaddra kvenna sér að blaðamanni Visis og sagði: „Æ, hUn er svo yndisleg". Á meðan þessu fer fram gerir. Ted Kennedy úrslitatilraun til þess að stöðva Carter á sigur- göngu hans. Kennedy hefur kallað daginn i dag „sup- er-þriðjudag", enda fara nu fram forkosningar f sjö rikjum Bandarikjanna. Hvetur hann fólk til þess að nota daginn til þess að sýna Carter hvað þvi finnist um hann. Það geri kjósendur best með atkvæði sinu. A fundi sem Kennedy hélt, þar sem blaðamaður Visis var við- staddur, kom glöggt fram, að Kennedy er orðinn mjög bitur i garð Carters, ekki sist vegna þess, að Carter hefur þvertekið fyrir að taka þátt i sjónvarps- kappræðum við Kennedy. Um það mál sagði Chip, sonur forsetans, við blaðamann Visis i gær: „Hvers vegna ætti forset- inn að fara út I kappræður við frambjóðanda, sem búinn er að tapa fyrir honum?". Sjá einnig bls. 5. -ÞG.Providence.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.