Vísir - 05.06.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 05.06.1980, Blaðsíða 1
mm r" Tveimur teipum bjargað úr skriðum í vestmannaeyjum: „m MATTI EKKI TÆPARA STANDA" segir Sigurður Daníelsson, sem biargaði Deim á síðustu slundu ,,Ég var með dóttur mína á leiknum og var oft | að huga að henni. Veitti ¦ ég því þá allt í einu at- I hygli, að nokkrar smá- | stelpur eru komnar hátt ¦ upp í skriðuna við völlinn. I Ég heyrði hrópað og hélt I fyrst/ að þær væru að * kalla sín á milli, en svo I heyrði maður gráttóninn og þá beið maður ekki boðanna og hljóp af stað/" sagði Sigurður Daníelsson, sem í gær- kvöldi bjargaði tveimur ungum stúlkum úr skrið- unum fyrir ofan Há- steinsvöll í Vestmanna- eyjum. Þrjár stelpur á aldrinum 7-9 ára klifruðu upp i skriðurnar meöan leikur IBV og Þróttar fór fram, ein sneri viö i tima, en hinar tvær, systur, héldu áfram upp skriouna uns í óefni var komiö og þær gátu sig hvergi hreyft. „Við fórum þrir upp I byrjun,"sagðiSigurður, „égfór upp til þeirra og það mátti ekki tæpara standa. Hefði t.d. sú stúlkan, sem lengra var komin, hreyft sig hið minnsta hefði oltið niður skriðurnar stór steinn, sem hún sat á og þá er sennilegt að verr hefði farið." Sigurður sagði, að yngri systirin, sem var neðar í skrið- unni en sú eldri, hefði verið býsna róleg. en hin hefði verið ákaflega skelfd og að því komin að halda ein niður snarbratta skriðuna. „Það komu margir til aðstoðar," sagði Sigurður, „m.a. Arni Johnsen, sem er vanur klettum og hann lóðsaði okkur niður giftusamlega." —Gsal / Aivarlegi bíi- siys (morgun Hörkuárekstur varö í morgun i Sætúni á móts við Höfða en þar skullu samau fólksbifreið og vöruflutningabifreið með þeim afleiðingum að fólksbif- reiðin gjöreyðilagðist og mun ökumaður hans hafa slasast alvarlega. Atvikiö varð með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar- .innar var að taka fram úr, er hann skall á vörubifreiðinni sem kom úr gagnstæðri átt. Afleiðingarnar sjást á með- fylgjandi mynd en er blaðið fór i prentun var ökumaður fólksbilsins til meðferðar hjá læknum og ekki vitað með vissu hversu alvarleg meiðsl hans voru. — Sv.G. Vísismvnd: GVA „Mætt með gengissigi að einhverju leyti" segir Ragnar Arnalds. flármálaráöherra, um fiskverðshækkunina „Fiskverðshækkun um 11,7% og vinnulaunahækkun um 11,7% þýða. að gengið verður.að siga um 11,7% til að mæta þeim kostnaðarauka hjá frystihús- unum, ef sú gamalkunna leið verður valin", sagði Árni Bene- diktsson framkvæmdastjóri I morgun, þegar Visir leitaði álits hans á fiskverðinu nýja, sem ákveðið var i gær að skyldi vera 11,7% hærra en það sem gilti til mafloka. „Hins vegar kunna að vera til aðrar leiðir, sem mér eru ókunnar," bætti Arni við. „Það er ekki mikið um það að segja I sjálfu sér," svaraði Kristján Ragnarsson spurningu Visis sama efnis. „Það er ljóst að okkar vandi er leystur i bili. Hins vegar er vandi fiskvinnsl- unnar óleystur og það liggur Ijóst fyrir öllum að eitthvað þarf til að koma, að þetta eigi að geta staðist. Við vitum hins vegar ekki hvað það er, þó ætlar maður að það kunni að vera hið gamalkunna, gengisfellingin." „Það eru engin ný tfðindi að fiskverðshækkun eigi sér stað núna, né heldur að vfsitölu- hækkun eigi sér stað núna. Þetta var allt meira og minna fyrirsjáanlegt og vitað, þótt menn vissu ekki I hve miklum mæli, og um leið vitaö að þvi yrði að einhverju leyti mætt með einhverju gengissigi," svaraði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra spurningu Visis um, hvað verði gert til að mæta kostnaðaraukanum sem fisk- verðs- og launahækkanir baka frystihúsunum. Spurningu Visis um hvort aðrar ráðstafanir en gengisfelling væru á döfinni svaraði Ragnar á þann veg að það hefði ekkí verið rætt i stjórninni. sv óðallð brátt frumsýnt S)á bls. 16 A slóðum ís- aldardýra í Þórsmörkinni Sjá opnu Svart einræði eða rautt? Sjá SÍðU 4 Lúðvík segir eðlilegt að tormaðurinn sé á Alpingi Sjá DIS. 3 EllthvaO lyrlr frímerkiasafnarana: 37. FRÍMERKJA- MTTURINN í DAG Sjá ÖIS. 22 A heimili sjómanna- dagsrððs 9. sfða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.