Vísir - 05.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 05.06.1980, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 5. júni 1980. 4 FROSTHELDAR FL/SAR úti og inni Fyrst nú eftir margra ára reynslu á íslenskri veöráttu getum við mælt sérstaklega meö frost- heldu flisunum frá Nýborg. Flisarnar eru hannaðar til að standast ströngustu gæðaprófanir á italíu, islandi, og í Þýskalandi. Meðal notenda hér á landi er Póstur og sími, Hita- veita Reykjavíkur auk ótaldra fyrirtækja og ein- staklinga. Nú er rétti tíminn til að leggja flísarnar, leggið leið- ina í Nýborg og lítið á úrvalið. áfoNýborgE O Ármúla 23 Sími 86755 Útboð Hitaveita Suðurnesja auglýsir eftir tilboðum í uppsetningu varmaskiptarása 6, 7 og 8 í varmaorkuveri i Svartsengi. Verkið skal unnið á tímabilinu 15. júlí 1980-1. júní 1981. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstu- deginum 6/6 á verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavík og skrif- stofu H.S., Brekkustíg 36 Y-Njarðvik. Skila- trygging er kr. 100.000.- Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 25/6 kl. 14.00 á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Y-Njarðvík. Blaðburðarfól óskast:^ Só/heimar Lindargata Sólheimar Lindargata Goðheimar Klapparstigur SUMARDVALAHEIMILI SJÓMANNADA GS/NS Hrauni, Grímsnesi, verður starfrækt i 10 vikur, frá 6/6-14/8. Vikudvöl kostar kr. 35.000,- Upplýsingar í símum 38440 og 38465 Brottför er á fimmtudögum kl. 14.00. I' Ekki sama svart ein- ræöi 09 rautt alræði Jean-Claude Duvalier meö konu- efni sitt. - Bandaríkjastjórn tekur við tugðúsundum kúbanskra llðllamanna en snýr við bátafólki frá Haifi Bandarískir blökku- mannaleiðtogar eru reiðir stjórnvöldum fyrir að á meðan tugþúsundum kúb- anskra flóttamanna er veitt landvistarleyfi skuli flóttafólki frá Haíti verða snúið frá. Telja þeir síst minni ástæðutilað hleypa bátafólkinu frá Haiti inn í landið, þar sem ástandið í litla eyríkinu sé mjög bág- borið. En þarna spilar al- heimspólitíkin inn í og virðast stjórnvöldum þarna vestur frá líka betur við svart einræði en rautt alræði. A ytra boröi viröist eitt mál al- taka hugi Haiti-búa — brúökaup aldarinnar. Jean-Claude Duvali- er, „Baby-Doc”, forseti fyrir lifs- tiö, ætlar aö ganga i hjónaband i vikunni. Blöö eru uppfull af fréttum af undirbúningi brúökaupsins og hamingjuóskum til hjónaefnanna frá áhrifamestu mönnum lands- ins. En brúökaupiö og umtaliö i kringum þaö, er aöeins þunn hula yfir fátæktina og eymdina i land- inu. „Haitibúi, sem vinnur viö diskaþvott i Miami I Bandarikj- unum, vinnur sér jafn mikiö inn á einum klukkutlma og hann ynni sér inn á heilum degi heima”, sagöi hagfræöingur i Port-au- Prince. Spillt og duglaus stjórnvöld hafa i gegnum árin gert lélegan efnahag þjóbarinnar enn verri. Frá þvi Franqois Duvalier (Papa Doc) náöi völdum áriö 1957, hefur ógnarstjórn rikt á Haiti. Pólitisk kúgun hefur haldiö áfram frá þvl Baby Doc tók viö eftir andlát föö- ur sins fyrir niu árum, þá 19 ára gamall, en hann hefur þó heldur slakað á ógnarstjórninni. Hann breytti til dæmis, þvert ofan i ráö móöur sinnar, Simone Duvalier, hinum illræmdu Tonton Macoutes i eins konar þjóövarn- arliö. Orvalsliö þetta þykir flest- um frekar hlægilegt en ógnvekj- andi — enda ýmsu vanir. „Einu sinni i fyrra uröu þeir allir fullir viö athöfn, sem haldin var þeim til heiöurs, og þá slepptu þeir sér gersamlega”, sagöi sendiráösstarfsmaöur. „En yfirleitt eru þeir sofandi einhvers staöar og maður sér þá sárasjaldan lumbra á fólki”. En þó Duvalier hafi aöeins slakaö á ógnarstjórninni, hefur hann vart snert á vandamálum þjóöarsinnar. Eftir nærri áratugs stjórn, vita stjórnvöld ekki ná- kvæma tölu ibúa landsins. Þeir munu vera nálægt sex milljónum