Vísir - 05.06.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 05.06.1980, Blaðsíða 23
23 utvarp kl. 21.35, limmtudagsleikritíð: É9 í „Ég vil ekki deyja I þögn” nefnist leikritiö i kvöld. Höfundurinn er austur—þýskur, Martin Stephan. Þýðandi er Asthildur Egilsson og leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Leikurinn gerist i prentsmiðju þar sem Klara, aðalsöguhetjan, vinnur og segir annars vegar frá samskiptum Klöru við vinnu- félagana og hins vegar frá þvi, er hiín rifjar upp fortiö sina. Klara er nefnilega komin af léttasta ekkl Dögn” skeiði og orðin vægast sagt nokk- uð heilsutæp. HUn er þó ekki til- bUin aðkyngja þvi, að hUn sé ekki fær um að vinna lengur. Leikendur eru Auður Guð- mundsdóttir, Hákon Waage, Bessi Bjarnason, Þórir Stein- grimsson, Edda Björgvinsdóttir og Guðmundur Pálsson. Þetta er fyrsta verk höfundar, sem flutt er á íslandi. Leikritið tekur um 40 minUtur i flutningi. Útvarp kl. 21.00: Tónleikar Görans Söllschers t kvöld kl. 21.00 verður Utvarp frá Listahátið. Að þessu sinni verða það tónleikar Görans Söll- schers og verður þeim Utvarpað beint. A efnisskránni eru verk eftir irska tónskáldið John Dow- land. Göran Söllscher er aðeins 24 ára gamall Svli, en hefur þegar vakið heimsathygli fyrir leik sinn. Ariö 1978 vann hann I hinni óopinberu heimsmeistarakeppni gitarleikara, sem fer fram á veg- um franska útvarpsins og sjón- varpsins. Þetta er i fyrsta skipti, sem •* hinn ungi gitarleikari kemur til Islands, en héðan heldur hann til Finnlands, og siöar I sumar til Lundúna. Göran spilar hér á tvennum tónleikum, verða þeir fyrri 1 kvöld og þeir seinni á sunnudags- kvöld. A tónleikunum I kvöld spil- ar hann einn, en á sunnudags- kvöld spilar Sinfóniuhljómsveit íslands með honum undir stjórn Rafaels Fruebeck de Burgos. —K.Þ. Göran Söllscher Fólksbíll Station A GREIÐSLUKJÖRUM SEM ALLIR RÁÐA VIÐ Það er samdóma álit þeirra sem eignast hafa þennan Austur-þýska lúxusbil, að hann sé meira virði, en verðið segir til um. • Byggður á grind, með 65 ha. tvigengisvél (Gamla Saab vélin). • Gormar á öllum hjólum og billinn þvi dúnmjúkur. • Eiginleikar i snjó og lausamöl frábærir. • Enginn bíll jafn hár undir lægsta punkt. • Stálklætt stálgrindarhús. • Framhjóladrifinn. • Rúðuþurrkur, fjórar stillingar. • Ovenju stórt farangursrými. • Stillanleg sætabök o.fl. o.fl. Komið og kynnist þessum frábæra bíl á góða verðinu. Hvar færðu meira fyrir krónuna? Enginn bOl i þessum stærAarflokki er á jafn gófiu verAi Eigum nokkra Wartburg fólksbíla og station, sem við getum boðið á sér- stökum greiðslukjörum. Hafið strax samband við sölumenn okkar.Missið ekki af þessu tækifæri til að eignast bíl á greiðslukj örum aldarinnar. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vooofkjndl vfSo^ovog — Stmor M540-07710 útvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleika- syrpa Léttklassisk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóöfæri. 14.30 Miðdegissagan: 15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.20 Tónhornið Guðrún Bima Hannesdóttir sér um þátt- inn. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur: Guðrún A. Simonar syngur Islensk lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.00 Leikrit: ,,Ég vil ekki deyja I þögn” eftir Martin Stephan. Þýöandi: Asthild- urEgilson. Leikstj.: Brynja Benediktsdóttir. 21.00 Listahátiö i Reykjavik 1980: Útvarp frá Háskóla- biói: Tónleikar Görans Söli- schers gitarieikara frá Svl- þjóð. A fyrri hluta efnis- skrár, sem útvarpað verður beint, erú verk eftir Irska tónskaldið John Dowland. Kynnir: Baldur Pálmason. 21.40 Sumarvaka.a. „Enginn kenndi mér eins og þú”. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Aö vestan Umsjón: Finnbogi Hermannsson kennari á Núpi I Dýrafiröi. 23.00 Áfangar PÚLITÍSK GIGTVEIKII KJARAMÁLUM Viðræöur svonefndra aðiia vinnumarkaðarins um nýju kjarasamninga ganga brösug- lega, og þá ekki sist viöræður opinberra starfsmanna viö full- trúa núverandi rlkisstjórnar. Opinberir starfsmenn hafa haft lausa samninga I rúmt ár. Ekki er að sjá, að mikil alvara sé hjá þeim að leggja út I baráttu nú sem stendijr. i þessum 10-15 þúsund mann!a samtökum hafa verið haldnir fundir úti um ailt land, en þá hafa sótt samanlagt aðeins nokkur hundruö manns. Flestir iáta ekki sjá sig þar, enda teija þeir vafalaust til- gangslítið aö mæta á fundi, þeg- ar forystan er deig vegna póli- tlskrar gigtveiki og alls óllkleg til aö steyta görn framan I Arnalds og félaga. Það var nú eitthvaö annaö baráttuþrekið I forystunni þeirri hér um áriö, þegar fella átti rlkisstjórn Geirs Hailgrimssonar með ólögmæt- um verkföllum. Forystuleysið I samtökum iaunafólks er auðvitaö ekkert grln, en kannski getur þjóöin al- mennt andað léttar vegna þessa þrátt fyrir allt. Það eru lltil llk- indi til þess aö knúin verði fram óskynsamleg krónutöluhækkun | yfir alla llnuna á meðan verka- iýðsforystan sefur pólitiskum svefni. Einörð afstaða forsvars- manna Vinnuveitendasam- bandsins kemur þar einnig til hjálpar. A meöan reynir rlkis- stjórnin aö vera stikkfri I kjara- málunum og vonar að þetta leysist einhvern veginn, þótt Lúðvlk brjótist um og lýsi þvf yfir, aö rfkisstjórnin veröi aö „leysa” kjaramálin. En hann er nú að hætta sem formaöur Alþýðubandalagsins I haust og strákarnir telja sig þegar vera orðna að mönnum og þvl ekki þurfa að hlýða nöldrinu I gamla manninum. Það er einkennandi fyrir kjaramálin hér á landi, að þeir einu, sem fylgja kröfum sinum eftir með einhverjum aðgerð- um, skuli vera þeir, sem mest launin hafa. Nú eru það reyndar ekki flugmenn, heldur flugum- ferðastjórar, sem hóta öllu illu, ef ekki verður gengið að kröfum þeirra. Þær kröfur munu vera, að álag, sem greitt er fyrir til- teknar aukavaktir, hækki um 55 þúsund krónur fyrir vaktina. SHk hækkun fyrir aðeins eina vakt mun nema um fimmta hluta mánaðarkaups Dagsbrún- arverkamanns. Þetta þykja vafalaust vasapeningar hjá flugumferðastjórum, þvl aö komið hefur fram i blöðum, að þeir muni væntanlega margir hverjir hafa um 19 milljónir I árstekjur á þessu ári, og um þriðjungur af 100 tekjuhæstu rlkisstarfsmönnum eru i þeirra höpi. Flugumferöastjórar hafa, að þvi er mér er tjáö, nýtt til hins itrasta möguleika sina til að setja allt flug innanlands og milli landa úr skorðum. Inn í samninga þeirra hafa komið ótrúlegustu ákvæði, og ber þar vafalaust hæst, aö sum- ir þeirra geti fengiö allt aö eina milljön á ári fyrir það eitt „að vera edrú I vinnunni” eins og einhver orðaði það. Þetta mun nema dagvinnulaunum verka- manns I fjóra mánuði eða svo, og þurfa þeirnú yfirleitt að vera edrú I vinnunni eins og flugum- ferðastjórar en án þess að fá fyrir það sérstaka þóknun. Það er vissulega ástæða til, að málefni flugumferöastjóranna veröi könnuð ofan I kjölinn, og þá m.a. hvers vegna svo fáir menn hafa fengiö formlegt leyfi til að stunda þetta starf. Úti I hinum stóra heimi, t.d. vestan- hafs, þurfa menn að sögn ein- ungis aö fara á nokkurra mán- aða námskeið til þess að verða flugumferðastjórar, en hér eru gerðar margra ára náms- og reynslukröfur. Hvers vegna þarf meiri kröfur til þess aö sinna flugumferðastjórn á smá- rikinu íslandi en vestur I Bandarikjunum er ofvaxið flestra skilningi nema þá kannski þeirra, sem málum þessum ráða hér I reynd. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.