á fjöllóttu landsvæöi, sem nær varla aö vera f jóröungur af stærö Islands. Þá eru ekki til nákvæmar tölur um þjóöarframleiösluna, jafnvel ekki um stærö hrisgrjóna- uppskerunnar. Skóglendib er hoggiö miskunnar- laust I eldiviö og ræktarlönd blása upp. Stjórnun úti á landsbyggð- inni er nánast engin, þó fjórir fimmtu hlutar ibúanna búi þar. Barnadauöi er fimmtán prósent (150 af hverjum þúsund ungbörn- um deyja) og meöalaldur lands- manna er um fimmtiu ár. Meðal- árstekjur eru tæpar sextiu þús- und krónur og meira en 80% ibúa eru ólæsir. Til aö reyna aö koma i veg fyrir enn meiri fólksflótta frá Haiti, hafa stjórnvöld reynt aö fá út- lendinga til aö fjárfesta i landinu. Nýlega voru stofnaöar um 200 verksmiöjur, og fengu um 40.000 eyjaskeggjar atvinnu I þeim. Aö sögn hagfræðings i Port-au- Prince voru áhrifin eins og upp- spretta i eyðimörk. Um fjórðungur milljónar bætist á vinnumarkaöinn á ári hverju og er atvinnuleysi um 50% i landinu. Baráttan um þau fáu atvinnutil- boö sem bjóöast er hörö og rudda- leg. Aö skera sykurreyr er ein erfiö- asta yinnan, sem hægt er að hugsa sér. En þegar beöiö var um verkamenn frá Haiti til að skera sykurreyr I Dóminikanska lýö- veldinu uröu beinlinis uppþot og' blóöug átök atvinnulausra verka- manna um störfin. Bandarikjastjórn hefur sem sagt sent bátafólk frá Haiti aftur til sins heima, þar sem framtiöin er vægast sagt ótrygg. Þó ekki sé það sannað, þá hafa Haitibúar, búsettir i Bandarikjunum sagt, að flóttafólk, sem komiö hefur aftur til Haiti, hafi veriö sett i Dim- anche fangelsiö, illræmdar fangabúöir frá dögum Papa Doc, en stjórnvöld i Port-au-Prince halda þvi fram aö þeim hafi veriö lokaö. „I augum haitiskra stjórnvalda er þaö nefnilega taliö vera bein móögun viö Duvalier-fjölskyld- una aö flytjast úr landi”, segir fyrrverandi liösmaöur Tonton Macoute. „Þegar fólkiö kemur aftur frá Bandarikjunum er þaö ekki alltaf handtekiö þegar I staö. En fimm eöa sex dögum slðar hverfur þaö — enginn veit hvernig eöa hvert”. Þaö er þvi ekki út I hött, aö ætla, aö bátafólkiö frá Haiti hafi jafn mikla þörf fyrir að vera veitt landvistarleyfi og flóttafólkiö frá Kúbu. (Endursagt úr Newsweek) Tarzan hrakar stöðugt Sagt er, aö Johnny Weissmull- er, sem var hvaö vinsælastur i hlutverki Tarsans, hraki nú stöö- ugt andlega. Weissmuller, sem er oröinn 76 ára, þjáist af ólæknandi heilaskemmdum, og likja erlend blöö honum viö kálhaus. Hann sefur lengstum, en þegar hann er vakandi gefur hann frá sér öskur, hálfu hræöilegri en hann varö frægur fyrir á hvita tjaldinu. Slaka á vopnasöluiiöltum Utanrfkismáianefnd öldunga- deildar Bandarikjaþings skoraöi I gær á Carter forseta aö slaka á takmörkunum viö vopnasölu tii ianda þriöja heimsins. t ályktun þingnefndarinnar segir, aö þriggja ára gömul stefna Carters um takmörkun á vopnasölu hafi ekki boriö tilætl- aöan árangur, þar sem vopnasala Sovétmanna og V-Evrópumanna til þriöja heimsins hafi aukist i réttu hlutfalli viö samdrátt vopnasölu Bandarikjamanna. Vopnasala Sovétmanna til þriöja heimsins jókst úr 5,1 mill- jaröi dollara á árunum 1974-’76 i 7.2 milljaröa dollara á árunum ’77-’79. Drelflng tveggja arabískra blaða á hernumdu svæðunum stöövuð tsraelskir dómstólar hafa rétt- lætt bann stjórnvalda á dreifingu á dagblaöinu ElFajr, sem er gef- iö út i austurhluta Jerúsalem, á hernumdu svæöunum. Hernaöaryfirvöld stöövuöu i fyrri viku söluna á E1 Fajr og á blaöinu Sha’ab, sem einnig er gefiö út I Jerúsalem. Var ástæöan sögö sú, aö i blööunum væri hvatt til ofbeldisverka. Ctgefendur E1 Fajr sögöu fyrir rétti, aö blaöiö heföi reglulega veriö ritskoöaö af hernaöaryfir- völdum fyrir útkomu og engin aö- vörun heföi veriö gefin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.